Fálkinn - 28.03.1936, Side 9
F Á L K I N N
9
GEORGES SIMENON:
Líkið
á krossgötunum.
„Harla kynlegt, finst yður það ekki?“
Málróniur Elsu var þýður og hljómfagur.
Hún kveikti sjer í nýjum vindlingi.
„Bróðir minn lijell því fram, að við mynd-
um verða ákærð, vegna þess að líkið fanst
hjá okkur .... liann vildi flýja .... jeg var
þvi mótfallin .... jeg þóttist vera viss um,
að menn myndu skilja, að ef við hefðuni
myrt manninn, þá væri okkur enginn hagur
í . . . . “
Hún þagnaði og leil til hróður síns, en
hann starði út í eitt hornið.
„Jæja, — þú ert ekki farinn að hjóða lög-
reglufulltrúanum neitt1.
„Fvrirgefið .... jeg .... jeg tók ekki
eftir þvi fyrr en rjett í þessu, að við höfum
ekki upp á neitt að bjóða“.
„Löngum ertu likur sjálfum þjer. Aldrei
mansl þú eftir neinu, fyrr en eftir á ....
Þjer verðið að afsaka okkur, herra fulltrúi
....?“
„Maigret“.
„Maigret fulltrúi .... Yið drekkum mjög
lítið af áfengi“.
Fótatak heyrðist úli í trjágarðinum, og
Maigrel grunaði, að Lucas yfirlögregluþjónn
myndi vera að svipast eftir sjer.
III.
Nóttin á Krossgötunum.
„Hvað er í frjettum, Lueas?“
Maigret stóð fyrir u-tan einn stóra glugg-
ann. Að haki honum var salurinn, með
liinu einkennilega loftslagi, en fyrir framan
liann stóð Lucas, í svölum skugganum.
„Ekkert, herra fulltrúi .... jeg var að
leita að j'ður . . . .“
Lucas liálf vandræðalegur, en leitaðist við
að skygnast inn i salinn, yfir öxlina á Mai-
gret.
„Ilafið þjer pantað herbergi handa mjer?“
„Já, en lijer er símskeyti til yðar . . . .“
„Frú Goldherg' kemur i kvöld, með bifreið“
Maigret vjek að Andersen, sem heið niður-
lútur, og Elsu, sem var reykjandi og dillaði
öðrum fætinum óþolinmæðilega.
„Jeg kem til ykkar aftur á morgun, til þess
að spyrja ykkur frekar“, sagði hann. „Verið
þjer sælar að sinni, fröken".
Ilún kvaddi liann með ljúfmannlegu litil-
læti. Carl ætlaði að fylgja löreglumönnunum
að liliðinu.
„Viljið þjer ekki sjá hifreiðarskýlið?"
„Á morgun“.
„Fyrirgefið lierra lögreglufulltrúi. Yður
mun ef lil vill finnast slík tilmæli kynleg ....
en mig langar til að hiðja yður, að notamig.
ef jeg gæti eitthvað gert fvrir yður. Mjer er
jtað ljóst hverja þýðingu það hefir, að jeg er
útlendingur, og að hinn þungi grunur hvílir
einmitt á mjer, að svo komnu .... Þeim mun
gildari ástæða er lil þess fyrir mig, að gera
það sem i mínu valdi stendur, til þess að hafa
uppi á sökudólginum .... Þjer megið ekki
telja mjer það til ávirðingar, þó að athafnir
mínar sjeu dálitið klaufalegar“.
Maigret virti hánn fyrir sjer stundarkorn.
Hann sá að raunablær var á auganu, sem á
liann liorfði. En Andersen leit undan eftir
andartak. Hann lokaði hliðinu og gekk inn í
húsið.
„Hvað var það, sem gekk að yður, Lucas?“
„Jeg var að verða óvær. Það er stundar-
korn síðan jeg kom aftur frá Avraiville. Og
jeg veit ekkki livernig á því stóð, að mjer
varð ait í einu svo f jandi órótt, þarna á kross-
götunum“.
Þeir gengu samhliða í myrkrinu, á anriari
vegabrúninni. Það var fátt um hifreiðar.
„Jeg hefi verið að reyna, að gera mjcr í
hugarlund, hvernig glæpurinn muni hafa ver-
ið framinn" sagði hann. „En því nákvæmar
sem jeg íhuga málið, því flóknara virðist
])að verða“.
Þeir liöfðu numið staðar fyrir framan
skemtibústað Michonnets, sem myndaði eitl
hornið á þríhyrningi, en hin hornin mynduðu
hifreiðaskýlið og liús ekknanna þriggja.
Fjörutíu metrar voru frá bifreiðaskýlinu
að húsi Michonnets. En hundrað metrar það-
an, að húsi Andersens. Grunnlínan var háli
og þráðbeinn þjóðvegurinn. meðfrain hon-
um, á háðar liendur, voru hávaxin trje.
Hvergi sást ljós í húsi Andersens. En hjá
vátrygginga-manninum var Ijós i tveimur
gluggum, en dökk tjöld voru fyrir gluggun-
um, svo að rjett aðeins sást votta fyrir því,
að hjart myndi vera fyrir innan. í öðrum
glugganum sást óregluleg ljósrönd, meðfram
gluggatjaldinu, eins og einhver, sem þar væri
á hak við, hjeldi því ofurlítið til hliðar, til
])ess að gægjast út.
Hvítu skildirnir á benzín-dælunum, bjá
bifreiðaskýlinu voru uppljómaðir, og enn-
fremur gaf að lita skæran ljósa-þríhyrning á
vinnuskálanum, en þaðan heyrðust hamars-
högg.
Mennirnir höfðu numið stáðar, eins og
áður segir, og Lucas, sem var einn af elstu
samverkamönnum Maigrets, tók nú til máls:
„Fyrst og fremst hlýtur Goldberg að hafa
komið hingað. Þjer sáuð líkið, í líkhúsinu i
Etampes? Nú, var það ekki? .... Hann mun
hafa verið hálf-fimtugur, ótvírætt af gyðinga-
kvni .... litill maður, riðvaxinn, með sterka
kjálka, hátt enni, hrokkið liár, vandlega greitl
. . . . í vönduðum fötum og nærfötum. Mað-
ur, sem vanur var að umgangast háttsett
fólk, vanur að skipa öðrum, og nola peninga
umhugsunarlaust . . . . Á lakkskóm lians var
hvorki aur nje ryk, svo að þólt hann liefði
komið til Arpajon með lestinni, þá liefir liann
ekki farið fótgangandi frá bænum hingað,
sem er þriggja kílómetra leið. Mín hugmynd
er, að hann hafi komið frá París, eða ef til
vili frá Antwerpen í bifreið .... Læknirinn
skýrir frá því, að miðdegisverðurinn hafi
verið meltur í maga hans, þegar hann ljest
.... og að hann liafi dáið samstundis ....
Hinsvegar fanst i maganum talsvert af
kampavini og söltuðum möndlum. í Arpajon
var ekki selt kampavín á neinu veitingahúsi,
aðfaranótt sunnudags, og jeg skal veðja
liverju sem vera skal um það, að ekki hefði
verið hægt að útvega eina einustu salta
möndlu í þorpinu“.
Flutningsbíll fór fram bjá þeim með fimtíu
kílómetra liraða og ógurlegum gauragangi.
„Lítið á bifreiðarskýli Micbonnets. Um-
hoðsmaðurinn liefir átt bifreið í tæpl ár.
Fyrri billinn, sem Iiann álti, var gamall
skrjóður, og liann hafði ekki meira við hann
en það, að hann ljet sjer nægja, að láta slá upp
þessum timburhjalli yfir hann, hjerna við
veginn, og skúrnum lokar hann með hengi-
lás. Síðan hefir hann ekki komið því i verk,
að byggja annað skýli. Úr þessum skúr var
tekin sex-sívalninga hifreiðin hans. Siðan var
henni ekið að húsi ekknanna þriggja, hliðið
opnað þar og bifreiðaskýlið hifreiðar-
ræfill Andersens dregin þaðan út, en bifreið
Michonnets látinn í staðinn. Og siðan, lil
])ess að þetta væri fullkomið, *— hefir Gold-
berg verið fleygt upp í þá bifreið og hann
drepinn með kúlu, sem skotið var á stuttu
færi. Enginn hefir heyrt neitt .... enginn
sjeð neitt. Enginn getur sannað sakleysi sift
með fjarveru! Jeg veit ekki, hvorl um yður
er eins og mig, en þegar jeg kom aftur hing-
að frá Avraiville, fyrir stundarkorni síðan,
fanst mjer, þvi meir sem rökkvaði, að alt
þetta mál vera óvenjulega viðbjóðslegt. Að
það var í alla staði óeðlilegt .... lævislegt.
Jeg gekk rakleitt að húsi ekknanna þriggja
.... jeg vissi að þjer munduð vera þar ....
Framhliðin var ljóslaus, en jeg sá gidan ljós-
bjarma í garðinum, hak við húsið. Það var
kjánalegt .... jeg veit það vel .... en jeg
varð hræddur .... um yður .... Snúið þjer
yður ekki við of snögglega .... það er frú
Michonnet, sem er á gægjum, á hak við
gluggatjaldið ....
Mjer skjátlast auðvitað, en þó liefði jeg
þorað að sverja það, að minsta kosti helm-
ingur þeirra bifreiðastjóra, sem aka fram bjá.
okkur, glápa á okkur með alveg sjerstökum
hætti . . . .“
Maigret rendi augunum yfir allar hliðar
þríhyrningsins. Nú var ekki hægt að greina
vellina lengur, myrkrið var húið að gleypa
þá. Beint fyrir framan hifi'eiðai*skýlið, beygði
vegurinn til Avraiville út af aðal-þjóðvegin-
um, en meðfram Avraiville-veginum voru
ekki trjáraðir, en simastaurar voru á aðra
hönd.
í átta hundruð metra fjarlægð sáust ljósin
í næstu húsunum í þorpinu.
„Kampavín og saltaðar möndlur", muldr-
aði lögreglufulltrúinn.
Hann fór að ganga í hægðum sínum i átt-
ina að bifreiðaskýlinu, og nam þar staðar,
eins og af hendingu. Vjelamaður var að hafa
hjólaskifti á hifreið, við skært boglampaljós.
Þetta var miklu fremur viðgerðarstöð en bif-
reiðaskýli. Inni i skýlinu voru allmargar bif-
reiðar, allar gamlar og fornfálegar, og ein
þeirra hjólalaus og mótorlaus, sannkallað
pjáturhræ, og hjekk í köðlum.
„Við skulum fá okkur eitthvað að horða.
Hvenær kemur frú Goldberg?“
„Það veit jeg ekki .... Sennilega einhvern-
tima í kvöld“.
Veitingastofan í Avraiville var mannlaus.
Veitingahorð, og á því fáeinar flöskur, stór
ofn, líbð hnattborð með glerhörðum köntum
og rifnu klæði, hundur og köttur, sem lágu
saman á gólfinu, i bróðerni.
Veiingamaðurinn afgreiddi sjálfur. En
frammi í eldhúsi sáu þeir konu bans við mat-
argerð.
„Hvað lieitir maðurinn, sem á hifreiða-
skýlið hjá krossgötunum “ spurði Maigrel