Fálkinn - 12.09.1936, Blaðsíða 7
F Á L Iv I N N
7
við sjer fram i eldhúsi. Þar var vin-
gjarnleg kona að sturma yfir honum.
— Þú skal reyna að komast undan
sem fyrst. Douglas Fane er dýr en
ekki maður. Hann hefir unun af
svona þorparabrögðum. Þú erl víst
soltinn en jeg þori ekki að gefa þjer
að borða núna. En hjerna er ósvik-
inn siiilling. Farðu nú út um bak-
dyrnar!
Cecily Frobisher hljóp ljettilega of-
an af stóra steininum. Hún brosti og
rjetti Dorseth, sem líka var staðinn
upp, liendina.
— Þetta voru yndislegar fjórar
mínútur! sagði hún.
— Var það? spurði hann. Hann sá
að þetta var kveðja hennar. Hann
leit á mjóu liendina, sem hún liafði
rjett honum og slepti henni svo.
— Mjer þætti gaman að vita, hvað
þjer hafið hugsað um i þessar 4
mínútur, ungfrú Frobisher, sagði
hann.
— Það skal jeg segja yður! Jeg var
að .hugsa um, að það á að opinbera
trúlofun mína í kvöld. Mína og
manns, sem jeg elska ekki.
— Hvað isegjð þjer?
Cecily ypti öxlum, sneri sjer und-
an og horfði úl á vatnið.
— Jú! þesskonar kemur fyrir enn-
þá á bestu lieimilum. Pabbi vill endi-
lega að jeg taki honum, af því að
hann ræður miklu í stjórnmálum og
fjármálum. Og það versta er, að
hann heillar mig upp á vissan máta,
þó að jeg viti, að jeg elska hann ekki.
Hún fór að ganga niður brekkuna,
liægt og rólega, og nú var Dorseth
við hliðina á henni: — Hafið þjer
nokuð á móti að segja mjer hver
það er?
— Nei, engan veginn. Það er
Douglas Fane, sem var kyntur yður
í dag.
— Douglas Fane? endurtók hani
hægt.
Ilann hló hásum hlátri og hún
horfði forviða á hann. Svo greþ)
hann um hendur hennar og dró hana
hart að sjer.
— Cecily! Hafið þjer liugsað um,
að það sem dregur yður að Fane er
má'ske harka hans, sem vekur undr-
un yðar?
Hún fölnaði og varir hennar titr-
uðu.
— Hvað eigið þjei’ við?
Hann tók laust um axlir henni og
um leið og hann lijelt henni frá sjer,
brosti hann til hennar og í brosinu
var bæði meðaumkyun og blíða.
— Jeg ætla að koma í miðdegis-
verðinn í kvöld! sagði hann alvar-
lega. — Og jeg ætla að segja gestum
yðar sögu, sem jeg liefi aldrei getað
skrifað.
Svo hjelt liann áfram i mýkri róm.
— Jeg þarf ekki að koma aftur með
yður inn núna. Jeg var hattlaus
þegar jeg kom. Hvenær á jeg að
koma?
Hún horfði á hann og það var
undrun og eitlivað meira í augnaráð-
inu.
— Hálf átta, Joe! svaraði hún.
Hann laut fram og kysti hana blíð-
lega, eins og hún vær barn. Svo
flýtti hann sjer á burt. —----
Það voru hvítar rósir og liá livít
kerti á miðdegisborði Frobishers og
dúkað lianda tólf manns. Yfir borð-
um höfðu verið fjörugar umræður og
Joe Dorseth lyfti kampavínsglasinu
til Cecily, sem sat til hægri við hann
Við hina hlið hennar sat Douglas
Fáne. Það var hörkulegur kraftur i
hökunni og þykkri neðrivörinni og
úr litlum augunum ljómaði glottandi
yfirlæti. Það var ómögulegt að sjá
á hvaða aldri hann var.
Allra augu hvíldu á Joe Dorseth,
sem var að segja sögu úr æsku sinni.
Frobisher, sem sat við hinn borðs-
endann, bafði kipt stól sínum ofurlít-
ið til hliðar, svo að hann gæti sjeð
þann sem talað hafði og nú var að
ljúka máli sinu. Joe kreysti pentu-
dúkinn og það brarin eldur úr aug-
uin hans. Cecily var sú eina, sem
ekki hafði breytt svip.
— En þjer munið ennþá hvað
maðurinn hjet! sagði Frobisher. -—
Þá skil jeg ekki, að þjer skuluð ekki
reyna, að hafa upp á honum ef hann
er lifandi og inerja úr honum mó-
rauðu sálina, sem i honum er!
Áður en Joe gat svarað, sagði
Douglas Fane kurteislega en með
bitru háði: — Já, herra Dorseth.
Núna þegar þjer hafið bæði tíma og
peninga, og löngunina vantar víst
ekki heldur, ættuð þjer að ná í dón-
ann og borga honum aftur i lians
eigin mynt.
— Það liefi jeg einmitt hugsað
mjer! Jeg hjelt falska peningnum og
úr honum liefi jeg síðar brætt kúlu,
sem er mátuleg i gömlu skammbyss-
una mina! Jeg liefi lofað sjálfum
mjer, að þegar jeg stend augliti til
auglitis við þennan mann, ætla jeg
að borga honum aftur með rentum.
Hann sneri sjer að Fane og brosti
einkennilega: — Finst yður ekki
skrítið, lir. Fane, að nú er jeg alveg
í sama skapi og þetta kvöld?
Fane varð sótgrár í framan en
rauðir dílar voru á stöku stað í and-
litinu. Hann rak upp hlátur, sem var
líkastur urri,
— Þið höfundarnir takið okkur
liinum fram, þegar um það er að
ræða að segja sögur! sagði hann. —
Ef þjer gætuð nú líka sýnt okkur
skammbyssuna og kúluna, þá gæti
verið, að það færi að fara hrollur
mn okkur.
Joe Dorseth var ekki seinn að
stinga hendinni i vasa sinn. Farie
spratt upp með ópi og velti stöln-
um sínum. Fólkið hljóðaði upp af
skelfingu .... Dorseth lyfti hendinni
aftur og lagði hana á sjálfandi hendi
(iecily.
— Jeg skildi skánmibyssuna eftir
heima, sagði hann rólega. Jeg var
hræddur um að jeg notaði liana, ef
jeg-hefði hana með mjer, hr. Fane,
og jeg vil heldur eiga kúluna........
sem minjagrip.
Fane liorfði óttasleginn á Dorseth.
Og áður en nokkurn varði sneri hann
sjer við, hrinti þjóninum frá og
liljóp eins og eldibrandur út úr hús-
iriíi.
Juan March Ordenas,
— Maðurinn sem kostar spánsku
uppreisnina. —
Frjettirnar af borgarstyrjöldinni á
Spáni segja margt af aðalforingjum
uppreisnarmanna, hershöfðingjunum
Mola og Franco. En þær minnast
ekki á, tivaðan uppreisnarinönnum
komi fje til þess að kaupa sjer her-
gögn og annað, sem við þarf. Vitan-
tega leggja ýmsir fylgismenn þeirra
þeini fje, en þó enginn eins og einn,
auðkýfingurinn Juan March, æfin-
týramaður, sem á sjer mjög flekkótta
fortíð. Hann hefir varið miljónum
peseta til borgarstyrjaldarinnar og
hann var það, sem með fjemútum
studdi mest að kosningasigri íhálds-
manna á Spáni 1933, er Lerroux
koinst til valda.
Juan March er fæddur á eyjunni
Mallorca og þekti aldrei foreldra
sína. Sagan segir, að hann hafi vérið
kominn á fullorðinsaldur er hann
lærði að lesa og skrifa. En snemma
fór hann að gefa sig við tóbakssmygl-
un frá Mallorca til Norður-Afríku.
Peningana sem hann græddi á þess-
ari atvinnu lánaði hann gegn okur-
rentum og var orðin svo voldugur
uni aldamótin, að hann var kallaður
„konungur Mallorca“. Hafði hann þá
stofnað fjelag með öllum tóbaks-
smyglurum á eyjunni og var yfir-
maður þess. í þessu skyni stofnaði
hann banka og setti á stofn tóbaks-
gerð. Smyglaði hann óunnu tóbaki
frá Norður-Afríku, vann úr því í
tóbaksverksmiðjunni og síðan var þvi
smyglað aftur til Norður-Afríku.
Hafði fjelagið fjölda skipa í þjónuslu
sinni. Þessi skip sigldu að jafnaði
undir útlendum fána. Þegar tollvarð-
skipin reyndu að hafa hendur í liári
þeirra, ljet March skip sín skjóta þau
i kaf, en síðan fann hann upp það
lag, að niúta tollmönnunum svo ríf-
lega, að þeir höfðu betri laun frá
sinyglurunum en frá ríkinu.
Á heimsstyrjaldarárunum græddi
March feikna auðæfi. Hann seldi
alls konar bannvöru á báða bóga,
jafnt skipum bandamanna og mið-
veldanna. Þýskir kafbátar fengu all
sem þeir vildu lijá „konunginum á
Mallorca" en þó skiftu skip banda-
manna meira við hann, því að þau
voru fleiri. En mikið af matvælum
þeim, sem hann seldi var skemt og
varla manria matur.
Ekki fjekk March þó allan ágóð-
an af þessari verslun. Hann varð að
skifta honum til helminga við fje-
laga sinn, Grau að nafni. En nokkru
eftir stríð var ráðist á þennan mann
á götu í Valencia og hann drepinn.
Ljek orð á því, að March væri vald-
ur að þessu, en yfirvöldin hreyfðu
ekki við lionum fyrir því. Og Marcli
fjekk ágóðahlut lians framvegis.
Þegar Primo de Rivera varð ein-
váldur á Spáni tilkynti hann, að allir
glæframenn og þorparar skyldu fá
maklega refsingu. Öllum Spánverjum
datt March í hug, og ættingjar Grau
tóku orð Rivera svo bókstafiéga, að
þeir sendu einvaldsherranum kæru
á March og sökuðu liann fyrir moro
og njósnir og 'sitthvað fleira. March
var handtekinn 1923, en af þvi að
hann liafði verið kosinn til Spán-
arþings fyrir kjördæmið Mallorca var
þetta notað sem átylla til að láta
hann lausan. En sagan sagði, að
hin eiginlega ástæða hafi verið sú,
að Rivera vantaði peninga, en þá
bauð Marcli fram og nam ekki við
neglur sjer.
Enda hækkaði hagur March á ein-
ræðistímabilinu. Hann fjekk sjerleyfi
lil að koma itpp eimskipafjelagi og
til þess að reisa efnagerðir miklar
i Porto Pi við Balma. Jafnframt
hjelt hann áfram að smygla tóbaki
en tekjur tóbakseinkasölunnar fóru
síminkandi. Loks var tapið á henni
orðið um 200.000 pesetar á ári. Og
])á varð það að ráði, að March tók
við forstöðu tóbakseinkasölunnar!
Þó gekk þetta ekki hljóðalaust, þvi
að Alfons konungur neitaði að stað-
festá þá ráðagerð, að láta mesta
tóbakssmyglara Spánar taka við fyr-
irtæki því, sem hann liafði unnið
svo mikið mein. En þó ljet hann
undan, er Marcli tilkynti, að hann
íriundi gefa 6 miljónir peseta til
liknarfyrirtækis, sem drotningin
hafði áhuga fyrir. Var þegar byrjað
að byggja afar stórt sjúkrahús fyrir
þessa peninga. ETtir það hvarf
smyglið úr sögunni. En þess má geta
að þegar konungshjónin flýðu land
hætti March að borga styrk til fyrir-
tækja þeirra, sem áttu að byggjast
fyrir 0 miljónirnar!
Þegar leið að falli Primo de Ri-
vera fór March að svipast um eftir
nýjum úrræðum til að styrkja völd
sín á liinuin nýju timum er í hönd
færu. Hann hafði lært að meta áhrif
blaðanna og fór nú að kaupa ýms
blaðafyrirtæki. Meðal þeirra var
blaðið „E1 Sol“. En til dæmis um
álitið á March má nefna, að þegar
það varð kunnugt, að hann væri
orðinn eigandi blaðsins lagði öll rit-
stjórnin niður vinnu.
Þegar þingkosningar fóru fram í
fyrsta sinni eftir að lýðveldið komst
á, náði March endurkosningu, enda
beitti . hann mútum í stórum stil.
En eignir lians nema 300—400 miljún
pesetum, svo hann munaði litið um
það.
Hinn 5. mars 1932 bar það við i
þinginu að Galarza lögreglustjóri stóð
upp úr sæti sínu og lagði fram kærú
á hendur Marcli. Meðan Rivera var
við völd hafði lögreglustjórinn orð-
ið að horfa á það þegjandi, að ein-
ræðisstjórinn og stórglæpamaðurinn
March væri í náinni samvinnu. En
Galarza hafði viðað að sjer efni. Og
það var svo veigamikið, að þingið
sá sjer ekki annað fært en að ofur-
selja March lögreglunni. Hinn 11.
nóv. sama ár lokuðust fangelsisdyrn-
ai að baki tóbakssmyglarans. — Iin
utan fangelsisins var lje hans óspart
notað til þess að afla lionuni griða.
Öllu var mútað, sem mútað varð.
Blöð voru keypt til þess að vinna
á móti lýðveldisstjórninni og 1933
var efnt til nýrra kosninga. í kosn-
ingahríðinni slapp March úr fang-
elsinu fyrir mútur. Hann var enn
kosinn á þing og nú voru fylgis-
menn hans komnir í meirihluta, svo
að honum var óliætt. Nýja stjórnin
á Spáni var hans verk.
En nú í vetur skifti um á Sþáni.
Juan March var á ný kominn í hættu.
Og það er því ekki furða, þó að liann
sje óspar á miljónirnar, til þess að
vinna bug á flokkum þeim, seiri nú
berjast fyrir að halda vöjdunum á
Spáni.
PADEUEWSKI SEM KVIKMYNDA-
LEIKARI.
Hinn heimsfrægi pólski píanóleik-
ari Paderewski, sem um eitt skeið
var forsætisráðherra Póllands, er
nýlega komin til London — ekki til
þess að halda liljómleika heldur til
|)ess að leika aðalhlutverkið i kvik-
mynd, sem London Film ætlar að
taka af æfi hans. Mótleikari hans i
myndinni verður enska leikkonan
Marie Tempest. Auðvitað verður
myndin tekin á ensku en ekki verð-
ur það Paderewski til ama, því að
liann er snillingur i tungumáluin og
tilsvörum hans er viðbrugðið. Eitt
sinn er ameríkanski ariðkýfingurinn
Harry Payne White bað hann um
að nefna sjer misnnminn á þeim
tveimur, Paderewski og honuni, sva •
aði Páderewski: „You are a dear
soul playing polo and I am a pole
playing solo“. (Þjer eruð ágætur
maður, sem leikið polo, en jeg er
pólskur maður, sem leik sóló). Lifs-
saga Paderewskis er líkust æfintýri,
og verður sjerlega vel vandað til
mýndarinnar, sem vitanlega gefur
færi á að heyra liinn heimsfræga
leik Paderewskis. — —