Fálkinn - 25.04.1936, Side 2
2
F Á L K I N N
------- GAMLA BÍÓ ------------
Ball á Savoy.
Þýsk óperettumynd með söngv-
um og musik eftir Paul Abraham.
Aðalhlutverkin leika
GITTA ALPAR,
FELIX BRESSART,
HANS JARAY.
Aukamynd:
HNEFALEIKUR MAX BAER og
JAMES BRADDOCK 13. júní 1935
Sýnd bráðlega.
Þelta er óperettumynd eftir Paul
Abraliam, sem sjálfur stjórnar tón-
leikunum i myndinni. Gerist hún í
Budapesl og aðalpersónan er fræg
söngkona, sem heitir Anita Helling
og lifir þar á einu lielsta gistihúsi
borgarinnar ásamt einkaritara sín-
um. Leikur Gitta Alpar söngkonuna
en einkaritari hennai er hinn ágæti
skopleikari Felix Bressart, sein nú
hefir ekki sjest hjer í kvikmyndum
lengi vel. Er hann i myndinni svo
skoplega vandræðalegur, að það er
ómögulegt annað en hlæja sig mátt-
lausan að honum.
Eitt sinn missir söngkonan dýr-
mæta loðkápu fram af svölunum
sem hún situr á. Ungur aðalsmaður,
barón von Wollheim tekur upp káp-
una og fer upp með hana. Hún held-
ur að maðurinn sje þjónn á hótelinu
og gefur honum vikaskilding. Þannig
urðu fyrstu samfundir þeirra. Hann
verður þegar í stað ástfanginn af
söngkonunni en tekur það til bragðs
að látast vera þjónn og mútar ein-
um þjóninum til þess að ganga í
lians stað og fá tækifæri til að bera
á borð fyrir hana. En eigi tekst hon-
um betur en svo að leika þjóninn,
að hún kemst hráðlega að því, að
ekki muni alt vera með feldu og að
maðurinn sje aðalsmaður. Hún verð-
ur ástfangin af honum og leiðist lil
að taka boði hans um að koma með
honum á dansleik, sem halda skal
á Savoy-hótelinu. Á þeim dansleik
ber margt til tíðinda, því að þar
rekur hver misgáningurinn og mis-
skilningurinn annan, svo að alt lend-
ir í einni flækju, eins og oft verður
í óperettumydum, en þó greiðist vit-
anlega úr öllu að lokum og myndin
endar með giftingu.
Söngurinn í myndinni er ágætur
og skemtilega með efnið farið. Bar-
óninn er leikinn af kvennagullinu
Hans Jaray og ýmsir aðrir góðir
leikendur koma fram í myndinni,
svo sem Otto Walburg, sem leikur
þarna tónverkaútgefanda og Willy
Stettner, er leikur þjón á hótelinu
og hefir tekið að sjer að hafa lilut-
verkaskifli við baróninn. Rosi Bár-
sony leikur unga og laglega stúlku.
Mynd þessi er leikin af City-Film
í Budapest og leikstjórin er ungverj-
inn Stefan Szekely. Er hún sjerlega
íburðarmikil og gefur lítið eftir bestu
ameríkönskum myndum af því leyti.
Hún verður sýnd i GAMLA BÍÓ.
Sagan endurtekur sig: Eva var
mjög fáklædd á yngri árum.
H. G.Wells f Hollywood.
Hinn heimsfrægi enski rithöfundur
H. G. Wells dvelur nú í Ilollywood
og fæst við kvikmyndagerð. Hann
hefir hætt ritstörfum, í bili a. m. k„
og það vakti mikla athygli, er hann
sagði það nýlega í blaðaviðtali að
kvikmyndir ættu nú hug hans allan.
Wells er að lúka við að gera kvik-
mynd eftir bók sinni „The Shape of
Things to come“ ásamt kvikmyiula-
snillingnum Alexander Korda. Er
talið að þetta verði ein stórfengleg-
asta kvikmynd, sem gerð liefir verið.
Jafnframt verður hún fram úr hófi
frumleg og öll húsgögn í henni eru
úr gleri og stáli. Um þetta er m. a.
sögð þessi saga: Stjarnan Margaret
Scott, sem leikur aðal-hlutverkið á
á einum stað að leggjast á glerdivan
og er látin liggja þar langan tíma
í ástaratlotum. Veslings Margaret
fekk afleitt kvef af að liggja á köldu
glerinu og átti hún erfitt með að
leika hlutverk sitt lil enda. Er nú
sagt að hún sje hættulega veik. —
Já — tískan getur gengið langt. ■—
Áður liefir verið kvikmynduð bók
Wells „Ósýnilegi maðurinn“ og þótti
takast prýðilega. Mynd þessi var
sýnd við mikla aðsókn i Englandi og
þótti bráðskemtileg eigi síður en
bókin.
Bækur Wells hafa verið þýddar á
flest tungumál heims. Síðastliðið
haust kom bók hans „Ósýnilegi mað-
urinn“ út í islenskri þýðingu.
Þjóðernisalda sú, sem nú gengur
yfir Egyptaland og ýfst hefir við
hernað ítala i Abessiníu, hefir með-
al annars gert sín vart í því, að nu
krefjast Egyptar hlutdeildar í „þeim
stórgróða“, sem skurðurinn hafi af
-— Þjer megið ekki láta mig verða
of seinan á brautarstöðina, sagði
gesturinn er verið hafði í vikulieim-
sókn hjá kunningja sínum, við öku-
manninn sem fór með hann.
— Nei, yður er óhætt að reiða yð-
ur á það, svaraði ekillinn. — Hann
húsbóndi minn sagðist reka mig úr
vistinni, ef jeg yrði of seinn.
auknum flutningum vegna hernaðar-
ins. Auk þess krefjast þjóðernissinn-
ar að fá hlutdeild í stjórn skurðfje-
lagsins og að Egyptar skipi það
starfsfólk, sem vinnur fyrir fjelagið
innan landamæra Egyptalands.
------- NÝJA BÍO -------------
Söpr lír Wienarskógi.
(GESCHICHTEN AUS DEM
WIENERWALD)
Ljómandi falleg söngmynd frá
Wien vorra daga, tekin af
Mondial Film undir stjórn Ge-
org Jakoby. Aðalhlulverkin leika
MAGDA SCHNEIDER,
WOLF ALBACH-RETTY,
GEORG ALEXANDER,
TRUUS van ALTEN G
og hinn heimsfrægi söngvari:
LEO SLEZAK.
Sýnd bráðlega.
Þessi söngleikur er bygður á lög-
um eftir Johann Strauss, sem öll
Vínarborg syngur. Og lil aðstoðar
við myiulatökuna var hið fræga fil-
harmoniska orkester í Wien fengið
ti! þess að annast um tónlistina,
svo að ekki verður kosið á hana
betri. Aðalpersónurnar í myndinn.i
eru ungur en fátækur greifi, sem
verður að hafa ofan af fyrir sjer
með bílaviðgerðum, og tvær ungar
stúlkur, önnur fátækur rithöfundur
sem er að kynna sjer Vínarborg til
að skrifa bók um lífið þar, en hin
ung ameríkönsk miljónamærings-
dóttir, sem er orðin leið á lióglíf-
inu og vill vinna fyrir sjer, en er
ekki látin i friði fyrir frænda sínum
einum, sem hefir verið sendur á
eftir benni til Evrópu. Til þess að
villa heimildir á sjer hefir hún lilut-
verkaskifti við liina stúlkuna, Millie
Sheffers, og ræðst til bifreiðakaup-
mannsins (Georgs Alexanders) sem
fátæki greifinn vinnur hjá. Nú verða
þeir ástfangnir i stúlkurium og segir
myndin skemtilegíj frá því hver á-
hrif það liefir, að stúlkurnar hafa
skift um hlutverk. En alt fer vitan-
lega vel, eins og i ölluin óperettu-
myndum.
Ungu slúlkurnar eru leiknar af
Mögdu Schneider og Truus van Alten
en fátæki greifinn af Wolf Albacli-
Retty og bifreiðasalinn af Georg Al-
exander. Eitt hlutverkið leikur hinn
frægi söngvari Leo Slezak, sem er
jafnfrnmt ágætur gamanleikari eins
og þeir vita, sem' liafa sjeð hann
leika í kvikmyndum. Þá er eitt hlut-
verkið i myndinni, gamall maður
sem á að sýna ameríkönsku stúlkunni
Vínarborg, einkar skemtilega leik-
ið af Oscar Sabo. — Leikstjórnina
hefir Georg Jakoby annast og er
myndin tekin af Mondial Film í
Wien. Söngvarnir i myndinni eru
einkar aðlaðandi og yfir allri mynd-
inni hvílir skemtilegur og viðfeld-
inn Wienarblær, sem lokkar og lað-
ar. Það má óhikað ráða öllum til
þess að sjá þessa mynd. Verður
sýnd í NÝJA BÍÓ innan skamms.
Bóridi einn var að gorta af því að
hann hefði svo dæmalaust minnugan
vinnumann og kunningi hans einsetti
sjer að reyna hvað hæft væri í þessu.
Daginn eftir hittir hann vinnumann-
inn úti á túni að slá og spyr hann:
„Þykja þjer góð egg? — „Já“, svarar
vinnumaðurinn. Ári siðar kemur mað
urinn aftur á bæinn og hittir vinnu-
manninn þá líka út á túni að slá,
víkur sjer að honum og segir:
„Hvernig?“ — „Linsoðin, með pip-
ar“, svaraði vinnumaðurinn.
Ingrid prinsessa að liorfa á heræfingar og situr uppi i bílnum.
Þetta er nýr spítali fyrir efnaskifta-sjúkdóma, sem reistur hefir verið í
Gentoftc við Khöfn. Er spítalinn reistur fyrir ágóðann af framleiðslu
sykursýkismeðalsins „insulin", sem Danir framleiða fyr nær allan heiminn.