Fálkinn


Fálkinn - 26.09.1936, Blaðsíða 3

Fálkinn - 26.09.1936, Blaðsíða 3
F Á L K 1 N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavík. Simi 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—6. Skrifstofa í Oslo: Anton Schjötlisgade 14. Blaðið kemur út hvern laugardag. Askriftarverð er kr. 1.50 á mánuði; kr. 4.50 á ársfjórðungi og 18 kr, árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftanir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millimeter. Herbertsprent prentaði. Skraddaraþankar. Um miðjan þennan mánuð varð það sjóslys lijer við land, sem ef- laust hefir vakið meiri athygli er- lendis en nokkurt sjóslys, sem hjer liefir orðið. Ekki vegna mannfjöld- sem týndu þar lífi. Að vísu er það mikið að missa 39 manníif á einu skipi og yfir 50 mannlíf sömu nólt- ina, en þó hefir Ægir verið enn stórtækari í önnur skifti, svo sem þegar togararjiir þrir fórust á Hala- miðunum í febrúar 1925 eða þegar þilskipin þrjú fórust vorið 1906 — þar áf eitt fyrir augunum á Reyk- víkingum. I>að sem einkum vekur eftirtekl erlendra þjóða á þessu strandi er skipið sem fórst og maðurinn, sem stjórnaði leiðangrum þess. Pourquoi Pas? var frægasta íshafsskip, sem til hefir verið á þessari öld, næst ,Fram‘ og dr. Charcot var einn af frægustu norðurförum heimsins. Ár eftir ár hafði skipið verið í greipum norð- urísanna og staðist þau faðmlög. Og foringinn var talinn gjörkunnugur siglingum og hafði jafnan tekist að bjarga sjer úr stórliættum og erfið- leikum. En þetta skip og þessi mað- ur ferst hjer við ströndina, nokk- urra tíma sigling frá Reykjavík. Síðan 1878 hefir vitakerfi íslands tekið stórkostlegiun framförum og þó einkum á þessari öld. Og á síð- ustu árum, síðan Slysavarnarfjelag- ið var stofnað, hefir björgunarmál- um íslands miðað stói'kostlega áfram. Landið hefir eignast. veðurstofu, sim- ar eru komnir um alt landið og með útvarpi og firðtalstaékjum er hægt að koma boðum yfir sjó og land. En samt verða slysin. Þau verða allstað- ar, eigi aðeins hjer á landi, heldur lika þar, sem aðstaðan er margfall betri til þess að verjast þeim. Ekkert land á eins langa og hættu- lega strönd, að tiltölu við fólksfjölda, og fsland á. Og þó að mikið liafi verið gert til þess að draga úr hættu strandanna, þá er það eigi nema brot úr því, sem hægt er að gera. Og í sambandi við hin miklu slys beinist að jafnaði liugur manna að tvennum umbótum. Fjölgun vitanna og aukningu slysavarnanna. Vitarnir hafa verið bygðir fyrir gjald, sem lagt liefir verið á skip þau. er sigla hingað eða hjer við land. í sumum árum hefir vitagjaldið num- ið meiru en þeirri upphæð, sem kost- að hefir verið til vitanna. En það á að vera öfugt. Því að með fjölgun vitanna græðir þjóðin beinlinis stór uppliæðir, i lækkandi vátryggingj- gjöldum. Það er staðreynd, og efl- ing slysavarnarfjelagsins — björgun- ai-sveitir og björgunartæki á öllum mestu hætjUislóílunum, verður að vera hitt aðal takmarkið. Guðmundur frá Mosdal fimtugur. Hann er fæddur 24. sepl. 1886 að Villingadal á Ingjaldssandi við Ön- undarfjörð, sonur Sveinfríðar Sig- mundsdóttur, sem enn er á lífi á Sæbóli. á Inggjaldssandi og Jóns Jónssonar, sem fórst í snjóflóði á Þorláksmessu næstu eftir að Guð- mundur fæddist. En i Mosdal við Önundarfjörð ólst Guðmundur upp, og kennir sig við þann bæ, því að hann er allr,a manna trygglyndastur og í’æktarsamlegastur. Snemma bar á því, að Guðm. var lineigður til smíða. Var sá löngum háttur lians þegar hann var í fjós- inu í Mosdal, því að hann ólst upp við alla venjulega sveitavinna, að liann settist niður með hníf sinn og ýsubein eða snítukubb meðan kýrnar átu gjöfina og liann beið eftir að geta vatnað þeim. Síðar stundaði hann Iréskurðarnám hjá Stefáni Eiríks- syni (1911—1916). Þau 20 ár, sem síðan eru liðin, hefur Guðm. átt heima á ísafirði og starfað mikið að útskurði og öðrum smiðuin slíkum og margan ágætan grip gert, þvi að liann er einhver hinn oddfiagasti maður lijer á landi. Hann hefir og haldið mörg námskejð í ti’jeskurði og annari heimilisiðju víðsvegar um Vestfirði, og nú nokkur síðustu ár verið kennari i liandiðju við barna- skólann á ísafirði. Þó Guðmundur hafi aldrei látið neitt að sjer kveða i stjórnmálum, hefir hann samt tekið drjúgan þátt i opinberu lífi þjóðarinnar. Hann var lielsti hvatamaður þess að fyrsta ungmennafjelagið á Vestfjörðum var slofnað (1908), en ungmennafjelögin má liiklaust telja einhvern merkileg- asta fjelagsskap hér á landi, og eru ófáir þeirra manna, sem á undan- förnum árum hefir hvað mest kveðið að í þjóðlífi okkar, fóstraðir í þeim fjelagsskap. Og í þessum fjelagsskap hefir Guðm. unnið mikið og gott starf, fyrst heima í Önundarfirði, síðan í Reykjavík meðan hann var við nám og þó ekki sist á Isafirði, enda jafnan verið mikils metinn af sínum fjelögum og löngum mikið rið- inn við lieildarstjórn fjelagsmálanna. Auk þessa hefir hann unnið mikið innan unglingareglunnar og um langl skeið verið einhver helsti maður hennar á Vestfjörðum. Eru það eng- anveginn þýðingarlítil störf fyrir þjóðarheildina, sem Guðm. hefir hjer lagt fram. Guðm. er þjóðrækinn maður í besta lagi. Kemur það víða fram í.smið- um hans, að honum er títt að sækja sjer yrkisefni í fornar söguj-, enda er hann vel að sjer i þeim. Hug befir hann á flestum greinum þjóð- legra fræða, hvort sem um er að i’æða verkleg efni eða andleg, og þykir gott að ræða um þau við vini sína. Má geta þess til gamans, að hann hefir safnað og sett á blað munnmæli ýms og fornar sagnir um staði og menn í sveit sinni, Önundar- firði. Hann hefir og fengist nokkuð við ættfræði; safnað allmiklum drög- um lil ættartölu sinnar og sinna Frú fíríet Bjarnhjeðinsdóttir verður 80 ára á morgun. Ekkjan Guðríður Guðmunds- dóttir, Leifsgötu 12 verður 80 ára 30, f). m. Ekkjan Oddng Sigurðardóttir fíragagötu 27 verðar 80 ára 27. þ. m. frænda, en það fólk er margl um Vestfjörðu. Er það einn kostur Guð- mundar, að hann getur aldrei iðju- laus verið. Guðmundur er vinsæll maður. Kunningjar hans óska honum gæfu og gengis á á fimtugsafmæli hans, eins og maklegt er. Kunningi. Efsta mvndin er af skrautskríni en hinar myndirnar eru af brjefa- biðu og „ritþingi", sem Guðm. hefir skorið. Þá eru tvær myndir af Guð- mundi; á annari sjest hann á vinnu- stofu sinni.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.