Fálkinn - 03.04.1937, Síða 7
F Á L K I N N
7
vjel. Vjelin var með smíðamerki
fíélfast Wórks. Get ímyndað
mjer að þessar upplýsingar geti
gefið skgringu á hinu dularfulla
m(di. Theo Erwin. New York
etc."
Opinberi ákærandinn var liá-
tíðlegur á svipinn þegar hann
rjetti dómaranum skeytið.
Hvað á maður að gera með
þetta? spurði hann óþolinmóð-
ur. Þegar maðurinn lenli klukk-
an 634 i flugvjel fyrir utan New
York getur hann ómögulega
hafa framið morð í Amsterdam
sama morgun klukkan 8.
Hann ætlaði að leggja sim-
skeytið hjá málsskjölunum en
varð i sama bili litið á sakborn-
inginn. Hann iiafði alt í einu
orðið náfölur, andlitsdrættir
lians voru gjörbreyttir og hann
lijelt sjer dauðalialdi í riðið fyr-
ir framan bekkinn sem hann
sat á. Dómarinn blaðaði i mál-
skjölunum:
— Þjer liafið haft atvinnu i
Englandi, og i Belfast. Nú jæja,
það gerir hvorki til nje frá. En
hvernig komust þjer til Amer-
íku? Með hvaða ski])i ()g live-
nær?
Jeg get ekki sagt frá því.
Jeg fór vestur sem blindur far-
þegi.
En hvernig komust þjer
framhjá innflytjendastöðinni á
Ellis Island? Hjer er vegabrjef-
ið yðar, og á því er enginn land-
göngustimpill.
Jeg stalst frambjá vörð-
unum.
Eii livað er um þessa flug-
vjel? Hafið þjer l’logið i Amer-
iku
„Ekki svo jeg viti“.
Rjetturinn ákvað eigi að síð-
ur að yfirlieyra Theo Erwin í
New York.
Og það borgaði sig. Þegar
rjettarhöldin hófúst daginn eftir
lá fvrir' eftirtektarvert símskevti
frá lögreglunni i New York. I
mýri einni ekki langt frá staðn-
um sem Erwiu liafði tiltekið
bafði fundist flugvjel. Belfast
Works höfðu líka gefið s.ig
fram. Scotland Yard tilkynti
rjettinum að fyrverándi bilstjóri
hjá Belfast Works, John Camj)
sennilega sami maðurinn og
Jón Kampus hefði horfið i
maí um vorið og með honum
flugvjel af sjerstakri gerð, sem
smíðuð liafði verið fyrir her-
stjórn austur í Asíu. Það var
liáloftsflugvjel af nýjustu gerð.
með loftþjettum klefa og súr-
efnistækjum til öndunar. Scot-
land Yard mæltist til þess að
John Camp yrði hafður i gæslu,
hvað sem úrslitum morðmálsins
liði, þgngað til rjetlinum bærisl
kæra á hann fyrir þjófnað á
flugvjelinni.
Játið þjer þennan þjófnað
á yður? Eruð þjer John Camp?
spurði dómarinn nú hinn á-
kærða. Þjer sjáið að þá fæsl ný
sönnun fyrir sakleysi yðar i
morðmálinu. Voruð það þjer,
ÞEKKIRÐU LANDIÐ?
Hjer birtist fyrsta myndin af þrettán, sem lesendur Fálkans eru
beðnir um að segja hvaðan sje. Myndir þær, sem koma í tólf næstu blöð-
um eru allar af stöðum, sem myndir hafa birst af áður í íslenskum blöð-
um og tímaritum, en hinsvegar eru þær ekki af jafnkunnum stöðum og
þeim, sem birtust í getraun Fálkans forðum. Til þess að bæta þetta upp
verður jafnan einhver vísbending látin fylgja hverri mynd, svo að hægra
sje að vita hvaðan þær leru.
Þeir sem hlutskarpastir verða í samkepninni fá eftirtalin verðlaun:
I. verðlaun: 30 krónur.
II. verðlaun: 15 krónur.
III. verðlaun: 7.50 krónur.
Fyllið út seðil þann, sem fylgir hverri mynd og safnið þeim saman.
Sendið þá alla í EINU LAGI þegar getrauninni er lokið, til AFGREIÐSLU
FÁLKANS, BANKASTRÆTI 3, REYKJAVÍK.
Svörin verða að vera komin til afgreiðslunnar fyrir 15. ágúst, því
að þann dag verður dæmt um ráðningarnar.
ÞEKKIRÐU LANDIÐ? 1.
sem lentuð stolnu flugvjelinni
fyrir utan New York þann 10.
júlí klukkan 6% árdegis?
Hinn kærði stóð upp og varð
niðurlútur. Hann hugsaði sig
um. Svo sagði hann fastmæltur:
Já, jeg meðgeng þjófnað-
inn. Jeg stal flugvjelinni og
smyglaði benni til New York.
Herra ákærandi, sagði
dómarinn. Rjetturinn biður vð-
ur um álit yðar í málinu. Þjer
takið morðákæruna aflur? Með
þessum upplýsingum ætti það
að vera fullsannað, að hvað
morðið snertir þá
Jeg held kærunni fram til
streytu i öllum atriðum, sagði
ákærandinn. Hjer hefir eng-
in fjarverusönnun komið fram
ennþá.
Ekki það? svaraði dómar-
inn og hló.
Sakborningurinn var
snemma morguns hinn 10. júlí
i New York, hrópaði verjand-
inn.
Ákærandinn hjelt áfram og
vaf hinn rólegasti: Jeg hefi
fengið álit kgl. flugfjelagsins
bretska. í skýrslu rjettarins fyr-
ir árið 1934 segir, að hraðamet
flugvjela sje 435. enskar mílur
á klukkustund. í háloftunum er
auðvelt að auka hraðann upp í
þúsund mílur. Sumar hálofts-
flugvjelar eiga auðvelt með að
ná þessum braða. Þetta segir
það, að Jón Kampus hefur get-
að flogið frá Amsterdam til
New York á hálfum fjórða tíma.
Og þar með er saklevsissönnun
lians úr sögunni.
En þjer gleymið því, herra
ákærandi, að morðið var fram-
ið klukkan átla, kallaði verj-
andinn bæðnislega og dómar-
inn kinkaði kolli til samþykkis
og glotti.
Ákærandinn leit rólega upp
og hjelt áfram, en dauðaþögn
var í salnum: Jeg hefi ekki
gleymt því.
Jæja orgaði verjandinn, —
getur maður þá verið svaramað-
ur i New. York og myrt gim-
steinasalá i Amsterdam á sama
tima?
Já, einmitt, sagði ákærand-
inn en áheyrendur göptu af
undrun. Það er ofur einfalt mál.
Klukkan í New York er fimm
tímum á eftir klukkunni í Am-
sterdam. Jón Kampus framdi
morðið klukkan milli átta og
níu, eftir Amsterdamtíma. Þá
var klukkan i New York ekki
nema þrjú. Eftir háloftsflugið
gat bann lent við New York
klukkan bálfsjö eftir klukkunni
þar, og auðveldlega verið svara-
maður í Þrenningarkirkj unni
klukkan álta. - Þessvegna tek
jeg ekki ákæruna aftur. Jón
Kampus er sekur um morð
Abrabam Lyns. Jeg ákæri hann
hjermeð f>TÍr ....
Það glamraði ferlega i stóru
rúðunm i salnum og alt varð í
uppnámi. Jón Kampus hafði
blaupið á rúðuna og út á götu
Sakleysissönnunin liafði brugð-
ist .
Snemma á þéssari öld var sagt frá
því, að i Mexico kæmi út blað á
stærð við frímerki og var þetta tal-
ið ótrúlegt, þó menn tryðu þvi. Nú
hefir franskur maður Maurice Ker-
chemblat skrifaði sögu Jeanne d’Arc
eftir Paul Corbanic á helming af
venjulegu brjefspjaldi og þykir það
met í „smámunum“. Með stækkunar-
gleri er liægt að lesa allan textann,
en hann er 275 linur. í þessum líú-
mu eru 11.198 orð og 50.957 stafir
og greinarmerki. Kerchemblat var
ekki nema tvo mánuði að skrifa
þetta.