Fálkinn - 14.03.1936, Qupperneq 11
F Á L K I N N
11
NÝJA STJORNIN f FRAKKLANDI.
Myndin hjer aö ofan er af nýju
stjórninni, scm við tók i Frakklandi
Frh. af bls. 2.
raunalegu uppgötvun, að þessi mað-
ur sem hún dáir svo mjög, er eng-
inn annar en Zarevitz sjálfur.
Hans Sönhker leikur Zarevitz og
sómir sjer einkar vel á leiksviðinu.
En blaðastúíkuna — sem er aðal-
hlutverkið í leiknum — leikur eða
öllu heldur syngur hin undurfagra
t söngkona Martha Eggerth. Er
frammistaða hennar í myndinni með
miklum ágætum. Af öðrum leikend-
um má nefna Idu Wúst, Paul Otto
t og Otto Wallburg. Myndin verður
sýml á næstunni í NÝJA BIO.
Árni Friðriksson:
Dýramyndir.
Þó að það hafi talsvert færst i
vöxt á síðari árum, að kenslubækur
í landafræði og náttúrufræði hafi
myndir ásamt textanum, þá verður
slíkt myndaval ætíð ónógt. Skólarnir
hæta talsvert úr þessari vöntun með
því að afla sjer spjalda með litmynd-
um og nota við kensluna, en bæði
er slikt myndaval að jafnaði af
skornum skamti nema í stærstu
barnaskólunum og eins eiga börnin
ekki kost á að notfæra sjer þær
myndir þegar þeim riður mest á, þ.
e. þegar þau eru að búa sig undir
kensluslundirnar.
Það er því bót á tilfinnanlegri
vöntun, að nú er út komin bók með
þrjú hundruð dýramyndum (hrygg-
dýrunum), sem ætluð er börnum tii
aðstoðar í heimahúsum og skólum.
við nám í dýrafræðinni, að sinu leyti
eins og uppdrættir við landfræði-
nám. Hefir Árni Friðriksson magister
samið bók þessa og safnað myndun-
um. Fylgir hverri mynd stutt skýr-
ing, vísindalieiti dýrsins og lengd
þess. Það sem þessi bók hefir einlcum
til síns gildis umfram tilsvarandi
bækur erlendar, sem notaðar hafa
verið hjer, er það, að hún flytur
allmikið af myndum af íslenskum
dýrum, sem erlendar bælcur ekki
flytja, en þær myndir eru vitanlega
íslenskum börnum og unglingum
nauðsynlegastar.
Það má fullyrða, að bók þessi
verði börnum hinn mesti aufúsu-
gestur og muni á komandi tíð auka
áhuga þeirra fyrir dýrafræðináminu
meira en sjálfar kenslubækurnar. Á
liöfundur og fræðslumálastjórnin,
sem átt hefir hlut að útgáfunni
þakkir skilið fyrir bókina, svo og
útgefandinn, ísafldarprentsmiðja h.f.
fyrir að hafa gert bókina vel úr
garði. Þess má og minnast, að hið
opinbera hefir veitt styrk nokkurn
lil útgáfunnar.
eftir að þingið steypti stjórn Lavals.
Er Albert Sarraut forseti hennar.
Myndin er tekin á tröppum forseta-
Fyrirmvnd Sherlock
Bolmes.
Sennilega er fáum aðdáendmn
söguhetjunnar Sherlock Holmes
kunnugt um, að höfundurinu,
sir Arthur Conan Doyle hafði að
mestu raunverulega fyrirmynd að
þessum slinga lögreglumanni sinum.
Fyrirmyndin var hinn frægi enski
lífeðlisfræðingur, próf. Augustus Jos-
eph Pepper. Hinar rökfræðilegu á-
lyktanir, sem Sherlock Holmes er
látinn gera og efnafræðiráhnsókn-
irnar, sem svo oft leiða til mikil-
vægra uppgötvaiia, urðu til eftir
rannsóknum, sem Pepper gerði í
raun og veru fyrir lögregluna í
Englandi. Nú er Pepper nýlega lát-
inn, 86 ára að aldri, í Kent, en þar
settist hann að, er hann hætti störf-
um árið 1910. Og kona hans dó
nokkrum dögum á eftir honum.
Þær eru margar gáturnar, sem
Pep'per rjeði um æfina viðvíkjandi
ýmsum glæpamálum og margir hafa
lent i gálganum fyrir tilstilli hans
og aðrir verið dæmdir sýknir saka,
sem líklega hefðu mist lífið, ef hans
hefði ekki notið við. Þegar Dougal,
sá sem myrti Camille Cecile Holland
var að stíga upp á gálgapallinn,
sagði liann: „Mikill galdramaður er
Pepper! Maður skyldi halda, að
liann liefði verið viðstaddur þegar
morðið var framið“. Lögreglan var
fjögur ár að ná í þennan morðingj
og hann hafði grafið líkið. Loks
fanst lík á grunsamlegum stað og
eftir að Pepper hafði rannsakað það
gat hann gefið svo mikilsverðar upp-
lýsingar, að morðinginn var hand-
tekinn og ineðgekk. Pepper sannaði
líka sekt hins alræmda konumorð-
ingja dr. Crippens, með því að sýtia
fram á, að lík sem fanst í kjallara
einum, væri lík frú Crippen. Eitt
sinn voru margar stúlkur í Englandi
drepnar á strykníni og eftir að
Pepper hafði rannsakað líkin, gat
hann gefið svolátandi lýsingu á
morðingjanum:
„Hann er læknir, ameríkumaður,
milli þrítugs og fertugs“. Og sain-
kvæmt þessari leiðbeiningu tókst að
finna morðingjann, sem var ame-
ríkanskur læknir, Neil Cream að
nafni, og 36 ára. Hann meðgekk og
var hengdur.
Lifir i þvi að deyja.
í Dessau i Þýskalandi hefir lög-
reglan gómað fjeglæframann, sem
lengi hefir lifað góðu lífi á sjúkra-
samlögum og útfararsjóðum. Maður-
inn sem heitir Kurt Evers og er frá
Erfurt hefir gert sjer að atvinnu að
gefa út á nafn ýmsra lækna sjúkra-
hallarinnar eftir að stjórnin hafði
verið á fundi Lebrun forseta og sjást
þar frá vinstri ráðherrarnir Regnier,
vottorð og dánarvottorð og fara með
þau til sjóða, sem „hinn látni“ var
fjelagi i. Þannig hefir hann fengið
greiddar stórar upphæðir í sjúkra-
kostnað og útfararkostnað og heima
hjá honum fanst stórt upplag af á-
gætlega gerðuni dánarvottorðum —
einkanlega fyrir bakara, sem hann
hefir haft sjerstaka ánægju af að
,,drepa“.
Hin sögufræga mylla á Dybböl í
Suðurjótlandi, sem brann til kaldra
kola fyrir ári liðnu hefir nú verið
endurreist í sama formi og áður.
um fræga vörn Dana gegn Þjóðverj-
um í ófriðnum 1864, þar sem þeir
áttu við ofurefli að etja en vörðust
fram i rauðan dauðann.
Á LEIÐ TIL JARÐFARARINNAR.
Meðal gesta við jarðarför Georgs
Brelakonungs var Kristján konungur
X., Alexandrína drotning og Ingrid
krónprinsessa. Hjer á myndinni sjást
konungurinn og krónprinsessan við
gluggann í járnbrautarvagninum, þeg-
ar þau voru að leggja af stað til
London.
Yvon Delbos, Sarraut, Bonnet, Marcel
Deat, Paul Boncour, Ghautemps og
Flandin.