Fálkinn - 25.04.1936, Side 4
4
F Á L K I N N
Höfundur íslenskrar leiklistar.
Engum íslendingi verður erfitt
um svar, þegar spurt er, hver sje
höfundur íslenskrar leiklistar. Þvi
að þó samin hafi verið leikrit áður
en Indriði Einarsson kom við
sögu, og leikin leikrit hjer á landi
fyrir hans daga, þá var þelta Iivort-
tveggja reikult og ekki persónu-
bundið. Foringinn í málinu varð
Indriði Einarsson, bæði sem leik-
ritaskáld og óþreytandi bardagamað-
ur l'yrir eflingu hinnar dramatisku
listar. Þetta varð hans annað æfi-
starf.
Nú er þessi brautryðjandi að verða
hálfníræður. Maður verður að trúa
því, þó að manni finnist það líkast
lygasögu, er maður sjer hann á göt-
unni, teinrjettan i baki, ljettan t
spori, bjartan yfirlitum og heyrir
glaðleg tilsvör hans. En þó spyr
maður: Er þetta satt?
Já, það er vist alveg satt, svar-
ar hann, grafalvarlegur. — Að vísu
man jeg nú ekki eftir þeim atburði
sjálfur, þó að það sje vitanlega einn
allra merkasti atburðurinn í mínu
lifi. En móðir mín sagði mjer, —
og hún hlýtur að vita það og var
trúverðug kona — að jeg væri fædd-
ur síðasta apríl 1851.
— Og þjer eruð Skagfirðingur?
— Já, guði sje lof! Jeg er fæddur
á Húsabakka í Skagafirði, en flutt-
ist að Krossanesi í sömu sýslu og
ólst þar upp. Faðir minn, Einar
Magnússon, bjó þar þangað til hann
dó, 1868. Móðir mín, Efemia, dóttir
Gísla Konráðssonar fræðaþuls, lifði
hann í 13 ár.
— Jeg veit til að þjer eruð mikill
göngumaður, en á erfitt með að
skilja, að það komi göngumenn úr
Skagafirði, mesta hestalijeraði lands-
ius.
■— Þetta finst mjer móðgun við
Skagfirðinga — að halda að þeir
kunni ekki að ganga, þó þeir eigi
góða hesta og marga. Jú, jeg lýg
engu, þó jeg segi, að Skagfirðingar
sjeu göngumenn ekki siður en aðrir.
Og fyrstu göngur minar, sem reyndu
nokkuð á, voru til Glaumbæjarkirkju.
Faðir minn var þar forsöngvari og
jeg fór oft gangandi með honum.
Og hann var langstígur en jeg litill
og stuttstígur og varð því að hlaupa
við fót, líkt og þegar livolpur vappar
með manni sem gengur hratt. Það
voru mínar fyrstu göngur.
— En fyrsta langferðin mín var til
Reykjavíkur haustið 1865. Jeg var þá
14 ára og átti að læra undir skóla
um veturinn. Við riðum suður tíu
saman og ætluðum Kúluheiði og
Stórasand og jeg var á gráum gæð-
ingi frá föður minum. Það ferðalag
var öðruvísi en ferðir eru nú. Við
lentum í miklum byl og komust úr
leið vestur á Grímstungulieiði og
vorum sjö daga frá Guðlaugsstöðum
og suður að Kalmanstungu. Tvö tjöld
liöfðum við og jeg var setlur í tjald-
ið með kvenfólkinu, af því að jeg
var svo litill. Karlmannatjaldið var
verra og þeir urðu að liggja hálfir
útundan tjaldskörinni. En það kom
sjer vel, að móðir min hafði nestað
mig rikulega. Hnakktaskan mín var
svo úttroðin, að það voru vandræði
að komast á bak. en taskan varð
hægari viðfangs þessa. daga, því að
nestið fór í sameiginlegan sjóð.
Það voru nefnilega fæstir i ferðinni.
sem höfðu búið sig undir að verða
sjö daga suður að Kalmanstungu.
— Hvernig kom Reykjavik yður
fyrir sjónir þá?
— Mjer fanst þetta vitanlega
merkilegur staður, þó að lítið væri
þar nema tún og kálgarðar í saman-
burði við það sem nú er. Það sem
jeg rak helst augun í var vindmyll-
an við Bakarastíginn og svo Dóm-
kirkjan. Hún þótti mjer merkileg og
ekki síður það, að koma þar inn og
sjá alla þá dýrð og heyra sönginn.
Annað eins liafði jeg aldrei heyrt,
enda var söngurinn ágætur, einkum
kvennaraddirnar.
— Var áhugi yðar fyrir leiklist
ekki vaknaður, þegar þjer komuð
lil Reykjavíkur?
— Nei, jeg vissi ekki hvað leik-
list var. Jeg þekti Hrólf og Narfa
Sigurðar Pjeturssonar, því að þeir
höfðu verið lesriir á kvöldvökunni
heima. Þegar hingað kom sá jeg
nokkra danska leiki en það sem
vakti mig voru „Útilegumenn" Matt-
híasar Jochumssonar. Annars er
Sigurður Pjetursson merkilegur fyr-
ir það, að samtalsháttur hans var
hjer við lýði hjá íslenskum leikrita-
höfundum alt þangað til Jóhann
Sigurjónsson fór að skrifa. Hann
breytti „traditioninni".
— Og svo kom Nýjársnóttin gamla.
Hún var leikin í fyrsta sinn á 3. i
jólum 1871. Nú þekkja hana fæstir.
því að það er næsta lítið af henni
í seinni útgáfunni. Og gamla Nýjárs-
nóttin hefir verið ófáanleg í fjölda-
mörg ár. Hún kom út 1872 og hefir
ekki verið endurprentuð.
— Skrifuðuð þjer ekki fieiri leiki
í skóla?
— Jeg samdi Hellismenn að mestu
leyti í skóla, en þeir voru ekki leikn-
ir fyr en eftir að jeg kom tii Kaup-
mannahafnar. .Teg sigldi til háskólans
haustið 1872 og fjekk beiðni þangað
um Hellismennina frá fjelagi, sem
þá hjelt uppi leiksýningum í Glas-
gow. Þá gekk jeg frá leiknum til
fullnustu.
— í Kaupmannahöfn hafið þjer
farið mikið i leikhús?
— Já, eftir því sem efni leyfðu.
En þó voru það sjerstakar teg-
undir ieikja, sem jeg lagði mig mest
eftir. Annarsvegar harmleikir um
norræn efni, svo sem Vikingarnir á
Hálogalandi og ýmsir leikir Oehlens-
chlagers, sem kgl. leikhúsið sýndi.
og hinsvegar „udstyrs“-leikirnir á
Casino. Og bestu leikendurnir sem
jeg sá þá, voru Wilhelm Wiehe frú
Nyrop og Stigaard.
— Og þjer sömduð leikrit á þess-
um árum?
— Það var ekki svo mikið. Jeg
samdi leikrit með líku efni og „Pyg-
malion og Galathea“ eftir Gilbert.
Það hjet „Systkinin frá Fremstadal"
og var leikið hjer í Fjalakettinum.
En handritið týndist og það gerir
ekki svo mikið til, því að jeg var
aldrei ánægður með það.
— Næst kom Skipið sekkur. Jeg'
hafði mikið fyrir því -— var sjö ár
að umskrifa það. Og 1897—98 samdi
jeg sverð og bagal. Næst kom svo
nýja Nýjársnóttin 1907; hún hefir
verið leikiri oftasl allra minna leikja,
um 100 sinnum hjer og á Akureyri.
Þá var næst Stúlkan frá Tungu
(1914), sem gekk ekki nema sjii
sinnum og svo Dansinn í Hruna.
Og nú er „Siðasti víkingurinn" —
Jörundur Hundadagakonungur á döf-
inni hjá Leikfjelaginu.
— Segið mjer svo eitthvað um
leikritaþýðingar yðar.
— Sú saga byrjar nú þannig, að
1918 fjekk jeg lausn frá skrifstofu-
stjóraembættinu í Stjórnarráðinu og
var látinn njóta fuilra launa áfram.
Jeg gekk nærri því heilt ár iðjulaus
og drepleiddist. Hvað átti jeg að
gera? Emilía dóttir mín rjeð frani
úr þeim vanda. „Þýddu Shakes-
peare!“ sagði hún. Og jeg settist og
fór að þýða. Nú er jeg búinn með
þýðingar af fjórtán leikritum þessa
goðumborna leikskálds, en aðeins
tvö þeirra hafa verið leikin. Matt-
liías og Stéingrímur höfðu þýtt fimm
liarmleiki Sliakespeares og þeim
sneiddi jeg vitanlega hjá. — Þessar
þýðingar mínar verða arfur til Þjóð-
leikhússins þegar til kemur.
Hjer hefir verið rakið í stuttu máli
rithöfundastarf Indriða Einarssonar.
Það er umfangsmikið þegar þess er
gætt, að hann hefir lengst af æfinnar
haft erfitt aðalstarf með höndum,
fyrst sem endurskoðandi opinberra
reikninga og síðan sem skrifstofu-
stjóri fjármáladeildarinnar.
Þegar Indriði kom heim frá Kaup-
mannahöfn 1877, sem fyrsti íslend-
ingurinn sem hafði tekið próf í hag-
fræði, varð hann aðstoðarmaður og
endurskoðandi hjá iandfógeta, er þá
hafði allar fjárreiður með höndum
Áður liafði landfógeti engan endur-
skoðanda haft — „en það gerði ekk-
ert til, þvi að landfógetinn var Árni
Thorsteinsson" segir Indriði. Hann
er endurskoðandi landsreiknnganna
í tíð landshöfðingjanna Hilmars Fin-
sen, Bergs Tliorberg og Magnúsar
Stephensen og rómar engan þeirra
eins og þann fyrsta, þó margt telji
hann gotl um hina. Og með stofnun
stjóriiarráðsins verður hann fulltrúi í
fjármáladeildinni þar, fyrstu fimm
árin og síðan skrifstofustjóri. —
Það er margt fróðlegt, sem Indriði
kann frá að segja úr þessu starfi
sínu og margt sem kemur einkenni-
iega fyrir sjónir nú, svo mjög sem
öll fjármál landsins hafa breyst á þess-
um nær 60 ára tímabili. En rúmsins
vegna verður að sleppa þeirri sögu.
— Við vorum áðan að tala um
göngumensku. Mig langar til að
heyra meira um hana.
— Jeg gekk mikið i Kaupmanna-
höfn. Við Kristján Jónsson, síðar
dómstjóri gengum oft saman og kom-
um okkur sainan um að ganga „eins
og menn“. Við gengum vel tvær mílur
(7 % km.) á tveimur tímum, en að
ganga þrjár mílur á þremur reyndist
okkur ofviða. Og eftir að jeg kom
heim gekk jeg venjulega fimm kortjer
á dag, áður en jeg borðaði miðdegis-
verð. Það er góð hreyfing og heldur
manni við.
— Jeg hefi heyrt eilthvað um, að
þjer hafið einu sinni lent í „æfintýri
á gönguför" austan af Eyrarbakka
og hingað. Hvernig var það?
— Jeg var austur á Eyrarbakka og
þar var haldið ball kvöldið áður en
jeg ætlaði suður. Og fólkið var svo
ákaflega gestrisið og þægilegt við
mig og allar dömurnar vildu dansa
við mig, svo að þetta ætlaði aldrei
að enda. Jeg dansaði til klukkan fjög-
ur og hjelt svo af stað gangandi kl.
6 um morguninn. Mjer var fylgt en er
komið var út á Kambabrún var besta
veður og við sáum til manns á und-
an okkur, svo að fylgdarmaðurinn
sneri aftur og jeg bjóst við að verða
samferða þessum manni, sem á und-
an var. En þegar til kom bar hann
svo mikið og gekk þessvegna svo
liægt að við áttum enga samleið.
Jeg hjelt áfram á undan og niður á
Kolviðarhól, hvildi mig þar mn stund
og hjelt svo áfram. En nú rauk upj)
bylur á norðan. Jeg vissi af Sælu-
húsinu fyrir neðan Sandskeið, en
þorði ekki að fara þangað til að láta
berast fyrir, því að hver vissi nema
dauður maður lægi i húsinu og jeg
hefi alla tíð verið líkhræddur. Senni-
lega hefi jeg vilst af rjetti leið við
að sveigja of tangt til vinstri þegar
jeg fór hjá Sæluhúsinu. Svo mikið
er vist að jeg rammviltist, komst
suður fyrir Kaldársel og var að
l.ringsóla þar í hrauninu lengi. Loks
rakst jeg á titla gígholu kl. 11% um
kvöldið og ekki var viðlit að halda
áfram fyr en birti. Jeg sá öðru hverju
til Pólstjörnunnar, en það var erfitt
að miða áttir við hana. Þarna sal jeg
i gjótunni til kl. 6 um morguninn.
Það kom í mig hrollur og stundum
helnístingur, en jeg gætti þess vel að
halla mjer ekki afturábak svo jeg
sofnaði ekki t'ast, því að þá hefði jeg
aldrei vaknað aftur. Jeg sat álútur
og var að gleyma mjer öðru hverju
og þá var jeg altaf kominn í ballsal-
inn á Eyrarbakka. Mjer fanst alt í
tvísýnu en þá tók jeg það ráð sem
dugði.
Jeg fór að syngja! Jeg söng alt
sem jeg kunni, og söng við rausl.
Þegar jeg söng „Enginn grætur ís-
lending" slepti jeg altaf seinasta
vísuorðinu en rak í staðinn upp
skelli hlátur og kallaði: ,.Þú verður
aldrei grafinn“. — Aldrei hafa betri
hljómleikar verið haldnir hjer á
landi, og aldrei hefir nokkurt blað
þorað að minnast á þá, því að þá
yrðu allir landsins söngmenn svo
afbrýðissamir, að ilt gæti lilotist af.
Og aldrei hefi jeg liaft jafn þakk-
táta áheyrendur að söng. Fjölskyld-
an min er nefnilega svo þrælmúsí-
kölsk, að heima var verið að þagga
niður í mjer þegar jeg Ieyfði mjer
að syngja. Jæja, nóg um það. Jeg
komst heilu og höldnu til Hafnar-
fjarðar þegar rofaði lil um morgun-
inn. En söngnum má jeg þakka það
að jeg lifði þá nótt af.
Hjer hefir enn ekki verið minst á
það mál, sem Indriði Einarsson er
frumhöfundur að, og barist ósleiti-
legar fyrir en allir aðrir samtíðar-
menn hans til samans. Það er þjóð-
leikhúsmálið. En af því að víða hefir
verið rakið liað mál og svo lil ný-
lega, skal ekki út í það farið.
En með þjóðleikhúsinu hefir Ind-
riði Einarsson reist sjer minnisvarða
í tifanda lífi, sem lengi mun standa.
Sá minnisvarði hefir jiegar verið af-
hjúpaður og er öllum til sýnis hið
ytra. Hann er fegursta húsið á ís-
laiidi. Og á 85 ára afmæli Indriða
Einarssonar mun þjóðin óska þess
einhuga, að þegar hann heldur 90
ára afmæli sitt muni kreppu og ó-
áran vera svo ljett af landinu, að
liann gangi fyrstur manna inn á
leiksýninguna sem húsið verður. vígt
ineð — á undan fjöldanum, sem
hann hefir gengið i broddi fyrir,
með kyndil Talíu í upprjettri hendi.
Ef ekki fyr. Iíver veit?
V
í
«
i
1