Fálkinn


Fálkinn - 14.03.1936, Page 8

Fálkinn - 14.03.1936, Page 8
8 F Á L K I N N VHCS/ftf U/SNbUKHIR í dag skulum við byrja á nýjum flokki af samsetningarþrautum, sem rutt hefir sjer rúms meðal krakka út um allan heim og heitir Kombi. Það reynir bœði á eftirtekt og liug- vit að finna hvernig á að ráða sam- setningarþrautirnar, en fyrst um sinn kemur ein í hverju blaði. Lausn kemur svo að jafnaði í næsta blaði á eftir. Hjerna sjáið þið sjálft samsetninga- spilið. Þið límið það á þykkan pappa og klippið það siðan sundur eftir breiðu linunum, þannig að sami tölustafur sje á hverri úrklippu. Enn- þá betra er að teikna myndina á krossvið og saga hana síðan eftir breiðu línunum.það verður haldbetra. Þið fáið út úr spjaldinu 8 myndir og er engin eins í laginu, samanstand- andi af 1, 2, 3 eða fjórum ferhyrn- ingum. Það borgar sig að ganga vel frá spilamyndunum í upphafi, því að þið þurfið að nota þær aftur og aftur, þegar nýjar þrautir koma í Fálkan- um. MinnisvarSinn. Hjerna kemur svo fyrsta þrautin:að leggja saman partana þannig að úr þeim verði mynd af minnisvarðanum sem sjest hjer að ofan. Ofurlitið oáinapróf. Skátaforinginn þurfti að velja sjer undirforingja og benti á þrjá drengi, sem hann áleit vel fallna til þess að taka að sjer starfið, en var alveg i vandræðum með að komast að þvi hver þeirra væri hæfastur. Og þá tók hann til bragðs að láta þá ganga undir gáfnapróf og það var svona: (Iteynið hvort þið munduð hafa stað- ist prófið). Hann sýndi drengjunum, sem hjetu Pjelur, Siggi og Hannes finmi papp- írsmiða og voru þrír þeirra hvítir en tveir rauðir. Svo batt hann fyrir augun á þeim og límdi einn miða á ennið á hverjum þeirra, en faldi mið- ana tvo, sem eftir voru og leysti svo klútinn frá augum þeirra. (Jeg skal nú svona hinsegin trúa ykkur fyrir því, að þeir voru allir með hvítan miða á enninu). Nú áttu drengirnir með þvi að skoða hver annan, hver um síg segja til um, hvort hann hefði sjálfur rautt eða hvítt merki á enninu. Það eina sem þeir fengu að vita var, að þeir stæðu allir jafn að vígi með að geta rjett. Það liðu ekki margar mínútur þangað til Pjetur hafði leyst gátuna og lýsti yfir þvi, að hann væri með hvítt merki á enninu. — Alveg rjett, en af hverju ræð- urðu það? sagði skátaforinginn. — Það er ofur einfalt mál, svaraði Pjetur. — Þ'ví að hefði jeg rautt merki á enninu, mimdi t. d. Hans auðveldlega geta giskað á að hans merki væri hvítt, því að í því tilfelli að hann hefði líka rautt merki, mundi Siggi undir eins geta sagt með vissu, að hann væri með hvítt merki, úr því að hann sæi rautt á okkur báðum, en þau rauðu voru ekki nema tvö. Og þegar því var lofað, að allir skyldu standa jafnt að vígi með að ráða gátuna er ekki önnur lausn til en sú, að við höfum allir hvita miða. Pjetur fjekk hrós fyrir svarið og var undir eins gerður að foringja. En nú skaltu leggja svona gátu fyr- ir kunningja þína og sjá, hvort hún stendur ekki í þeim. Setjið þið saman! 7.8 Þrenn verdlaun: kr. 5, 3 og 2. 1 ......................... 2 ......................... 3 ......................... 4 ......................... 5 ......................... 6 ......................... 7 ......................... 8 ......................... 9........................... 10............................ 11............................ 12............................ Samstöfurnar: a-—a—a—ar—ár—ef—en—ir—i—i —i —ín—jós—land—lon—mann—naf— nams—njól—ó—ós—-rou—soff—tou— tyrk—vor—y—ynd—ýms. 1. Heimspekilegt kvæði. 2. Jötunn. 3. Kvenheiti. 4. Mannsnafn. 5. Borg i Frakklandi. (i. Kvenheiti. 8. Leiðindi. 9. Land i Evrópu. 10. Borg í Frakklandi. 11. Dýrmæt tönn (enska). 12. Bær i Noregi. Samstöfurnar eru alls 29 og á að setja þær saman í 13 orð í samræmi við það sem orðin eiga að tákna, þannig að fremstu stafirnir í orð- um, taldir ofan frá og niður og öft- ustu stafirnir, taldir að neðan og upp, myndi nöfn tveggja ísl. leik- rita. Strykið yfir hverja samstöfu um leið og þjer notið hana í orð og skrifið nafnið á listan til vinstri. Nota má ð sem d og i sem í, a sem á, o sem ó og u sem ú. Sendið „Fálkanum", Bankastræú 3, lausnina fyrir 30. apríl og skrifið nöfnin í horn umslagsins. HANDA ÞEIM MINSTU. Myndlitun. Hjerna sjáið þið mynd af litlu syst- ur vera að aka vagni. Límið myndina á gamalt póstkort og klippið út úr því eftir strykinu og litið það svo ineð sterkum litum. Hjólið er klipt út fyrir sig og borað gat á það og vagninn, þar sem svörtu blettirnir eru. Svo er það fest á með pappírs- loku, en gatið haft svo vítt, að hjólið geti snúist. Og þá er vagninn búinn. SPURNING í MYNDUM. 1. IívaÖ heitir stærsta skip heims ins? 2. Iíver er núverandi heimsmeistari í hnefaleik (þyngsta flokki). 3. Hver er þetta? 4. iívað heitir hæsta fjall heimsins? 5. Hver vann kappflugið frá Eng- landi til Ástralíu í fijrrahaust? 6. Hvaffa stofnun hefir þessa tákn- mgnd? Svarið kemur i næsta blaði.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.