Fálkinn - 14.03.1936, Page 9
F Á L K I N N
'J
GEORGES SIMENON:
Líkið
á krossgötunum.
Þetta var alt og sumt. í fjarska sást
kirkjuturn, þök á bæjahúsum, plógur, sem
skilinn liafði verið eftir, að lokinni notkun.
Og svo rennisljettur vegurinn: bifreiðar,
sem fóru organdi franrhjá, runnu liver fram
lijá annari eða snjeru við.
Maigret steig út úr bifreiðinni með tösku
sína í hendinni og borgaði bifreiðarstjór-
anum, en hann fjekk bensín í bifreiðina, í
skýlinu, áður en hann lagði af stað aflur.
II.
Gluggagægjur.
Lucas birtist nú alt í einu og kom til Mai-
grets, en liann ljet frá sjer handtöskuna á
veginn. Þegar þeir ætluðu að fara að lieils-
ast, heyrðu þeir hvin allmikinn, sem ágerðist
á skjótri svipan, og svo að segja í sömu
ándránni kom kappakstursbifreið þjótandi
á geysi-hraða,og fór svo nálægt lögreglu-
mönnunum, að ferðataskan hentist marga
metra eftir veginum.
Eklcert var frekar að sjá. Bifreiðin
straukst fram lijá heyhlassi og hvarf sjón-
um þeirra.
Maigret grelti sig.
„Fara margir lijer framhjá af þessu tagi?“
„Þetta er sá fyrsti .... Það hefði verið
hægt að bölva sjer upp á það, að hann
stefndi á okkur“.
Það var gráviðrisdagur. í einum gluggan-
um á húsi Michonnets blakti gluggatjald.
„Er nokkursstaðar hægt að fá sjer gist-
ingu ?“
„1 Arpajon eða Avraiville .... þrir kíló-
metrar til Arpajon .... Avraiville er nær.
En þar er aðeins smá-knæpa“.
„Farðu með liandtöskuna mína þangað og
pantaðu herbergi .... Er nokkuð tiðinda?“
„Ekkert .... Það er einhver að glápa á
okkur, úr glugganum þarna. Það ör frú
Michonnet, sem jeg er nýbúinn að yfirheyra
.... all fyrirferðarmikil kona, dökk yfir-
litum, og ekki beinlinis ástúðleg.
„Veist þú, hversvegna þessi staður er
nefndur „Krossgötur ekknanna þriggja?“
„Jeg liefi spurst fyrir um það .... það er
í sambandi við liús Andersens. Það er frá
tímum stjórnarbyltingarinnar. Fyrrum var
það eina liúsið bjer við krossgöturnar. Fyrir
um það bil fimtíu árum, bjuggu þar þrjár
ekkjur, móðir og tvær dætur. Móðirin var
níræð, og lá í kör. Eldri dóttirin var sextiu
og sjö ára, en hin liðlega sextug. Þrjár rugl-
aðar kerlingar, sem voru svo nískar, að þær
keyptu aldrei neitt, en lifðu á þvi, sem þær
ræktuðu sjálfar, í görðum sínum. Glugga-
hlerarnir voru altaf fyrir gluggunum. Það
liðu svo heilar vikur, að enginn sá neitt til
þeirra. Eldri dóttirin hafði fótbrotnað, ag
enginn fjekk neitt um það að vita, fyrr en
bún var dáin .... kátbrosleg saga. I langan
tima liöfðu menn ekki orðið varir við
nokkra hreyfingu i húsi ekknanna þriggja
.... og fólkið fór áð stinga saman nefjum
.... borgarstjórinn í Avraiville ákvað þá að
bregða sjer þangað .... liann fann þær
dauðar allar. Það voru að minsta kosti tiu
dagar frá því að þær höfðu ándast ....
mjer er sagt, að talsvert hafi verið skrifað
um þetta í blöðin á þeim tíma. Kennari
nokkur, sem allmikinn áhuga hafði á þessu
máli, skrifaði þar að auki bækling um það,
og hjelt því fram, að sú systirin, sem fól-
brotnaði muni hafa liatast við hina og byrl-
að henni eitur, móðir þeirra liafi svo hrokk-
ið upp af um leið, og loks hefði hún látist
sjálf, hjá líkunum, þar eð liún hefði enga
björg getað veilt sjer, vegna fótbrotsins“.
Maigret einblíndi á húsið, eða það sem af
því var sýnilegt, síðan virti hánn fyrir sjer
skemtibústað Micbonnets og hið nýlega bií-
reiðaskýli og bifreiðarnar, sem brunuðu
framhjá eftir þjóðveginum, með áttatiu kíl-
ómetra braða á klukkustund.
„Farðu að panta herbergin og
komdu svo hingað aftur til mín“.
„Hvað ætlið þjer að gera?“
Maigret ypti öxlum, en gekk síðan rak-
leitt lieim að húsi ekkjanna þriggja. Það var
allmikil bygging, og umhverfis það trjá-
garður, þrír eða fjórir hektarar að stærð,
með fögrum trjám.
Stígurinn, sem lá umhverfis grasflötinn,
lá öðru megin upp að framdyrum hússins,
en hinu megin að bifreiðar-skýli, sem út-
búið hafði verið í gömlu liesthúsi.
Alt var bljótt. Gluggatjöldin voru dregin
fyrir gluggana, og ef ekki liefði lagt reykinn
upp úr reykháfnum, hefði mátt ætla, að liús-
ið væri mannlaust. Það var komið undir
kvöld.
Maigret tók eftir lágvöxnum manni, sem
kom gangandi eftir veginum með hendurn-
ar í vösuum á flónels-buxum, pipu milli
tannanna og liúfu á höfðinu. Maður þessi
vjek sjer kumpánlega að Maigret, svo sem
venja er fólks til sveita.
„Það eruð þjer, sem standið fyrir rann-
sóknunum?"
Maðurinn var flibbalaus. Á fótunum hafði
hann inniskó. En hann var í gráum jakka,
úr dýru, ensku klæði, og var með griðar-
stóran signetshring á baugfingri.
„Það er jeg, sem á bifreiðaskýlið á kross-
götunum. Jeg sá til ferða yðar langar leiðir“.
Gamall hnefaleikari — alveg ábyggilega.
Nefið á honum liafði einliverntíma verið
flatt út. Það var eins og andlitið á lionum
liefði verið mótað með hnefahöggum. Draf-
ándi málrómur lians var ryðgaður og dóna-
legur, en sjálfstraustið vantaði ekki.
„Hvað segið þjer um þetta bifreiða-mál?“
Hann hló og sýndi gulltennurnar.
„Ef ekki hefði verið bræið í vagninum, þá
hefði mjer fundist þetta talsivert fyndið.
Þjer skiljið þetta ekki .... Þjer þekkið ekki
mannsmyndina þarna hinumegin, sem við
köllum monsieur Michonnet, — það er
herramaður, sem ekki er gefið um kumpána-
hátt, sem gengur með margra þumlunga háa
flibba, og lakkskó á löppunum — og svo er
nú frú Michonnet .... Eruð þjer ekki bú-
inn að sjá llana ennþá? Hm! Það er fólk,
sem gerir uppistand út af engu, sem sækir
lögregluþjóninn, af því að þeim finst bif-
reiðarnar liafa of hátl, þegar þær staldra
við bjá mjer, til þess að taka bensín . .. .“
Maigret horfði á manninn án þess að
hvetja hann til áframlialds, en þó án þess
að vísa honum á bug. Hann gerði ekki ann-
að en að horfa á hann, og það liefði í sjálfu
sjer átt að nægja, til þess að valda nokkrum
vonbrigðum jafn tölugum manni. En mað-
urinn frá bifreiða-skýlinu ljet það ekkert á
sig fá.
Bakarabifreið ók fram hjá þeim, og mað-
urinn á morgunskónum kallaði:
„Halló, Clement, liornið þitt er í lagi ....
þú getur tekið það lijá honum Jojo“.
Hann vjek sjer siðan aftur að Maigret,
bauð honum vindling og hjelt áfram:
„Hann hefir mánuðum saman verið að
tala um að kaupa sjer „hjólbörur“, og hefir
komið öllum, sem versla með bifreiðar, í
vont skap, og mjer líka .... Hann vildi fá
afslátt .... Hann ljet okkur hafa nóg að
gera. Annaðlivorl var vfirbyggingin altof
dökk eða allof ljós .... hann vildi hafa
hana einlita, dumbrauða, en ekki of rauða
.... og svo keypti liann bifreiðina seinast,
hjá einum keppinaut mínum í Arpajon ....
Þjer verðið að játa, að það er sprenglilægi-
legt, að finna svo bílinn, þrem dögum síðar,
bjá bjá ekkjunum þremur. Mikið befði jeg
viljað gefa til, að hafa sjeð framan í snjáldr-
ið á bonum, þegar hann kom út um morg-
uninn og sá gamla rokkinn í skýlinu sinu,
1 staðinn fyrir nýju sex-sivalninga vjelina . .
Það er leiðast með líkið, það eyðileggur
fyndnina .... Því að lík er nú einu sinni
lík, og auðvitað verður maður að taka slíka
hluti alvarlega .... En, meðal annara orða,
þjer komið nú með mjer innfyrir og þiggið
eitt glas, úr því að þjer eruð nú staddur hjr?
.... Hjer er ekkert veitingahús við kross-
göturnar . . . . en það kemur. Þegar jeg reksl
á einhvern náunga, sem jeg tel vel til þess
fallinn að stjórna því, skal ekki standa a
mjer að leggja peninga í fyrirtækið".
Maðurinn hlaut að taka eftir því, að Mai-
gret veitti skrafi hans litla athygli, því að
bann rjetli bonum hendina:
„Verið þjer sælir að sinni“.
Hann gekk á burt eins og hann hafði kom-
ið, í hægðum sínum, en nam staðar til þess
að tala við bónda, sem hann mætti. Altaf
var andlit á bak við gluggatjaldið hjá Micli-
onnet. Vellirnir, beggja megin vegarins,
vóru litlausir og líflausir í kvöldbjarxnan-
um. 1 fjarska lmeggjaði hestur, og kirkju-
klukkum var hringt einliversstaðar enn
lengra í burtu.
Á næstu bifreið hafði verið kveikt á lukt-
um, og sáust ljósin óglögt í liálfrökkrinu.
Maigret tók í bjöllustrenginn, sem hjekk
lil bægri handar við hliðið. Þungur og
bljómfagur bronze-hljómur bergmálaði í
garðinum. Þá varð löng þögn. Dyrnar uppi
yfir steintröppunum voru ekki opnaðar. En
Maigret heyrði fótatak á mölinni, bak við
húsið. Fyrir búshornið kom hár maður, föl-
ur í andliti, með svartan einglyrning.
Það var ekki á Carl Andersen að sjá, að
bann furðaði sig á heimsókninlii. Hann kom
að bliðinu, opnaði það og laut liöfði.
„Jeg álti von á því, að þjer mynduð koma
.... Yður langar sennilega til að sjá bif-
x-eiðar-skýlið .... Lögreglan hefir innsiglað
dyrnar .... en þjer hafið eflaust umboð . .“
Hann var í sömu fötunum, sem harin hafði
vex-ið í á lögreglustöðinni, látlausum en
vönduðum fötum, sem voru farin að snjást.