Fálkinn - 06.03.1937, Side 12
12
FÁLKINN
DASHIELL HAMMET:
Granni maðurinn.
Leynilögreglusaga.
miSdegisverð lijáAlice frænku. Dorry er þar
öllum stundum, og jeg ætla að komast að
niðurstöðu í þessu. Jeg get látið hana segja
mjer hvað sem er“.
„Já, en ef hún er hjá frænku sinni“, sagði
jeg, „hvernig liefir hún þá getað —“
Hún kom heim rjett í svip í gærkvöldi“,
sagði hann, „og auk þess er jeg ekki alveg
viss um, Iwenær þvi liefir verið stolið. Jeg
opnaði öskjuna í dag, öskjuna, sem jeg
geymdi morfínið í, í fyrsta skifti í síðustu
3—4 daga“.
„Vissi liún, að þjer áttuð þetta til ?“
„Já, það er eina ástæðan, sem jeg hefi
fyrir því að gruna hana. Hún var sú eina,
sem vissi það, held jeg. Jeg var lika að gera
tilraunir á henni“.
„Hvernig líkar henni það?“
„Ágætlega, en hún mundi nú liafa tekið
það hvort sem var. En það sem jeg ætlaði
að spyrja yður um er þetta, hvort það geti
hugsast, að hún sje orðin morfínisti á þess-
um fáu dögum “
„Hvað mörgum?“
„Einni viku — nei, tíu dögum“.
„Varla, nema þvi aðeins að hún teldi
sjálfri sjer trú um það. Gáfuð þjer lienni
rnikið ?“
„Nei“.
„Látið þjer mig vita, ef þjer komist að
nokkru í málinu“, sagði jeg. „Jeg iná til að
fá mjer hifreið hjerna. Við sjáumst seinna“.
„Þjer komið til okkar seinna í kvöld —
er ekki svo?“
„Jú, ef jeg kemst mögulega til þess. Þá
hitti jeg yður máske?“,
„Já“, sagði hann, „og þjer vitið ekki hve
þakklátur jeg er yður“.
Jeg nam staðar við næsta söluturn til þess
að síma til Guild. Jeg bjóst ekki við, að hitta
hann á skrifstofunni, en vonaði að fá að
vita þar, hvar hann væri að hitta. En hann
sat þar þá enn.
„Yfirvinna?“ sagði jeg.
„Ætli maður kalli það ekki rannsóknir“,
sagði hann kankvíslega.
Jeg las brjef Georgíu upp fyrir liann og
gaf honum heimilisfangið hennar.
„Þetta var góður dráttur“, sagði hann.
Jeg sagði honum, að Jorgensen liefði ekki
komið síðan í gær.
„Haldið þjer, að maður geti hitt hann í
Boston?“ spurði liann.
„Annaðhvort þar“, gat jeg til, „eða svo
sunnarlega sem hann hefir getað komist
ennþá“.
„Við reynum í báðar áttir“, sagði liann
glaðklakkalega. „Og svo hefi jeg svolitla
frjett að segja yður. Nunheim vinur vor var
hlaðinn kútfullur af 32. kal. kúlum svona
um það bil klukkutíma eftir að hann strauk
frá okkur — dauður eins og saltsild. Kúl-
urnar virðast vera úr sömu skammbyssunni,
sem stúlkan var drepin með. Sjerfræðing-
arnir eru i önnum að rannsaka það og bera
þær saman. Jeg get hugsað að hann liafi
endað með því að óska sjer, að liann hefði
orðið kyr hjá okkur og hefði talað við okk-
XX.
Nora nagaði hita af kaldri andarsteik með
annari hendinni og var að leysa krossgátu
með hinni, þegar jeg kom heim.
„Jeg hjelt þú hefðir ráðið við þig, að byrja
samlíf við hána“, sagði liún. „Þú hefir einu
sinní verið leyninjósnari: findu handa mjer
lítinn brúnan hlut, líkan snígli en með lang-
an hóls“.
„Úr öndinni eða krossgátimni ? Eigum við
ekki að sleppa því að fara lil Edge í kvöld?
Þau eru svo leiðinleg“.
„Það getum við vel, en þá móðgast þau“.
„Nei, þvi miður verðum við tæplega svo
lieppin“, volaði jeg. „Þau móðguðust við
Quinn, og — “
„Harrison Quinn hringdi til þín. Hann
sagði að nú væri óskastundin til þess að
kaupa eitthvað af Mclntyre Procumine —
jeg held að það hafi verið eitthvað þessliátt-
ar sem hann nefndi — til viðbótai gull-
námuhlutahrjefunum þínum. Hann sagði
að lokaskráningin væri 20T4“- Hún setti
fingurinn á krossgátuna. „Þetta orð sem mig
vantar á að vera hjer“.
Jeg fann orðið sem vantaði og sagði
henni svo orð fyrir orð, hvað liefði horið
við og hvað hefði verið sagt hjá Mimi.
„Jeg trúi því ekki“, sagði hún. „Þetta er
tilbúningur úr þjer. Svona manneskjur eru
yfirleitt alls ekki til. Hvað gengur að þeim?
Eru þetta frumútgáfurnar af einhverri
nýrri rándýrategund?“
„Jeg get aðeins sagt þjer frá því, sem ger-
ist. En jeg skal ekki reyna að útskýra það“.
„Hvernig geturðu líka útskýrt það. Núna
eftir að Mimi er orðin andvíg Kesse, virðist
enginn í fjölskyldunni hafa vott af vinsam-
legum tilfinningum í garð neinnar annarar,
og samt sem áður minnir alt þetta fólk upp
á vissan máta livað á annað“.
„Máske er það skýringin“, sagði jeg.
„Jeg hefði gaman af að hitta Alice
frænku“, sagði hún. „Ertu að hugsa um, að
afhenda lögreglunni þetta brjef?“
„Jeg hefi þegar lesið það upp fyrir Guild
í símanum“, svaraði jeg og sagði henni um
leið frá Nunlieim.
„Hvað táknar það?“ spurði liún.
„Það táknar meðal annars, að ef Jorgen-
sen er farinn úr borginni, sem jeg held að
hann hafi gert, og ef kúlurnar eru úr sömu
skammbyssunni sem Júlía Wolf var drep-
in með, eins og jeg held að þær sjeu, þá
hlýtur lögreglan að finna þá sem samsekir
eru honum, ef þeir vilja kæra hann fyrir
eitthvað“.
„Jeg er viss um, að ef þú værir slyngur
njósnari, gætir þú komist miklu greinileg-
ar að orði“. IJún byrjaði aftur á krossgát-
unni. „Ferðu til Mimi aftur?“
„Það efast jeg mjög um. Hvað segirðu um
að leggja þetla dót frá þjer meðan við fáum
okkur hita að horða?“
Símanum var hringt, og jeg sagðist skyldu
svara. Það var Dorothy Wynand. „Halló!
er það Nick?“
„Já, það er jeg. Hvernig er heilsan, Doro-
thy ?“
„Gil er nýkominn liingað, og hefir spurt
mig um þetta — þú skilur, og þessvegna ætl-
aði jeg hara að láta þig vita, að það er al-
veg rjett að jeg tók það, en jeg gerði það
aðeins til þess, að afstýra þvi, að hann yrði
morfínisti".
„Hvað hefirðu gert við það “ spurði jeg.
Hann neyddi mig til að fá sjer það aftur,
og liann trúir mjer ekki. En jeg get svarið,
að þetta var eina ástæðan til að jeg tók það“.
„Jeg trúi þjer“.
„Yilt þú ekki gera svo vel og segja Gil
það? Ef þú trúir mjer, þá gerir hann það
vist líka, því að liann heldur að þú vitir alt
um alla“.
„Jeg skal segja honum það undir eins og
jeg liitti hann næst“, lofaði jeg.
Það varð hlje á samræðunni en svo spurði
hún: „IJvernig líður Noru?“
„Ilenni virðist líða ágætlega. Viltu tala
við hana?“
„Æ, já, en fyrst verð jeg að spyrja þig að
dálitlu. Sagði — jeg meina, sagði mamma
nokkuð um mig, þegar þú komst til henn-
ar í dag?“
„Ekki svo jeg rtiuni, Af hverju spyrðu?“
„Og sagði Gil nokkuð?“
„Ekki nema þetta um morfínið“.
„Ertu handviss um það?“
„Svona nokkurnveginn“, sagði jeg. „Af
hverju spyrðu?“
„Æ, það var eiginlega ekki af neinu —
ef þú ert viss um þetta. Það var ekki ann-
að en vitleysa“.
„Jæja, þá segjum við það. Nú skal jeg
kalla á Noru“.
Jeg fór inn í dagstofuna. „Dorothy vill
tala við þig. Og láttu nú yera að bjóða
henni í miðdegismat“.
Þegar Nora kom aftur úr símanum, var
augnaráð liennar svo undarlegt.
„Nú, hvað er á seiði?“ spurði jeg.
„Ekki neitt — ekki annað en „hvernig
líður yður?“ og alt svoleiðis“.
.Teg sagði: „Ef þú lýgur að herra þinum
og meistara, mun refsidómur guðs koina
yfir þig“.
Við fórum í japanskan gildaskála i 58. götu
og átum miðdegisverð og jeg ljet Noru telja
mjer hughvarf, svo að við fórúm til Edge.
Halsey Edge var langur og útlifaður mað-
ur á fimtugs aldri með oddhvast og gult
andlit og ekki nokkra ló upp úr höfðinu.
Hann kallaði sig sjálfur „gamm að atvinnu
og tilhneigingu“ -—- það var einasta gaman-
yrðið hans, ef gamanyrði skyldi kalla — en
með því vildi hann tákna, að liann væri
fornfræðingur og ætli afarmikið safn af
stríðsöxum.
Hann var ekki sem bölvaðastur undir eins
og maður hafði sætt sig við þá staðreynd,
að maður yrði við og við að skoða með hon-
um allar axirnar lians — steinaxir, kopar-
axir, bronsaxir, tvíeggja axir, slipaðar axir,
kantaðar axir, hamarsaxir, beykiaxir, Mes-
ópótamiuaxir, ungverskar axir, norrænar
axir — og allar voru þær nokkuð meljeln-
ar. En það var konan hans, sem við vorum
öll á móti. Hún lijet Leda, en liann kallaði
hana Tútt. Hún var ósköp lítil, og hárið á
henni, liörundið og augun — þó það væri
auðvitað nieð misinunandi lit — rann ein-
hvernveginn saman í eitt, eins og skolp.
Hún settist ákaflega sjaldan, liún rjeri sjer
á húsgögnunum og þótti ákaflega gaman að
halla undir flatt. Nora liafði myndað sjer
þá skoðun, að einhverntíma þegar Edge var
að rjúfa forna gröf, liafi Tútl komið hlaup-
andi á móti honum, og Margot Innes kallaði
hana „Vísirinn“. Hún sagði mjer einu sinni,
að hún hefði ekki neina trú á, að nokkur