Fálkinn


Fálkinn - 12.06.1937, Síða 2

Fálkinn - 12.06.1937, Síða 2
2 F A L K I N N ---- GAMLA BlÓ ------ Þjöðarövlnnrinn nr. 13. / síðasta blaöi birtist mynd af Sigrúnu Ög- mundsdóttur í tilefni af gift- ingu hennar og burtför frá út- varpinu. Fálk- inn gerir ráð fyrir að mörg- um leiki hugur á að sjá eigin- mann hennav. Sigurd Björling óperusöngvara, og birtir því mynd af brúð- hjónunum. ----- NÝJA BÍÓ. Litli lávarðurinn. Afar skemtileg og fyndin amer- isk gamanmynd með CHARLIE RUGGLES, RING CROSBY og ETHEL MERMAN. Sýnd bráðlega. Nafnið á myndinni gefur ástæðu til að halda, að hún sje hræðileg glæpamynd og flestum mun detta í tiug morðinginn Dillinger og Baby- face, og hvað þeir nú heita allir þessir erkibófar, sem amerí könsku blöðin tala meira um en við um nokkurn stjórnmálaníann. En það er öðru nær en að þetta sje glæpa- mynd. Þessi þjóðaróvinur nr. 13. sem kemur fram í myndinni er mesta meinleysisblóð, sem ekki vill gera ketti mein og sá, sem honum er talinn enn hættulegri, er ástfang- inn ungur bankamaður, sem fer til Evrópu til þess að kynnast stúlku, sem hann hefir orðið skotinn i. Þessir tveir liöfuðpaurar myndar innar eru leiknir af Charlie Ruggles og Bing Crosby. En helsta kvenper- sónan heitir Reno Sweeny og er leikin af Ethel Merman og er dans- mær, sem er að fara til London með stóran dansaraflokk. Hún er skotin i Bing Crosby, en hann ekki meira en svo í henni, eftir að hanii hefir sjeð stúlkuna dularfullu, sem hann varð svo ástfanginn i (hún er leikin af Idu Lupino). Nú verða þau þessi fjögur og margt fleira fólk, sem kemur við söguna, samskipa á lúxusskipi til Englands og gerist mestur hluti myndarinnar um borð á skipinu. Það verður alt annað en tíðindalaus ferð, því að lögreglan vestra hcldur, að þessir tveir sjcu báðir stórglæpamenn og verða þeir m. a. fyrir þvi, að vera báðír tugt- húsaðir um borð og horfir nú óvæn- lega um framtíð jieirra og einnig um viðkynning elskhuganna Bings Crosby og Ethel Merman. En inynd- in er enginn sorgarleikur og þess- vegna er alt látið fara vel á endan- um, og það kemur á daginn, að þeir rjettu glæpamenn hafa alls ekki farið með skipinu. Myndin er gerð eftir skoplegri amerikanskri óperettu, sem heitir „Anything goes“ og var leikin meira cn heilt ár samfleytt á stærstu leik- húsum New York og London. Hlut- verkin eru í myndinni betur skipuð en á leikhúsunum, eins og sjá má af því, að ekkert leikhús mundi sjá sjer færl, að kaupa Charlie Ruggles, Ethel Merman og hinn dýra Bing Crosby til jiess að leika i sama leik- ritinu. 9 1 mæsta blaðí „FÁLKANSW verður m. a. grein um framtið flugs á íslandi. Flug með póst og farjjega hefir legið niðri hjer i nokkur ár, en með hverju ári sem líður, batna skilyrði fyrir fluginu, vegna þess að þaff verður ódýrara. Nú hafa horfurnar batnaff við stofr- un ftugfjelags Akureyrar en betur má ef duga skat. Sagan i nœsta bhiði er eftir einn allra víðlesnasta höfund Englend- inga, Gilbert Frankau, og segir þar frá hœttum þeim, sem stjórnmálaer- indrekum stafa af njósnurum, eink- um þegar þeir koma fram i Hki töfrandi kvenna. í greinarflokknum ,,Menn sem lifa“ verður sagt frá Charles Dickeiv; scm eigi aðeins er vinsœlasta skáld Englenclinga heldur einnig einn vin- sœlasti erlendur höfundur hjer á landi. Margir munu vilja vita deili á manninum, sem samdi „Oliver Tvist" og „David Copperfietd". Auk þess fjöldi erlendra greina um nýjustu erlenda viðburði og myndir af þeim, samsetningargáta, „Þekkirðu landið?“ — sem alUr veita athygli og margt fleira. Heillandi mynd eítir sögu Fr. Hodgson Burnetts, sem koinið hefir út á íslensku og er vin- sælasta saga enskumælandi landa. Tekin af United Artists en aðalhlutverin leika: Freddie Bartholomew og Dolores Costello Barrymore. Ennl'remur: C.-Aubrey Smitli, Guy Kibbee og Mickey Rooney. Sýnd bráðlega Sagan „Little Lord Fauntelroy“ eftir Frances Hoggson Burnett, kom ú( fyrir rúmum 50 árum, en er enn þann dag í dag ein vinsælasta saga i enskumælandi heimi, enda vitnar luin mjög lil tilfinninganna og hefir bæði skin og skúrir að geyma. Henni svipar til sums af því, sem Charles Dickens hefir skrifað. Sagan liggur mjög vel við kvik- myndun, enda var lnin kvikmynduð fvrir fimtán árum og vakti þá mikla alliygli, með Mary Pickford í aðal- hlutverkinu, en þá stóð hún upp .i sitt besta. Hún ljek jiar bæði móð- irina og soninn. Nú liafa Ameríku- menn gert nýja mynd talmynd — eftir sögunni og fengu hinn fræga rithöfund Hugh Walpole lil þess að semja myndarliandritið, en leik- stjórinn var valinn Jolin Cromwell. í hlutverk móðurinnar var sett Dolores Costello Barrymore en dreng- urinn var leikinn af Freddy Bartho- lomew, þessum tólf ára Iistamanni, sem margir munu minnast úr kvik- myndum áður, m. a. myndum eftir sögum Dickens. Það eru yfirburðir, scm drengurinn sýnir i þessari mynd, ekki tillærður leikur undir aga leikstjórans heldur sjálfstæð lisl snillings. Og því skyldu undrabörn ekki koma fram í kvikmyndaleik eins og I. d. liljómlist. Freddy, í hlutverki Ceddie litla, er ótvíræð sönnun ]iess. Leikur Dolores Rio er einnig undraverður og jiessi mæðgúi gefa myndinni það, sem ölium verð- ur ógleymanlegast og gagntekur mest. Sjálf lýsir myndin enskum liátt- um og lífi um 1880 og er að þvi leyti menningarsöguleg heimild, sem leikstjóranum hefir tekist að gera eðlilega og sennilega. Þarna kemur fram mikið af ekta „typum“, eins og til dæmis jarlinn af Dorincourt, ^em leikinn er af C. Aubrey Smith, mr. Hobbs — leikinn af Guy Kibbee og Dick, sem Mickey Rooney leikur, og ýmsir muna sem skófægjarann úr „Jónsmessudraumur". Yfirleitt ber myndin öll merki þess, að sjer- staklega vel hafi vcrið vandað til þess að gera mýndina samboðna hinni vinsælu skáldsögu, sem fleiri enskumælandi menn þekkja en nokkra sögu frá síðustu hálfri öld. Myndin er í stuttu máli töfrandi, og verður án efa einkarvinsæl lijer, Iiegar liiin kemur fram í NÝJA BÍÓ, en það verður núna á næstunni. Andrés Andrésson klæðskera- meistari, Laugavegi 3, átti 50 ára afmæli 7. þ. m. Smyglararnir læra altaf nýjar og nýjar aðferðir. Nú á síðustu tímum eru það ekki hvað síst peningarnir, sem menn smygla milli landa. Þann- ig eru menn farnir að láta hesta, sem seldir eru úr landi til slátrunar gieypa seðlaböggla, sem slátrarinn liirðir svo og ráðstafar eftir fyrir- mælum sendandans.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.