Fálkinn


Fálkinn - 22.05.1937, Blaðsíða 13

Fálkinn - 22.05.1937, Blaðsíða 13
F Á L K I N N 13 Setjið þið saman! 1............................ 2............................ 3 .......................... 4 .......................... 5 .......................... 6 .......................... 7 .......................... 8 .......................... 9............................ 10........................... 11........................... 12........................... 13 ......................... 14 ......................... a—a ð—a f—a g—b j ö rg—b r ú—d a—e—e -—er—i-—i—í—is—ív—jazz-— lad—1 eg —lás—laug—lou — u ik—nin — norð — of s—ól—sig—sog— stað—u—u— ur— ur—ur—vist. BLÓÐHEFNDIN. Framh. af bls. 7. lieyrði að fóstbróðir hans sagði: — Inverawe Inverawe! Blóð krefst blóðs. Leyndu ekki morð- ingnjanum! Svo fölnaði myndin og hvarf. Og ljósið brann aftur skýrt og ró- legalega. Inverawe hjelt loforð sitt. Hann gat ekki annað, hvað svo sem svip- urinn sagði. Daginii eftir fór banu til Macniven með mat. En um nótl- ina sýndi fóstbróðir hans sig aftur. Aí skældum vörum afturgöngunnar heyrðust sömu orðin, og i þetta 1. Tískudans. 2. Mannsnafn. 3. Fornaldarborg. 4. Kvenheiti. 5. Ferleg. (i. Útl. kvenheiti. 7. Franskur stjórnmálamaður. 8. Ráddu í vist! 9. A hnakk. 10 Átt. 11. Brú á íslandi. 12. Kvenheiti. 13. Heift, ákefð. 14. Mannsnafn. Samstöfurnar eru alls 35 og á að setja þær saman í 14 orð í samræmi við það, sem orðin eiga að tákna. Þannig að fremstu stafirnir í orð- unum taldir ofan frá og niður og öftustu stafirnir neðan frá og upp, myndi nöfn núverandi og fyr- verandi bankastjóra. Strykið yfir hverja samstöfu um leið og þjer notið hana í orð og skrifið nafnið á listann til vinstri Nota má ð sem d og i sem í, a sem á, o sem ó og u sem ú. sinn voru þau sögð með meir áherslu. — Inverawe, Inverawe! Blóð krefst blóðs. Leyndu ekki morðingj- anum! í dögun morguninn eftir fór In- verawe í hetlinn og sagði við Mac- niven: — Þú gelur ekki verið hjer lengur. Farðu og bjargaðu þjer eins. og best gengur. Nú bjóst Inverawe við, að fóst- bróðir hans kæmi ekki oftar til að krefjast hefndar. En það fór á aðra leið. Um nóttina stóð afturgangan enn við rúmið hans. Og enn talaði liún. — Einu sinni bað jeg þig og tvisvar sinnum bað jeg þig. Nú er það of seint. Við sjáumst aftur við Ticonderoga. Inverawe fór á fætur áður en dag- aði , og upp i helli. Macniven var farinn. Inverawe sá ekki svip'inn framar, en hann var þögull og hljóður eftir þetta. Oft gekk hann uppi í ásnum við Cruachan og hugleiddi þetta og merkilegu orðin, sem hann hafði heyrt. Þegar fólk sá hann i þessum þönkum, sagði það: — Veslings Inverawe, nú er hann að hugsa um vininn, sem er horfinn. Aðeins bestu vinir hans vissu ástæðuna til þung- lyndisins. Árið eftir hófst ófriðurinn milli Frakka og Englendinga i Ameríku. Campbell af Inverawe var majór i 42. herdeild og fór með henni vest- ur og kom til New York í júní. Þaðan hjelt deildin áfram til Al- bany og lá þar í herbúðum uns snjóa leysti vorið 1757. Francis Grant var ofursti her- deildar Inverawe og í herbúðunum spurði Inverawe hann, hvort hann kannaðist við nafnið Ticonderoga. Grant mintist ekki að hafa heyrt ])að nefnt og Inverawe sagði honum sögu sína. Ýmsir foringjar voru við- sladdir og hlýddu á. Hafði sagan talsverð áhrif á suma, en aðrir brostu að henni. En þegar þeir sáu hve alvarlegur Inverawe var, hvarf þeim aliur hlátur úr hug. Herstjórnin ákvað að gera út leið- angur gegn virki, sein Frakkar höfðu bygt við Lake George, og kallað var Fort Carillon. Hálending- arnir áttu að verða i þeirri ferð. Þegar verið var að undirbúa leið- angurinn ljet einn liðsforinginn orð falla um það, við Grant, að Fort Carillon lijeti TicondeToga á máli rauðskinna. Mintist Grant þá sögp Inevrawe og bað manninn um að þegja vandlega yfir, svo að það bær- ist ekki til Invarawe. Herinn fór sjóveg yfir Lake George og lenti lieilu og höldnu hinu megin. Síðan var gengið gegn- um skógana áleiðis til Fort Carillon. Árásin á virkið var gerð um miðjan júlí. Lensumenn voru í fylkingar- broddi en á eftir komu sprengju- menn. Ilálendingarnir voru til vara. Herinn reyndi árangurslaust að brjóta sjer leið að virkinu, sem svar- aði ineð liríð frá fallbyssum og skyttum. Loks var ekki hægt að halda Há- lendingum i skefjum lengur; þeir æddu fram og hjuggu sjer leið áfram með sverðunum í gegnum víggirð- ingarnar. En skothríðinni frá óvin- unum linti ekki. Engir stigar voru fyrir hendi til þess að komast upp virkisveggina, en hermennirnir klifruðu hver upp á axlirnar á öðr- um, en sumir reyndu að högga sjer spor í bjálkaveggina með sverðum sinum. En undir eins og þe'ir komu á brúnina var þeim hrundið ofan aftur, og þeir fáu sem komust inn- fyrir voru óðar drepn'ir. Inverawe var fremstur i flokki Hálendinga. Hann liafði komist upp en verið hrundið ofan tvívegis. Og í þriðja skiftið kom hann niður og var þá helsærður. Grant sá þetta og flýtti sjer til lians. En Inverawe leit kuldalega til lians og sagði: — Hversvegna sagðirðu mjer ekki þetta? Nú er það of seint. Þetta er Ticonderoga, þvi að jeg hefi sjeð hann. Þetla voru síðustu orð In- verawes. Sama daginn og þetta gerðist í fjarlægðinni fyrir vestan haf voru tvær konur, ungfrú Campbell frá Ederein og systir hennar, á leið milli Iíilmalieu og Inverary. Þær voru komnar að nýjum brunni á Array og varð þá annari þeirra litið upp. Hún liljóðaði upp og greip i systur sína. Sáu þær orustu á himn- inum. Þær sáu skotsku herdeildirn- ar og fánaliti þeirra og þektu ýmsa kunningja sína af Hálendingum. Þær sáu Campbell af Inverawe falla, og ýmsa með honum. Þegar þær komu til Inverary sögðu þær kunningjum sínum frá þessari sýn. Þær skrifuðu nöfnin á þeim, sem þær höfðu sjeð falla, af þeim er þær þektu, og klukkustund- ina sem atburðurinn hafði gerst á. Vikum síðar færðu blöðin þeim frjettir af leiðangrinum til Ticond- eroga, og livert smáatriði kom heim við það, sem þær höfðu sjeð áður. Það var sorg um alla Argyll-sveit löngu áður en blöðin fluttu fregnina. Guild átti enn bágt með að tala, en sagði þó: „Er það satt? sagði hann það?“ „Já, jeg hefi sjeð hann einhversstaðar áð- ur. Mig órar fyrir því, að hann liafi verið i bófaflokki Big Sborty Dolants. Jeg lield jeg hafi rekist á liann í —“ „Farið þjer út“, hvæsti Guild og Flint fór út. Rödd Guild var eins og kvein einhvers- staðar neðan úr maganum á honum. „Þessi bjálfi tekur á taugarnar á mjer. Bófaflokki Big Shorty Dolants!“ Hann bristi höfuðið í öngum sinum og sneri sjer að Gilbert. „Mvað nú, ungi maður?“ Gilbert sagði: „Jeg vissi vel að það var rangt“. „Þetta er nú góð byrjun“, sagði Guild. Andlit lians var um það bil að komast í samt lag aftur. „Allir gerum við eittbvað rangt. Dragið þjer stólinn yðar hingað og svo skulum við atlniga hvað við getum gerl til þess að bjarga yður upp úr þessu feni. Viljið þjer fá eitthvað um augað á yður?“ „Nei, þakka yður fyrir, það er gott svona“. Gilbert dró stól 2—3 þumlunga nær Guild og settist, „Rak dóninn yður á liann bara til þess að gera eittlivað?“ „Nei, nei, það var mjer að kenna. Jeg slreittist á móti“. „Nú jæja“, sagði Guild, „það þykir vísl fáum gaman að láta taka sig fastan. Jæja, látum okkur nú heyra‘“. Gilbert leit á mig með heilbrigða auganu. „Þjer eruð einmitt i þeim vandræðum, sem liæfa best Guild fulltrúa", sagði jeg við liann. „Þjer bætið fyrir yður sjálfum með því að gera honum alt sem ljettast“. Guild kinkaði kolli alvarlegur. „Alveg rjett!“ Svo hagræddi hann sjer í stólnum og spurði vingjarnlega: „Hvar náðuð þjer i þennan lykil?“ „Faðir minn sendi mjer hann í brjefinu sínu“, Hann tók bvítt umslag úr vasa sínum og fjekk Guild. Jeg gekk á bak við Guild og leit á umslag- ið yfir öxlina á honum. Utanáskriftin var vjelrituð: „Mr. Gilbert Wynand, The Court- land. Og það var ekkert frimerki á umslag- inu. „Hvenær fenguð þjer þetta brjef?“ spurði 'jeg. „Það lá hjá dyraverðinum, þegar jeg kom heim í gærkveldi um klukkan 10. Jeg spurði ekki dyravörðinn hve lengi það hefði legið bjá bonum, en jeg tel víst, að það hafi ekki legið þar, þegar jeg fór út með yður, þvi að annars hefði liann vist fengið mjer það þá“. í umslaginu voru tvær pappírsarkir, al- þaktar ljótri vjelritun. Við Guild lásiun: „Kæri Gilhert — Að öll þessi úr hafa liðið, án þess að jeg hafi gcrt nokkra titrann til að liitta þig, kemur aðeins lil af þvi einu, að hún móðir þin hefir kosið, að það væri svo. Og það, að jeg rýf nú þessa þögn til þess að-biðja þig bónar, kemur til af þvi, að jeg er i miklum vandræðum, því að annars mundi jeg ekki brjóta i bága við óskir móður þinnar. Auk þess ert þú nú orðinn uppkominn maður og jeg finn, að J)ú verður að taka ákvörðun um það sjálfur, lwort við eigum að vera ókunnir hvor öðrum framvegis, eða hága nokkur i samræmi við þau bönd bláðsins, sem tengja okkur saman. Jeg geng að því visu að ])ú vitir, að jeg er afar illa settur núna vegna hins svokallaða morðs á Júliu Wolf, og jeg treysti því, að þú sjert nógu ein- lægur mjer til þess að vona að minsta kosti, að jeg sje i alla staði sgkn saka af þessu ódæði, en það segi jeg þjer satt, að jeg er. Jeg sný mjer nú til þin til þess að biðja þig um aðstoð til þess að gera það tjóst, bœði lögreglunni og almenningi, í eitt skifti fyrir öll, að jeg er saklaus, og jeg hefi fult traust á því, að jafnvel þó að jeg geti ekki gert ráð fyrir hollustu þinni, þá geti jeg að minsta kosti gert ráð fyrir því, að þú gerir alt sem þú getir til þess, að halda því nafni flekklausu, sem þú og systir þín hafa erft frá föður sinum. Jeg sný mjer líka til þín, af þvi að jeg — þó jeg hafi dugtegan málaflutningsmann, sem trúir á sakleysi mitt og lœtur ekkert ógert til að sanna það, og þó að jeg hafi von um að fá mr. Nick Chrales hontim til aðstoðar — þá get jeg ekki beðið þá um að gera neitt, sem þcgar öllu er á botninn hvolft er óleyfileg athöfn, en jeg þekki enga aðra

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.