Fálkinn - 28.03.1936, Qupperneq 8
8
F Á L Ií I N N
VNOSVV
LCS&H&UltNIR
Þegar ðryggið
fer forgðrðum.
ÞaS kemur oftlega fyrir, aS ör-
yggiS brennur sundur á rafmagns-
leiSslunni og alt í einu verSur
myrkur. Og þú manst ekkert hvar
þú hefir látiS öryggin, sem voru
til vara á heimilinu, — á hverju
heimili eiga altaf aS vera öryggi,
til vara, þvi aS jafnvel þó aS þú
eigir heima í kaupstaS, þá er ekki
víst aS þú náir í opna búS þegar á
þeim þarf aS halda. Og svo vantar
þig kertisskar til aS bregSa upp
liósi á til aS athafna þig; þú manst
ekki hvar þaS er eSa hvort þaS er
til á heimilinu. En viljirSu vera for-
sjáll þá skaltu liafa mín ráð og búa
þjer til áhald eins og þaS, sem sýnt
er hjerna á teikningunni. Teikning-
in sjálf sýnir lögunina og öll stærð-
arhlutföllin. Þú notar í áhaldið tvo
renninga úr blikki, ekki yfir einn
millimetra á þykt, um 35 millimetra
á breidd, og annan 285 millimetra
langan en hinn 140 mm. Langi
renningurinn er beygður eins og
teikningin sýnir, og nálægt öSrum
endanum er gert gat á hann sem
svarar til enda á kerti. Stutti renn-
ingurinn, sem er beygSur til þess
aS geta geymt tvö öryggi, er skrúf-
aSur gegnum stóra renninginn á dá-
litla trjefjöl. Svo er áhaldiS tilbúið
og er hengt upp rjett hjá rafmæl-
inum og settar í það eldspítur, kert-
isstúfur og tvö öryggi. Og nú þarftu
ekki að vera í vandræðum, þó að
öryggi hrökki. Þú verSúr fljótur til
að setja annað í staðinn.
A árbakkanum.
Þið skuluS reyna að búa til eitl-
hvað svona smávegis, og ef þið er-
uð lagin á það, efast jeg ekki um,
að þið hafið svo mikið hugmynda-
flug, að ylckur detti í hug að búa
til eitthvað fleira.
Loftþrýstlngnrimi.
ESlisfræðingarnir hafa reiknað lit
aS andrúmsloftið, sem okkur finst
ekki hafa neina þyngd, þrýsti eigi
aS síður með 10336 kílógramma
þunga á hvern fermetra, en það svar-
ar til þess, að þrýstingurinn á meSal-
manni sje um 13 smálestir. ESa með
öSrum orSum: það er miklu meira
en þó að maður lyfti fullhlöSnum
vöruflutningabíl og gengi með hann
á baki. Það mundi engin maður
geta, en hvernig stendur þá á því,
að við kiknum ekki undir þyngslun-
mn frá andrúmsloftinu, en getum
hreyft okkur eðlilega og fyrirhafnar-
laust? Skýringin liggur í því, að í
líkamanum eru liolrúm full af lofti.
með sama þrýsting og er á loftinu
úti fyrir og gefur þetta loft í lík
amanum mótþrýsting gegn þeim, sem
keihur utan að.
Eldspltnaþrant.
Hjerna sjáið þið villimannaþoro
í frumskóginum einhversstaðar suð-
úr í löndum og er það búið til úr
birkinæfrum, mosa, sandi og stein-
völum. Kofarnir eru gerðir úr val-
hnotuskeljum og báturinn úr spítum.
Þessir sex. ferhyrningar eru gerðir
úr 18 eldspítum. Nú er þrautin í því
fólgin, aS taka á burt 6 eldspítur,
þannig að eftir verði tveir ferhyrn-
ingar. Og svo skuluð þiS reyna um
leið, hvort þið getið búið til tvo
ferhyrninga úr 10 eldspítum. RáSn-
ing kemur í næsta blaði.
Dr. Frederick Cook, sá sem einu
sinni þóttist hafa komist á norður-
heimsskautið, og sem margsinnis hef-
ir verið sagður dauSur, varð nýlega
sjöliu ára og í tilefni af því höfðu
blöðin, tal af honuní. Notaði liann
tækifærið til að skora á almenning
og blöSin að styðja að þvi, að mál
hans verði tekið til rannsóknar á ný,
því að hann hafi verið hafður fyrir
rangri sök og eigi fulla heimtingu á
uppreisn.
Setjið þið saman!
1.
2.
3.
4.
6...................... ;.. .
7 ........................
8 ........................
9 ........................
10 .........................
11...........................
12...........................
13 .........................
14 .........................
Samstöfumar:
a—a—a—a—a—a—as—blóð—biz—
dag—dal—el—hall—hús—i—i—í—ind
—-ís—jörf—kork—land—lov—laun —
mann—ó—ósk—rof—stein—sæl—u —•
ub—usk—þorsk.
Þrenn verðlaun: br. 5, 3 og 2.
1. Er kalt.
2. Bæjarnafm
3. Er gott að eiga.
4. Afturelding.
5. Iívenheiti.
6. Mannsnafn.
7. Bær á Spáni.
8. í flöskum.
0. Heyrist í síma.
10. Bær í Tyrklandi. ,
11. Eru á fjöllum.
12. Er i Asíu.
13. Úr Dölunum.
14. Endurgjalda.
Samstöfurnar eru alls 34 og á að
setja þær saman í 14 orS i samræmi
við það sem orðin eiga að tákna,
þannig að fremstu stafirnir i orð-
um, taldir ofan frá og niður og öft-
ustu stafirnir, taldir að neðan og
upp, myndi nöfn tveggja merkra
bygginga í Reykjavik.
Strykið yfir hverja samstöfu
um leið og þjer notið hana í orð og
skrifið nafnið á listan til vinstri.
Nota má S sem d og i sem í, a sem
á, o sem ó og u sem ú.
Sendið „Fálkanum“, Bankastræti
3, lausnina fyrir 14. mai og skrifið
nöfnin í horn umslagsins.
GÁTA í MYNDUM.
1. HvaS hjet ítalska loftskipið
sem fórst í norðurpólsferðinni?
2. Af hverjum er myndin á þessu
frímerki?
3. Hvað heitir hæsta eldfjall í
heimi?
4. Hvað tákna þessi símritunar-
merki
5. Hvað er þessi flugvjelagerð
kölluð?
6. Hver á þessi plögg? Lausn
kemur í næsta blaSi.
Samsetnlngaþrautfn
„Hombi“.
Og hjerna kemur þriðja gátan:
ÞiS eigið að búa til úlfalda, eins og
þann sem þið sjáið hjerna á mynd-
inni, úr stykjunum. Ef ykkur teksl
það ekki þá verðið þið að bíða eftir
lausninni, sem kemur í næsta blaði.
Svona farið þið að setja saman
gálgann, sem myndin var af í síðasta
blaði.
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN:
SlMI 4875.