Fálkinn - 12.09.1936, Blaðsíða 3
F Á L K I N N
3
VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM.
Ritstjórar:
Vilh. Finsen og Skúli Skúlason.
Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested.
Aöalskrifstofa:
Bankastræti 3, Reykjavík. Sinii 2210.
Opin virka daga kl. 10—12 og 1—6.
Skrifstofa i Oslu:
A n t o n Schjötlisgade 14.
Blaðið kemur út livern laugardag.
Askriftarverð er kr. 1.50 á mánuði;
kr. 4.50 á ársfjórðungi og 18 kr. árg.
Erlendis 24 kr.
Allar áskriftanir greiðist fyrirfram.
Auglýsingaverð: 20 aura millimeter.
Herbertsprent prentaði.
Páll Þorsteinsson og Elinborg Stefánsdóttir í Tungu í Fáskrúðsfirði,
eiga gullbrúðkaupsafmæli mánudaginn 14. |). m.
Jón Halldórsson trjesmíðam.,
verður 65 ára 15. þ. m.
Skraddaraþankar.
Kappróðrarmót íslands.
Bækur og sjálfsmentun II.
Á síðari árum hefir aukist mjóg
hópur fræðimanna í ýmsum þeim
greinum, sem vanræktar hafa verið
að undanförnu með þjóðinni. Og
sumir þeirra lrafa gert „hreint fyrir
sínum dyrum". Má þar einkum nefna
náttúrufræðingana. Dr. Bjarni Sæ-
mundssón hefir auðgað íslensk
fræði með þremur stórum og
merkilegum ritum um fuglana, fisk-
ana og spendýrin. Og hinn ungi
náttúrufræðingur Árni Friðrkisson
liefir þegar gefið út ýmsar smærri
bækur um náttúrufræði og heldur
úti mjög læsilegu riti um sama efni.
Guðm. heitinn Bárðarson gaf út bók
aúk ýmsra kenslubóka fyrir skóla,
um jarðfræði og fleira mætti nefna,
sein nota má til sjálfsnáms.
Eii hagnýtustu vísindin hafa orð-
ið útundan. Við eigum reiknings-
bækur o. þ. h., en sá sem ætlar að
nota þær á ei|gin spýtur hefir ekki
fult gagn af þeim. Hann fær ekki að
vita, hvað reikningur er í raun og
veru, heldur lærir aðeins aðferðir.
Um efnafræði og eðlisíræði er sama
máli að gegna og eins um stjörnu-
fræði. Nú eigum við sjermentaða og
niargfróða menn í öllum þessum
greinum, sem eflaust væru færir um,
að semja bækur handa kennaralaus-
uin æskulýð. En þeir gera það ekki
vegna jiess, að engin líkindi eru til
að fá slíkar bækur gefnar út, nema
ef til vill með beinum kostnaði fyr-
ir höfundinn, en kennaralaunin is-
lensku eru ekki þannig, að menn
geti sjeð af þeim til þess að gefa
með vinnu sinni.
Menningarsjóðurinn, sem nú kvað
ekki vera starfshæfur lengur, vegna
þess að ;svo mjög hefir þorrið tekju-
iind hans, mun iiafa talð þetta verk-
efni fyrir utan sitt starfssvið. Mundu
þó margir óska, að sumu af því, sem
liann gaf út, mætti skifta fyrir al-
þýðlegar fræðibækur, og um sumt
af því sem hann gaf út, vita menn,
að komist liefði út án allrar aðstoð-
ar frá lionuin.
En hvað sem því líður, þá er þörf-
in aðkallandi fyrir alþýðlegar fræði-
hækur, hentugar til sjálfsnáms. Rík-
ið verður að styrkja slikt fyrirtæki
og með stofnun allsherjar fjelags
mætti eflaust koma niálinu á rek-
spöl án þess að byrðin af því fram-
taki þyrfti að verða tilfinnanleg.
Það þarf að skapa skilyrði fyrir því.
að hægt sje að gefa að minsta kosli
eina siíka bók út á hverju ári, og
greiða höfundunum sænúleg ritlaun
og selja hækurnar ódýrt. Og ef höf-
undarnir konxa. ekki, þá er úr nægu
af erlendum ágætis bókum að velja,
til þess að þýða.
Það var liáð síð-
astliðinn sunnudag
kl.5% og keptu fimm
bátshafnir, fjórar fni
Glimufjelaginu Ár-
mann og ein frá
Knattspyrnufjelagi
Beykjavíkur. Var
róin tveggja kíló-
metra vegalengd, frá
Laugárnestöngum og
að hafnarmynni
Reykjavíkur. Veður
var óhagstætt, tals-
verður kaldi og all-
mikil alda.
Úrslitin urðu þau,
að A-lið Ármanns
varð hlutskarpast.
Er þetta 8. sinni i
röð, sem Ármann
vinnur kappróðrar-
hornið. Þetta lið var
8 mínútur 1, sek. á
leiðinni og hlaut
nafnbótina „Besta
róðrarsvcit íslands “
og þarmeð liornið, og
hver þátttakandi
fjekk verðlaunapen-
ing. í þessu liði eru
þeir Ásgeir Jónsson,
Max Jeppesen, Axel
Grímsson og Óskar
Pjetursson og sjást
þeir hjer á myndinni
ásamt slýrimanni
þeim, er þeir höfðu
í fyrra, en nú er
Guðmundur Pálsson stýrimaður báts-
hafnarinnar. Næst að marki varð A-
lið K. R., á 8 mín. 28 sekúndum, pn
í því eru: Jón Sigurðsson, Þórhajl-
ur Hálfdánarson, Robert Smitli, Val-
geir Pálsson forræðari og Sigurður
Jafetsson stýrimaður. Þá varð næst
byrjendalið Ármanns á 8 min. 30
sek. og er það i fyrsta skifti, sem
það tekiir þátt i kappróðrarmóti. Þá
Margrímur Gíslason lögreglu-
Jjjónn, varð 50 ára 10. /j. m.
Niels t'.hr. Nielsen paklchús-
maður, verður 65 ára 16. J>. m.
bátshöfn skipa Gísli Sigurðsson, Karl
Gíslason, Finnur Kristjánsson, Sig-
urður Norðdahl forræðari og Jens
Guðbjörnsson stýrimaður. C-lið Ár-
manns rjeri vegalengdina á 8 min.
31,2 sek. og B-liðið á 8 min. 35,7
sekúndum. — Neðri myndin sýnir
kappróðrarmennina á róðri og með
báta sína á brvggjunni. — Róður er
holl íþrótt og ættu fleiri að iðka
liana en gera.