Fálkinn


Fálkinn - 14.03.1936, Síða 4

Fálkinn - 14.03.1936, Síða 4
4 F Á L K I N N Sigfús M. Johnsen: vSjávarheHar I Vestmannaeyjum. Útsýni af Heimakletti. Sjávarliellar stórir, bergkór- ar og hvelfingar eru víða undir standbergi úteyjanna í Vest- mannaeyjum. Þær eru flestar úr móbergi, sæbrattar og liömr- um girtar. Jafnstórkostlegar og einkenni- legar sjávarmenjar, sem bér gefst að lita, og myndast bafa einhverntíma i fyrndinni fyrir ágang sjávar og loptsáhrif og vatns, finnast óviða annars- staðar. Erlendis sækja ferðamenn mjög á þá staði þar sem þessi fágætu náttúruundur finnast, og eru ýinsir sjávarliellar víð- frægir um lönd, svo sem Blá- hellirinn á eynni Capri á Ítalíu. Vestmannaeyjahellarnir, sem að vísu munu fegurstir eða meðal hinna fegurstu sjávar- bella lijer á landi og þótt víð- ar væri leitað, hafa eigi slíka frægð blotið, minsta kosti eigi utan landssteinanna eða öllu heldur utan eyjanna, því altof fáir hafa komið á þessar slóðir og skoðað hellana og notið binnar einstæðu fegurðar þéirra og fjölbreytni umhverfisins, úteyjanna sjálfra, sem eru perlur íslenskrar náttúrufegurð- ar. Sumum mun ef til vill vaxa í augum sjóferðin kringum eyj- arnar, en það er ástæðulaust, því hægt er að láta fara vel um sig á góðum bát og nýstárlegri skemtiför verður naumast farin. Ráðlegast er að befja ferðina frá böfninni í Vestmannaeyj- um á vélbát og liafa með sjer ljettibát, en velja verður til far- arinnar sólskinssumardag, bæg- viðri og ládauðan sjó. Förin verður jafnframt hring- ferð kringum eyjarnar, svo færi gefst að skygnast um fugla- bygðir eyjanna. Hótel er ágætt í Vestmanna- eyjum, Hótel „Berg“, eigandi Magnús Bergsson bakarameist- ari. Hjer fylgir stutt lýsing nokk- urra belstu sjávarhellanna í Vestmannaeyjum. Klettshellir. Hann er í Ysta- kletti suðvestanverðum skamt frá skipaleguimi á Ytri höfn- inni. Hellisopið er stórt og hellirinn bjartur að framan- verðu. Vítt er til veggja og liátt til lofts í þessari bergböll. Uppi yfir hvolfast sljettar bogadregn- ar hvelfingar meiri en í stærstu kirkjum stórborganna. Hvelf- ingin lækkar þegar inn eftir dregur, en samt má sigla á mót- orbát með reistu mastri, alveg inn í botn hellisins. Þar inst inni bunar dálítil vatnslind, og þegar þangað er komið lokast nær fyrir bellismunnann. Berg- ið er ljósgult, brúnt og grátt og sumstaðar næstum svart. Sjáv- arflöturinn liggur eins og skygð- ur málmur, færist eftir því sem innar dregur i dökkgrænbláa liti með ýmsum iitbreytingum og er inst inni svartur sem blek. Hjer inni í iðrum fjalls- ins ríkir djúp þögn og ró, en bvað lítið bljóð, sem rífur þögn- ina bergmálar þúsundfalt og bver meðal mannsrödd helst uppi af styrkum rómi, svo lijer finst öllum sjálfsagt að syngja og njóta þess máske einu stund- ina í lífinu að vera mikill söng- maður, en um leið og ferðafólk- ið i algleymings söngfjálgleik berst út um bellisopið dofnar skyndilega yfir söngnum, er bergmálsins missir og aftur er komið út i dagsljósið og veru- leikann. Nú er tekin stefnan inn fyrir Klett og farið suður að Súlna- skeri eða að Smáeyjum eftir því sem á stendur til að skoða Kafhellir. Kafhellir er austan í eynni Hænu, sem er rúm 200 fet á bæð. Gapið er allstórt og vítt en eigi liærra en að það fer í kaf ef brimsúgur er. Þaðan mun nafnið. Þegar inn er komið opnast stór hvelfing undir eynni. 1 Kafhelli á að fara seinni hluta dags i sólskini, þegar sól er komin á vesturloftið. Svo einkennilega hagar til um helli þenna, að liann sælcir dagsbirtu og sólarljós um gat eitt langt neðansjávar undir berginu vest- anverðu. Um þetta op kemur sólarljósið upp í sjóinn í hell- inum og endurspeglar sig með margvíslegum lita- og ljósbrigð- um og leikur um bellisbergið í öllum regnbogans litum. Þegar sólskinið er sterkt fyllir það hellirinn eins og ljósgeymi og sjórinn glitrar langt niður eins og raf eða lýsigull. Það mætti vel ímynda sjer að maður væri staddur inn i demanti. Hjer er dvalið alllengi, því flestum finst erfitt að slíta sig frá þessum töfrum. Næsti áfanginn er út að Súlna skeri, sem í rau'ninni er alls eigi sker heldur eyja. Súlnasker liggur um % viku sjávar frá Stórliöfða. Það er í lögun eíns og kista eða aflang- ur ferbyrningur, 225 fet á hæð og stendur á 60—80 feta liáum stólpum eða súlum, sem bera uppi fjallið. Milli súlnanna eru liáar hvelfingar. Göngin undir Súlnaskeri eru krossmyndLið og má róa í gegn- um þau frá aListri til vesturs og gegnum aðalsúlnagöngin um víðar dyr gegnum suðurklofn- inginn. Suðurdyrnar eru svo þröngar, að eigi verður komist um þær og stór hlein er þar einnig sem þröskuldur í vegi. Inni í hvelfingunum bergmál- ar alt og dunar. Áraglamið ber boð á undan. Uppi á súlubæl- unum á syllum og stöllum í hvelfingunum rísa upp hvítar vofur. Það er bafsúlan (súla bass- ana), sem befur sig til flugs. Óteljandi hvítir vængir blaka með stórfeldum vængjaþyt og fjaðrafoki uppi við loftsnafirn- ar. Flestum verður starsýnt á súluna og vistarverur bennar. En bjargfugladrotningin er stirðleg og dramblát og gerir op mikið að komumönnum og ýmsir aðrir fuglar taka undir með benni og gerist hjer háreist mikil og gnöldur, sem æ magn- ast og blandast saman við berg- málið og þungar dunur i sjón- um undir bjarginu. Við yfirgefum glauminn í inni skerklerksins i Súlnaskeri og nú er farið heim undir Stór- böfða og skoðuð Fjósin. Fjósin eru mjög merkilegur sjávarbellir norðvestan á Stór- böfða, skamt fyrir vestan Napa. I þau má og fara á bát úr Höfðavíkinni. Fjósin eru að sjá sem stórt lilið opnist inn í bergið, sem er Ijósleitt móberg, með smáhyll- um og skvompum, sem bjarg- fuglinn verpir á. Uppi yfir er stór stallur vaxinn livannstóði. Áður lá steinbogi frá brúninni og niður að hellismunnanum, en steinboginn er nú hrapaður. af. Vjelbát er siglt upp að hellis- dyrunum og þar stigið i smá- bát. Þegar komið er inn úr dyr- unum opnast hvelfingar, sem sennilega eru 40—60 feta liáar uiip í rjáfur, þær hafa eigi ver- ið mældar, og 30 til 40 fet á breidd og mynda efst bvast horn. Hellirinn mun vera um 140 til 160 fet á lengd og skiftist í mörg stafgólf eða bása og mun af þessu dregið nafnið. Inni ríkir hátíðleg þögn og ró, en bvert minsta hljóð, hrikt í ári eða þess liáttar, bergmálar margfalt. Ábrifa lofts og birtu utan frá gætir á mjög einkenni- legan hátt og húmbirta lielst um allan hellinn, sökum þess hve hann er hár. Maður veit eigi livað á að meta mest að skoða, sjóinn með ótal litbreytingum eða bergið sjálft, sem sýnir alla mögulega liti, sumstaðar er það dökk- grænt, slikjugrænt eða ljós- grænt, annarsstaðar gult og næstum hvitt, þá dumbrautt, fagurrautt og ígult. Innan um betta mikla litskrúð á hellis veggjunum eru viða smákluft- ir, sem fuglar byggja hreiður sín í og inst inni i stafni, þar sem aldrei nær sólargeisli að leika um, er svolítið afhýsi eða þró og þar lengst inni er svart- fuglabæli og á því tugir svart- fugla. f þjóðsögunum segir frá manni, sem komst niður í und- irheima og undraðist mjög er hann fann þar sljetta völlu og fagra, miklu fegri en á vorri jörð, svipað býst jeg við að vakað gæti fyrir mönnum við kynni þeirra á sjávarhellunum í Vestmannaeyjum og því er þeir liafa að geyma. 1 Suðurey er Suðureyjarhellir, í Hellisey Súluhellir og í Mið- kletti Þuríðarhellir. Marga fleiri bella og gapa mætti nefna, en því er slept hjer. 4 5

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.