Fálkinn


Fálkinn - 01.02.1936, Qupperneq 4

Fálkinn - 01.02.1936, Qupperneq 4
4 FÁLKiNN \ Rauði krossinn. í sambandi viö meðferö italskra flugvjela á hjúkrunarliði Svía og Egypta í Abessinuíu hefir starfsemi llauða krossins orðið umtalsefni um alian heim. Og það má segja, að það tiltæki ítala að láta sprengju- og skothríð rigna niður á sjálfboðaliði iijúkrunarmanna hafi mælst eigi bet- ur fyrir, en það tiltæki Þjóðverja á heimsstyrjaldarárunum að skjóta niður farþegaskipið „Lusitania". Sem atþjóðafjelagsskapur var Rauði krossinn myndaður árið 1864 í Genf. En eins og aðrar stofnanir átti þessi fjelagsskapur sjer aðdraganda. Og það má segja, að það hafi verið enska konan Florence Nightingale, sem riðið hafi á vaðið um þessa síarfsemi, þó að ekki sje hún talin höfundur fjelagsskaparins. Hún fæddist i Florence í Ítalíu 12. maí 1820 og hugur hennar beindist snemma að líknarstarfsemi og hjúkr- un sjúkra, sem liún lærði svo vel, sem tök voru á í þá daga. En þá voru læknavísindin á bernskustigi og læknarnir stóðu vopnfáir uppi gegn allskonar smitunum og drep- sóttum. Hinar ægilegustu sóttir sigldu jafnan í kjölfar styrjaldanna og fólk hrundi niður. Ófriðurinn á Krím , eftir miðja öldina sem leið, var engin undantekiiing í þessu efni. Og liegar hörmungasögurnar bárust til Evrópu kom Florence Nightin- gale sjer upp hjúkrunarliði og sigldi til Krím ásamt 37 hjúkrunarkonum haustið 1854. Hún kom skipun á hjúkrunina og tókst að draga stórum úr útbreiðslu drepsóttanna sem gengu á vígstöðvunum, en það voru eink- um kólera og taugaveiki. Dvaldi Nightingale á vígstöðvunum til ó- friðarloka 1856. Þegar hún kom aft- ur til Englands var henni fagnað sem hetju, enda átti hún það skilið. „Konan með lampann" en svo var hún kölluð, af sjúkravitjunum sin- um er hún gekk á millí sjúklinganna á nóttinni með lampa i hendinni, varð þjóðhetja og verður jafnan vitnað til hennar, sem fremstu hjúkrunarkonu, sem uppi hefir verið. Hún andaðist i hárri elli 25. ágúst 1910. En frumkvæðið að stofnun al- jijóðafjelagsskapar jiess, sem nefn- ist Rauði krossinn átti Svisslending- urinn Henry Dunant (fæddur 1828). Hann kom á vígvöllinn við Solfer- ino (Ileljarslóð) eftir orustuna þar og lenti í því að hjúkra særðurn mönnum, sem skildir höfðu verið eftir á vígvellinum. Ritaði hann bækling um þetta, „Endurminning- arnar frá Solferino“ og lýsti þar á- takanlega hörmungunum, sem her- mennirnir urðu að líða. Var bók jiessi þýdd á fjöldamargar tungur og vakti heimathygli. Og fyrir for- tölur hans voru haldnir alþjóða- fundir nm það, árin 1863—64, hvern- ig hægt væri að ráða bót á þessu ástandi. Var komið upp alþjóðasam- bandi 1864 með því markmiði að koma upp með frjálsum samskotum og vinnu hjúkrunarliði, er liefði það verkefni, að hjúkra særðum mönnum í ófriði, og með aljijóða- samningum var merkið, rauður kross á hvítum feldi (eða öfugt svissneska flaggið) löghelgað sem merki fje- lagsskaparins og fengin samþykt fyr- ir því, að stöðvar l>ær, sem hefðu þetta merki uppi á vígstöðvum eða við þær, skyldu friðhelgar fyr- ir árásum. Það er þessi kvöð, sem ítalir hafa brotið í Abessiníu. í heimsstyrjöldinni kom Jsað sjaldan Iíjer á myndinni sjást sœnsku læknarnir og hjúkranarmennirnir sern sendir voru til Abessiniu. Sitjandi á miðri fremri rcið er prins Car sem er forseti Rauðakrossins sænska. fyrir, að stöðvar Rauðakrossins yrði fyrir árásum. Henry Dunant dý sama árið og Florence Niglilingale og liafði áður verið sæmdur friðarverðlaunum Nobels ásamt Frederic Passey, árið 1901. Rjett fyrir ófriðinn voru 54 þjóð- ir orðnar meðlimir í Ilauðakross- sambandinu og síðan hefir þeim fjölgað mikið. í hverju landi starf- ar eitt aðalfjelag með fjölda fjelags- deilda og geldur hver fjelagi ákveð- ið lágmarkstillag og auk þess fá fje- lögin víða stórgjafir einstakra manna og stofnana. t heimsstyrjöldinni vann Rauðikrossinn afar merkt starf og eru það mannslíf svo hundruðum þúsunda skiftir, sem hann hefir bjargað. En eftir styrjöldina færði fjelagsskapurinn út starfsvið sitt. Hann greiddi götu flóttamannanna og hann hjálpaði hinum mörgu milj- ónum sem voru i svelti árin eftir heiínsstyrjöldina. Allstaðar var það Rauðikrossinn sem annaðist úthlut- un gjafamatvæla og hjúkrun sjúkra, l. d. í Volgahjeruðunum i Rússlandi þegar hungurneyðin geysaði þar og eins var það liann, sem ásamt Frið- þjófi Nansen aðstoðaði best víð heimsendingu hertekinna manna og umönnun flóttamanna, eftir styrj- öldina. Hjer á landi hefir Rauðikrossinn starfað siðastliðin tíu ár. Liggur starf hans hjer einkum i almennri hjúkrunarstarfsemi. Fjelagið hefir bifreiðar til sjúkraflutninga, og hjúkr unarkonur sem starfa fyrir fjelagið, m. a. í sumum verstöðvum, þar sem mest er þörfin á. Hefir fjelagið unn- ið mikið starf, þó að meira gæti það orðið ef almenningur gengi í fjelagið í ríkara mæli en áður. Ár- gjaldið er svo lágt, að fæsta munar um það, en á þessum lágu árgjöld- um verður fjelagið þó einkum að byggja starfsemi sína. Forseti fje- lagsins hjer á landi er dr. med. Gunnlaugur Claessen prófessor. Þó að blöðin hafi þegar hirt margt um hina svívirðilegu árás ítala á Myndin sýnir læknana tvo, sem voru foringjar leiðangursins til Absse- iníu. Til vinstri dr. Hylander og tii hægri dr. Smith. sænsku Rauðakross-deildina við Dolo i Abessiníu, þykir rjett að rifja upo í aðaldráttunum þennan atburð, eigi síst vegna þess, að fyrstu frjettirnar sem af honum bárust voru rangar. Þar var sagt, að nærfelt alt sænska hjúkrunarliðið hefði beðið bana, en svo var þó ekki. Það var daginn fyrir gamlársdag, að 12 italskar flugvjelar flugu yfir vígstöðvar Abessinuíumanna, þar sem her Ras Desta liafðist við. Fleygðu flugmennirnir niður blöð- um undirskrifuðum af Graziani liershöfðingja þar sem sagt er, að Ras Desta hafi þvert ofan í öll lög látið hálshöggva ítalskan flugmann, og muni ítalir hefna þess grimmi- lega. Þaðan flugu þeir til Malka Didaka, þar sem sænski Rauðikross- inn hafði þá verið síðastliðna viku í tjöldunum. Var merkt með Rauða- krossflöggunum alt i kringum tjald- búðirnar. En alt i einu ljetu flug- mennirnir sprengjum rigna yfir tjöldin, sennilega milli eitt og tvö hundruð og miðuðu síðan hriðskota- byssum á tjöldin. Yfirlæknirinn var að gera upp- skurð á særðum mönnum i einu tjaldinu þegar þetta gerðist. Hann og aðstoðarmaður hans, Lund- ström að nafni, særðust báðir, sá síðarnefndi svo, að hann ljest skömmu síðar. En mennirnir á skurðarborðinu týndu háðir lífi. Alls drápu ítalir þarna 28 særða menn ) og um 50 hjúkrunarmenn. Yfirlæknirinn, dr. Hylandei: komst þegar til Addis Abeba í flugvjel sænska barónsins von Rosen og gaf skýrslu um atburðinn. Vjelarnar höfðu flogið í aðeins 30 metra hæð ogvar því óhjákvæmilegt, að þær sæu Rauðakrosseinkennin kringum stöð- ina. Á fáeinum sekúndum heyrði hann drunur af yfir tuttugu sprengj- um. Ein sprengjan sprakk við tjaldið sem hann stóð í og flís úr lienni lenti í brjósti dr. Hylander. Og í sömu svipan sá hann, að kjálk- arnir voru farnir af Lundström að- stoðarmanni hans, en sjúklingarnir tveir á skurðarborðinu voru dauðir. Dr. Hylander fjell í ómegin en þegar hann rankaði við sjer sá hann liræði- lega sjón. Alt í kringum hann láu dauðir menn og særðir eins og hrá- viði, en angistarópin kváðu við hvarvetna innan um brakið frá vjel- byssunum. — Þegar nánar var að- gætl voru yfir 400 göt eftir kúlur á tjöldunum.------ Dr. Hylander hefir verið áður i Abessiníu og svo er um fleiri af að- stoðarmönnum lians. Hafa Sviar lengi haft trúboða i Abessiniu, þar á meðal Hylander og vegna þess að hann skildi vel mállýskur Abessiníu- manna var hanh valirin til farar- innar. í Svíþjóð var verknaður þessi for- dæmdur að verðleikum. Fyrsta fregn- Framh. á bls. 0. t

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.