Fálkinn


Fálkinn - 26.09.1936, Blaðsíða 9

Fálkinn - 26.09.1936, Blaðsíða 9
Canterville draugnrinn. EFTIR OSKAR WILDE. seni þjer i»ætuð gert, væri að i'ara til Vest- ui’lieims og reyna að betra yður, og enda þótt þar Sje hár tollur á allskonar vínönd- um, og þjer sjeuð nokkurskonar andi, þá verða engir ei’fiðleikar fyrir yður við toll- skoðunina, því að tollþjónarnir eru allir lýðveldissinnar. Þegar þjer væruð komnir til New York, veit jeg að þjer mynduð vekja mjög mikla eftirtekt, jeg þekki fjölda margt fólk, sem vildi gefa hundruð þúsund doll- ara lil þess að eiga afa, og miklu meira en það til þess að hafa draug sem fylgdi fjöl- skyklunni“. „Jeg held að jeg mundi ekki kunna vel við mig í Ameiáku*1. „Ef til vill af því að við höfum engar gamlar rúslir eða sjaldgæfa hluti“, sagði Virginía meinlega. „Engar rústir, ekkert sjaldgæft“, svaraði draugurinn. „Þið hafið þó sjóherinn ykkar og framkomu ykkar“. „Verið þjer sælir, jeg ætla að hiðja pabba að fá framlengt skólafrí tvíhuranna um vikutíma“. „Ó, farið þjer ekki, ungfrú Virginía, jeg er svo einmana og óhamingjusamur og' jeg veit satt að segja ekki hvað jeg á af mjer að gjöra. Mig langar til þess að sofna, en jeg get það ekki“. „En sú fjai’stæða, þjer þurfið aðeins að fara að hátta og slökkva svo á kertaljósinu. Það er stundum erfitt að lialda sjer vak- andi, sjerstaklega í kirkjunni, en það er eng- inn vandi að sofa. Meira að segja ungbörn vita hvemig á að fara að því og þau stíga þó sannarlega ekki í vitið“. „Jeg hefi ekki sofið í þrjú liundruð ár“, iiagði ixann raunalega, Virginía sperti upp fallegu bláu augunum af undrun. „ I þrjú hundruð ár hefi jeg ekki sofið, og jeg er svo þreyttur“. Virginía vax-ð mjög alvarleg á svipinn og varir hennar tóku að titra eins og rósahlöð. Hún gekk til hans, kraup á knje við liliðina á honum og horfði upp í fölleitt andlit lians. „Aumingja, aumingja draugur“, sagði hún, „er þá enginn staður til þar senx þú getur sofið?“ „Langt í hurtu, fyrir neðan nálartrjerunn- ana“, svaraði hann með lágri draumkendri röddu, „er lítill garður, þar vex hátt og þjelt gras, þar vaxa stjörnur Iiemmockblómsins og næturgalinn syngur þar alla nóttina, alla nóttina syngur hann þar í kiystaltæru tungl- skyninu, og lindilrjeið breiðir liina risa- vöxnu arma sína yfir þá sem sofa þar. Augu Virginíu fyltust tárum og hún fól andlitið í höndurn sjer. „Þú átt við í gai*ði hinna dauðu“, livísl- aði hún. „Já, garði hinna dauðu, dauðinn hlýtur að vera yndislegur, að liggja i mjúkri moldinni með grasið lxlaktandi fyrir ofan lxöfuðið á sjer og hlusta á þögnina. Að verða hvorki lnigsað til gærdagsins nje morgundagsins, gleyma tímanum og fyrirgefa lífinu, vera i friði. Þú getur lijálpað mjer, þú getur opn- að fyrir mjer dyrnar á húsi dauðans, af þvi að kærleikurinn býr með þjer og kærleikr urinn er sterkari en dauðinn“. F Á L K 1 N N Virginia skalf, kaldur hrollur fór um hana og nokkur augnablik var þögn. Henni fanst hún vera að dreyma liræðilegan draum. Þá tók draugurinn aftur til máls, og rödd hans var eins og þylur i vindinum. „Héfir þú lesið gamla spádóminn á glugg- anuin í hókahérberginu?“ „Já oft“, lirópaði litla stúlkan og leit upp, „jeg kann versið utanað, það er skrifað nxeð einkennilegu fornfálegu letri, það er mjög erfitt að lesa ]xað. Það eru aðeins sex hend- ingar: Þegar hjört og hroshýr mær hæn af vörum syndar nær auðnin hleik 1 hlóma skín, barnið gefur tárin sín, kýrð mun liúsið komast á. Canterville skal friði ná. en jcg skil ekki neitt í þeim“. „Þær þýða ]iað að þú átt að gráta fyrir mig, yfir syndum mínum, af því að jeg á engin lár, og biðja fyrir sálu minni rne.ð mjer, af því að jeg hefi enga trú, þá mun engill dauðans miskuna sig yfir mig, el' þú hefir altaf verið væn og góð og blíð. Þú munt sjá liræðilegar sýnir í myrkrinu, og illviljaðar raddir munu livisla í eyru þjer. en ]iað mun ekki saka þig, vegna ])ess að hin vondu öfl missa mátt sinn þegar þau standa andspænis hreinleika lítils harns“. Virginía svaraði ekki og draugurinn neri saman höndunum í örvæntingu um leið og hánn liorfði á niðurliitt gullhært höfuðið á lienni. Alt í einu stóð hún upp, náföl i fram- an og einkennileg' hirta glampaði i augum hennar. „Jeg er ekki hrædd“, sagði hún festulega, „og jeg ætla að biðja engil dauð- aus að miskuna sig yfir þig“. Ilann stóð upp úr sæti sínu, x*ak upp lágt gleðióp, tók í hendina á henni, laut yfir hana með gamaldagshæversku og kysti á liana. Fingurnir lians voru ískaldir, en var- irnar lieitar eins og logandi eldur, en Vir- ginía liikaði ekki þegar liann leiddi liana gegnum hið skuggalega herhergi. Á hinu úl- saumaða veggtjaldi voru myndir al' litlum veiðimönnum, þeir bljesu í skúfprýdd veiði- hornin sín og hönduðu henni til haka með litlu höndunum. „Snúðu við, Virginía litla“, hrópuðu þeir, snúðu við“, en draugurinn lók ennþá þjettar utan um liendina á lienni og hún lokaði augunum til þess að hún sæi þá ekki. llræðilega úteygðar skepnur með eðluhölum depluðu til hennar augunum frá útskornum arinhillunum og muldruðu: gætlu þín Virginía litla, gættu þín, það gel- ur verið að við fáum aldrei að sjá þig aft- ur“, en draugurinn leið áfram ennþá hrað- ar, og Virginía lilla hlustaði ekki á þá. Þeg- ar þau voru komin að þiíinu á herherginu staðnæmdist draugurinn og muldraði eitt- hvað sem lnin ekki skildi. Hún opnaði aug- un og sá vegginn eyðast hægt og hægt i burtu fyrir augunum á sjer, líkt og þoka, en fyrir framan sig sá liún stóran svartan helji. Isköldum vindgjósti sló á móti þeim, og liún fann að einhver tók í fötin hennar. „Flýtum okkur, flýtum okkur“, hrópaði draugurinn, „annars verður það of seint". og samstundis lokaðist þilið aftur að haki þeirra og herhergið var tómt. VI. Hjerumbil tíu minútum seinna var hringt 9 á fólkið til þess að drekka te, en þegar Virginía kom ekki niður, sendi frú Otis einn þjóninn upp lil þess að kalla i hana. Eftir dálítinn tíma kom liann aftur, og sagð- ist hvergi finna ungfrú Virginiu. En þar eð hún var vön að tína hlóm á miðdegisborð- ið, varð frú Otis eklcert órótt út af þessu fyrst í stað. En þegar klukkan sló sex og Virginía var ekki komin, varð henni samt mjög órótt og sendi drengina út til þess að svipast um eftir lienni, en liún sjálf og mað- ur hennar leituðu liennar um alt lnisið. Klukkan hálf sjö komu drengirnir aftur og sögðust livergi geta fundið systur sína. Þau voru nú öll orðin ákaflega óttaslegin og vissu ekki hvað átti lil bragðs að taka, en rjett i þessum svifum mintist hr. Otis þess, að hann hafði leyft flökkumannahóp að Ijalda á landareign sinni. Hann lagði þess vegna strax af stað lil Rlackfell Hollow með elsta syni sínum og tveim vinnumönnum. Lilli hertoginn af Cheshire, sem var liains- laus af örvæntingu hað mjög mikið að l'á að fara með þeim, en ln*. Otis vildi ekki leyfa lionum það, af því að liann var hræddur um að það kynni ef til vildi að lenda i rysk- ingum. Þegar þeir komu þangað sem flökkumennirnir höfðu verið, voru þeir all- ir á hak og hurt, og það var augljóst, að þeir liöfðu farið í mesta flýti, eldurinn var ennþá logandi, og ýmislegt af húslóð þeirra liafði gleymst í grasinu. Herra Otis sendi Wasliington og vinnumennina til þess að leita í nágrenninu, siðan flýlti hann sjer heim og sendi símskeyti til allra lögreglu- manna í greifadæminu, um að svipast um eftir lílilli stúlku, sem rænt hefði verið af flökkumönnum eða umrenningum. Hann ljet þvínæst færa sjer reiðliestinn sinn, og eftir að liafa itrekað við konu sina og drengina að fara að horða miðdegismatinn, reið liann af stað með heslasveini sinum til Ascot. Hann var varla kominn fáeinar mil- ur í hurtu, þegar liann heyrði að einhver kom þeysandi á eftir honum, og þegar hann leil við sá hann að þar var kominn ungi her- toginn á litla reiðhestinum sínum, kafrjóð- ur í framan og hattlaus. „Mjer þykir mjög mikið fyrir þessu, hr. Otis“, sagði pilturinu um leið og hann tók andköf, „en jeg get ekki sest að miðdegisverðinum fyr en Virg- inía er fundin aftur. Þjer megið ekki reiðasl mjer, þó að jeg segi það, en ef þjer hefðuð viljað lofa okkur Virginíu að trúlofast fyrir ári síðan, þá liefði þelta ekki komið fyrir. Þjer megið ekki gera mig afturreka; ætlið þjer nokkuð að gera það? Jeg get ekki far- ið. Jeg sný ekki aftur. Ráðhérrann gat ekki gjörl að sjer að hrosa að hinum unga laglega iðjuleysingja og varð snortinn af að sjá livað lionum þótti vænt um Virginíu. Hann heygði sig þess vegna niður til lians, klappaði vingjarnlega á öxlina á lionum og sagði: „Jæja, Cecil, el’ þú vilt ekki snúa við, þá verðurðu liklegast að koma með mjer, en jeg verð að kaupa nýtt höfuðfat handa þjér í Ascot“. „Jeg kæri mig kollóttan um hattinn, það er Virginía sem mjer er ant um“, hrópaði litli hertoginn hlæjandi, og þeir þeystu áleiðis til járnhrautarstöðvarinnar. Þegar þangað kom spurði hr. Otis stöðvarstjór- ann, hvorl liann liefði nokkurn sjeð, sem gæti likst Virginíu litlu, á stöðvarpallinum, en fjekk þar engar frjettir af lienni. Stöðv-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.