Fálkinn


Fálkinn - 28.03.1936, Side 11

Fálkinn - 28.03.1936, Side 11
F Á L K I N N 11 PETER FREUCHEN FIMTUGUR. Hinn kunni danski Grænlandsfari og rithofundur Peter Freuchen varð nýlega fimtugur. Er hann fæddur í Nyköbing á Falstri. Hann tók þátt í Danmerkur-leiðangrinum til Græn- lands 1906—08 og hefir síðan þrá- sinnis verið í Grænlandi og ferðast þar eða dvalið í nýlendunni Etah, sem er nyrsti mannabústaður á vest- urströnd Grænlands. Oft var hann i ferðum með Knud Rasmussen og voru þeir aldavinir. Árið 1932 rjeðist hann í kvikmyndaleiðangur til Al- aska með ameríkönsku fjelagi og vann fyrir það næstu ár og dvaldi þá í Hollywood. Hefir kvikmynd eftir hann náð mikilli hylli. Freuchen hef- ir ritað ýinsar bækur, þar á meðal hók um Knud Rasmussen og ýmsar ferðabækur, svo sem „Flugið til Suður-Ameríku" óvenju skemtilega sögu af ferðalagi sem hann fór í fiugvjel. Hann hefir oft komið hing- að til lands á ferðum sínum til Grænlands. Frú Guðlaug Fjeldsted, Njáls- götu 75 varð 85 ára 22. þ. m. Að því er rússnesk hlöð herma hefir kafarinn Konstaninov verið 18 tíma samfleytt á hafsbotni i einu og cr það talið heimsmet. Hann var að vinna að þjettingu skips, sem sokkið tiafði við Murmanskströnd og varð að hraða verkinu.Kafarínn var þreytt- ur eftir en algerlega ómeiddur á öll- um líffærum. ----x---- Forsætisráðherrann i Saskatcewun, Patterson, kvartaði nýlega i fyrir- Fyrir skömmu gerði svo mikið fannkyngi í Danmörku að til vand- ræða horfði. Járnbrautarlestirnar lcomust ekki áfram og farþegarnir urðu að bíða matarlausir eftir því, að þeim kæmi hjálp, en hennar var víða langt að bíða, vegna þess að vitan- lega teptíst bilaumferð líka. í sum- um bæjum varð tilfinnanlegur mjólk- urskortur og öðrum markaðsvörum sinum komu bændur ekki frá sjer heldur, svo að sláturhúsin stóðu að- gerðarlaus, og engar útflutningsvör- ur var hægt að afgreiða. Er talið, að stöðvun þessi hafi kostað danska bændur mörg hundruð þúsund krón- ur. — Þeir einu sem græddu á snjó- komunni voru snjómokstursmenn- inrir, sem fengu góða vinnu við að ryðja vegina á ný. Er sjaldgæft að svona fannkyngi komi í Danmörku. lestri sem hann hjelt í kvenfjelagi einu yfir ágengni þeirri sem liann liefði orðið fyrir á hlaupársdaginn síðasta. Patterson er sem sje pipa.'- sveinn Hann hafði fengið hrúgur ai bónorðsbrjefum, en þó lýstu flest brjefin frekar aurasýki en ást, því að þar væri skýrt tekið fram livað stúlkurnar vildu fá, ef ekki yrði úr hjónabandi. Sumar heimtuðu hðkápur, þær lítilþægustu hanski cða sokka og sumar kjóla og voru meira að segja svo fyrirhyggjusam- ar að láta fylgja mál af sjer til þess að greiða fyrir afgreiðslunni Prag-kvartettinn. í júní næstkomandi er von hingað á fjórum frægum hljómlistarmönnum, hinum svonefnda Prag-kvartett. Kem- ur hann hingað á vegum Tónlistar- skólans, sem hefir fengið leyfi yfir- valdanna til jiess að kvartettinn haldi hjer þrjá hljómleika. — Prag-kvart- ettinn er frægasti kvartett heimsins i sinni röð, hefir árum saman verið ÞÝZK FLUGVJEL NAUÐLENDIR. Mynd þessi er tekin í höfninni í Helsingjaeyri og sýnir þýsku flug- vjelin 60 F12, sem fvrir skömmu varð að neyðlenda í Kattegat. Dönsk fiskiskúta frá Skagen fann flugvjel- ina og tókst að draga hana til Hels- ingjaeyrar og bjarga henni frá skemdum. Vjelin er „Dornier Val“, sama gerðin og Locateili notaði i ís- landsflugi sínu forðum og sem Gron- au flugforingi flaug á hingað og til Ameríku. dáður af hljómlistarunnendum stór- borganna. Sjest hjer mynd af honum. Frá vinstri: L. Cerný tónskáld, sem leikur á viola, Herbert Berger for- stjóri fiðluskóla tónlistarháskólans i Prag, og leikur á 2. fiðlu, þó WHy Schwedja prófessor (1. fiðla) og loks Ivan Vectomov cello-leikari.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.