Fálkinn


Fálkinn - 22.05.1937, Síða 5

Fálkinn - 22.05.1937, Síða 5
F A L K I N N 5 miljón dollara. Svo stórtapaði hann, bæði á kreppunni og á bílagerð, seni hann hafði kostað raiklu til, en enginii vildi eiga. Voru eignir hans komnar niður i 120 miljón dollara, en hafa hækkað síðustu árin. Þá koma ný nöfn: Mellonsbræður, Andrew Mellon, fyrv. utanríkisráð- herra Bandaríkjanna og síðar sendiherra þeirra i London og Ric- hard B. Mellon, bróðir hans. Þeir áttu um 200 miljón dollara 1929, sem lieir höfðu grætt á aluminium. og eru sagðir hafa tapað helmingn- um i kreppunni. Andrew Mellon á dýrmætasta málverkasafn, sem til er í eigu nokkurs Ameríkumanns, en hefir nú hoðið ríkinu það að gjöf. Þar eru ýmsar myndir, sem kostað hafa meira en miljón kr., en alls er safnið talið um 10 miljón dollara virði. Enginn veit um fjárhag Morgans yngra. Hann hefir altaf tapað meira en hann hefir grætt síðustu árin og nafn hans sjest ekki á skattskránni. En ríkur er hann samt, og er sagl, að hann hafi hlutdeild í öllum fyrirtækjum Bandaríkjanna, sem Ford eða Rockefeller eru ekki við- riðnir. Morgan yngri hefir miklu fleiri járn í eldinum en faðir hans. Og fremur þykir hann óvandur að meðulum, enda setti Roosevell rann- sóknarnefnd á hann fyrir nokkru. Eins og að framan sjest er engiu liætta á því, að jmssir auðkýfingar komist á sveitina í bráð. Gamli Rockefeller getur spilað golf í friði eins og liann er vanur og sonur lians leikið á fiðluna sína. Henry Ford getur iðkað sagnfræðivísindi sin í Dearborn, Morgan haldið á- fram að safna forn-egyptskum hand- ritum og kínversku postulíni, en hinsvegar er óvist hvort símakong- urinn Clarence Mackay hefir efni á því til lengdar að lialda stóra liljómsveit, aðeins til jjess að skemta sjer við að stjórna henni sjálfur. Kreppan hefir dregið talsvert úr hinni vitfirringslegu eyðslu, sem sumir miljónamæringarnr hafa leyft sjer. Af gömlu ættunum er það Astorsættin ein, sem virðisl hafa haldið öllu i horfinu. í Englandi hefir auðkýfingunum lika hrakað. Þar er jarlinn af Ive- agh talinn ríkastur allra iðjuhölda; hann erfði 250 miljón krónur eftir föður sinn og hefir bætt við þær. Hertoginn af Westminster á eignir fyrir nálægt miljard króna, jjar á meðal afar mikið af verðmætum lóðum i London. Hann er eyðslu- samur og gerir það sem honum dettur í hug. Og hann munar ekkerl um þó að hann hafi tvær fyrverandi konur sínar á eftirlaunum og sje nú giftur þeirri þriðju. Það er góð „forretning“ að giftast hertoganum af Westminster. Rothermere lávarð- ur, eigandi „Daily Mail“ er talinn eiga um 275 miljónir og jarlinn af Derby er mikill auðkýfingur, og á heilan bæ og fjölda af höllum. Her- toginn af Sutherland á sex eða sjö hallir og Astor lávarður á bestu gæðingana í Englandi og vinnur öll veðhlaup, en veðjar aldrei um þau, og hefir best vin allra manna handa gestum sínum en drekkur sjálfur aldrei nema vatn. í Þýskalandi voru fyrir heim- styrjöldina 15.547 miljónamæringar. Enginn veit, hve margir þeir eru nú, en sennilega eru j)eir ekki nema nokkur hundruð. Fyrir síðustu kreppu var Fredrick Flick talinn rikasti maður landsins; hann var iðjuhöldur i Ruhr og var talinn eiga 500 miljón mörk, en hefir tapað miklu síðustu árin. Hann fæddist fátækur. Fritz Thyssen, annar mesti iðjuhöldurinn í Ruhr erfði eignir sinar, kolanámur og stálsmiðjur og var talinn eiga 200 miljón mörk Vilhjálmur Þýskalandskeisari. fyrir kreppuna. Ríkasti maður Þýskalands býr utan landsins. Þar er Wilhjálmur fyrv. keisari. Meðan hann var keisari námu eignir hans sjálfs um 200 miljón mörkum og fyrir nokkrum árum var honum dæmdur eignarrjetturinn til ýmsra mikilla landeigna í Prússlandi. Hann er talinn eiga um 400 miljón mörl; núna, en er samt altaf að berja sjer. Þegar hann var mintur á, að hann ætti um 400 miljón mörk i ýmsunt eignum, mótmælti hann þvi ein- dregið og sagðist ekki hafa peninga til að halda við höllum sínum og' rækta landið og hvergi kvaðst hann geta fengið lán! í Frakklandi er silkikongurinn Gillet talinn allra rnanna ríkastur ásamt kornvörukaupmanninum Lou- is-Louis Dreyfus og konjakskongin- uin Hennessy. Ilmvatnakongurinn Coty, sem dó fyrir þremur árum var stundum talinn ríkasti maður Frakklands, en hann hafði tapað slórfje hæði á kreppunni og dýru hjónaskilnaðarmáli, sem hann átti i. Basil Zaharoff, sem löngum var talinn einn af ríkustu mönnum Ev- í'ópu reyndist eiga litið, þegar hanu dó. Hann liafði tapað mestöllum eignum sínum í kreppunni. Og svo er um marga fleiri.--------- En mestu stóreignamennirnir eru, e'ins og áður er sagt, í Indlandi. Rikasti maður heimsins er hvorki þjóðhöfðingi í Evrópu nje iðjuhöld- ur i Ameríku eða bankafursti. Hann er indverskur fursti, sem ekki hefir haft sig frammi á kauphöllunum og þessvegna ekki tapað á kreppunm. Það eru til ýmsir furstar í Ind- landi, sem eiga miklu meira en rík- asti maður Ameríku. Sá rikasti af þessum furstum — og ríkasti maðuv í heiminum, er nizaminn af Haid- erabad, sem á óhemju af demöntum og allskonar eðalsteinum og feikniii öll af ómótuðu gulli. Á styrjaldar- árunum ljet hann Englendinga fá Basil Zaharoff. REGNKÁPUR ÚR CELLOFAN. Hjerna er nýasta regnkáputískan: kápa úr sama efni og umbúðirnar um harðfiskinn hjá Silla & Valda. Efn- ið er alveg gagnsætt og alveg vatns- lielt og öll kápan vegur 45 grömm og maður getur vöðlað henni saman í lófa sinn. SOLDÁNS-SYNIR. Drengirnir tveir hjerna á mynd- inni eru synir soldánsins af Mar- okkó og er sá stærri í einkennisbún- ingi franskra sjóliðsforingja. STÓRIR BLÝANTAR. Mynd þessi er frá kaupstefnunni i I.eipzig og sýnir þá auglýsinguna, sem mest var tekið eflir á sýning- unni. Það eru þrír blýantar, um 15 metra háir, með merki eins frægasta blýantafirma Þýskalands, er margir liafa sjeð hjer á landi. PARÍSAU-SÝNINGIN. Við inngöngudyrnar að svæðinu, sem franska heimssýningin í París stendur á, hefir staðið stórl og fag- urt líkneski af frelsisgyðjunni. En lnin sneri bakinu að sýningardyrunum, svo að nú hefir henni verið snúið :i síöplinum, svo að hún móðgi ekki gestina. margar miljónir punda i gulli. Það er ekki liægt að meta auðæfi hans. þvi að gimsteinarnir verða ekki metnir. Ef nízaminn byði þá alla li! sölu mundi verð þeirra falla stórkostlega. En svo mikið er víst að nizaminn á mörg liundruð mil- jón punda. Einn af þeim sein næst honum gengur er Aga Khan, hinn margum- talaði fursti, sem dvelur að jafnaði i París og er mesti ,,merakongur“ vesturlanda. í Evrópu lifir hann i sukki og svalli og þegar liann kemur heim er hann tignaður eins og guð. Tryggasta leiðin til að geyma fengins fjár er þvi að eiga það i gnlli og gimsteinum eins og austur- landafurstarnir. En eignir þeirra hera engan arð, og það skiftir eig- inlega minstu livar þær eru niður- komnar. SPÖNSK HEILLADÍS. Þessi spánverska stúlka, sem er klædd karlmannabúningi fylgist með bændaherdeild stjórnarhersins í Spáni og er talin heillavættur hersins. *fi Alll með Islenskum skrpunú

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.