Fálkinn


Fálkinn - 25.04.1936, Side 6

Fálkinn - 25.04.1936, Side 6
6 F Á L K I N N I’að er tæplega liægt að liugsa sjer lientugri kjól en þennan, ef inaður vill eiga kjól, sem hentar í öllum samkvæmum. Ilann er í rauninni svo einfaldur í lögun, sem hugsast getur og aðal tilbrigðin i honum liggja i érmunum, sem eru í djúpum fell- ingum um herðarnar, líkl og „cape“. Hnapparnir eru gyltir lil tilbreyting- ar við dökka litinn. / -| MMi SMELLIN „MATRÓSAHÚPA. Þessi litla „matrósahúfa" fer mörg- um ágætlega vel. Timinn verður að sanna hvort henni tekst að ryðja, baskahúfunni úr tísku; en lnin lield- ur enn fullum vinsældum. HANDPRJÓNUÐ TREYJA OG HÚFA Þessi treyja og húfa er prjónuð úr „bouclé“-ullargarni og verður hrufótt á yfirborðinu eins og astra- kan, en er mjúk og fis-ljetl. Mjög þægileg á göngu (sjá myndina I. h.). SAMKV ÆMISK JÓLL. Ljósrauði kjólinn t. v. fer ungum stúlkum sjerlega vel. Mittisbandið er úr kirsiberjalitu flaueli, en yfir- skyggir jió ekki einkennilegu brydd- ingarnar, sem eru á kjólfaldinum og í hálsmáli og ermum. Sá brúðnr sinn drukna. Föstudagskveldið fyrir jólin sið- astliðnu sá maður einn i Brevik í Noregi einkennilega sýn. Hann hafði fundið til óróleika allan daginn og liðið illa og skyldi ekkert í þessu, en fanst þó á sjer, að honum mundi bera eitthvað leiðinlegt að höndum. Eftir að hann háttaði um kvöldið gat hann ekki sofnað eins og hann var vanur. Hann reyndi að þylja töluröðina, en þegar hann var skamt kominn varð hann að hætta. Og nú sá hann einkennilega sjón: Hann sjer alt í einu bróður sinn, sem var skipaafgreiðslumaður, detta út af bryggjunni við sementsgerðina í Dalen, sem er örskamt frá Brevik og drukna. Hann lá vakandi alla nóttina og var að hugsa um sýnina, en vildi ekki minnast á hana við konu sína. Morguninn eftir kemur stjúpdóttir hans hlaupandi heim og hann sjer undir eins að henni er mikið niðri fyrir, en kemur sjer ekki að því að segja neitt. Og þá grípur hann fram í fyrir henni og segir: „Jeg veit hvað þú ætlar að segja okkur — að liann Halvor bróðir minn drukn- aði í gærkvöldi“. — Og það reyndist satt. t t S

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.