Fálkinn


Fálkinn - 22.05.1937, Blaðsíða 11

Fálkinn - 22.05.1937, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 YHCSS9W LCS&HbURNIR a h Hnýtt sjómannabelti. Nú skal jeg kenna ykkur nýti- lega handavinnu, sem er hentug og skemtileg, bæði i'yrir stúlkur og drengi, og þaS er aS bregSa sjó- mannabelti. Jeg skal segja ykkur, aS fjöldi sjómanna i siglingum ger- jr þetta i tómstundum sínuin á siglingunum um höfin, og þessvegna eru beltin kölluS sjómannabelti. T þau er nolaS mjótt snæri, en þiS skuluð nú ekki nola það fyrst i stað, því aS venjulegt seglgarn er alveg nógu gott til þess að æfa sig á. í búðunum getið þið eflaust feng- ið fallega hringju eða sylgju, sem ykkur þykir hæfileg, og ef ekki vill betur þá getiS þið smiðað hringjuna sjálf úr liorni eða góð- um við. Og svo getum við byrjað. Við notum gilt umbúðaseglgarn i fyrsta beltið og höfum það ekki breitt. Seglgarnið skerum viS i fjórar lengdir og á hver lengd að vera átta sinnum lengri en ummálið á þeim, sem á að nota beltið. Þessar fjórar lengdir eru lagðar tvöfaldar og er þeim brugðið með einfaldú lykkju um þolinmóðinn á hringj- unni, þar sem örvarnar á mynd 1 henda til. Verða tvær lykkjur hvoru- megin við þornið á hringjunni. Mynd 2 sýnir hvernig lykkjunum er brugðið utan um þolinmóSinn, og nú skuluð þið setja vel á ykkur tölumerkin á þráðarendanum, því aS þeim verðið þið að fara eftir, þegar þið farið að bregða beltið. Við hugsum okkur að þráðunum sje skift i tvo flokka, a og b og nú hyrjum við að bregða og förum að á þessa leið: Við byrjum með a-þráðunum og þar eru endarnir 1, 2, 3 og 4. Lítið þið nú á mynd A og bregðið end- unujn 1 og 4 eins og þar er sýnt, en haldið stöðugt í endana 2 og 3 á meðan. Þvínæst er „brugðið aft- ur“ — eins og sýnt er á mynd B, og þess gætt eins og áður að halda stöðugt í miðþræðina, 2 og 3, og tekið sæmilega fast í endana 1 og 4, svo að hnútarnir dragist saman. Þetta er allur galdurinn. Á sama hátt eru næstu fjórir endarnir hnýttir, sem verða 3 og 4 af a-þráð- unum og 1 og 2 af b-þráðunum, þannig að maður flytur sig ávaU til híiðar um tvo enda í einu og hnýtir að lokum alla b-þræðina (1-2-3-4). Byrjar maður svo nýja umferð koll af kolli þangað til allir þræðirnir eru uppfijettaðir og beltið komið. í beltis'endanum er flettað ofurlítið lengur með miðþráðunum fjórum, svo að endtinn verði odd- myndaður. Endunum á þráðunum er slungið inn í beltisendann á ranghverfunni og að Iokum er saum- að gegnum endann á beltinu, svo að þræðirnir geti ekki raknað upp. Gerðin á þessu brugðna belti sjest á sýnisliorninu til vinstri á mynd- inni, en að vísu er það sýnishorn af breiðara belti en þvi, sem jeg hefi verið að segja ykkur frá. Sýnis- hornið er nefnilega af belti, sem brugðið er úr 16 seglgarnslengdum og með 32 endum. Þið getið brugð- ið beltin eins breið og þið viljið, ef þið aðeins mun'ið, að tala garns- cndanna sje ávalt deilanleg með fjórum. Og i hendi ykkar lærið þið að velja garn af þeirri breidd, sem ykkur finst best henta. Þegar þið eruð að fljetta eða bregða, er hentugast að festa hringj- una á nagla eða eitthvað þesskonar. Og eins er sjálfsagt að vinda alla endana upp i smá-linykla hvern fyr- ii' sig, svo að þeir flækist ekki sam- an. Einhver ykkar hafa sjálfsagt ein- hverntíma sjeð menn bregða gjarðir eða beisli. Við þetta er likt farið að með endana, þó að öðruvisi sje brugðið. ----x--- Hvað er hann gamall? Sýndu kunningja þínum þessa löflu og láttu hann segja þjer í hvaða dálkum aldurinn hans komi fyrir. Legðu svo saman efstu töl- urnar í þessum dálkum og summan er ártalið. Segjum t. d. að aldurinn sje 21 ár. Þessi tala er í 1., 3. og 5. dálki og summan af efstu tölunum í þeim er 21. 1 2 4 8 16 32 3 3 5 9 17 33 5 6 6 10 18 34 7 7 7 11 19 35 9 10 12 12 20 36 11 11 13 13 21 37 13 14 14 14 22 38 15 15 15 15 23 39 17 18 20 24 24 40 19 19 21 25 25 41 21 22 22 26 26 42 23 23 23 27 27 43 25 26 28 28 28 44 27 27 29 29 29 45 29 30 30 30 30 46 31 31 31 31 31 47 33 34 36 40 48 48 35 35 37 41 49 49 37 38 38 42 50 50 39 39 39 43 51 51 41 42 44 44 52 52 43 43 45 45 53 53 45 46 46 46 54 54 47 47 47 47 55 55 49 50 52 56 56 56 51 51 53 57 57 57 53 54 54 58 58 58 55 55 55 59 59 59 57 58 60 60 60 60 59 59 61 61 61 61 61 62 62 62 62 62 63 63 63 63 63 63 --x-- Rppelsínur kaupmannsins. Hjerna kemur gáfnaprófið i dag: Kaupmaður einn hafði appelsínur í skál á búðarborðinu sínu. Þá kom inn maður og keypti helminginn af appelsínunum og hálfa appelsínu betur. Þegar hann var nýkominn át úr dyrunum kom inn maður og keypti helminginn af því sem eftir var, að viðbættri hálfri appelsínu. Loks kom þriðji maðurinn og keypti helminginn af því sem nú var eftir og hálfa appelsínu i viðbót. Og þá var skálin tóm! Hvað voru margar appelsinur i skálinni, þegar fyrsti iraðurinn kom? Þess má geta, að kaupmaðurinn þurfti enga appelsínu að skera í sundur, en seldi aðeins heila ávextina. •jnuisiadde :SuiugBu SkipsbmísmEnnirnir á KæningjaEyjunni. Framhald. 7. Þegar Bob kom til Sveins kom það á daginn, að það sem fest var við hálsband hundsins var saman- vafið pappírsblað. Sveinn braut það sundur og las: „Kínverskir sjóræn- ingjar hafa náð skipinu á sitt vald og eru að ræna farminum. Jeg hefi falið mig í akkerisrúminu þessa stundina, hjá Bob. Ræningjarnir erti allstaðar að leita að injer, þvi að þeir hafa sjeð mig, og bráðum taka Jieir mig víst. Ætla að reyna að senda Bob lil þín með þetta brjef. HJÁLP! lvomdu eins fljótt og þú getur, Jiví að verið getur að við getum unnið bug á sjóræningjunum, sem eru fremur illa vopnaðir. En bíddu Jiangað til fer að skyggja. Páir.. 8. Þeir Sveinn og Páll höfðu i'undið gamlan skipsbát, þegar þeir voru að kanna eyjuna og var hann liálf sandkafinn í fjörunni. Nú skildi Sveinn að sjóræningjarnir mundu liafa skilið þennan bát eftir ein- hverntíma, til þess að nota hann seinna. Hann gróf sandinn ofan af bátnum og reyndi að koma honum út. Og hann flaut! Árar voru þarna líka og nú fór Sveinn til Gerðu og sagði henni, hvaða klípu vinur þeirra væri kominn í, um horð í skip'inu. Gerða lieimtaði undir eins að fá að verða samferða út í skipið, og sagðisl geta orðið að einhverju liði. 9. Þegar dimt var orðið um kvöldið rjeru Sveinn og Gerða eins hljóðlega og þau gátu útt að skip- inu. Sveinn liafði tekið riffilinn sinn með sjer til vonar og vara. Þegar þau nálguðust skipið, sáu þau að ljós logaði i einu kýrauganu og Sveinn rjeri bátnum varlega þangað. Tekst Sveini og Gerðu að freha Pál?.Við sjáum til, í næsta blaði. Táta frænka. A síðustu árum er farið að gera nýja tegund af orgelum í Ameríku, sem þykja ein hin merkilegustu hljóðfæri, sem gerð hafa verið. Það eru liin svonefndu Hammond-raf- magnsorgel. Þau hafa meiri hljóm- brigði en nokkur önnur hljóðfæri og meira hljómmagn en nokkur pípuorgel og komast þó fyrir í lit- illi stofu. Á þessum orgelum eru engar pípur, en tónarnir eru fram- leiddir riieð rafmagnssveiflum. Org- elin eru á stærð við litið skrifborð en þó er hægt að framleiða með þeim 253 miljón mismunandi liljóm- birgði. Og liau eru tiltölulega ódýr. Prestakirkjan í Oslo eignaðist eitt af þessum hljóðfærum nýlega og reynist það svo vel, að um fjörutiu kirkjur og samkoinuhús í Noregi liafa þegar pantað samskonar hljóðfæri.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.