Fálkinn


Fálkinn - 01.02.1936, Blaðsíða 11

Fálkinn - 01.02.1936, Blaðsíða 11
F Á li K i N N 11 að i ár eru liðin sextiu ár siðan, að götulýsing kom í ReykjaviK. Þær týrur mundu ekki þykja mikilsverð- ar núna. Og það er til marks um. að strákskapurinn í Reykvíkihgunum er ekki nýtt fyrirbrigði, að fyrsta kvöldið voru flest ljóskerin mölvuð. „Þó voru það ekki strákar, sem þetta gerðu“, segir Klemens Jónsson landritari í „Sögu Reykjavíkur". ------------------x---- að eini konsúll ítala í Finnlandi, sem heitir Kramer, hefir nýlega sagt af sjer embætti i tilefni af því, að ítalir vörpuðu sprengjum á stöð Rauðakrossins sænska í Abessiníu. Tók hann sjálfur niður einkennis- spjöld ítalska ræðismannsins af bú- stað sínum og sendi sendiherra ítala í Helsingfors brjef um þennan verlcn- að, og þar með, að hann vildi lield- ur þjóna fjandanum en Mussolini. aS j)jónn einn í Albaníu, Sollmann Schaban heitir hann, hefir nýlega verið tekinn fastur fyrir einkennilegt athæfi. Húsbóndi hans var margra miljóna eigandi, en fyrir j)remur ár- um rjeðst þjónninn á hann, lokaði hann niðri í kjallara og hefir treynt j)ar i honiurf lífið síðan, en sjálfur lifði hann í vellystingum á eignum lnisbóndans. afí rjelt fyrir jólin var verið að grafa, fyrir húsgrunni í Glasgow og var j)á komið niður á kolalag. Við nánari rannsókn reyndist það svo, að lögin væri svo þykk og umfangs- mikil, að þar mundu vera um 14 miljón smálestir af eldsneyti. Tvö fjelög voru stofnuð til þess að hag- nýla sjer þennan auð, og gert er ráo fýrir að námurnar sjeu um 14 miljón sterlingspunda virði, og að þær muni endast nágrenninu í 24 ár. ----x---- afí það eru ensku stúlkurnar en ekki amerikönsku, sem mála sig mest allra í heimi. í London einni eru 3000 snyrtistofur fyrir kven- fólk og þar voru seldir árið 1934 5000 kílómetrar af varastiftum og 5 miljón pund af andlitsdufti. -----x— afí stærsta pappírsgerðarvjcl heimsins er í Sittingbourne i Kent. Englandi. Vjelin sjálf er 150 metrar á lengd. Og hún er hraðvirk að sama skapi og hún er löng, því að hún framleiðir 3800 kilómetra af 75 cm. breiðum pappir á viku. Vjelin sjáíf vegur um 2000 smálestir. ——x------- aö í ár eru liðin 500 ár síðan John Gutenberg gerði þá uppgötvun sem enn er undirstaða prentlistar- innar. Það skeði í litilli vinnustofu í Mainz. Engan mundi liafa dreymt um það í þá daga, að uppgötvun bans, að skera út einstaka stafi og raða þeim saman í orð, inundi verða uppruni allrar þeirrar kænsku, sem nú cr fram kominn í prentlistinni. ------------------x---- aö í ár fyrir 50 árum fjekk Carl Henz einkaleyfi á „sjálfhreyfivagni til flutnings fleiri farþega en eins“ —. Út af því kom fyrsta bifreiðin, sem nothæf reyndist og ekki of dýr. ----x—— afí fyrir hundrað árum, eða 10. júní 1836 dó André Marie Ampére, sá sem uppgötvaði skyldleikann milli rafmagns og segulmagns betur en H. C. Örsted liafði gcrt Myndin hjer að ofan er af Vic- toriu Englandsprinsessu, sem andað- ist í nóvember síðastliðnum. Var hún dóttir Játvarðar Bretakonungs og Alexandrínu drotningar, fædd 6. júlí 1868 og rúmu ári eldri en Maud systir hennar, Noregsdrotning. Vic- loria prinsessa giftist aldrei. Jarðar- för hennar fór fram í desember og voru konungshjón Islands og Dan- merkur þar viðsödd og einnig kon- ungshjónin norsku. MARIA JUGOSLAVADROTNING ekkja Alexanders konungs, sem myrtur var í Marseille, var nýlega í heimsókn hjá bróður sínum, Carol Rumenakonungi og hjelt hann dýraveiðar til heiðurs henni. Hjer á miyndinni sjest drotningin með byssuna í hendinni. CHARLIE CHAPLIN hefir nýlega lokið við kvikmynd, sem hann kallar „Modern Times“ Aðvörun. Samkværat lögum nr. 52, 1935 er skylt að selja egg eftir þyngd. Varðar sektum frá 5—50 krónur, ef út af er brugðið. Kaupmenn og framleiðendur, er brjóta á móti þessu verða hjer eftir látnir sæta sektum. Lögreglustjóriun í Reykjavík, 30. janúar 1936. Gústaf A. Jónasson — settur — GJALDEYRISMÁLIN. Þessi maður heitir H. R. F. Harrod og gengur hún út á að skopast að vjelamenningunni og hraðasóttinni, sem er komin í mannkynið. Verður tarið að sýna mynd þessa innan skamms. FYIiIR JÓLIN. Mvndin er tekin fyrir utan bóksala- glugga i Kaupmannahöfn eftir aö jólasýningarnar eru byrjaðar. Sjást unglingar þar verá að skoða barna- bækur, jólahefti og myndir, og brjóta heilann um, livað þau vilji helst eignast. -----x—■— Japanska ferðafjelagið hefir nýlegu gefið út smápjesa með leiðbeining- um fyrir þjónustufólk gistihúsanna um, hvernig eigi að umgangast gesti frá Evrópu. Þar stendur m. a.: „Það skal tekið fram, að kvenfólki frá Evrópu og Ameriku líkar yfirleitt ekki, að það sje spurt um aldur þess. Sömuleiðis kæra karlmenn Vest- urlanda sig yfirleitt ekki um, að kvenfólk hjálpi þeim til að baða sig“. og er lektor i tiagfræði við liáskól- ann í Oxford, stjórnarmeðlimur i kgl. hagfræðingafjelaginu enska og skrifar mikið um fjármál í ensk blöð og tímarit. Var hann nýlega í Kaupmannahöfn og lijelt þar fyrir- lestur, sem mikla athygli vakti, um gjaldeyrismál. Það veitti vist ekki af að fá hann bingað!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.