Fálkinn - 14.03.1936, Blaðsíða 5
Ernest Miller: A ÓHULTUM STAÐ.
Þaö var lafði Eleanor Lloyd, sem
átti uptökin að því, sem gerðist á
prestsetrinu í Fledgeley ákveðna nótt
í nóvember. Þvi að hefði hún, eða
rjettara sagt gimsteinarnir hennar,
ekki verið til, þá hefði sveitin orðið
einum gifurtíðindunum fátækari.
Mergurinn málsins var sá að einu
sinni þegar maðurinn hennar, sir
William, var á ferð i London, hafði
verið gert innbrot á óðalssetri einu,
ekki langt frá Fledgeley Manor, og
síðan var lafði Eleanor síhrædd um
dýrgripina sína, sem sumir höfðu
gengið mann frá rnanni í ættinni
frá þvi um árið 1600. Hvað átti hún
nú til bragðs að taka, hún sem eftir
nokkra daga átti að fara i ferðalag
og hitta manninn sinn, og gat því
ekki vakað yfir dýrgripunum eins
og þörf var á? Það var nú það, sem
alt vall á.
En lafði Eleanor fann bráðlega
svar við spurningunni. Á prestsetr-
inu, lijá honum síra Yyall og fólk-
inu hans, mundu hálsfestunum,
hringjunum og nælunum vera óliætt,
því að engum lifandi manni mundi
detta í hug að leita að dýrgripum
þar, sagði hún við frú Vyall. Og
frú Vyall var sammála. ónei, það var
ekki mikið til á prestsetrinu af þeim
fjársjóðum, sem mölur og ryð fær
grandað, svo var blessuðum börnun-
um fyrir að þakka, sem nú voru
liorfin úr föðurgarði. Það er að
segja, Marcia, elsta dóttirin var
heima ennþá, og svo var hann Arci-
Iiald á háskólanum og hafði elcki
lokið prófi enn — en öll hin, fjögur
talsins voru farin.
Dýrgripunum var laumað heim á
prestsetrið með allskonar varúðar-
ráðstöfunum, sem útfarinn innbrots-
þjófur hefði eflaust skellihlegið að,
ef hann hefði komist að þeim, —
og komið fyrir í gamalli eikarkistu
í svefnherbergi prestsins.
Lafði Lloyd var vel ánægð, svo
ánægð, að hún lofaði Marciu einum
af „litlu hringjunum“ þegar hún
kæmi aftur frá London ef enginn
hefði þá komið og stolið þeim í milli-
tíðinni. Nú var hún örugg. Það voru
nefnilega engir nema presturinn,
prestskonan, Marcia og Kyrle, sem
vissu hvar fjársjóðurinn var geymd-
ur. Og Kyrle, herbergisþernan henn-
ar vissi það ekki einu sinni fylli-
lega, því að hún vissi bara, að dýr-
gripirnir voru einhversstaðar á
prestssetrinu, en ekki hvar.
—• En Kyrle, er hægt að reiða sig
á Kyrle? spurði frú Yyall.
— Hvort það er hægt! Hugsið þjer
yður, hún hefir verið hjá mjer nærri
jiví heilt ár, svaraði lafði Lloyd.
Fin frú Vyall var samt ekki fyllilega
örugg, og svo mikið er vist, að þeg-
ar eigandi dýrgripanna lagði af stað
til London eftir nokkra daga fanst
frú Vyall hún hafa runnið af hólmi
og skilið sig eftir með allan vand-
ann og ábyrgðina.
Og svo leið tíminn, eins og liann
gerir í þessum ömurlega heimi, svona
nokkurnveginn af sjálfu sjer, og
með hverjum deginum sem leið var
minna og minna hugsað um fjársjóð-
inn í eikarkistunni. Og brátt gleymd-
ist hann að kalla.
Og nú voru ekki ne'ma þrír dagar
þangað til von var á hjónunum i
Fledgeley Manor heim aftur. En
þá bárust hrygðartíðindi á prestsetr-
ið. Archibald sonur hjónanna hafði
orðið veikur þarna á háskólanum og
að þvi er sagði i simskeytinu varð
að gera á honum hættulegan upp-
skurð hið fyrsta. Og nú var Marciu
trúað fyrir lyklunum að eikarkist-
unni og prestshjónin tóku sig upp i
flýti
Marcia átti engan vanda til tauga-
veiklunar, en svo mikið er vist, að
undir eins og hún hafði fengið lykl-
ana í sínar hendur fór hún að finna
til ábyrgðarinnar, sem á henni hvildi
og meira að segja til eins konar
hræðslu. Nóvemberkvöldið varð alt
í einu svo svart og ömurlegt, trjen
í garðinum fóru alt í einu að varpa
frá sjer svo draugalegum skuggum
og hún fann alt í einu lil þess hve
prestsetrið var afskekt. Og nú var
hún hjer alein, með Clementínu —
Clementínu, sem lifði í sælli van-
þekkingu á því, hve mikir fjársjóðir
voru fólgnir þarna i húsinu, og hve
mikið segulmagn það hafði á inn-
brotslijófa og óbótamenn.
Svo fór liún að hugsa um Archi-
bald og sjúkdóm hans og hafði að
kalla gleymt öllu því sem dýrgripir
og glæpir heitir, þegar alt í einu
var hringt dyrabjöllunni.
Það var hringt á ný. Hún leit á
klukkuna. Hún var yfir niu. Og enr,
var hringt.
— Hver getur þetta verið. Cle-
mentínu datt i hug að það væri
sendill frá símanum og flýtti sjer
fram að dyrunum áður en Marciu
vanst tími til að stöðva hana. Hún
opnaði og vindhviða fleygði, að heita
mátti, ókunnum karlmanni i fangið
á henni.
Þetta var ungur maður, á að giska
þrítugur, laglegur og sakleysislegur
eins og engill. Flann var jiá ekki
eins og glæpamaður til að sjá, eins
og Marcia hafði búist við! Þvi að
innbrotsþjófur mundi þetta vera —
það var hún sannfærð um!
— Afsakið þjer mig, sagði ókunni
maðurinn. — Er þetta heimili síra
Vyall?
Marcia sá sjer ekki annað fært
en að jánka því.
—• Er síra Vyall heima? hjelt gest-
urinn áfram.
Það lá við að Marcia slepti sjer af
hræðslu. Flver var þessi maður? Og
livað var erindi hans? — Presturinn
er ekki heima í augnablikinu, svar-
aði hún. — Viljið þjer gera svo vel
að koma aftur á morgun.
Hann bað ennþá einu sinni af-
sökunar á þvi að hafa gert ónæði og
rjetti um leið fram nafnspjaldið sitt.
Á þvi stóð: Hugh Selby, námuverk-
fræðingur.
— Það er faðir ihinn, sem hefir
sent mig hingað, hjelt ungi maður-
inn áfram. Jeg er nýkominn frá
Afríku, en þar á faðir minn heima,
og fjölskylda mín. Faðir yðar og
faðir minn voru æskuvinir, og nú
hefi jeg áríðandi erindi við síra
Vyall. Þessvegna er jeg hingað kom-
inn.
Marcia fann það loksins með sjálfri
sjer, að hún var ekki sein gestrisn-
ust i viðmóti og bauð þvi gestinum
að koma inn í dagstofuna. Hann
skýrði henni frá því, að hann væri
að koma frá London í bifreið og að
hringur liefði sprungið á bifreiðinni
svo að liann hefði orðið að skilja
han.a eftir og fara gangandi inn í
þorpið. Hafði liann farið í gistihús-
ið en þar hefði ekkert herbergi ver-
ið laust, en þó hefði sjer verið lof-
að þar herbergi, þegar kæmi fram á
nóttina. Bað hann því um að lofa
sjer að dveljast þarna þangað til
seinna um kvöldið en kvað sjer
þykja mjög leitt, að presturinn
skyldi ekki vera heima.
Marcia svaraði með sömu orða-
tiltækjunum, sem venjulega eru not-
uð við slik tækifæri. Og eithvað
varð liún að gera. Hún gat ekki
komist hjá því, að bjóða honum að
liggja af um nóttina. Og ekki kom
annað svefnherbergi til mála en
herbergi prestsins. En þar var eikar-
kistan inni. Jæja, það var ekkert við
því að gera — en að hún sofnaði
dúr um nóttina, það gat ekki kom-
ið til mála.
Alt í einu kom Marciu ráð í hug og
hún þaut út. Hún náði í ofurlítinn
silkipoka í klæðaskápnum í herbergi
sinu og fór með hann inn i svefn-
herbergi föður síns, opnaði eikar-
kistuna og stakk öllum dýrgripunum
ofan í pokann. Hún brosti. Ef inn-
brotsþjófurinn væri kominn til að
ná í þessa kjörgripi, skyldi hann þó
verða að leita rækilega áður en
hann findi þá!
Með pokann í hendinni læddist
liún niður i anddyrið en heyrði þá
fótatak, innan úr setustofunni. Guði
sje lof, að hún var fljót að láta sjer
detta ráð í hug, hugsaði hún, og
ljet pokann renna niður í það fyrsta
sem fyrir varð — regnlilifina prests-
ins! Það var síðasti staðurinn sem
nokkur maður Ijeti sjer detta í hug
að leita á. 1 sama vetfangi kom
Selby fram í anddyrið til þess að ná
í eitthvað úr frakkavasa sinum.
Og næsti viðburður ljet ekki bíða
sín lengi. Gesturinn var ekki meira
en svo kominn inn i herbergi sitt,
]iegar Marcia, sem einmitt átti leið
þar fram hjá er hún fór inn í her-
bergi sitt, heyrði undarlegt hljóð inn-
an úr svefnherbergi prestsins, eins
og iskraði í gamalli læsingu. — Eik-
arkistan, hugsaði hún og opnaði
hurðina til þess að sjá hvað um
væri að vera. Og hún sá Selby á
hnjánum fyrir framan fjárhirsluna
fyrverandi.
Það var erfitt að greina hvort
þeirra tveggj'a varð meira forviða.
— Þjer verðið að afsaka mig,
sagði gesturinn, — en jeg hefi svodd-
an dálæti á gömlum húsgögnum, að
jeg stóðst ekki freistinguna.
Unga stúlkan, sem annars var rjóð
i kinnum, varð föl eins og nár. Var
þetta ekki nægileg sönnun fyrir því,
hvert erindi gestsins væri. Hún
smeygði sjer út úr dyrunum og inn
til Clemenlínu og fór að ráðgast við
hana. Að ]iví búnu gerðu þær út
sendinefnd — það var Clementína ein
— inn til gestsins, til þess að til-
kynna honum, að þær óskuðu ekki
að hafa hann sem gest á heimilinu.
Og hún rak þetta erindi með sóma.
Og til þess að gera þessa raunasögu
svo stutta sem unt er, þá nægir að
segja frá því, að Hugh Selby sá
sjer ekki annan kost en að fara
leiðar sinnar umsvifalaust. En í flýt-
inum tók hann regnlilíf prestsins
í misgripum fyrir sína. Og í þeirri
regnhlíf voru allir dýrgripirnir frá
Fledgeley Manor.
Þremur tímum síðar sitja þær
Marcia og Clementína hvor yfir sin-
um bollanum af lútsterku kaffioghvor
með sína bókina í hendinni. Cle-
mentína vissi ekki hverju þetta sætti,
því að Marcia hafði elcki þorað að
segja henni frá fyrverandi innihaldi
kistunnar. Og Clementína var ekki
að hnýsast í það, sem henni kom
ekki við. En ef svo færi, að þessi
Selby yrði svo bíræfin að koma aftur,
þá skyldi hún ekki vera sein á sjer
að taka í taumana — það sýndu
glóðartengurnar, sem hún liafði haft
með sjer utan úr eldhúsinu.
Klukkan var nýslegin eitt niðri í
anddyrinu þegar annað hljóð kom
á eftir, liljóð sem var þannig að
stúlkunum báðum rann kalt vatn
milli skinns og hörunds. Það var
einhver á ferli þarna niðri. Einhver
læddist þar á tánum og svo koin
dynkur — það var líklega stand-
myndin á stólpanum við stigann, sem
liafði verið feld.
Clemenlína var, eins og áður hefir
verið gefið í skyn, engin bleyða.
Hver veit nema þetta væri bara
kötturinn, sem væri á ferli þarna —
að minsta kosti var best að athuga
það. Hún læddist hljóðlega ofan
stigann og Marcia á hælunum á
henni, alveg í öngum sínum og svo
hrædd að hún fór með henni bara
af því að hún þorði ekki að vera
ein eftir uppi á loftinu, þó hún þyrði
varla að fara ofan heldur.
Þær voru ekki komnar lengra en
ofan í miðjan stiga þegar nýtt hljóð
heyrðist. Forstofuhurðinni var
hrundið upp, svo að glumdi í. Hafði
hún verið ólæst? Og svo heyrðist
ægilegur liávaði í tveimur mönnum,
sem voru að fljúgast á. Þá datt
Marciu alt i einu i hug regnhlífin
og við þá tilhugsun óx henni svo
hugur, að liún gerði það, sem hún
annars mundi aldrei hafa gert. Hún
þeyttist niður í anddyrið og nú sá
hún sjón, sem hún gleymir seint eða
aldrei.
Það var Selby sem stóð þarna og
i fanginu var hann með annan rriann
sem hann var að sliga niður i gólfið.
— Jeg greip hann, sagði hann
móður, stóð hann að verkinu! Jeg
sá að hurðin stóð opin, og þegar jeg
kom inn skildi jeg hvað um var að v
vera.
— En, James. lirópaði Clementína.
Jú, það var enginn annar en
James, fyrverandi þjónn lafði Lloyd.
Hafi hann verið kominn til þess að
sækja dýrgripina, þá var það áreið-
anlega ekki eftir skipun fyrverandi
matmóður sinnar — enda var liægt
að lesa það út úr andlitinu á lion-
um.
— James! James! Þú ert laglegur
þokkapiltur, sagði Clementíná, sem
hafði mist glóðartengurnar i uppnám-
inu.
— Herra Selby, jeg skil ekki ....
Það var Marcia, sem ekki skildi, og
Selby sá það lika.
— Jeg kom aftur til þess að skila
þessari regnhlíf með því einkenni-
lega innihaldi, sem i henni var —
og þá sá jeg að dyrnar voru opnar.
Náunginn, sem var að læðast hjerna
inni, sá mig ekki. En jeg náði i
vasaljóskerið og svo .... og svo
segir sagan sig sjálf til enda.
— Úr þvi að þær vita hver þjer
eruð, þá er best að þjer snautið
heim til yðar. Á morgun skal jeg
láta lögreglu hirða yður. Og svo
hrinti liann honum út og læsti liurð-
inni.
Marcia var orðin að engu — i
tvennum skilningi. Hún sá, að besta
vörn hennar mundi vera sú, að segja
hvernig i öllu lá. Og það gerði liún
mjög itarlega. Og hún gat líka fund-
ið skýringu á því hlutverki, sem
James hafði leikið í málinu, af þvi
að hann —• það vissi hún — var
góður kunningi Kyrle, herbergis-
þernu lafði Lloyd. En það sem hún
ekki gat skilið var þetta: livernig
vissi James, að presturinn og frúin
voru ekki heima, einmitt i nótt.
En þegar þau voru sem óðast að
ræða þetta mál, var bifreið ekið upp
að dyrunum, fyrir framan prests-
setrið. Og út stigu prestshjójnin.
Símskeytið liafði verið uppspuni.
Arcibald var stálhraustur og hafði
ekki orðið misdægurt og liafði alls
ekki óskað þess að sjá foreldra sína,
einmitt þá dagana. Og nú rann ljós
upp fyrir þeim og þau höfðu náð
sjer í híl hið skjótasta til þess að
koniast heim. Þvi að vitanlega voru
það dýrgripirnir, sem voru ástæðan
til gabbsins, og þess vegna var um
að gera að flýta sjer. Skyldu þau
koma of seint? höfðu þau spurt sig
á leiðinnni. Skyldu þau koma of
seint?
Þau komu ekki of seint, en seinna