Fálkinn - 20.06.1936, Qupperneq 12
12
F Á L K I N N
GEORGES SIMENON:
Líkið
á krossgötunum.
Þau hlössuðu sjer niður við borð, þar sem
þrír þrjótar og ein stelpa sátu fyrir. Jeg
kannaðist við einn þessara náunga --
liann er blikksmiður og á heima í Republ-
que-götunni .... einn þeirra er fornsali, og
verslar í Rue du Temple .... en um þriðja
þrælinn gat jeg engar upplýsingar fengið,
en „donnan“, sem með honum var, er á-
byggilega bókfærð hjá siðferðislögreglunni.
Þau fóru að þjóra kampavín, og skemtu
sjer alveg prýðilega. Síðan pöntuðu þau
krabba, lauksúpu og Guð veit hvað. Þetta
varð sannkölluð átveisla, sem engir aðrir
geta haldið, en einmilt fólk af þessu tæi.
Þau hlóu og flissuðu og skeltu á lærin og
sungu.
Þarna varð ofurlitið afbrýði-uppþot. Osc-
ar hafði mjakað sjer full-nærri stelpunni;
það líkaði konunni ekki .... En svo f jell alt
í ljúfa löð aftur, með nýrri flösku af kampa-
víni .... Einu sinni var kallað á hann í tal-
símann, og þegar liann kom úr símaklefan-
um aftur, var úti gamanið. Hann gaf mjer
ilt auga, því að jeg var eini gesturinn, sem
ekki var í fjelagsskapnum .... hann fór að
tala í hálfum hljóðum við hitt fólkið ....
og það var eins og þeim væri öllum farið að
líða hálf illa .... þau urðu öll fýld á svip-
inn, og litla tátan, kona Oscars, varð svo
stóreygð, að það var hrein hrygðarmynd, og
hún drakk út úr glasinu sínu i einum teyg,
til þess að hressa sig.
Þegar þau fóru, fylgdi þeim aðeins einn
þrímenninganna, og það var einmitt maður-
inn, sem jeg veil engin deili á. En jeg giska
á, að han muni vera ítali eða Spánverji . .
Þau vora all-lengi að bollaleggja eitthvað
og kveðja, svo að jeg varð fyrstur út á göt-
una. Jeg náði mjer i sæmilega bifreið, og
tók með mjer tvo rögregluþjóna, sem stóðu
við Dennishliðið.
Þjer hafið nú sjeð bifreiðina þeirra. Já,
þau óku með hundrað kilómelra liraða, og
það alla leið frá Boulevard Saint Micliel.
Þeim var gefið aðvörunarmerki, að minsta
kosti tíu sinnum, án þess þeim yrði það á
að líta um öxl .... við áttum fult í fangi
með að fylgja þeim eflir. Vagnstjórinn minn,
sem er Rússi, lieldur því fram, að jeg sje bú-
inn að eyðileggja mótorinn í bifreiðinni
hans . .. .“
„Voru það þau, sem skutu?“
„Já“.
Þegar Lucas, sem var í húsi ekknanna
þriggja, var orðinn viss um það, að skot-
hríðinni væri lokið, fór hann út, til þess að
leita að Maigret.
„Hvernig líður sjúklingnum?“
„Það hefir dregið af honum. En jeg held
nú samt, að liann tóri fram á daginn ....
Skurðlæknirinn hlýtur að korna bráðlega.
En hvað er hjer um að vera?“
Og Lucas leit á bárujárnshurðina,sem bar
ótvíræðar menjar eftir lcúlurnar, og bedd-
ann, þar sem vjelamaðurinn lá enn, bund-
inn á höndum og fótum, með rafleiðslu-
þræði.
„Skipulagður þorparaflokkur .... eða
hvað ?“
„Andskoti vel skipulagður!“
Maigret var áhyggjufyllri en hans var
venja. Hann var þreytulegur.
„Lucas, — snúðu sveifinni. Hringdu til
Arpajon, Etampes, Chartes, Orleans, Le
Mans, Ramboilet .... það er annars best að
þú lítir á landabrjefið .... rekum alt lög-
regluliðið á lappir .... girðum fyrir þjóð-
vegina, þar sem þeir liggja inn i bæina ....
Við verðum að ná þeim .... Hvað hefst
Elsa Andersen að?“
„Jeg veit það ekki. Jeg skildi við hana i
herbergðinu hennar. Hún er talsvert niður-
dregin“.
„Nú er jeg hissa!“ Það var óvænt kald-
hæðni í röddinni.
Þeir voru komnir út á veginn.
„Hvaðan get jeg liringt?“
„Það er símaáhald í ganginum, í húsi
skálaeigandans .... Þú skalt byrja á Orle-
ans, því að sennilega eru þau nú komin
fram hjá Etampe‘s,‘
Það var verið að kveikja ljós í bændabýli,
sem stóð eitt sjer, úti á völlunum. Sveita-
fólkið var að fara á fætur. Það var komið
út með logandi ljósker. Ljósið hvarf, en birt-
ist aftur í fjósglugga.
„Kluklcan er fimm. Fólkið er að byrja að
mjólka kýrnar“.
Lunas var farinn, og var nú að brjóta upp
útidyrnar á húsi Oscars, með töng, sem hann
hafði fundið í bifreiðaskálanum.
Grandjean fylgdi Maigret eftir. Honum
var eiginlega ekki ljóst, hvað hjer var um
að vera.
„Seinustu atburðirnir eru svo einfaldir,
að ekki verður um vilst“, mælti Maigret.
„Það erupphafið, sem verra er við að eiga,
en þó verður að ráða fram úr. Lítið nú á,
— þarna uppfrá býr maður, sem Ijet kalla
á mig, til þess eins, að mjer gæfist kostur
á að sjá, að hann væri ekki rólfær. Klukku-
tímum saman hefir hann setið hreyfingar-
laus á sama stað .... Það er ljós i gluggan-
um, er það ekki? Og jeg, sem hefi verið að
leita að aðvörunarmerkinu hátt og lágt! . .
En þetta er nú atriði, sem þjer skiljið ekki
.... Bifreiðarnar, sem þutu fram hjá, án-
þess að nema staðar .... því að þá var
ekkert Ijós í glugganum . . . .“
Maigret fór að hlæja, eins og að hann
hefði uppgölvað eitthvað ákaflega skemti-
legt. Og alt í einu sá Grandjean hann þrifa
skammbyssu upp úr vasa sínum og miða
henni á gluggann, þar sem var skuggamynd
af höfði, sem hvíldi á hægindastóls-baki.
Kvellurinn var hljómlaus, eins og svipu-
högg. Svo að segja samtímis heyrðist glam-
ur í glerbrotum, sem hrundu ofan í garðinn.
En engrar hreyfingar varð vart í herherg-
inu. Skuggamyndin var hreyfingaralus, á
gulleitu gluggatjaldinu.
,.Hvað eruð þjer að gera?“
„Brjótið upp dyrnar! .... Nei við skul-
um heldur hringja .... Mjer þætti það kyn-
legt, ef ekki yrði opnað fyrir okkur“.
Engin kom til dyra. Og enga hreyfingu
heyrðu þeir í húsinu.
„Brjótið upp hurðina!“
Grandjean var heljarmenni að burðum.
Hann hljóp til og henti sjer á hurðina, þrisv-
var sinnum. Loks ljet hún undan. Hjarirnar
bi-otnuðu.
„Hægan nú! .... Gætið yðar!“
Þeir voru báðir með vopn i höndum. Fyrst
kveiktu þeir rafljósið í borðstofunni. Á
borðinu var rauðköflóttur dúlcur, og voru
þar enn óhreinir diskar, frá miðdegisverð-
inum, og flaska, með slatta af hvítvíni. í
salnum var ekketr merkilegt að sjá. Hlífðar-
áhreiður á öllum stólunum. Þungt loft, sem
eðlilegt er um herbergi, sem aldrei er lcom-
ið inn i.
Þarna var engin lifandi vera, nema kötl-
ur. En hann flúði fram í eldhús. Þar voru
allir veggir lagðir hvítum tígulsteinum.
Granjean leit flóttalega til Maigrets. Síðan
gengu þeir upp stigann. Þrennar dyr voru
á ganginum, uppi.
Maigret opnaði dyrnar á herberginu, sem
vissi út að götunni. Það var súgur inn um
gluggann, sem brotinn hafði verið og glugga-
tjaldið blakti. 1 hæginlastólnum var kát-
broslegt hrófatildur. Það var kústaskaft, og
utan um það, efst, var vafið einhverjum i
druslum, og livíldi þessi böggull á stólbak-
inu. En að utan sýndist þetta vera manns-
höfuð. (
Maigret varð ekki á að brosa. Hann opn-
aði dyrnar á næsta herbergi. Það var mann-
Jaust.
Efsta hæðin. Loftgímald. Eplurn raðað á
gólfið. Ein herbergiskitra, sem sennilega
liafði verið vinnukonuherbergi, en var nú
ekki notað, því að ekki var þar annað inni
en gamalt náttborð.
Þeir heyrðu marra í hurð á úthýsi.
„Hver er þar?“ þrumaði Maigret og lyfti
upp skammbyssunni.
Angistaróp. Hurðinn hafði verið haldið
aftur að innanverðu, en var nú slept og opn-
Uðust dyrnar. Kona kom út úr kofaniun,
fjell á knje og hrópaði:
„Jeg hefi ekkert gert! .... Vægið mjer!
.... Jeg — jeg —“
Þetta var frú Michonnet. Hár hennar var
úfið, og fötin öll ötuð kalki af veggjunum.
„Maðurinn yðar?“
„Jeg veit ekki hvar hann er! .... Jeg sver
það, að jeg veit ekkert .... óliamingja mín
er nægilega þungbær, þó að svo sje“. I
Hún hágrjet. Fyrirferðarmikill líkami
hennar var eins og líflaust flykki. Hún virt-
ist hafa elst um tíu ár, að minsta kosti.
Andlitið var þrútið af gráti og afmyndað af
skelfingu.
„Það er ekki jeg! Jeg hefi ekkert aðhafst
.... Það er maðurinn þarna hinumegin . . “
„Hver þá?“
„Útlendingurinn .... jeg veit ekki! En
það er hann, yður er óliætt að trúa því?
Maðurinn minn er hvorki morðingi nje þjóf-
ur .... Hann á langt og heiðarlegt líf að
baki sjer .... En það er hann! Maðurinn
með grimmdar-augað .... Síðan hann flutti
hingað á krossgöturnar, hefir hvert óhappið
sólt annað heim“.
Hænsnahúsið var fult af hvítum hænsn-
um, sem voru að tína upp gul maiskorn,
sem stráð hafði verið á gólfið. Kötturinn
hafði stokkið upp í gluggann, og glóðu glirn-
ur hans i rökkrinu.
„Standið upp!“