Fálkinn


Fálkinn - 30.05.1936, Page 6

Fálkinn - 30.05.1936, Page 6
G F Á L K I N N TRYGGVE BAKKERUD: HÁSÆTIÐ Hann var ekki altaf jafn vel lát- inn af konunni sinni. Henni likaði ekki livað hann var eftirlátsamur viö börnin. Að þau væri altaf látin sitja fyrir. Henni fanst hann ætti að aga þau og halda þeim meira í skefj- um, svo að þau slitu ekki svona mikl- um fötum. Enda þótt það væri nú minst. Það mæddi meira á gólfdúf- unum og húsgögnunum. En Hans sagði bara að börnin yrðu að fá tækifæri til að þroskast. Þau yrðu ekki fullþroska ef þau væru aiin upp i hlekkjum. Og svo stagaði hún og bætti. Og Hans sólaði skóna. Þegar gólfdúkur- inn í anddyrinu og eldhúsinu gat- slitnaði þá keypti Hans nýjan. Það var nauðsynlegur reksturskostnaður, fanst honum. Og Hans keypti myndaklossa og kendi börnunum að raða þeim. Sið- ar kom hann heim með byggingar- kubba og „mekanó“. Þegar þau urðu stærri fengu þau sitt barnareiðlijólið hvert. — Þau hefðu getað komist af með eitt í sameiningu, sagði korian. — Já, svaraði Hans. — Þá hefði hin fjögur getað alist upp á götunni og orðið óknyttakindur. Þegar þau eldust fengu þau öll reiðhjól handa fullorðnum. Og kubb- arnir og „mekanóið" stækkaði eins og börnin. — Er nauðsynlegt að fleygja út peningum í þetta? spurði konan. — Jeg fleygi ekki út peninguin, svaraði Hans. — Jeg byggi fólk. Svo tók hann gólfdúkinn i setu- stofunni og keypti annan. — Nú dafna þau betur, sagði hann. Og hann ljet strákana iðka glímu og hnefaleik. Hann festi fimleikahringi í loftið. Og uppi á lofti hafði. hann komið fyrir svifrá. — Það dugir ekki að spara útsæðið, ef maður vill fá uppskeru, sagði Hans. — Jeg skil ekki hvaða uppskeru þú ætlar þjer að fá, sagði konan. — Nú á að ferma elsta barnið. Veistu hvað það þýðir? Hans rak upp stór augu og konan hjelt áfram: — Það þýðir það að við liöfum verið gift i fimtán ár. En sjerðu nokkra breytingu. Við stönd- um i sömu sporum. Við höfum ekki eignast eyri okkur tii hagsbóta. Þá hló Hans innilega. — Það eru margari leiðir til að safna til elli- áranna. Og það er mismunandi hverju maður safnar. Við hefðum getað sett peninga i bankann og fengið rentur. En ánægjan er líka rentur. Og jeg er ánægður þegar jeg hefi gert skyldu mína. Það er renta og þá rentu vil jeg eiga. Svo fór hann i latinuskólann og iiinritaði fermingardrenginn í gagn- fræðadeildina. — Er það nauðsynlegt að kosta svona miklu upp á börnin? Við urðum að komast af með minna, sagði konan, og ekki veit jeg annað en við höfum komist til manns fyrir því. Nú gæti drengurinn byrjað i glersteypunni. Og við fengjum auka- skilding. Jeg varð að fara að vinna hjá öðrum þegar jeg var tólf ára. Komst jeg ekki til manns fyrir því? — Jú, þú hefir vaxið eins og trje, svaraði hann. — Grenitrjeð hjerna undir veggnum hefir vaxið líka. Og svo keypti hann tvennan fatn- að handa drengnum sem átti að fara í Latínuskólann. Þegar fermingardrengurinn hafði verið í Latinuskólanum fyrsta dag- inn og verið sett fyrir, safnaði Hans öllum börnunum að sjer og sagði hálf vandræðalega og góðlátlega: — Jeg er nú ekki nema óbreyttur erf- iðismaður, en það kemur af því, að hann faðir minn hjálpaði mjer aldrei neitt. Og hann varð aldrei að manni heldur og dó á fátækrahæli. En það var honum mátulegt, álít jeg, úr því að hann sá ekki svo fyrir mjer, að jeg gæti alið önn fyrir honum i ell- inni. En jeg hefi sett sál mina i veð fvrir því, að jeg skal koma börnun- um mínum til manns. Jeg lifi ekki fyrir annað. — Fyrir ykkur, drengir mínir, á lífið að standa opið. Slíkt ríki er okkur öllum gefið. Það er að- eins eitt skilyrði: að maður ryðji landið og rækti, um leið og maður fer yfir það. En maður má ekki fara um það óræktað, því að þá kemur maður ekki að neinu gagni. Ríkið sem mjer hefir verið gefið, eru börn- in mín fimm. Og jeg er það fyrsta af ríkinu sem þið hafið fengið. Þegar þið eruð komin hálfa leið, er jeg k.ominn yfirum. En þó við verðum ekki samferða þá getum við dregið plóginn saman. Jeg ætla að plægja og þið eigið að herfa og sá. Og svo geta hörnin ykkar uppskorið. Jeg laúna ykkur og þið mjer. Þegar jeg hefi lagt undir mig landið verð jeg kon- ungur þess. Jeg eignast hásætið og hlusta á þakklætið frá fimm drengj- um, sem komast eins vel áfram og á verður kosið, vegna þess að þeir eiga föður sem vert er um að tala. Daginn eftir sá Hans fram á, að kaupið hans nægði ekki. En ekki sást að hann örvænti fyrir það. Það var aðeins þetta, að svipur hans varð eins og hann tæki aftur það sem hann hafði lofað. Þá fór hann til forstjórans í verksmiðjunni sem var þar nálægt og beit á jaxlinn. Það ljómaði einbeitni og ákafi úr augum Hans. — Jeg heiti Hans Hansen, sagði liann. — Jeg vil gjarnan fá nætur- varðarstöðuna, sem þjer auglýstuð í gær. — Jeg kann ekki við svona orða- tiltæki, svaraði hinn. — Og svo er ekki víst að þjer hæfið i stöðuna. — Þegar jeg vil fá stöðuna þá er það af því, að jeg er hæfur í hana, svaraði Hans. Og nú svaraði forstjór- inn ekki neinu. En tveimur kvöld- um síðar fór Hans að heiman stund- arfjórðungi fyrir kl. ellefu. Og næsta föstudag fjekk hann kaup á tveimur stöðum. En það var ekki smáræði sem hann hafði tekist á liendur. Hann lauk dagsverkinu klukkan hálf fimm. Fór heim, borðaði og sofnaði stundvis- lega eftir einn klukkutíma. Fór á fætur aftur klukkan hálf ellefu og var á næturvökunni til klukkan hálf sjö. En 'honum hafði aldrei liðið bet- ur, því að engum líður betur en þeim, sem fær að strita fyrir ákveð- irni hugsjón. Hann gaf sjer ekki einu sinni tíma til að lesa fyrirsagn- irnar í blöðunum. Aðeins að' vinna. En hvert skref hans og handtak kom honum sjálfum að gagni. Þegar hann var að labba um verksmiðjuna á nóttinni var hann slundum að hugsa um munirin á mönnunum. Hversvegna urðu sumir svo heiðarlega heimskir? Hversvegna urðu þeir svo heimskir, að þeir urðu að gegna sama hlutverki og hestur- inn? En aðrir höfðu fengið sýn af leiðinni sem lá áfram. Eins og hann. Hann fann varla að hann kæmi við jörðina. Vissan um, að hann væri einn þeira útvöldu hefði getað borið hann á heimsenda. Hann sá hásætið við leiðarlokin og þóttist viss um, að hann gæti ekki vilst. Hann naut kvala og vanefna með sömu ánægju og pislarvottur nýtur dauðans. Drengirnir voru fermdir hver eftir annan. Hann varð hesta tekjulind Latínuskólans. Hann átti fimm syni í skólanum samtímis. Þegar sá yngsti var í fyrsta bekk var sá elsti í sjötta. En nú gat hann svo lítið sint þeim, þvi að hann varð að sofa á kvöldin og á sunnudögum voru þeir úti. Það var eini dagurinn sem þeir voru iðjulausir. Þvi að þeir stunduðu nám- ið af kappi og tóku ágæt próf. Og lionum fanst með sjálfum sjer, að hann mætti þakka sjer þetta að tals- verðu leyti. Hefði hann ekki vakið lijá þeim áhugann þegar þeir voru litlir, væru þeir máske götustrákar núna. Hann sá hvorki eftir tímanum nje peningunum, sem hann hafði var- ið til þeirra. En konunni fanst þetta mesta ó- ráð. Og þegar hariri varð að taka slórlán til þess að kosta þrjá þeirra \ið háskólann og tvo við verkfræð- ingaskólann þá ætlaði liún af göfl- unum að ganga. — Guð má vita fyrir hverju þú ert að berjast. Nú hefirðu unnið tveggja manna verk árum sam- an, og þó erum við fátækari en nokk- urntíma áður. Aðrir niundu vera rikir í þínum sporum, en þú verður að taka lán. — Veslingurinn, svaraði Hans. — Ekki hefir veröldin mist neinn fjár- inálaspeking í þjer. Skilurðu ekki, að jeg hefi ekki tekið neitt lán í orðs- ins fylstu merkingu? Jeg ræð að- eins yfir þessari fjárupphæð. Jeg hefi fengið peningana gegn þvi að þeir beri rentur. Svo komast þeir í mn- ferð á ný, fyrir margfalt hærri rent- ur. Jeg fæ upphæðina aftur hundr- aðfalda, með tíð og tíma. Og svo barðist hann af kappi fyrir því að láta alt bera sig. Hann varð reyndar að taka lán oftar en einu sinni eftir þetta. En af brjefunum sem komu frá sonunum við og við, sá hann að peningunum var vel var- ið. Hann efaðist ekki um það, þó hann langaði til að lieyra það af munni þeirra sjálfra. En drengirnir komu ekki heim. Þeir vildu ekki sóa peningum í það. Þeir höfðu verið nógu lengi heima. Það borgaði sig betur að fara annað í sumarleyf- unum. Og hann gat ekki hugsað sjer neitt hyggilegra, því að það var þroskinn, sem fjarlægði manninn villidýrsá- standiniv Það var ekki hægt að láta staðbinda sig, eins og hann liafði gjört. Þessvegna hjálpaði liann þeim gteiðlega þegar þeir fóru að koma sjer fyrir, að loknu námi. Og af þeirri hjálp leiddi fleiri lán. En svo mundi þetta taka enda. Og þeir liöfðu fengið það sein þeir vildu. Sá yngsti hafði að vísu horfið eitt- hvað út í buskann. En einn daginn fjekk Hans brjef frá Brasilíu. Hann bar það á sjer enn og mundi sjálf- sagt bera það á sjer talsvert lengi, því að það snerti yngsta drenginn. Mundi hann komast áfram þarna eða ekki? En Hans tókst að koma hon- um áfram. Alt fór að óskum. Dreng- urinn fjekk stöðu hjá stærsta járn- brautarlagningafjelagi heimsins. Ljóm andi framtið. Alt í lagi. En nú var Hans orðinn gamall. Æskan hló fyrirlitlega að honum. Ivallaði liann “aumingjann". — Það tekur nú yfir allan þjófabálk, að svona ræflar skuli taka vinnuna frá almennilegu fólki! En Hans þuldaði á vasanum, hvort hann hefði brjefið. Svo smurði hann sjer nokkrar brauðskorpur og fór. Nú þurfti liann ekki að tefja sig á að bjóða góða nótt. Hann hafði verið ekkill i mörg ár. Hann kom inn í dyravarðarklef ann og setti kaffibrúsann á suðu- plötuna. Svo leit hann á klukkuna. Það voru fimm mínútur þangað til hann átti að draga upp næsta varð- úrið. Það var kollustóll milli borðs og veggjar. En hann liafði aldrei sest á hann. Aldrei langað til þess. Nú settist hann og studdi hönd ui:dir kinn. En hann var frekar undr- andi en þreyttur. Einkennilega skrít- irn. Hann leit upp og starði út að giugganum. En lengra sá hann ekki því dimt var úti. Hann pírði augunum og horfði kringum sig. Eins og hann hefði aldrei komið þarna fyr. Og þó var þetta 25. árið sem hann var hjerna. En lionmn hafði aldrei fundist heim- urinn tómur eða tilgangslaus fyr, nje hann sjálfur litill og ónýtur. Eins og fífuhnoðri á endalausum öræfum. Hvað átti hann þar að vilja. Aleinn. Hann hafði ekkert þar að gera — hann var engum að gagni. Hann var kominn að landamær- unum hinumegin. Til fyrirheitna landsins, þar sem hann áttþ að verða konungur. Var hann ekki konungur? Hafði hann ekki unnið stærsta sigur lífsins. Orustuvöllurinn var hans, alt landið og öræfin. En það var mann- laust. Hann hafði ekki hugsað sjer það þegar liann byrjaði stríðið. Sig- urvegarinn gat ákveðið herkostnað- inn — en hver átti að borga hann. Það fór titringur um hann. Mikill beimskingi var hann. Þetta var bara vígahrollur. Hann beit á jaxlinn og krepti hnefana. Hann hafði ekki lagt undir sig ríkið ennþá. Úrslitaorustan stóð fyrir dyrum. Einmitt hjerna á kampinum. Það er að segja: það var hann sem stóð uppi á kampinum. Allir hinir stóðu fyrir handan og ætluðu að þröngva honum til baka. En hann stóð svo vel að vígi. Hann t hafði sigurinn í hendi sjer. Gamli klukkúhjallurinn spilaði „Kvásarvals- inn“ og' það táknaði að klukkan var ellefu. Hann þreif lyklakippuna og fór út. Því að það var þetta lán. Það mundi vitanlega vera hægðarleikur fyrir syni hans að borga það. En honum datt ekki i liug að nefna það við þá. Hann vildi ekki taka við einum eyri, jafnvel þó að þeir kæmu og byðu peningana fram. Svo argur var hann ekki. Eins og hann væn að unga ómögum út i heiminn og svo að láta þá borga? Aldrei! Það var hann, se n átti að hjálpa þeim. Ekki öfugt. Ætti hann að vera að ginna drengina út á dýra menta- braut og láta þá svo borga sjálfa? Hvaða gagn hefðu þeir þá haft af honum? Lykillinn snerist og small í. Hann staulaðist yfir svell og klaka livern veturinn eftir annan. Og eitl kvöldið þegar hann var á fyrsta ár- inu yfir áttrætt kom hann inn i varðslofuna með kvittun upp á vas- ann. Nú skuldaði hann engum neitt. Loks var hann kominn riki sitt á enda. Hann gat stigið í hásætið og notið afreka sinna. Nú var hann frjáls maður því enginn krafðist meir af honum. Og þá hlaut hann að vcra manna mestur. Nú gat hann valið sjer heitið og staðinn. Svo settist hann á bekkinn milli borðs og veggjar. Gamli kluklcuhjall- urinn lijekk enn yfir dyrunum. Það voru eins og vant var fimm mínútur þangað til liann átti að draga upp uæsta varðúr. í dag hafði presturinn litið inn til hans. Þjóðfjelagið liefði ástæðu til að þakka honum fyrir unnið þrek- virki, sagði presturinn. Og Hans hafði minst á það, sem hann hafði gert. Það múndi vera rjett, sagði hann. Er jeg ekki orð- inn manna mestur? — Jú, eins og konungur, svaraði prestur. Fri og frjáls og hafinn yfir alt og alla. Þú getur sest í' hásætið, þegar þú vilt.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.