Fálkinn - 30.05.1936, Qupperneq 11
F A L K I N N
11
YHO/tV
LE/fiNbVRMIR
TEDDY OG FREDDY.
1. Freddy var á veðreiðum inni við ár og græddi mikið fje.
2. En þarna stendur þá Teddy. Og Freddy klappar honum á öxlina.
3. Mikil vandræði. Hann sá skakt. Þetta var þá kona i bjarnarfeldi.
ý. og nú lemur hún hann. En Teddy heyrir neyðarópin og kemur.
5. En sú gamla flýr sem fætur toga þegar hún sjer björninn.
C. Og nú gera þeir sjer glaðan dag og drekka skál kerlingarinnar.
Á gönguför.
Nú er víst farinn að koma ferða-
hugur i margan ungan kaupstaða-
drenginn og það er liklega langt síð-
an, að þú fórst að tala við kunn-
ingja þína um, að þið skylduö nota
helgarnar til þess að komast eitthvað
út í nágrennið. Og þið hafið jafnvel
þegar afráðið, hvert þið eigið að fara
i útilegu í siunar, og hvort þið ætlið
að ganga áfram dag eftir dag með
tjaldið ykkar á bakinu, eða þið ætl-
ið að halda kyrru fyrir á einhverjum
fallegum stað og fara í smáferðir
þaðan.
En hvorn kostinn sem þið kjósið
fremur, þá liggur mest af öllu á því,
að vera vel búnir undir gönguferð-
ina. Þið gangið ekki að því grufi-
andi, að það er mikil ár'eynsla eftir
veturinn að ganga frá morgni til
kvölds — og kanske um aur og stór-
grýti — en þó tekur út yfir ef þið
eruð þannig útbúnir, að þið renn-
vöknið ef skúr kemur úr lofti eða
verðið sárfættir þegar þið hafið
gengið fyrsta klukkutímann.
Það er gott að vera sem ljettast
búinn og bera sem minst þegar mað-
ur fer í gönguför. Því að ekki er
gaman að strita undir þungum bak-
poka svo að það renni af manni svit-
inn og maður fái verki í axlirnar og
bakið. Þessvegna megið þið ekki
hafa með ykkur annað en það sem
ykkur er nauðsynlegt og eftir hverja
ferð sem þið farið verðið þið að at-
huga með sjálfum ykkur, livað þið
hafið haft með ykkur, sem þið und-
ir öllum kringumstæðum hefðuð get-
að verið án, og hvað þið hafið ekki
l’.aft með ykkur af því, sem ykkur
var nauðsynlegt. Þegar þið eruð að
taka saman dótið ykkar og takið alt
með, sem vkkur finst þið eigið að
hafa, er ykkur óhætt að velja úr
helminginn — og skilja hann eftir.
Þið eigið aldrei að fara í göngu-
ferð sem nokkru nemur, á nýjum
skóm. Það hefnir sín, því að skórnir
eru altaf dálítinn tíma að gangast
til, þó þeir sjeu í rauninni mátulegir,
en þið eigið að ganga þá til í ör-
stuttum ferðum. Það er um að gera
að vel fari um fæturna í skónum.
Þeir mega hvorki vera of litlir eða
of stórir, og sólarnir verða að vera
þykkir, því að annars verðið þið
sárfættir. Og svo verðið þið að vera
í þykkum og mjúkum ullarsokkum
en ekki í bómullar. Ef þið fáið hæl-
særi, er gott að hafa með sjer tólg-
armola og svolítið gaz-bindi og leggja
við særið og festa bindið með hefti-
plástri.
Jafnan er best að vera i ullarnær-
fötnm í gönguferð — það finnið þið
best þegar þið takið ykkur hvíld,
heitir og göngumóðir, að manni er
fljótar að kólna í bómullarfötum en
ullar. Og vatnshelda úlpu verðið þið
endilega að liafa með ykkur — hún
má gjarnan vera úr þunnum olíu-
dúk þvi að þá er hún ljettari. Og
þó að þurt sje, er ávalt besl að fara
í úlpuna meðan maður livílir sig,
nema því heitara sje i veðri. Þá slær
síður að manni. Til eru fisljettir
slakkar úr dúnljerefti, svonefndir
„anorakkar" — nafnið er komið frá
Grænlandi eins og sniðið á þessum
stökkum — með áfastri hettu við.
Þeir eru ágætir til að smeygja sjer i
þegar maður hvílir sig, og jafnvel til
að ganga i þegar hvast er, en þeir
halda ekki vætu
Þið gangið vitanlega annaðhvort
berhöfðaðir eða með alpakollu á
liöfðinu. En þó kollan sje i ferðinni
er ekki verl að gleyma sjóhattinum,
sem er nauðsynlegasta hÖfuðfatið á
íslandi. Og þó að þið ætlið að koma
heim að kvöldi skaðar ekki að taka
með sjer sokka til vara. Þeir þyngja
engan niður, og maður veit aldrei
hvað fyrir kaiin að koma.
1 pokanum ykkar er engin þörf
fvrir aðra flösku en liitaflöskuna
ineð kaffi eða kakó. Það er afleit
vitleysa að bera með sjer gosdrykki,
því að vatnið er betra við þorstanum
c-n nokkuð annað.
Vatnsknðtturinn.
Ef þið hafið stóran knött þá getið
þið leikið skemtilegan leik ef ná-
lægt er tjörn, sem ekki er dýpri en
svo að þið bolnið. Á myndinni sjest
bygð brú út i tjornina (laug er vit-
anlega best) og er markmaðurinn
látinn vera milli stólpanna undir
brúnni. Ef brú er engin, eru tveir
stólpar reknir ofan i tjörnina með
stuttu millibili. Markmaðurinn fær
þrjá menn sjer til aðstoðar og eiga
þeir nú að verja markið fyrir ásækj-
endunum en reyna að koma knett-
inum milli stólpanna. Það má nota
bæði hendur og fætur i viðureign-
inni og jafnvel kafa og koma upp
uftur rjett við markið og koma
markverðinum á óvart, en þelta er
ekki auðvelt því að knötturinn vill
lyfta manni upp.
Skemtilept spil.
Niu tómum eldspítnastokkum
raðað saman, eins og sýnt er
GÁTA í MYNDUM.
Sum ykkar mun geta svarað þess-
um spurningum viðstöðulaust, en nú
slculuð þið lita á, og sjá hvernig
gengur. Ráðningin kemur í næstu
viku.
1. Hvað er klukkan í New York, þeg-
ar hún er tólf á liádegi í London? (i.
myndinni. Á botninn á stokknmn
eru skrifaðar ýmsár tölur, með bæði
+ og h- fyrir framan. Stokkunum
ei raðað á borðsenda og nú hefst
leikurinn. Við höfum tvíeyring eða
annan lítinn pening, og nú reyna
þátttakendurnir í röð að kasta hon-
um i öskjurnar, það er að segja þær,
sem hafa + merki á botninum og
þar sem talan er liæst. En þetta mun
ekki reynast ykkur auðvelt, því að
ekki má íniða beint á öskjurnar
heldur er kastað eins og sýnt er á
niyndinni, þannig að maður hefir
peninga í lófanum og kippir hend-
inni upp þangað til fingurnir koma
við borðröndina og peningurinn
lirekkur upp af, inn yfir öskjurnar.
Hver þátttakandi reynir einu sinni
í einu, og sá vinnur, sem fyrstur
fær 50 stig.
Frú Sylvia Weber, 47 ára gömul
og þriggja barna móðir vaknaði ný-
lega á heimili sinu í Lockport í New
Yorkfylki eftir að hafa sofið rjetta
þrjá mánuði. Hún hafði sofnað á
eðlilegan hátt og vaknaði eins og
er fólk flest, en alla þessa mánuði hafði
á hún aldrei rumskað og ]jví siður
2. Hvaða lieimsálfa er þetta?
3. Hverjum er þessi uppfynding að
þakka?
Af hverjum er þessi mynd?
Er þetta tungl vaxandi eða mink-
andi?
Hvaða þjóð hefir þennan fána?
opnað augun. Og vitanlegu hafði hún
enga næringu fengið allan þennan
tíma.
-----x-----
Stór farþegaflugvjel, sem nýlega
vara á flugi yfir Norður-Carolína
varð fyrir einkennilegu óhappi. Lít-
ill loftsteinn (meteor) hitti vjelina,
skar sundur loftnetið og gerði gat
á skrokkinn. Átta farþegar voru í
vjelinni en cnginn meiddist. Hjeldu
menn fyrst að það liefði verið byssu-
kúla, sem hefði lent á vjelinni en
við rannsókn þykir það fullsannað,
að þetta hafi verið loftsteinn.
-----x-----
Miriam Hopkins leikkona drekkur
áfir heila viku í röð við og við og
hefst við í sólskini allan daginn.
Gladys Swarthout lifir að mestu á
lambarifjungi og grænmeti en smakk-
ar aldrei kartöflur. Alt fyrir feg-
urðina.
-----x-----
Um daginn fæddist litil stúlka i
flugvjel í Svíþjóð. Það var verið að
flytja móðurina á sjúkrahús eða
fæðingastofnun í Boden, en barnið
var fætt þegar flugvjelin lenti. Þetta
kvað vera fyrsta barn í heimi, sem
fæðisl i flugvjel.