Fálkinn


Fálkinn - 30.05.1936, Síða 3

Fálkinn - 30.05.1936, Síða 3
FÁLKINN 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjórcir: Vilh. Pinsen og Skúli Skúlason. Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavík. Sími 2210. Opin virlca daga kl. 10—12 og 1—6. Skrifstofa í Oslo: Anton Schjöthsgade 14. Blaðið kemur út hvern laugardag. Askriftarverð er kr. 1.50 á niánuði; kr. 4.50 á ársfjórðungi og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftanir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millimeter. Herbertsprent prentaði. Skraddaraþankar. ísland á engar hallir, enga forna kastala eða kirkjur, sem þjóðinni er metnaður að og hún hefir gaman af að sýna. Hún á engin málverk eftir forna meistara, keypt dýru verði í samkepni við hin heimsfrægu söfn stórþjóðanna. og liún á engin stór- kostleg mannvirki, á þann mæli- kvarða sem um slíkt gildir hjá öðr- um og stærri þjóðum. Sumum finst þetta tilfinanleg fátækt og verða grænir af öfund, þegar þeir heyra talað um dómkirkjuna í Niðarósi, Tower-kastalann í London, rústirnar í Pompeii eða Akropolis Aþenuborg- ar. Og þeir sem þess eru um komnir leggja á sig langferðir og fjárútlát til þess að sjá þessi fornu undur. Hinsvegar lifa erlendir menn og konur, sem geta eignað sjer eithvað af þessum eða öðrum fornum mann- virkjum — fólk sem hefir sjeð þetta sem við þráum eða átt kost á að sjá það en ekki notað sjer. Samt kemur það til íslands og leggur á sig langa sjóferð og mikin kostnað. Og erindið er eingöngu það, að skoða gamla sögustaði. Það hefir lesið fornar bók- mentir íslendinga og orðið svo hug- fangið af þeiin, að því finst eins mikið vert um að sjá staðina, sem fornfrægir íslendingar bygðu eða nierkir viðburðir gerðust á, eins og okkur að sjá hinar merku byggingar erlendis, sein við höfum lieyrt róm- aðar fyrir fegurð og sögufrægð. Þeim þykir máske alveg eins merki- legt að koma að Bergþórshvoli og Hlíðarenda, þar sem iitlar eða engar sögumenjar eru sjáanlegar, eins og okkur þætti að sjá merkilegustu bygg ingu Norðurlanda: dómkirkjuna í Niðarósi. Og þeir verða ef til vill eins hugfangnir af að sitja við Snorralaug eins og við af því að liorfa á rústirnar í Pompeji. Hvorttveggja er saga. Annarsvegar eru áhrif sögunnar sem skrifuð var á skinn eða þjóðin geymdi á vör- unum og í minninu, eins og hún væri lifandi fornbókasafn. Útlendingar kunna að meta það hlutverk þjóð- arinnar betur en við. Hinsvegar er sagan rituð í stein og hana metum við meira, af þvi að við eigum hana ekki sjálfir. Hvorttveggja er lista- verk. En þegar þjóðin lærir að meta bókinentir sínar að fornu verða þær lienni eins kærar og steinbogar og hvelfingar erlendu byggingameistar- anna. Þó að hinar fornu byggingar sjeu stórfenglegar og heillandi þá má ekki gleyma því, að orðsins list er allri annari list æðri og að hún er langlifari en allar aðrar listir ver- aldar. Bálstofan á Sunnuhvolstúni. Bálstofan. Bálfarafjelagi íslands hefir hepn- ast að fá góðan stað undir bálstofu. Bæjarráð Reykjavíkur veitti fjelag- inu um síðustu áramót, ókeypis lóð á Sunnuhvolstúni. Þegar staðurinn var fenginn mátti fela byggingameist- ara að teikna stofnunina. Bálstofan er komin á pappírinn, eins og mynd- irnar bera með sjer. Sigurður Guðmundsson húsameist- ari hefir teiknað bálstofuna, eftir að stjórn Bálfarafjelags íslands hafði komið sjer niður á hvað stofnunin skyldi geyma. Meginhluti byggingarinnar, og það sem hæst ber, er kapella fyrir kveðju- alhöfn, og kór, þar sem kistunni er ætlaður staður. Turninn er upp af kórnum. Næst aðaldyrunum eru tvö herbergi á báða vegu, en söngpallur þar yfir. í lágu bakálmunni, sem slendur þvert á aðalhúsið, er skrif- stofa, biðstofa, líkgeymsla, stofa fyr- ir vandamenn, til þess að ganga frá kistunni, prestslierbergi, rafmagnslík- ofn, ibúð fyrir gæzlumann og snyrti- herbergi fyrir starfsmenn og almenn- ing. Kapellan. Sæti eru ætluð 150 manns niðri, en auk þess á söng- palii. Sætin verða þægilegir stólar, með útbúnaði eins og menn kannast við úr bíó. Það fer ekki vel um fólk á trjebekkjum, eins og þeir tíðkasl í kirkjum, og óskemtilegt þegar troð- ist er í sætin. — Gluggar verða hátl settir, með þykku gleri steyptu í húsvegginn, eins og tíðkanlegt er í skála, í nýrri húsum. Kórinn fær birtu ofan úr turnin- um. Kórgólfið verður lítið eitt upp- hækkað, fyrir kistuna. Þegar kveðju- atliöfn er lokið, eru dregin tjöld fyrir kórdyr og liverfur kistan þá sjónum manna. Á nýrri bálstofum er horfíð frá að láta kisturnar síga nið- ur um op í gólfinu, með greftrunar- fyrirmynd. Starfsmaður bálstofunn- ar getur siðan flutt kistuna inn að rafmagnsofninum, en líkfylgdin á nú ekki fyrir sjer neina hrakninga eða innkuls í kirkjugarði. Öll athöfnin fer fram innan fjögra veggja, og er það ómetanlegt í okkar óblíða veð- urfari, enda eru það oft hrumir og aldurhnignir vandamenn, sem vilja fylgja. í öðrum enda þverálmunnar er skrifstofa og biðstofa, og geta vanda- r.ienn snúið sjer þangað út af ákvörð- un um bálför, og ýmsu sem því við kemur. í sama enda bakhússins er sérstpk forstofa inn að líkgeymslunni. Út- fararsiðir eiga fyrir sjer að komast i skynsamlegt liorf hjer, eins og víða erlendis. Lík verða ekki látin standa uppi dögum saman í heimahúsum, enda fæslir, sem hafa húsakost til þess. Húskveðjur eru sveitasiður, sem ekki samrýmast lífi í nútímaborg. Fjöldi manna andast nú á sjúkrahús- um, og er eðlilegl, að líkið sje flutt Jiaðan beint í líkhús bálstofunnar. Þar má einnig geyma lík, sem siðar verða jarðsett, og getur kveðjuat- höfn eins farið fram í kapellu bál- stofunnar, þótt kistan verði flutt þaðan til greftrunar. Á vel útbúnum bálstofum er skreyt- ingar-herhergi, þar sem vandamenn geta prýtt kistuna, og gengið frá lienni eins og þeim líkar, á undan kveðjuathöfninni. Kistunni er svo ek- ið þaðan inn í kapelluna. Presturinn hefir sjerstakt herbergi til hliðar við kórinn. Þegar lokið er við að bálsyngja, er kistan flutt inn að ofninum, sem verður komið fyrir i allstórri stofu. Það hefir verið langþráð ósk að geta nolað rafmagnshita, því að ekki get- I ibúð einni i Riverside Drive í New York tókst lögreglunni nýlega að komast yfir bófaflokk. Við fingra- fararannsókn sannaðist að bófar þessir höfðu gert innbrot fyrir tveim- ur árum og rænt tveimur miljón dollara eða sem því svaraði i skart- gripum. Miklai' birgðir af vopnum fundust á sama stað og líka höfðu bófarnir átt brynvarða bifreið til jiess að fara ránsferðir sínar í. -----x—— í þorpi einu nálægt Serajevo gift- ist nýlega maður, sem var 101. árs og var brúðurinn sextug. Hvorugl þeirra hafði gifst fyr, og svo var tilhlökkunin í hjónabandið mikil, að þau dönsuðu á götunni af kæti eftir að þau trúlofuðust. í brúðkaupinu var meðal annara bróðir brúðgum- ur eyðing líkamans orðið með hrein- legra eða hugnæmara móti, en að gufa upp á rúmri klukkustund, i læru, heitu lofti. Fyrsti rafmagns- ofninn var settur upp fyrir 3 árum i Sviss, og litlu síðar í Þýskalándi; sá jeg hann notaðan í fyrra i Erfurt. með fullkomlegum árangri. Rafmagns- ofnar eiga vafalaust fyrir sjer að útrýma annari gerð likofna. Hita- stigið er svo hátt — um 900 gr. C. —, að brenslan er alveg reyklaus. Gæsl- an er auðveld, og að miklu leyti sjálfvirk. Eftir brensluna er duftið, sem eft- ir verður (aðallega steinefni úr bein- unum), látið í ker. Þau eru venjulega grafin niður í duftreit. í Bretlandi tíðkast að strá duftinu í grasgarð kringum bálstofuna, og má bú- ast við, að sá skynsamlegi siður verði upp tekinn af mörgum hjer, þegar til kemur. íbúð fyrir gæslumann bálstofunn- ar er áætluð í öðrum enda þverálm- unnar. Það er til þæginda, að starfs- maður stofnunarinnar sje á staðnum, enda heppilegt að hafa ekki mann- laust hús á afskektum stað. Umhverfi bálstofunnar verður vel ræktað tún, tilvalið fyrir duftreit. Jafnframt væri vel til fallið að gera þarna skrúðgarð fyrir almenning. Bálstofan er að vísu í útjaðri bæjar- ins, en þó verður ekki nema fárra mínútna gangur þangað frá Baróns- slíg, neðan við Austurbæjarskólann, þegar búið er að leggja áætlaða vegi yfir túnin. G. Cl. ans 92 ára að aldri, sem hafði eign- ast fyrsta son sinn fyrir nokkrum vikum. ----x----- Risaskipið „Queen Mary“ hefir vjelar sem framleiða um 200.000 hestöfl. í reynsluför hefir skipið komist 33 milur eða mun meira en farþegaskip þau, sem nú hafa hrað- met I heiminum. ----x—-— Amerískur hagfræðingur þykist liafa reiknað það út, að það sje ó- dýrara að vera á sífeldu flakki sem farþegi um heiminn en að eiga heima i hvaða borg í Ameríku sem er, og borga þar alla skatta. En ef allir sem geta gerðu það, hver á þá að borga skattana? Hann á vitanlega aðeins við hina riku. Grunnmynd uf hevbergjaskipun.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.