Fálkinn - 30.05.1936, Page 2
2
F Á L K I N N
-------- GAMLA BÍÓ ------------
Roberta.
Stórfenglega iburSarmikil dans-
og söngmynd, tekin af RKO
Radio Pictures undir stjórn Wil-
liam Seiters. Söngvarnir eflir
Jerome Kern. Aðalhlutverkin
leika hinir heimsfrægu dansarar:
FRED ASTAIRE og
GINGER ROGERS
og hin ágæta söngkona
IRENE DUNN.
Sýnd á 2. dag Hvítasunnu.
Þetta er fyrsta flokks ameríkönsk
„Show film“ tekin af RKO Radio
Pictures, eftir samnefndi operettu
Otto Harbachs undir stjórn William
Seiter. En dansarnir, sem að svo
miklu leyti bera þessa mynd uppi
eru samdir af Hermes Pap.
Roberta er ekki nafnið á stúlku
lieldur á tískustofu í París, sem er
eign „Minnie frænku“ og er stjórn-
að af ungri rússneskri tignarmær,
Steplianie að nafni (Irene Dunn).
Fyrir óvæntar orsakir fær amerík-
anskur hljóðfæra- og dansflokkur.
„The Indians“, sem svo er kallaður
af því af þvi þeir eru frá Indiana,
en eru alveg hvítir menn, atvinnu
þarna. Foringi flokksins heitir Huck
(dansarinn Fred Astaire). Þarna á
tískuhúsinu kynnist liann Sclisvar-
enka „greifynju" (Ginger Rogers)
og verður hugfanginn af henni. Hún
útvegar Huck og sveit hans atvinnu
í næturklúbb sem hún ræður miklu
í, og berst orðrómur þessarar hljóm-
sveitar um alla Parísarborg. Og
„greifynjan" og Huck verða fræg
fyrir hinn undurfagra dans sinn.
Vinur Ilucks, knattspyrnumaðurinn
John Kent, verður hugfanginn af
Stephanie. Hann er vinur „Minnie
frænku“ og er lmn de'yr erfir hann
tískuhúsið Roberta eftir hana og
sljórnar því ásamt Stephanie. Hon-
um líst vel á hana, en grunar hana
um að vera trúlofaða rússneskum
fursta, sem er dyravörður i nætur-
klúbbnum, og á hinu leytinu er hann
hálftrúlofaður Sophie, stúlku vestur
í Ameríku, sem kemur til að vitja
um hann undir eins og hún frjettir
að hann hefir erft tískuhúsið. Þau
Huck og „greifynjan" — sem ekki
er nein greifynja en heitir Lissie
Gatz, beita brögSum til þess að gera
liann afhuga Sophie og það tekst
vonum fremur og alt fer að lokum
eins og best verður á kosið.
íburðurinn i þessari mynd er al-
veg sjerstakur og þeir sem minnast
þess að hafa sjeð fyr myndir með
Fred Astaire og Ginger Roeers, t.
d. Cariocca, munu geta sjer til um
hvernig dansarnir eru. Og ekki spill-
ir söngur og leikur Irene Dunn fyrir
myndinni. Hún syngur þarna þrjá
„slagara" livern öðrum betri. Meðal
leikara þeirra, sem ekki hafa verið
nefndir má nefna Randolph Scott,
Victor Varconi og dönsku leikarana
Torben Meyer og Bodil Rosing. Mynd
in verður sýnd á GAMLA BÍÓ á 2. i
Hvítasunnu.
Nýtt iðnfyrirtæki.
---- NÝJA BÍO —
Bregstu mjer aldrei.
í viðunni sem leið var blaðamönn-
um boðið að skoða iðnaðarfyrirtæki,
sem fyrir skömmu liefir hafið starf-
semi sína hjer í bænum. Er það
„Lakk- og málningarverksmiðjan
Harpa.“, sem þeir Pjetur Guðmunds-
son kaupmaður og Trausti Ólafsson
efnafræðingur hafa komið á fót.
Þessir tveir menn hafa síðan 1933
rekið tilraunaverksmiðju með máln-
ingarlökk og þurkefni og tókst það
svo vel, að þeir afrjeðu að koma
hjer upp verksmiðju fyrir málningu.
1 fyrra fóru þeir utan til þess að
ná samböndum við framleiðendur
liráefna og vjelsmiðjur og sendu að
því loknu mann til Þýskalands tiJ
jjess að kynna sjer rekstur slíkrar
verksmiðju, Steingrím GuSmundsson.
Vjelar voru keyptar og húsnæði
tekið á leigu í „Nýju Iðunn“. Þýsk-
ur sjerfræðingur var fenginn til
j)ess að hafa umsjón með rekstrin-
um fyrst i stað. Og i febrúar síðast-
liðnum liófst starfsemin. Hefir verk-
smiðjan til umráða báðar hæðir Ið-
unnarhússins að vestanverðu. Á efri
hæðinni er geymsla hráefnanna. Þar
eru efnin vegin út í þeim hlutföll-
um sem þau eru notuð í liinar mis-
munandi málningategundir og helt
gegnum rör niður á neðri hæðina.
Þar er hver lögun lirærð saman og
blönduð fernis eða lakki; er það
sjerstök hrærivjel, sem notuð er til
jjessa. Sitt hvoru megin lirærivjelar-
innar eru tvær valsakvarnir, sem
„rifa“ litina og elta málninguna. Hin
stærri af þessum vjelum getur rifið
og elt um hálft annað tonn á dag,
en hin vjelin helmingi minna. Verk-
smiðjan hefir á sömu hæð verkstæði
fyrir dósasmíði. Þegar málningin
liefir verið elt er liún látin á dósir
og þær álimdar á sjerstökum stað
næst birgðasafninu, sem er vestast
í verksmiðjuskálanum. En í norður-
liorni hans er sjerstök deild til að
búa til lökk, suðuvjel fyrir kópal
og fjöldi geymslukera fyrir hinar
ýmsu lakktegundir.
Síðan verksmiðjan tók til starfa hefir
hún framleitt um 40 tonn af alls-
konar málningu, bæði utan húss og
innan. Málning þessi hefir verið not-
uð um alt land og þykir sist standa
að baki hinni útlendu. Þegar tillit
er tekið til þess, að á síðasta ári
var flutt inn málning fyrir nær liálfa
n.iljón króna, er það ljóst live þýð-
ingarmikið það er á þessum gjald-
eyrisvandræðatímum, að gera þessa
framleiðslu innlenda, að svo miklu
leyti sem unt er. Talið er að verð-
itiunur liráefnanna og málningarinn-
ar sem úr þeim fæst nemi um það
bil hehningi, svo að hjer er um álit-
legar upphæðir að ræða.
í verksmiðjunni vinna 15 manns.
Stjórnendur hennar eru Steingrím-
ur Guðmundsson og Ágúst Lárusson
málari, og hefir sá síðarnefndi það
starf með liöndum að prófa fram-
leiðsluna og sjá um, að sú vara sem
boðin er kaupendum sje að öllu
leyti fyrsta flokks. Fjöldi málara
liefir þegar reynt þessa innlendu
framleiðslu og gefur henni hin bestu
meðmæli. — Efri myndin er úr dósa-
verksmiðjunni en á þeirri neðri sjest
stærri valsavjelin, sem rífur og
linoðar farfann.
Stórfenglegur sjónleikur eftir
leikriti Margaret Kennedy, tek-
inn undir stjórn Paul Czinners
af British & Dominion Film.
Aðalhultverkið leikur hin he.ims-
fræga
ELISABETH BERGNER,
sem ljek sama hlutverkið á leik-
húsi i London tvö ár samfleytl.
Ennfremur:
HUGH SINCLAIR og
GRIFFITH JONES.
Þetta er grípandi mynd um ást og
ástríður, túlkuð á meistaralegan hátt
af hinni heimsfrægu þýsku leik-
konu Elisabeth Bergner
Aðalpersónurnar eru bræður
tveir, Sebastian og Caryl Sanger,
synir frægs tónskálds og sjálfir tón-
listarmenn, Fenella, ensk lávarðs-
dóttir og Gemma, umkomulítil stúlka
með misjafna fortíð, sem kallað er
(Elísabeth Bergner). Fenella er ást-
fangin af Cyril, og þykir foreldrum
hennar það miður. Þegar þau komast
að því, að Gennna er lijákona sonar
hins fræga tónlistarmanns Sanger,
fellur þeim allur ketill í eld, og
ieyna að stíja dóttur sinni frá hon-
um með því að fara með hana upp í
Alpafjöll. Hinsvegar kemst það brátt
upp að það er ekki Cyril, sem hefir
verið samvistum við Gemniu heldur
hinn óforbetranlegi kvennabósi Se-
bastian bróðir hans. Þegar þetta
vitnast breytist viðhorfið og nú taka
foreldrar Fenellu Cyril í sátt. En
ekki líður á löngu þangað til Se-
bastinan fer að draga sig eftir Fen-
ellu í blóra við bróður sinn og verð-
ur hún hugfangin af honum. Gerist
leikurinn nú um hríð í London en
þar er Sebastian staddur ásamt
Gemmu og hafa þau látið vigja sig
á laun. En þegar Gemma kemst að
tvöfeldni Sebastians fer hún til Fen-
ellu og segir henni hvernig komið
er, að hún sje gift Sebastian en að
Cyril sje í alla staði heiðarlegur
maður. Um sama leyti verður
Gemma fyrir þeirri sorg að missa
barn sitt. Hún verður örvingluð og
frávita af liarmi. Það er ekki sist
þessi síðari hluti leiksins, sem i með-
ferð Elisabeth Bergners verður ó-
gieymanlegur. Slikan snildarleik er
sjaldgæft að sjá. 1 leikritinu ljek hún
sama lilutverk tvö ár samfleytt á
einu leikhúsinu í London og lagði
ensku þjóðina fyrir fætur sjer. Og nú
dáist allur lieimurinn að leik hennar
í þessu sama hlutverki kvikmynd-
arinnar. — Aðrir leikendur eru flest-
ir þeir sömu og i leikritinu, svo sem
Hugh Sinclair og Griffith Jones,
sem leika bræðurna. Myndin verð-
ur Hvítasunnumynd NÝJA BÍÓ.