Fálkinn - 28.11.1936, Side 15
F Á L K I N N
15
Fölt eoa brurt i hörund?
Vitið þér hvað? — sú kona er vildi láta taka eftir
sér átti að vera föl f útliti, veikluleg og guggin.
Svona var það. Petta var tiskan. Fráin eftir lofti
og ljósi hel'ur hvað þetta snertir, liaft í för með
sér gagngerða breytingu. Nú er svo koinið, að
eðlilegur hörundslitur, hraustlegt útlit og brúnleitt
hörund er aðalatriðið. Sá, sem baðar sig í
Hanuus háfjallusúl 3 til 5 mínútur annanhvorn
dag, getur bráðlega ekki verið án hinna heil-
susamlegu og fegrandi áhrifa, sem slík sólböð
veita. Hið gulgráa og föla hörund verður brúnlitað
af sól'nni. Ótótlegt hörund með bólum og
graftarnöbbum verður fágað og slétt og jafnvel
freknur hverfa. Pessa vegna ættuð þér að nota
sólböðin i herbergi yðar. Pér snúið tenglinum —
og í sama augnabliki skín “Hanaus háfjallasól”
sem færir yður sólskinið á hvaða tíma dags sem er.
Pér konur. Látið Hanaus háfjallasól
veita hörundi yðar aftur hina
hraustlegu og heilbrigðu kvenlegu
fegurð og yndisþokka
Ef þér óskið fáið þér sundurliðaða lýsingu með
myndum hjá
Huftiekjaeinkasölu ríkisins, Heykjavik, sími: 4526.
„Origínal Hanau Háfjallasól“
OBICINAI HANAU
ist. Það getur oft verið álitamál, þar
sent úr miklu er að velja, livort
fremur beri að kjósa þetta eða hilt,
en svo mikið er víst, að ekkert kvæði
er í bókinni, sem ekki getur talist
full hoðlegt hvar sem vera skal.
Hinsvegar má vera að ýmsir liefðu
kosið að sjá þarna mörg önnur
kvæði kvenna, sem fræg eru orðin
með þjóðinni. En í litlu safni sem
þessu á sá kvölina sem á völina, því
að rúmið hlýtur að vera takmarkað,
þar sem sýnishorn tjóða þrjátíu
kvenna á að komast fyrir í einni lít-
illi bók.
Þorleifur Gunnarsson bókbands-
meistari hefir kostað útgáfu hókar-
innar. Er útgáfan sjerlega snyrtileg,
i litlu broti, prentuð á vandaðan
pappír með fallegu og skýru letri og
bundin í smekklegt hand. Fæst hún
í tvenskonar handi, albindi úr leð-
urlikingu og albindi úr skinni, sem
er nokkru dýrara. Er hók þessi hin
tilvaldasta tækifærisgjöf.
VÆKINGJAK. — Smásögur frá
ýmsum löndum. — Eftir einn
þeirra. — Bókaútgáfan Norðri.
Akureyri.
Bók þessi er komin út fyrir nokkru
en virðist eigi hafa verið sá gaumur
gefinn, sem hún á skilið. Það er illa
farið, því að það er ánægja að lesa
hana og skoða þær margvislegu
myndir, sem liún bregður upp og
teiknar, víðast með fáum en skörpum
linum, af ýmiskonar íslensku fólki,
sem flest á það sameiginlegt, að haf-
ast við fjærri fósturjörðinni.
Útþráin og æfintýraleitin er ein-
kenni flestra þeirra, sem höfundur
lýsir í bók sinni. Ekki komast þessir
Væringjar til Miklagarðs, en flestir
þeirra hafa freistað gæfunnar i Nor-
egi þar sem höf. er auðsjáanlega
mjög vel kunnugur, enda þekkja þeir
það, sem lesið hafa söguna „Á Dæla-
mýrum“ í „Eimreiðinni“ en hún er
eftir höfund „Væringja", sem þar
kallar sig Bjarna Sveinsson. Það er
heimþrá þessara útlaga, sem er
dýpsta þráin í hugum sumra þeirra,
aðrir eru að leggja út í lifið og kæra
sig ekkert að koma heim að svo
stöddu, eins og Ásgeir ungi, sem er
sögulietjan í áhrifamestu sögunni,
sumir fela sig úti í Hörðalandi beg-
ar þeir frjetta til íslendinga, eiris og
Hjörleifur Skagfirðingur, og enn aðr-
ir eru heimsborgarar og silja á
grænni grein, en gleyma þó ekki
ættjörðinni, svo sem Björn Bergs
blaðamáður og Þormóður lögreglu-
ritari. En jieir eru sá þráður, sem
tengir saman margar af sögunum;
þeir eiga heima í Björgvin, sem er
hlið svo margra íslendinga út í
heiminn, og þar eru þeir þess um
komnir að greiða götu þeirra landa
sinna, sem þess þurfa með.
„Ásgeir ungi“ er með lengstu sög-
unum í bókinni og grípur lesandann
föstustum tökum. Ásgeir er vaskur
maður, sem ræðst i siglingar á norsk-
um skipum á stríðsárunum, ungur
og djarfur og hræðist ekki neitt —
Vinfcona
Bretakonungs.
Fyrir nokkru var hjónaskilnaðar-
mál eitt afarmerkilegt á döfinni
í Englandi. Blöðin eru vön að
gera sjer mat úr slíkum málum og
þar fara fram langar og ófagrar
vitnaleiðslur, sem ganga býsna nærri
einkalífi fólks. En lijónaskilnaðar-
málið, sem hjer skal sagt frá gekk
mjög þegjandi og hljóðalaust. Maður-
inn játaði að hafa tekið framhjá kon-
unni sinni og þá var skilnaður veitt-
ur að borði og sæng. Eftir hálft ár
mega hjónin giftast öðrum.
Þessi hjón, sem skildu, heita Ern-
est A. Simpson, ríkur skipamiðlari
þó skipin sjeu kafskotin fyrir augun-
um á honum leggur hann ótrauður
út á hafið á ný. Á leið sinni er hann
fór fyrst að heiman, fieygir einn far-
þeginn sjer fyrir horð og þegar Ás-
geir dreymir hann rjett á eftir, seg-
ir sá dáni: „Jeg varð á undan þjer,
Ásgeir". En Ásgeir fær engan geig
af þessu. En þegar verið er að kaf-
skjóta skipið, sem hann er á, minn-
ist hann orðanna. Rjett áður en
hann sjer annað skip kafskotið,
danskt skip á leið frá íslandi og úr
flakinu sjer hann íslenskan, hvítan
hest leggja til sunds og stefna til
íslands. Lýsingin á síðustu stundum
Ásgeirs er svo hugnæm, að hún ein
borgar bókina.
Angurblíður biær hvilir yfir sög-
unni „Svartar fjaðrir". En höfundur
kann líka að bregða upp gaman-
myndum, eins og þar sem hann lýsir
Sægrími Harðass í sögunni „A Gentle-
mann“ eða lætur Ólaf gamla skakk-
löpp segja sögurnar af Sveinka
Salómonnss, sem átti heima i Stav-
angri.
Það eru svo glæsileg tilþrif og svo
góðar lýsingar í „Væringjum", að
telja má bókina með bestu smásagna-
söfnum á voru máli, og má ráðleggja
öllum að lesa huna.
frá Canada og frú hans, sem er frá
Bandaríkjunum. Bæði hafa þau lif-
að auðkýfingalífi og umgengist „fín-
sta“ fólkið í Englandi hin siðari ár,
en dvalið þess á milli við Rivierann,
i Miaini, New York eða verið á
ferðalagi. En samt hefði þessi hjóna-
skilnaður ekki vakið meir en venju-
lega athygli, ef frúin hefði ekki verið
í sjerstaklega miklu vinfengi við
sjálfan Játvarð Bretakonung. Hún
hefir verið einskonar húsfreyja í
samkvæmum hans og er því jafnvel
spáð, að hún eigi eftir að verða
drotning í Englandi!
Þegar Játvarður hjelt fyrstu opin-
beru veisluna eftir að hann tók völd,
voru þar þessir gestir: Stanley for-
sætisráðherra og frú, Mountbatten
lávarður og frú, Alfred Duff ráðherra
og Diana Manners, Charles Lindberg
og frú og mr. Simpson og frú! Hver
voru þau? spurði fólkið. Það voru
hjónin, sem skildu í haust.
Frrf’ Simpson er af sumum talin
eins vel kynborin og Englakonungar.
I-orfaðir hennar að langfeðgatali var
riddarinn de Warfield, sem kom til
Englands árið 1066 með Wilhjálmi
konungi, þeim sem sigraði Harald
Sigurðsson harðráða við Stafnfurðu-
hryggju og lagði undir síg England.
Afkomandi hans, Richard Warfield,
fluttist til Maryland árið 1662: og er
einn af þeim mönnum, sem þeir
Bandaríkjamenn er ættgöfugir vilja
kallast, hafa gaman af að rekja kyn
sitt til. Faðir frú Simpson, Teackle
Wallis Warfield, dó þegar hún var
þriggja ára, eignalaus, og hafði móð-
ir hennar ofan af fyrir sjer með því
að leigja út herbergi. En telpan ólst
upp að mestu hjá föðurbróður sinum,
rikasta manninum i Baltimore, járn-
brautakonginum S. Davies Warfield.
Árið 1917 giftist hún ameríkönsk-
um sjóliðsforingja, en þau skildu ár-
ið 1925. Þremur árum síðar kyntist
hún í London ungum og glæsilegum
Canadamanni, Ernst Simpson, sem
var ríkur skipamiðlari, búsettur i
Englandi, og giftust þau skömmu
síðar. Fara ekki neinar sögur af
sambúð þeirra. En fyrir þremur ár-
um bar saman fundum hennar og
•prinsins af Wales. Hann umgekst
mikið Bandaríkjafólk í London og
þar hitti 'hann hana í samkvæmi hjá
lafði Cunard og lafði Furness. Prins-
inum gast vel að því, að samkvæm-
issiðirnir voru miklu óþvingaðri jiar
en hjá Englendingum og þá gast
honum ekki síst að Bessie, eða
Wally, en svo var frú Simpson köll-
uð í þeim hópi. Hjá henni fann
prinsinn alt það, sem honum gast
best að: frjálslegar og hispurslausar
skoðanir á lífinu, íþróttaáhuga og
iðandi fjör og gáska. Og svo dans-
aði hún prýðilega og ekki spilti það,
þvi að prinsinn var mjög vandlátur
i.m dansinn.
Síðan voru prinsinn og frú Simp-
son nær óaðskiljanleg, ekki síst þegar
hann var að skemta sjer utan Eng-
lands. Ernest Simpson var að jafn-
aði með henni i þeim ferðum, en
vinskapurinn vakti mikið umtal og
hneykslaði marga. En prinsinn
skeytti því engu. Nú var fólk for-
vitið að reyna, hvort hann sliti ekki
öllu sambandi við frúna eftir að
hann væri orðinn konungur? En,
ónei. Umgengni þeirra hjelst óbreytt
og hinir siðavöndu Englendingar
voru alveg í vandræðum mcð bless-
aðan konginn sinn. En blöðin þögðu,
því ekki var vert að vera að út-
breiða þennan kunningsskap.
í sumar bauð hann henni — og
Simpson í skemtisiglingu suður i
Miðjarðarhaf og suður á Balkan. Áð-
ur en hann fór að heiman hafði
hann beðið blöðin að láta sig í
friði fyrir ljósmyndurum þeirra
meðan hann væri í sumarfríinu.
Blöðin hlýddu að kalla öll, en eitl
þeirra, „Sunday Referee", birti mynd-
ir af lcongi og frú Simpson. Af mis-
skilningi komst myndin i eitl af
blöðum Beaverbrooks lávarðar, „Sun-
day E\press“. Það var. byrjað að
prenta blaðið þegar þetta uppgötv-
aðist, en lávarðurinn skipaði sam-
stundis að eyðileggja upplagið.
„Skyldi hann giftast henni?“ Þann-
ig spyr enska fólkið. Og spurningin
er ekki síst spennandi af því, að
krýningin á að fara fram í vor, en ef
úr giftingu verður þá verður að
fresta krýningunni. Og kringum þann
atburð er svo mikið fje í sölur lagt,
að það getur orðið til að gera ýmsa
öreigi, ef frestað verður.
Frú Simpson stendur á fertugu.
MINNISV ARÐI
yfir Pjetur fyrsta og Alexander Júgó-
slavíukonunga var af hjúpaður í
París rjettum tveimur árum eftir
morð Alexanders, í Marseille. Hjer
að ofan sjest afhjúpunarathöfnin.