Fálkinn - 22.05.1937, Qupperneq 2
2
F Á L K I N N
------- GAMLA BÍÓ --------------
Jeg vil ekki giftast.
Hrífandi og efnisrík dönsk tal-
mynd frá Palladiuin. Aðallilut-
verkin leika:
BERTHE QUISTGAARD,
LIS SMED,
IB SCHÖNBERG,
HENRIIÍ BENTZON.
Myndin sýnd bráSlega.
I'etta er dönsk gamanmynd, tek-
in af Palladium undir stjórn hins
góðkunna kvikmyndastjóra Lau Lau-
ritzen, sem m. a. hefir stýrt töku
allra þéirra mynda, sem „Stóri“ og
„Litli“ hafa leikið í. Myndin snýst
um kvenrithöfund einn, Uilu Hem-
pel aS nafni, sem skrifar undir nafn-
inu Ulla Ironica og hefir gefiS út
bók um hjónabandiS, þar sem mjög
er veitst aS karlmönnunum. Bók
þessi vekur megna gremju allra
karlmanna og stendur mesti styr um
Ullu. Og þaS liggur nærri, aS bókin
spilli samförum ungra lijóna, Willy
Francks og Lis konu hans. Willv
verSur svo hamslaus af bræSi, þeg-
ar liann hefir lesiS bókina hjá konu
sinni, aS engu tauti verSur viS hann
komið. En til aS kinsa hann býStir
skáldkonan konu hans í hálfsmánaS-
ar hílferðalag meS sjer og ætlast iií
aS hann jafni sig á meSaii.
Á því ferSalagi ber margt skriliS
viS. Förunautur þeirra kvennanna,
Preben aS nafni (Ib Schönberg) er
bálskotinn i skáídkonunni og hefir
beSið hennar margsinnis, en ávalt
fengiS hryggbrot. í ferSinni kemur
nýr biSill á leikinn, Jörgen Ólafsson
forieggjari (leikinn af Hinrik Bent-
zen). Preben verSur fullur af af-
brýSisemi gagnvart honum og veitist
sú ánægja aS skáldkonan tekur fo •-
leggjaranum fálega um sinn. Prebeti
hefir hlæilegasta hlutverkiS i leikn-
um og er dásamlega skemtilegur á
koflum. En skemtilegasti hluti mynd-
arinriár gerist í ferSalaginu á heim-
ili gamals óSalsbónda, Sigurd
Ivragh (sem leikinn er af Johannes
Meyer); er þaS aSal lifsstarf hans aS
safna frímerkjum og róla sjer, og
lýsir þaS nokkuð manninum. Rólan
er táknmynd lífsins, segir hann.
ASalhlutverkin eru i höndum
Berthu Quistgaard, sem lijer birtist
mynd af; leikur htin skáldkonuna og
karlmannahatarann af mestu prýSi
og skemtilega. En ungu hjónin leika
Siegfried Johansen, sem leikið hefir
„charmörinn" i fjölda af dönskum
mynduni, og Lis Smed, liin unga
danska leikkona, sem vakiS liefir svo
mikla athygli fyrir frammistöSu sína
á leikhúsum í Kaupmannahöfn.
Hljóriileikarnir í myndinni eru eftir
Erik Fiehn, Ieiknir af hljómsveit
Erik Tuxens.
Þetta er þægileg skemtimynd, sem
mörgum mun þykja gaman aS sjá,
og fær eflaust vinsældir, eins og
flestar kvikmyndir Lau Lauritzen.
Hcilldór Stefánsson forstjóri
verður sextugur 26. maí.
jr
I xnæsta bldðí
„FÁLKANS“
i: föstudaginn kemur, verður stór
mynd af Kerlingu, tekin af tindinum
á Súlum. Skraddarinn skrifar um
toðdýrarækt, en sagan er um inn-
brotsþjóf, sem lendir í skritnum kring
umstæffum. Hún heitir „Afrek Billy
Brown“ og er eftir hinn kunna
enska smásagnahöfund EIIis Harms-
worth.
Hafið þið komið á Hlöðuvelli?
Þeir eru stórtignarlegur staður og
svipmikill. Hlöðufell er einn besli
útsýnisstaður yfir alt suðvestanverl
ísland, hvort heldur er litið nœr eða
fjær og valllendisgrundin sunnan-
undii' fellinn þykir merkilegt fyrir-
brigði innan um örfoka hraun ng
sanda. í næsta blaði verður lýsing á
útsýniTiu af þessum slóðum og á
leiðunum þungaff frá Þingvöllum og
til Geysis. Af Hlöffuvöllum liggju
leiðir i ótal áttir. Þrjá góffar myndir
fylgja greininni.
í barnadálkinum er m. a. sagt frá
ýmsum frímerkjum, sem komiff hafa
út fyrir skemstu. Framhald er þar
á myndasögunni um sjóræningjaeyji
una, sem börn bíða óþolinmóð eftir.
Fjöldi mynda úr ýmsum áttum
verður einnig i blaðinu og upphafs-
kafli að langri grein um krýningar
í Englandi.
Fuglar að verpa.
Eins og venjulega var krían í ár
komin fyrir miSjan maímánuS, því
þó hún, eftir þvi sem menn best
vita, komi lengst að allra farfugla,
kemur víst enginn þeirra eins reglu-
liundiS og hún. En þaS er hér um
bil á hverju vori, aS menn eru bún-
ir að sjá hana lijer, áSur en hún
kemur. Venjulega eru það hettu-
máfar, sem eru þar á ferð, er menn
þykjast sjá kríuna; þeir eru hvítir
á litinn meS svárt höfuS, og því
ekki ólikari kríum, en til dæmis
skjótt folald flekkóttri tík. En þaS
eru oft mun ólíkari fuglar, sem
menn halda að séu kriur. MaSur,
sem stóS við hliSina á mjer viS
Arnarhólstún, þóttist sjá kriu, en
þaS var reyndar þó dálítiS sé
ótrúlegt — smirill.
Þrösturinn er farinn að verpa;
hann á 5—6 egg. Þrestir verpa
nokkuS hjer í Reykjavíkurborg, en
mörg dæmi eru til þess, aS kettirnir
klófesta þá, og liafa þá ungarnir
drepist úr sulti og kulda. En stund-
um ná kettirnir í ungana, þegar þeir
eru nýkomnir úr lireiSrinu, því
þrastarungarnir fara þaS nokkrum
dögum áður en þeir verða fleygir.
ÞaS er of niikið af köttum hér í
höfuðborginni, þó þeir sjeu oft
skemtilegir.
Það verptu þrestir i Hressingar-
skálagarSinum í fyrra, og komu út
ungunum. Hreiðrið var ofan á girð-
ingarstaur, og það hafði aðeius
stuðning á einn veg, (upp að báru-
járni); var því svo haganlega fyrir-
komið, að það var alveg fast ofan
á staurnum. Þrestirnir komu aftur
i garðinn í vor, en tveir drengir,
sem voru að leika sjer í garðinum,
stygðu þá, og komu þeir ekki aftur.
Það er margfengin reysla fyrir því,
að það þarf litið til þess að fæla
fugla frá fyrst á vorin, þegar þeir
eru að húa sig undir að verpa.
Lómurinn er einn af þeim sjófugl-
um, sem verpa á heiðum, við tjarn-
ir þar, oft við polla svo litla, að
þar þrífst engin branda, og verður
liann að sækja matinn handa ung-
unum til sjávar, eða fjarlægra veiði-
vatna, og hlýtur það að vera erfitt,
því þó hann sje góður kafari, (Eng-
lendingar kalla lómana kafara), þá
er hann ekki vel lagaður til flugs:
stór búkur meS litlum væugjum.
Lómurinn á 2 egg, og eins náfrændi
hans himbriminn, sem er einn
stærsti og fallegasti fuglinn, sem hjer
verpir. Hann verpir líka inn í landi,
þó hann sje mestan hluta ársins á
sjónum. Hann verpir tveim til þrem
vikum seinna en lómurinn, og er
því ekki farinn til þess ennþá; ger-
ir það síðast i maí. Himbriminn er
einn af þrein fuglategundum, sem
verpa lijer á landi, en ekki annars-
staðar í Evrópu, en aftur á móti i
Grænlandi og Norðnr-Ameríku. Má
af því ráða, að þeir himbrimar, er
fyrst námu hjer land, hafi komiS
Irá Vesturheimi.
Fýllinn verpir í miðjum maí-mán-
uði, aðallega í klettum við sjó. Sum-
staðar verpir þó fugl þessi í fjöllum
langt frá sjó, til dæmis í Mýrdalnum,
en mestan liluta árs heldur hann sig
úti á regin hafi, og nálgast ekki
land vikum, eða mánuðum saman.
Einkennilegt er hvað fýlnum fjölg-
ar ört, þó hann eigi ekki nema
eitt (hvítt) égg. Ólafur úr Keflavík
(við Látrabjarg), sagði, að nú
myndu verpa að minsta kosti hundr-
að fýlar á Vestfjörðum, fyrir hvern
einn er vtrpti þar fyrir fjörutíu ár-
um. Og fýllinn er farinn að verpa
viðsvegar um land, þar sem aldrei
sást fýll áður, og sama sagan er
sögð úr nágrannalöndunum.
Loks má nefna að æðurin er far-
in að verpa, og senn koma allir hin-
ir fuglarnir á eftir, þvi vornóttin
þokar sjer með liverjum sólarhring,
úr norðrinu, lengra suður yfir Snæ-
land gamla.
Ólafur Friðriksson.
—í-X-----
NÝJA BIÓ.
Ástin lifi.
Ensk tal- og söngvamynd sara-
kvæmt hinni víSfrægu operettu
„Madame Dubarry“ eftir Millöck-
ers, — AðalhlutverkiS leikur
GITTA ALPAR.
Sýnd bráðlega.
Ýmsir minnast kvikmyndarinnar
„Madame Dubarry“, sem var ein
fyrsta stóra kvikmyndin, er hjer var
sýnd frá Þýskalandi. Efni myndar-
innar „Ástin lifir“ er einnig tekið
úr sögu Madame Dubarry, en segir
einkum frá því, hvernig hún varð
eftirlætisgoð konungsins. Það var
valdastreita tveggja aðila, sem hjer
var að verki. Annarsvegar var Choi-
seul forsætisráðherra konungs og sa
sem mest liafði völdin, en hinsvegar
var marskálksfrúin af Luxemburg.
Choiseul hafði komist til valda fyrir
áhrif hjákonu Lúðviks konungs XV.
madame Pompadour — en þegar
l»essi mynd liefst, er hún að deyja,
og nú sjer marskálksfrúin af Lux-
emburg sjer leik á borði, að útvega
konungi nýja vinkonu, sem hlynt sje
henni. Til þessa velur hún stúlkuna
Jeanne, sem hefir verið rekin úr
tiskubúð. En vitanlega má ekki
kynna konunginum óbreytta al-
þýðustúlku og þessvegna er Dubarry
greifi, síblankur iðjuleysingi fenginn
til að giftast Jeanne. Hún er svo
kynt konungi, undir eins og hún er
orðin greifafrú Dubarry og verður
konungur þegar mjög hugfanginn af
stúlkunni. En Choiseul ráðherra er
ekki af baki dottinn. Hann fær fyr-
verandi kunningja Jeanne til þess að
yrkju um hana níð — og kunninginn
er fús til þess, vegna jiess að hún
hefir verið mjög svo afflutt við hanu
— og síðan safnar hann saman
Parisarlýðhum til þess að fara til
konungshallarinnar og syngja þar
níðið fyrir utan gluggana, svo að
konungur verði fráhverfur Jeanne.
En þetta fer öðruvísi en ætlað ei
og leiknum lýkur með sigri Jeanne
og falli Choiseul ráðherra.
Þessi mynd er tekin af British
International og hefir tekist mæta
vel. Umgerð hennar er stórfeld og
tignarleg og hvert einasla hlutverk
stórt eða smátt, er skipað úrvals-
leikuruin. Gitta Alpar leikur aðal-
hlutverkið, madame Dubarry, en
Patrick Waddington leikur kunn-
ingja hennar, sem hún yfirgefur til
þess að giftast greifanum. Owen
Nares leikur Lúðvík XV. en Arthur
Margetson hinn ljettlífa Dubarrv
greifa.
Tilhögun og niðurröðun efnisins
er mjög lík og í óperettunni „Mad-
ame Dubarry" eftir Millöcker og
tónleikarnir úr óperettunni eru
notaðir í kvikmyndinni. Varð óper-
ette þessi mjög fræg á sínum tínia
vegna þess hve hljómleikarnir \
henni þóttu góðir. f kvikmyndinni
fær áheyrandinn mest af þessum
hljómíeikum, en svo að auki marg-
falt hetri leik en í nokkurri óper-
ettu. „Ástin lifir“ verður sýnd bráð-
lega í NÝJA BÍÓ.
Maður nokkur í Ameríku, H. Free-
man að nafni var nýlega skorinn á
kviðinn vegna nýrnasteina. llann
lifði af uppskurðinn og þó var
steinninn, sem úr honum kom ekk-
ert smásmíði: 15G5 grömml Þarna
hafa Ameríkumenn víst sett eitt met-
ið enn og má gera ráð fyrir að
steinninn verði settur í glerbúr á
náttúrugripasafn og maðurinn sýnd-
ur fyrir peninga.