Fálkinn


Fálkinn - 28.03.1936, Page 2

Fálkinn - 28.03.1936, Page 2
2 F Á L K I N N PROTOS Siemens heimsþektu raftæki. Ryksugur. Bónvjelar. Kæliskápar. Eldavjelar. Hárþurkur. Hitapúðar. Fæst hjó raftækjasölum. Sokkar i öllum litum hjá Lárus 6. Lúðvlgsson -- skóverslun -- GAMLA BÍÓ Stiílkan, sem sagöl nei! Efnisrík og skemtileg talmýnd, tekin af Paramount. Aðalhlutverkin leika: CLAUDETTE COLBEKT, FRED MACMURRAY. Sýnd bráðlega. Hún heitir Marilyn David, öðru Claudette Colbert, þessi unga og fall- ega stúlka, sem myndin segir frá. Hún er fátækur hraðritari og besti kunningi hennar er Pete Dawes (Fred MacMurray) blaðamaður. Ekki gerir hún sjer grein fyrir, að hún elski Pete, þó að hann dylji hana þess ekki, að hann elski hana — fyr en hún er búin að reyna ýmsar nýj- ar hliðar iífsins, og einmitt þær, sem flestir sækjast mest eftir. Hún kynn- ist ungum enskum lávarði, sem er að skemta sjer vestan hafs en á unnustu í Englandi. Þegar Marilyn kemst að þvi hver hann er heldur hún að hann hafi aðeins ætlað að hafa sig að leik- soppi. En Pete blaðamaður, sem alt- af er að hugsa um að hjálpa Mari- lyn, hýr til sögu í blöðin um, að um- komulaus stúlka hafi orðið til þess að hafna hjúskapartilboði ensks lá- varðar og nú verður Marilyn — eða „Stúlkan sem sagði nei“ fræg um alla Ameríku fyrir ,,nei-ið“ og fær tilhoð frá ótal fjölleikahúsum og skemtistöðum. Mót vilja sýnum verð- ur hún eftirsótt söngmær og fer loks til London að sýna sig þar. Hittir hún á ný vin sinn, unga lávarðinn, sem tekur henni með miklu dálæti. En hún verður leið á samkvæmislif- inu þar og verður nú ljóst, að Pete hlaðamaður er sá sem hún elskar og hún vildi heklur lepja dauðann úr skel með honum en lifa í dálæti ríku stjettanna. Myndin er í senn skemtandi og gefur umliugsunarefni. Leikstjórinn er nýr og heitir Wesley Ruggles og hefir honum tekist mjög vel með inyndina. En það sein einkum gerir myndina athyglisverða er leikur Claudette Colbert. Hann er frábær. Það er list, að geta leikið spaugilega og alvarlega í senn og látbragð lienn- ar alt og eiginleikar fellur svo vel saman við lundareinkenni ungu hraðritunarstúlkunnar, að það er ó- mögulegt að krefjast þess, að nokkur leikandi falli betur inn í hlutverk sitt, en hún gerir í myndinni. Er þetta hlutverk talið hennar besta að svo komnu og eðlilegri leik er ekki völ á. Piltarnir tveir, sem draga sig eftir henni eru leiknir af Fred Mac Murray og Ray Milland. Þó að þeir standist Háskólinn í Heidelberg hefir í til- efni af 550 ára afmæ'li sínu sent ýms- um erlendum háskólum heimboð á afinælishátíðina, þar á meðal ensku liáskólunum frægu, í Oxford og Cam- bridge. Hafa þeir báðir afþakkað boð- ið með þeim ummælum, að þeir telji ekki andlegu frelsi og frjálsri vís- inda starfseini ekki svo vel borgið í Þýskalandi nú, að þeir vilji taka þátt í hátíðinni. ekki samanburð við stúlkuna, þá verður eigi annað sagt en þeir sjeu hvor öðrum betri og skemtilegri Myndin verður sýnd bráðlega i GAMLA BIO. Hjer á myndinni að neðan sjást Claudette Colbert og MacMurray. í harðindunum í Miðevrópu seinni hluta febrúarmánaðar söfnuðust úlfahópar suður á Balkan og gerðu þar mikið tjón, einkum í Bulgaríu, þar sem þeir drápu nautgripi og sauðsje svo þúsundum skifti. Veiði- menn hófu þá sókn gegn þessum vó- gesti og drápu 250 á stuttum tíma. ----------------x---- Dönsk blöð segja fró því, að kvik- myndaleikkonan Mae West ætli sjer að dvelja í Danmörku í sumar til þess að — fita sig! Hún hefir kom- isl í kynni við danska matinn hjá leikaranum Carl Brisson í Holly- wood og tekur hann fram yfir allan annan mat sem hún hefir bragðað um æfina. -------- NÝJA BÍO ---------------- Eitthvað fyrir alla. (Walt. Disneys Cartoon-Show) Litskreyttar MICIÍEY MOUSE og SILLY SYMFONI teikni- myndir: „Álfabörnin“, „Illur drapmur“, „Hver skaut Bing'?“, „Nemendahljómleikar Mickeys“. Frjetta og frœðimyndir: Frá undirbúningi Olympisku leikanna í Garmisch-Partenlcirchen. A flug'i frá Helsingfors til London. Frá styrjöldinni i Abessiníu. Víg- búnaður Breta í Miðjarðarhaf- inu. Heimkoma Georgs Grikkja- konungs o. fi. í stórborgunum erlendis eru kvik- myndahúsinu fyrir löngu farin að gera ákveðnar tegundir kvikmynda að sjergrein hjá sjer. Þannig er í ekki stærri borg en Osló eitt kvik- myndahús sem eingöngu sýnir frjetta- og fræðimyndir, annarsstaðar eru kvikmyndahús, sem sameina fyrtald- ar myndir og teiknimyndir eða stutt- ar skemtimyndir. Hingað til hefir það verið svo hjá íslensku kvik- myndahúsunum, að þau hafa notað svona myndir sem aukamyndir með kvikmyndasjónleik og hafa ekki síst teiknimyndirnar náð afar miklum vinsældum. Nú ætlar NÝJA BIO, í fyrsta sinn hjer á landi að sýiia heils kvölds ,.prógrain“, sem eingöngu er skipað úrvals teiknimyndum og fræðimynd- um af nýlega afstöðnum atburðum. Teiknimyndirnar eru gerðar af Walt. Disney — Mickey Mouse-myndir — og af Silly Symfoni. Eru þær fimm alls og lieita: Álfabörnin, Illur draumur, Hvert skaut Bing og Nem- endahljómleikar Mickeys. Eru þetta litmyndir og hver annari skemtilegri eins og von er til, þegar Walt. Dis- ney er annarsvegar. Hafa myndir lians náð svo miklum vinsældum, að hann hefir nú meiri tekjur af kvik- myndum en hæstlaunuðu leikarar enda rekur hann þetta sem stóriðju- og liefir mörg hundruð teiknara sjer tii aðstoðar. Semur liann myndirnar sjálfur, en síðan teikna teiknararnir mynd af liverri hreyfingu. Frjetta- og fræoimyndirnar, sem sýndar verða með teiknimynduniun e'ru einnig eftirtektarverðar. Þar sjer maður undirbúning hinna mjög um- töluðu vetrarleikja í Garmisch- I'artenkirclien, maður sjer það helsta sem fyrir augun ber, þegar maður flýgur frá Finnlandi til London, styrjaldarmyndir frá Abessiníu, hreska flotann vígbúinn í Miðjarðar- hafi og fleira. — Myndin hjer að neðan sýnir Walt. Disney og Mickey Mouse vera að taka á móti brjefum, er þau fá víðsvegar úr veröldinni. Eru það að ineðaltali 10.000 brjef á viku.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.