Fálkinn


Fálkinn - 26.09.1936, Blaðsíða 6

Fálkinn - 26.09.1936, Blaðsíða 6
6 F Á L K I N N P. Lykke-Seest: Happdrættissaga. Við sátuni saman lijerna um kvöld- ið og vorum að borða krabba, Lind heildsali og jeg. Lind lieildsali er verulegur krabbavinur. Hann kann þessi frumlegu þrjú handbrögð, sem þarf til þess að losa skelina af, og liann segir ekkert annað meðan á atliöfninni stendur en þetta eina .orð: skál! í st'uttu hljeunum milli at- laganna að varnarlausum skeldýrun- um. Svo að það er eiginlega engin ánægja fyrir viðvaning að et krabba með hortuiri. En þegar við loksins höfðum tæmt fatið (þrjár tylftir af stólpakröbb- um), hallaði Lind heildsali sér mak- indalega aftur á bak í sófanum og brosti ánægjulega, kumraði værðar- lega og leit yfir veitingasalinn með fyrirgefandi og náðarsamlegu augna- ráði. — Þú ert enginn krabbavinur, sagði hann. — Nei, samsinti jeg. — Og þú verður það heldur aldrei, sagði hann í meðaumkunartón. — Nei, jeg hefi enga trú á því, sagði jeg. — Þú hefðir heldur átt að fá þjer kjúkling, sagði hann. — Já, það hefði jeg lieldur kosið, sagði jeg. Og svo fengum við kjúklingasteik. Og meðan við vorum að nasla liana, þá fjekk jeg eina af sögunum lians. Lind heildsali á heilt forðabúr af sögunr, munnlegum sögum, í vina- hóp, hann hefir reynt að skrásetja þær, en það hefir aldrei farið vel, þá hafa sögurna á einhvern undar- samlegan hátt hjaðnað og orðið að verra en engu. Hann hefir líka reynt að taia þær í grannnófón, en árang- urinn orðið sá sami. Það er aðeins þegar hann situr með kunningjunimi, að sögurnar fá þann eiginlega per- sónlega blæ, sem gefur þeim gildi og gerir þær skemtilegar — sambland af lygi og skreyti. — Tókstu eftir þessum hrokkin- baus, sem gekk hjerna framhjá og beilsaði? spurði hann. — Fyrir hálftíma eða svo, er það hann' sém þú átt við? — Já, fyrir nokkurri stundu. Jeg mátti ekki vera að því að tala ein- mitt þá, en nú iskai jeg segja þjer sogu. Jæja, hrokkinhausinn sem gekk hjerna framhjá og heilsaði .... liann skuldaði mjer peninga, nálægt átján hundruð krónur, fyrir ýmsar vörur. Skuldin var ekki fyrnd, en jeg hafði samt skrifað hana á taps- Iistann ásamt ýmsum öðrum úti- standandi skuldum, þvi að það var ekkert af manninum að hafa. Hann rak svolitla ávaxtabúð og átti ekki einu sinni svo mikið til, að það væri hægt að gera hann gjaldþrota. En hjerna í veur, rjett eftir jólin, fjekk jeg, mjer til stórrar undrunar brjef frá honum, með tilmælum um að koma í verslunina til hans á ákveðinni stundu, útaf skuldinni. Hann ætlaði að bera undir mig til- lögii. Jeg fór þangað fremur af forvitni en að jeg gerði mjer von um að fá peningana og þegar jeg kom í ávaxta- búðina skömmu seinna voru þar sam- an komnir átta—tiu aðrir kröfuhafar, þar á meðal Gyðingurinn Silberstein, sem rekur verslun með appelsínur fyrir trúbræður sína í Palestínu, maður sem ekki er hægðarleikur að snúa á. Hann var reiður og augu lians skutu neistum bak við gleraugun. Um leið og jeg kom inn heyrði jeg rödd hans og högg i diskinn: Nei, jeg tek það ekki i mál. Jeg vii hafa mina peninga. Jeg vil fá hvern eyri! Þeir höfðu beðið eftir mjer, jeg var síðasti kröfuhafinn og nú lagði Hrokkinhaus til að setja fundinn. Hann ætlaði að draga niður glugga- tjöldin og læsa hurðinni, en Silber- stein barðist gegn því með oddi og ecg. Hann var auðsjáanlega hræddur um, að það ætti að veiða liann i ein- liverja gildru. Þá brosti Hrokkinhaus og lagði til að við kæmum inn í geymsluna. Það mundi vekja athygli, ef svona marg- ir menn sæust í búðinni samtímis. Við gengum allir fylktu liði inn i geymsluna, sem reyndist að vera eldliús inn af búðinni, fult af tóm- um kössum og öðru rusli, og þar settumst við á kassana og biðum þess, sem Hrokkinhaus hefði fram að bera. Silberstein stóð einn frammi við dyr og virtist hræddur um að eitthvað hræðilegt væri i aðsigi. Aug- un bans virtu i snatri verðleysi þess sem þarna fyrirfanst og komu drættir kringum munninn, líkt og á úrillum hesti, sein ætlar að fara að bita stallbróður sinn. — Kallið þjer þetta vöru-upplag? spurði liann hæðnislega og urraði. — Já, svaraði Hrokkinhaus og brosti, ■— þetta er vöru-upplagið hjá mjer, eins og stendur, núna eftir jóla-annirnar. — Jæja, komið þjer nú með er- indið, sagði Silberstein óþolinmóður, — við skulum ljúka þessu af, jeg má ekki eyða tíma í þetta. — Herrar mínir, hóf Hrokkinhaus máls, — jeg skulda ykkur, sem hjer eruð saman komnir niu þúsund þrju hundruð og áttatíu krónur, fjörutíu og fimm aura, annað er jeg ekki skuldugur. Og lijerna — hann tók á jakkavasanum sínum — hefi jeg rjett- ar þúsund krónur, sem jeg hefi eftir jólaverslunina. Viljið þið ganga að því, að skifta þessum þúsund krón- um á milli ykkar, að rjettri tiltölu og gefa svo eftir skuldina að öðru leyti? Jeg óska að fá svar við þess- ari spurningu nú þegar, þvi ef svarið verður neitandi, ætla jeg að halda peningunum sjálfur og fá mjer at- vinnu sem sölumaður, — jeg liefi til • boð um stöðuna. — Ha—ha—lia! Hláturinn ískraði í Silberstein. — Mikil er ósvífnin. En jeg læt ekki vaða ofan i mig, jeg heimta mínar þrjú þúsund og fjögur hundruð krónur og ekki eyri minna. Þá gef jeg yður vextina og vaxta- vextina. — Jæja, sagði Hrokkinliaus og leil á okkur hina, — þá verð jeg að bætta við það og taka stöðuna. — Jeg hjelt ekki að þjer væruð þorpari, fnæsti Silberstein. Við hinir höfðum ekki sagt eití einasta orð, en nú var það að epla- sali einn ræksti sig og sagði: — Tíu krónur eru meira en ekki neitt. (:g að því er mjer skilst, er ekkert hjerna sem hægt er að taka lögtaki. — Við förum til lögreglunnar! sagði Silberstein. — Þetta eru bein fjársvik og prettir. Þarna stendur maðurinn, og i vasanum er hann með þúsund krónur, sem við eigu*T\ Þetta er þjófnaður. Hreinn og beinn þjófnaður! En eplasalanum fanst lítið betra en ekki neitt. Og einn liinna gerði þá tillögu, að við skyldum greiða at- kvæði um tilboðið og beygja okk".- fyrir meirihlutanum. Loksins varð Silberstein að láta undan og við greidditm atkvæði. Tilboðið var sam- þykt og einn af gestunum tók að sjer að reikna bve mikið liver og einn ætti að fá. En Hrokkinhaus hafði þegar gert þetta og dró upp lista; út- lilutunin varð eitthvað kringum tíu af hundraði af kröfunum. Jeg liefi orðið ver úti en þetta við skifti þrotabúa. En svo kom dálítið, eins og þruma úr heiðskiru lofti. Hrokkinhaus kvaddi sjer hljóðs: — Því miður hafði liann ekki peu- ingana í bankaseðlum, heldur seðla. sem kanske væru miklu betri. Hann liafði sem sje keypt tvö hundruð seðla í Happdrættinu fyrir þessai þúsund krónur. Svo að við yrðum að skifta happdrættisseðlunum á milli okkar, á þann liátt sem okkur kæmi saman um, eða þá að ger i spilafjelag úr þeim. Við gátum ekki annað en hlegið — allir nema Silberstein, sein fjekk æðiskast. — Glæpamaður og fábjáni! hrópaði hann. — Fleygja góðum og gildum þúsund krónum í happdrættisseðla. Mjer dettur ekki í hug, að láta fleka mig út í fjárhættuspil, jeg spila al- drei upp á peninga, jeg vil fá minn hluta í beinhörðum peningum! Hann baðaði út höndunum og hoppaði upp af vonsku. Sagðist mundu far.i beint til lögreglunnar og kæra mann- inn fyrir ólöglega meðferð á stolnu fje, og viðhafði ægilegan munnsöfnuó. Til þess að einhver botn kæmist i þetta bauðst jeg til að taka á mig áhættuna af happdrættisseðlimum og borgaði þúsund krónur út í hÖnd. Þessu var tekið með fögnuði, jeg fjekk happdrættisseðlana og upphæ - inni sem jeg greiddi, var skift milli okkar, eftir því sem kröfuhæðin sagði til. Og síðan undirskrifuðum við a.I- ir skjal, sem Hrokkinhaus hafði til- búið, að við kvittuðum fyrir aliri skuldinni með hinni mótteknu greiðslu. Og þar með var þetta mál úr sög- unni. Jeg liafði fengið 10% af verð- lausri kröfu og átti tvö liundruð hálfseðla i happdrættinu. Jeg var með öðrum orðum orðinn spilari i stórum stil. Hrokkinhaus hafði gert ágælis verslun. Og nú byrjaði hann sem skuldlaus maður nýja verslun við umferðarmikla götu og keypti sjer straumlínubíl af nýjustu gerð og ók með stúlku við hliðina á sjer á sunnudögum; jeg mæti honum ofi og hann lieilsar mjer ennþá, með glettni í augnakróknum, eins og við værum fjelagsmenn um fyrirtækið. Hann er óneitanlega sjeður náungi, sem eflaust kemst ofarlega í mann- fjelagsstiganum með tímanum. Yfir- leitt — hrokkinliærðir menn — það má vara sig á þeim. Jæja, en sagan er ekki búin. Tveim til þreni dögum siöar, rjett áður en drátturinn átti að fara fram i Happdrættinu fjekk jeg heimsókn. Það var hvorki minna nje mjórra en Silberstein, sem jeg hafði aldrei haft nein skifti við áður, hvorki í kaup- sýslu eða einkalífinu. Hann kom inn buktandi og brosandi og var einstak- lega alúðlegur. Honum bafði dottið í bug, að það væri rjettast, að har.n tæki að sjer happadrættismiðana, nr því að liann hefði verið stærsti kröfu bafinn á Hrokkinliaus? —Æ, nei, verið þjer ekki að gera yður rellu út af því, sagði jeg. -- Þetta er afgert mál, og ekki nema um smáræði að gera. Hann vildi gjarnan taka við liapp- drættismiðunum samt. Hann liafði komist að þeirri niðurstöðu, að hon- um stæði það næst. Hvort jeg vildi afhenda honuni seðlana, fyrir þessar þúsund krónur, sem jeg liefði greitt fyrir þá? — Nei, sagði jeg, — mig langar ekkert til þess, jeg hefi gengist undir áhættuna, og svo ætla jeg að sjá hvernig fer. En Silberstein gafst ekki upp. Hann sagðist gjarnan vilja borga dálítið meira. — Blessaðir verið þjer, sagði jeg. — Þjer sögðust aldrei spila í liapp- drætti. Ef jeg man rjett þá skjmm- uðuð þjer manngarminn og kölltiðuð bann fábjána. Hvernig á jeg að finna samræmið í þessu — eruð þjer alt í einu fariiin að hafa gamatt af áliætt- unni? — Nei, nei! Ilann baðaði liönd- unum, eins og hann reyndi að verj i sig. — Jeg er enginn spilari, jeg spila aldrei, aldrei. Þetta hjerna væri alveg sjerstaks eðlis, en hann gæti ekki skýrt mjer frá því; hinsvegar vildi hann fúslega greiða mjer tvö þúsund krónur fyrir seðlana.- — Það hlyti þó að þykja vel boðið. — Já, sagði jeg. — Það er mjög vel boðið. Og betri er smár fenginn en stór enginn. En .... jeg hafði nú lceypt þessa seðla og mig langaði til að sjá, hver árangurinn yrði. Ef hann langaði til að spila i happdrættinu gæti hann keypt sjer tvö hundruð hálfseðla sjálfur. Hann virtist vera í öngum sínum og starði beint fram undari sjer. Loksins stóð hánrt upp. Jæja, úr því að jeg væri ófáanlegur til þess að taka boðinu, þá væri ekkert við þvi að gera. En — hann mundi vilja borga þrjú þúslind fyrir miðana. Jeg áttaði mig sannast að segja ekkert á ]iessu í bili og botnaði ekki i neinu. Vissi maðurinn eittlivað um hvernig happdrættinu mundi ljúka, eða .... liafði hann komist að ein- liverju leyndarmáli. Nei, þegar jeg liugsaði betur um þetta þá varð jeg að viðurkenna, að alt slíkt væri ger- samlega ó'hugsandi, ekki síst af því að jeg vissi, að Silberstein hafði ekki hugmynd um númerin á þess- um seðlum, sem jeg hafði fengið. Þetta lilaut að vera einhver mein- loka hjá honum. Og til þess að losna við gyðinginn sagði jeg honum, stutt og ákveðið, að jeg seldi ekki miðána fyrir minna en fiirim þúsund krónur, i reiðu fje. Það dró á eftir sjer að bann fjekk veits-dans í andlitið og flýtti sjer til dyra, emjandi og stynj- andi. Jeg hjelt blátt áfram að mað- urinn væri orðinn vitlaus. En eftir stundarfjórðung kom hann aftur og sagðist vera fús til að ganga að boð- inu — borga fimm þúsund krónur fyrir happdrættisseðlana. Eiginlega datt mjer lielst í hug að reka hann út, því að mig langaði nú orðið til þess, að láta skeika að sköpuðu og lofa Iukkunni að ráða, — atferli Silbersteins hafði gert mig forvitinn. Því að gyðingurinn Silber- stein var ekki sá maður, sem fleygði fimm þúsund krónum á glæinn eða í óvissa spákaupmensku. Hann vildi ekki hætta fiinm þúsund aurum og því síður fimm þúsund krónurn. En jeg hafði gert honum tilboð. eða sagt til um mitt lágmarksverð, og mjer fanst jeg ekki geta gengið á bak orða minria. —■ Jæja, sagði jeg, — við skulum þá gera þetta, En þá verðið þjer að segja mjer, hversvegna þjer eruð svona iðinn við kolann og fórnið svona miklu, til þess að ná í bapp- drættismiðana. Og það sagði hann mjer líka, undir eins og við vorum búnir að gera út um verslunina, og hann liafði stung- ið öllum miðunum í vasann. — Einn af þessum miðum, sagði hann brosandi, — verður dreginn út með tíu þúsund króna vinningi, ]) e. a. s. fimm þúsund á hálfan miða. Og þá hefi jeg eitt liundrað niutíu og níu miða ókeypis. —■ En hvernig í ósköpunum getið þjer verið svona vissir um það? — Það skal jeg segja yður. Kon- una mína liefir dreymt um; það, og það bregst aldrei, sem hana dreymir fyrir. Framh. á bls. 8,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.