Fálkinn


Fálkinn - 13.02.1937, Qupperneq 7

Fálkinn - 13.02.1937, Qupperneq 7
F Á L K I N N 7 liarða mangara, sem er sníkjudýr á listamönnunum. Þekkið þjer hann? — Hann er leikhússtjóri Alec. Alec fer í sýningarferð með „Sinful Society“. • — Má jeg óska yður til hamingju, ungi maður, sagði gamli maðurinn innilega. — Það getur orðið margt úr því. Þjer hafið auðvitað aðal- hlutverkið? — Ónei, svaraði Alec stutt. — Ekki aðalhlutverkið. — Jeg skil, sagði gamli maðurinn og hrosti raunalega. — Þessir fá- bjánar — maður má þakka fyrir ef þeir kunna að meta liæfileika, hvað þá snillingsgáfu, — ekki til að nefna. Jeg þekki Larry Lowther frá gam- alli tíð — þá var jeg konungur á leikhúsunum en hann þræll .... en nú vill liann ekki einu sinni hafa mig fyrir lægstu laun, sem greidd eru aðstoðarleikurum. — Larry Lowther — byrjaði^Alec og var talsvert æstur. — Er leikhússtjóri Alecs, greip lieatrice fram í. Það var barið að dyrum. — Hver getur þetta verið? Með- fredd kvenforvitni vaknaði hjá Bea- Irice. — Mjer er ofaukið lijer, er jeg hræddur um, flýtti gamli maðurinn sjer að segja Jeg fer fram i eldhús- ið eða baðklefann á meðan og svo skýst jeg út, þegar gangurinn er orð- inn mannlaus. — Nei, þjer eruð gestur okkar. Þjer verðið hjerna, vinur. Alec bar skynbragð á það sem dramatiskt var og rödd lians var heit. Beatrice leit snöggvast á Alec og fór svo fram til þess að ljúka upp. Það heyrðust raddir út á ganginum. Beatrice var mikið í hug þegar hún kom inn aftur. — Það er mr. Larry Lowther, sagði húii. Hvað eigum við að gera. Eigum við að segja að þú sjert ekki heima? Larry Lowther! Hvað getur hann haft að vilja hingað? Alec var stein- hissa. Leikhússtjórar eru ekki vanir að venja komur sínar til undirtyllu- leikara. Skyldi bifreið liafa ekið yfir liann Garden, sem á að leika aðalhlutverkið? Bjóddu honum inn, Bee, Við geturn ekki verið ókurteis, jafnvel ekki við leikhússtjóra. — En gesturinn okkar, sagði Bee, hreinskilnisJega. — Mrj Lowther hefir andúð' á honum — Jeg vil ekki stofna framtíð yðar í hættu, kæri velgerðamaður minn. Gamli inaðurinn stóð upp, en Alec bandaði hendinni. — Þjer verðið kyr. Hver veit nema það hafi legið illa á Lowther eða að liann hafi verið að flýta sjer þegar liann talaði við yður. Þegar hann sér yður lijerna i vinahóp getur vel ver- ið að honum snúist liugur. Jeg veit að hann vantar mann til þess að að- sloða í smáhlutverkum. — Þjer eruð vinur af himnum sendur! En jeg er yður of þakklát- ur til að vera kyr. Jeg fer fram í liaðklefann. Hann gekk út úr stof- unni en ekki nógu fljótt. Larry Lowther, þrekinn maður og æringi í aðra röndina en nöldrunarseggur í hina, kom inn í sama bili og sá hann. — Var þetta Paul Vermont, sá að- súgsmikli vandræðagepill? — Þetta var vinur minn Paul Ver- mont, herra Lowther. Larry varð fokvondur. — Segðu mjer hverja þú umgengst þá skal jeg segja þjer hver þú ert, segir mál- tækið. Jeg hafði hugsað mjer að bjóða yður annað pláss með betri launum, i öðrum leikflokki. En það verður ekki af því. Jeg hefi ekki neitt við þá leikara að gera sem leggja lag sitt við dóna. — Þetta er órjettiátt, svaraði Alec. Framh. á bls. 10. Sannleikurinn um ástamái frú Simpson og Gnglakonungs. Eftir frænda frúarinnar, NEWBOLD NOYES, blaðamann. FJÓRÐA GREIN. Vinátta þeirra gerði konunginn að betri manni. Sem prins af Wales, Edward VIII. konungur, hertogi af Windsor eða Tonimy Atkins i konungshernum muiidi hann vissulega hafa getað unn- ið ástir hverrar konu sem vera skyldi og orðið góðvinur hvers manns sem vera skyldi. Hann er einn af þeim mönnum sem tekur fast og innilega í hend- urnar á manni, sem horfir beint i augun á manni og hlær lijartanlega þegar maður hittir hann. Maður finnur ósjálfrátt til tignar hans — fremur af jiví, að hann dylur hana undir látlausu alúðarviðmóti en af því að hann láti á henni bera. Hann liefir gaman af gletni, og glaðværð hans er máske síður í enskum stíl en •ameríkönskum, vegna þess að liún er svo blátt áfram. — Jeg veit vel, sagði hann einu sinni við mig og brosti eins og strákur, að í Ameríku eru til hjóna- bönd þar sem nauðsynlegt er að umgangast manninn með — segjum við: smjaðri og gullhömrum. Segið þjer mjer, þjer munduð ekki ganga með vjelbyssu á yður? SIR en ekki HÁTIGN. Fyrsta skifti sem jeg liitti hann var hann klæddur á þann liátt, sem bezt lýsir þvi, er mest ber á i skapgerð hans: andúðinni á öllum kreddum og erfðasiðum. Hann var, eins og jeg hefi áður sagt, i skotabúningi. Saint var persónuleiki hans svo mik- ill, að jeg tók ekki eftir því alt kvöldið, hvernig hann var klæddur. Skotabúningurinn sem hann var í, var fullkominn út í æsar, — alt var með. Litirnir voru ljósblátt, svart og hvítt. Ekkert man jeg eftir hverskon- ar skyrtu liann var í eða livernig skórnir hans voru. Liklega liafa það verið smokingskór eða lakkskór. Jeg man hinsvegar að fötin fóru vel hin- um þjálfaða líkama hans og voru í góðu samræmi við Ijóshært höf- uðið og hina sýnilegu ánægju í and- litinu, yfir því að mega vera í friði með vinum sínum um kvöldið. Það er mikill ljettir gestum hans að hann hirðir svo lítið um alla erfðasiði — og ráðherrunum þykir vænt um það. En vei þeim, sem ætlar að nota sjer það, að konungurinn er blátt áfram. Það er sagt að einu sinni liafi konungurinn gefið einum ráðherra sinna, sém honum þótti haga sjer of kunnuglega, ráðningu sem dugði, þó að lítið bæri á henni. Hann flutti sig í fjærsta hornið í fundarsalnum og þar gaf hann merki um að við viðtalinu væri lokið. Aumingja ráð- herrann, sem skildi sneiðina varð að ganga aftur á bak alla leiðina út að dyrum, sneyptur og buktandi. í konungstið sinni hvatti hann menn til að nota ávarpið „sir“ i stað „Yðar hátign“, og i þeim fáu opin- beru ræðum, sem hann hjelt eftir að hann varð konungur notaði hann ávalt orðið „jeg“ i stað „vjer“ eins og konungar ávalt nota. Edward VIII. þótti vænt um að lifa á 20. öldinni. Og þegar hann skildi, að ýmsar erfðavenjur voru orðnar úreltar, gaf hann lausan tauminn ást þeirri sem hann bar til omerikanskrar konu af borgarastjett; já ekki aðeins það. Hann ákvað að giftast henni. Hann blæs „bagpipe“. Edward liefir gaman af hljómlist, sjerstaklega heldur liann upp á skotsku pokapípuna — bagpipe. Eftir miðdegisverðinn á Fort Belvedere 1. desember, spurði hann mig, rjetl áður en frú Simpson og frænka hennar stóðu upp frá borðum: — Langar yður til að heyra poka- pipublásarann minn. Hann er mjög leikin n. — Það langar mig mikið, Sir, svaraði jeg. Það var gert boð eftir manninum og liann kom sjer fyrir rjett fyrir utan borðstofudyrnar. Hann ljek nokkur skosk ])jóðlög. Eftir nokkra stund sagði konungurinn, sem helst vildi lialda áfram að tala: — Segið lionum að þetta sje nóg. Edward leikur sjálfur á pokapípu og þetta — ásamt því, að hann hefir bannað „diplomatföt“ við hirðina •— er vottur um löngun hans til að brjóta í bága við fyrri siði.------- Enginn getur neitað því, að þráinn er eitt af mest áberandi skapgerðar einkennum Edwards VIII. En þessi þrái er ekki líkur þrjósku illa upp- alins stráks, heldur lýsir hann óbif- anlegu sjálfstæðu sterks og einbeitts manns, sem hefir mikið sjálfstraust. Margir eru sannfærðir um, að and- róður sá sem fram kom gegn áform- uðu hjónabandi hans og frú Simpson, hafi að miklu leyti stafað af hinni sýnilegu óbeit konungsins á því, að eiga að láta konungsstimpilinn gylla liverja opinbera athöfn, sem liann tók þátt r. — Hversvegna? spyr hann, og vís- ar án frekari málalenginga frá þeim málum, sem lionum finst sjer óvið- komandi. Wallis Simpson er eina manneskj- an, sem getur sigrast á þráa hans. Bros af vörum hennar sigrar, þar sem heilt heimsriki stendúr ráðþrotn. Konunfíurinn og nætur- klúbbarnir. Áður en Edward konungur kyht- isl frú Simpson voru óvinir lians að gera úlfalda úr því, að hann liafði gaman af að koma í næturklúbbana, og umgangast .„skemtilegan hóp“. Meira að segja sunnudaginn eftir að konungurinn liafði sagt af sjer mint- ist erkibiskupinn af Kantaraborg á unigengni konungs við „sumt fólk í samkvæmislífinu, sem að lífsvenj- um væri gjörólkt bestu hugsjónum og erfðum þjóðar lians“. Að þvi er mjer skilst hefir erkibiskupinn meint eitthvað viðvíkjandi liferni konungs og fólks þess sem hann umgekkst, áður en hann kyntst frú Simpson. Allir Englendingar vita, að Mary ekkjudrotningu þótti mjög vænt um vináttu Edwards og frú Simpson — að minsta kosti framan af — og var þeirrar skoðunar, að þessi kunnings- skapur hefði haft gagnleg álirif á son hennar. Áfengisnautn Edwards verður að leljast mjög hófleg nú. Eii það er einhver ókyrð yfir lier- toganum af Windsor — á golfvellin- um, i ráðsalnum með ráðgjöfum sín- um eða heima lijá sjálfum sjer. Það er sjaldgæft að hann sitji lengi í einu. Meðan aðrir sitja og rabba, gengur hann hringinn í kring í stof- unni, raular lag fyrir munni sjer — venjulega skoska þjóðvísu, en stujid- um viðlagið úr nýrri tíðarvísu. Hann sefur lítið en er eigi að síð- ur mjög hraustur líkamlega. Hann hefir björt augu og frísklegan litai- hátt — eins og liann væri nýkominn úr gönguför. Vinnuþol hans er nær ótakmarkað, og á ferðalögum er hann óþreytandi. Einasta veila lians er sú, að honum hættir oft við að lcvefast. Þegar hann varð konungur varð hann að neita sjer um að fara á refaveiðar á liestbaki — þá iþrótt taldi fjölskylda hans og ráðgjafar of hættulega fýrir konung. En liann minnist ennþá með ánægju hinua tryltu spretta á dýraveiðunum, og það má ganga að því vísu, að hvar sem hann sest að, þá muni hann koma sjer upp reiðhestum. Ekki hrifinn af Wagner. Aðra uppáhaldsskemtun fær hann nú tækifæri lil að stunda og það er flug. Maður getur verið viss um, að hertoginn af Windsor notar flug- vjelina í allar lengri ferðir —- og það ekki aðeins sem farþegi heldur einnig sem stýrimaður. Honum þykir mjög gaman að golf en er ekki sjerlega leikinn í því. Tennis og laxveiðum þykir honum líka gaman að. Gagnstætt frú Simp- son hefir hann gaman af vetrar- iþróttum, sjerstaklega skíðagöngum. Hinsvegar þykir lionum ekki gaman að kappsiglingum, eins og föður hans. En veiðarnar eru uppáhaldsiðja lians, og verður það. Það ljómar af augunum á honum þegar hann talar um veiðar og maður getur sjeð að það koma kippir í vöðvana, eins og hann væri að taka byssuna upp að kinninni. —- Þjer verðið einhverntíma að koma á veiðar með mjer, sagði hann við mig. En livort liann hugsaði um enskar veiðilendur eða aðrar, veil jeg ekki. Honum þykir líka vænt um garð- yrkju, glas af góðu burgundvini, töfrabrögð (hann er stundum að sýna ýms töfrabrögð, en tekst illa), steikl akurhænsni, bækur sem vekja til umhugsunar, allskonar fugla og dýr nema ketti — gamlar tóbaksdósir, skarpsteikt flesk og fólk, sem getur komið honum til að hlæja. Hinsvegar kann hann illa við all- an liátiðaiburð, stífaðar línskyrtur, buff, sem hefir verið steikt of lengi. Wagnersóperur, hræsni og uppgerð, gamlar lygasögur og alt sem leiðin- legt er eða fer illa. Einu sinni fór hann með frú Simpson að lilusta á Wagnersópcru Hann fór burt i miðju kafi, en frú Simpson sal til enda. Nú hefi jeg reynt að gera mynd af Edward VIII. — ekki sem þjóð- höfðngja héldur sem manni. Ekki af þvi að það skifti hann nokkru máli, en eigi að síður segi jeg af fylstu sannfæringu, eftir að liafa sjeð hann, að maðurinn sem ætlar að sameinast frú Simpson er, sem maður i Ameriku kallar „tops“. Edward VIII., konungur Englands, er ekki konungur lengur. Af öllu því raunalega sem tengt er þessari stað- reynd, er það ekki síst raunalegt og kaldhæðnislegt að heimsveldið, sem í kærleika sínum til hans hefir lengi þráð að hann gifti sig, fjekk loksins ]iessa ósk uppfylta — en það kostaði það að sama heimsveldi misti liann. Alll með islenskum skipum' *F>

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.