Fálkinn


Fálkinn - 12.09.1936, Blaðsíða 12

Fálkinn - 12.09.1936, Blaðsíða 12
12 F Á L K I N N Canterville draugurinn. EFTIR OSKAR WILDE. inda stundina liafði hann stytt sjer með jjvi að lesa kvæðin lians, jiegar Cantervillefólk- ið var inni í borginni. Auk alls jiessa j)á voru j>etta hans eig'in brynklæði, sem hann hafði borið með sóma við Kenilworth l)urt- reiðarnar, og hafði jafnvel sjálfur mey- kongurinn lirósað honum fyrir. En núna j)egar liann fór í brynklæðin hafði hin afarT stóra hrjósthlíf og hinn j)ungi stálhjálmur orðið honum ofviða, svo hann hafði dottið ofan á steingólfið og hruflað sig alvarlega á háðum hnjánum og brákað hnúana á hægri hendinni. í nokkra daga eftir Jjetta var hann mjög veikur og fór varla út úr lierbergi sínu nema rjett til þess að balda sómasamlega við blóðblettinum. Samt sem áður, með því að fara mjög vel með sig, J)á náði hann sjer aftur, og einsetti sjer nú að gera þriðju til- raunina til J)ess að hræða Bandaríkjaráð- herra og fjölskyldu hans. Hann valdTföstu- daginn 17. ágúst til þess að sýna sig, og eyddi mestum hluta dagsins i að athuga fatasafn sitt. Að lokum valdi hann stóran niðurslút- andi liatl með rauðri fjöður og vafði sig' inni líkblæju, sem hann rikti saman um úlfnliðina og háisinn, og' gyrti sig riðguðu sverði. Þegar tók að kvölda skall á ofsa stormur með rigningu, J)að var svo hvasst að allar hurðir og gluggaf i hinu gamla húsi hrislust og skókust. Þetta var sannarlega veður við hans liæfi. Það sem liann ætlaði að gera var J)etla. Hann ætlaði að læðast til herbergis Washington Otis; þegar þangað kom ætlaði hann að staðnæmast við fóta- gaflinn á rúminu lians og J)vogla eitthvað við liann og reka síðan sjálfan sig' i gegn J)risvar sinnum, en á meðan átti að lieyrast ómur af veikum hljóðfæraslætti. Honum var sjerstaklega í nöp við Washington, af J)ví að liann vissi að J)að var hann, sem altaf var að má í burtu hinn fræga Canterville blóðblett, með Pinkertons besta blettaeyði. Eftir að liafa gert þennan kærulausa og ó- fyrirleitna unga mann yfirkomin af liræðslu, ætlaði hann að lialda áleiðis til herbergis ráðherrans og frúar lians, J>ar ællaði hánn að halda um ennið á frú Otis með kaldri, stamri hendinni, um leið og hann l)víslaði í eyra manns hennar hinu liræðilega leyndar- máli líkhússins. Hvað Virginíu litln viðvík- ur, þá var hann ekki alveg búinn að ákveða bvað hann ætlaði að gera. Hún var falleg og yndisleg og hafði aldrei áreilt hann á nokkurn liátl. Það væri alveg nóg að veina nokkrum sinnum ámátlega inni í klæða- skápnum, en ef J)að nægði ekki til þess að vekja liana, þá ætlaði hann að fálma á rúm- ábreiðunni hennar með máttlausum krampa kendum fingrahreyfingum J)ar til hún vakn- aði. En tviburana ætlaði hann sannarlega að láta fá að kenna á sjer. Fyrst ætlaði hann að setjast ofan á brjóstin á þeim, svo að þeim fyndist J)eir vera að kafna úr mar- tröð, j)vínæst ætlaði hann að breyta sjer í ískalt grænt lík og standa J)annig á milli rúmanna þeirra þangað til þeir væru orðn- ir máttlausir af hræðslu, J)á ætlaði hann að svifta af sjer líkblæjunni og skríða fram og aftur um herbergið, ranglivolfandi í sjer augunum, í gerfi „Mállausa Daníels, eða Sjálfsmorðingja-beinagrindarinnar“. Þetta hluverk hafði hann oft leikið með fyrirtaks árangri, og hann áleit J)að fullkomlega jafnast á við „Brjálaða Martein, éða Crímu- klædda fyrirbrigðið“. Klukkan hálf ellefu lieyrði hann að fjöl- skyldan var að fara að hátta. Nokkru seinna heyrði hann hlátrasköll i tviburunum, sem i ljettlyndri skóladrengjakátínu voru auð- hevrilega að skemta sjer áður en J)eir færu að sol'a, en fjórðungi stundar fvrir klukkan ellefu var alt orðið kyrt, og þegar klukkan sló tólf á miðnætti, rjeðst hann til útgöngu. Uglan harði með vængjunum á gluggarúð- urnar, Hrafninn krúnkaði í linditrjenu og vindurinn J)aut veinandi kringum liúsið líkt og glötuð sál, en Otisfólkið svaf svefni hinna rjettlátu án J)ess að hafa hugmynd um ör- lög þau sem biðu Jæirra, og liátt yfir rign- ingarhljóðið og öskrið í storminum, heyrðust reglubundnar hroturnar í Bandaríkjaráð- herranum. Draugurinn laumaðist lymsku- lega út gegnum J)ilið; illilegt bros ljek um hinar grimmúðugu hrukkóttu varir, um lei'ð og liann laumaðist fram hjá útskotsgluggan- um, J)ar sem gljáði í tungskininu á blá og gullin skjaldarmerki hans og hinnar myrtu eiginkonu hans, huldi máninn andlit sitl með skýi. Afram læddist hann, líkast skugga ógæfunnar, jafnvel myrkrið virtist fyllast viðbjóði, um leið og hann fór framhjá. Einu sinni hjelt liann sig heyra einhvern kalla, og nam staðar, en J)að var aðeins gelt í hundinum á Rauðabæ, hann lijelt J)ví áfram, tautandi einkennileg sextándu aldar blóts- yrði fvrir munni sjer og' öðru hvoru brá hann ryðguðu sverðinu í gegnum loftið i miðnæturdimmunni. Loksins var hann kom- inn að horninu í ganginum, sem lá yfir að herbergi hins ógæfusama Washingtons. Þar staðnæmdist hann augnarblik. Vindurinn fevkti til löngu gráu lokkunum á honum og J)eytti liinum hryllilega hjúpi dauða manns- ins í hinar fáránlegustu og fjarstæðustu fellingar. í J)essum svifum sló klukkan fjórð- ungshögg og taldi liann J)á að nú væri stund- in komin. Hann brosti með sjálfum sjer og heygði fyrir hornið á ganginum, en hann var ekki fyr komin fyrir liornið, en hann rak upp ámátlegt skelfingar-vein, fjell aft- ur á bak og huldi hleikl andlitið með löng- um beinóttum höndunum. Beint fyrir fram- an hann stóð ógurleg vofa, hreyfingarlaus eins og útskorið skurgoð og hræðileg eins og draumur brjálaðs manns. Ilöfuð henn- ar var sköllótt og gljáandi, andlitið var feitl og fölt, hræðilegur hlátur virtist hafa stirðn- að í eilíft glott á andliti hennar. Or augna- tóftunum streymdu rákir af ljósrauðu ljósi, en munnurinn var liræðilegt eldgin. Hjúp- ur svipaður þeim sem hann var sjálfur klæddur i, sveipaði með snjókyrð sinni Jiessa risavöxnu veru. Á brjóstinu á henni hjekk skilli með einkennilegri, fornfálegri áletrun, sennilega skrá yfir einhverja hræði- lega glæpi, eða ógurlegar syndir, en með hægri hendinni hjelt hún hátt á lofti stuttu sverði úr glampandi stáli. Þar eð liann liafði aldrei sjeð draug áður varð hann auðvitað afskaplega hræddur, hann skotraði aðeins sem skjótasl aftur augunum til hinnar hræðilegu vofu, og flýði þvínæst til herbergis isíns, Siann hnaut í hinni löngu líkblæju um leið og hann þaut eftir ganginum; að lokum misti liann ryðg- aða sverðið ofan i reiðstígvjel ráðherrans, en þar fann kjallarameistarinn J)að morg- uninn eftir. Jafnskjótt og liann var komin i friðhelgi i lierbergi sínu, henti liann sjer upp í mjótt rúmflet og breiddi yfir andlitið á >sjer. Eftir stundarkorn fór samt Canter- villeskapið að segja til sín og liann einsetti sjer að fara og tala við liinn drauginn, jafn- skjólt og birti, og fór Jjessvegna af stað aft- ur í Jninn mund er sólin var að bvrja að gylla efstu hæðirnar, þar eð hann hugsaði sem svo, að tveir draugar væru betri en einn, og þegar öllu væri á botninil hvolft, J)á vau'i hægra að fást við tvíburana með aðstoð J)essa vinar sins. En J)egar liann kom á vettvanginn sá hann hræðilega sjón. Það hafði auðsýnilega eithvað komið fvrir draug inn, ljósið var alveg slokknað í liolum augnatóftunum, hið blikandi sverð var dotl- ið úr liendi hans og hann hallaðist upp að veggnum í Jivinguðum og ójiægilegum stell- ingum. Hann þaut áfram og greip hann i fangið, en sá i þeim svifum, sjer til mikill- ar skelfingar, höfuðið hrökkva af honum og renna eftir gólfinnu, búkurinn hallaðist aft- ur máttlaus upp að þilinu, en sjálfur hjelt liann eftir í fanginu bómullar rúmhengi, en fyrir fótum hans lá gólfsópur, eldliússax og stór næpa holuð að innan. Honum var ó- mögulegt að botna neitt í J)essum einkenni- legu stakkaskiftum og J)reil' Jæssvegna ákaf- ur áletrað spjaldið, og las hann á því í grárri morgunskímunni J)essi hæðilegu orð: OTISAR DRAUGUBINN HINN EINI OG RJETTI DRAUGUR VARIST STÆLINGARNAR ALLIR ÞRlR ERU EFTIRLÍKINGAR. I einni svijian skilldi hann hvernig í iillu lá. Það hafli verið leikið á hann, liann hafði verið gabbaður og yfirunninn. Gamli Cant- ervillesvipurinn kom fram í augnaráðinu. Hann Jirýsti saman tannlausum gómunum og fórnaði bleikum liöndunum, hátt yfir höfuðið á sjer og sór með hinu myndauðuga málfæri miðaldaskólans að J)egar haniim væri búinn að gala i annað sinn, mvndii blóðugir atlmrðir gerast. Varla var hann búinn að sverja þennan hræðilega eið áður en hani galaði á ein- hverjum bænum spölkorn í burtu. Ilann hló lengi lágt og heisklega og beið síðan. Klukkutíma eftir klukkutíma beið liann, en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum gal- aði haninn ekki aftur. Loksius klukkan hálf átta varð liann að hætta við biðina, vegna J)ess að þá voru þjónustustúlkurnar konm- ar á stjá, og staulaðist hann Jæssvegnua aft- ur til herbergis síns og' lmgsaði um liina fá- nýtu von sína og allar ráðagerðirnar sem liöfðu orðið að engu. Þegar J)angað kom fór liann að atlmga hvað sag't væri um þennan eið í gömlum bókum um riddarasiði, sem liann átti og hafði mjög miklar mætur á, Jiar sá hann að altaf Jiegar eiðurinn hafði verið svarin, J)á hafði haninn galað tvisvar. „Skollínn taki Jietta hanagimpi“, muldraði hann. „Meðan jeg' var og lijet, J)á liefði mjer ekki orðið mikið fyrir að reka spjótið í gegn- um hálsinn á honum ogláta liann gala tvisv- ar, jafnvel þótt hann liefði drepist á með- an“. Eftir þetta fór hann ofan í stóra blý- líkkistu til l)ess að taka á sig náðir, og lá })ar til kvölds. i

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.