Fálkinn


Fálkinn - 12.06.1937, Síða 9

Fálkinn - 12.06.1937, Síða 9
F Á L K I N N 9 Ríkisstjórn- arafmælið. Frásagnir dönsku blaðanna af rik- isstjórnaraf'mæli Kristjáns konungs þ. 15. f. m. bera með sjer, að meira hefir verið gert í Danmörku en hjer _ til þess að gera daginn minnisverð- an. Kaupmannahöfn var öll í hátíða skrúða og dagurinn hátíðisdagur allrar þjóðarinnar. Og þess má geta sjerstaklega, ■ að aldrei hafa eins margir islenskir fánar sjest í Kaup- mannahöfn og þann dag og sýnir það glöggar en nokkuð annað, að Danir gleymdu ekki sambandsrík- inu, þó að Ijóst sje, að konungur- inn vegna uppruna síns og búsetu verður jafnan samgrónari dönsku þjóðinni en íslendingum. Konung- ur byrjaði daginn að vanda með því, að ríða út einn um götur K- hafnar, en síðan hófust hátíðahöld- in. KI. 8 árdegis heilsuðu öll her- skip á höfninni með skolkveðju, kl. 9 söng kór frá söngfjelögum Kaup- mannahafnar á torgi Amelíuborgar, en kl. rúmlega tíu ók skrúðfylking- in frá Amalíuborg áleiðis til dóm- kirkjunnar og hlýddi þar á stutta messugerð. Síðan fór konungsfjöl- skyldan í fylkingu um allan helstu götur borgarinnar. — En kl. 1Vfc var móttaka í ríkisþinginu og stóð hún eina klukkustund. Að því búnu tók konungur á móti sendiherrum er- lendra ríkja á Amalíuborg og öðr- um gestum og sendinefndum. Klukk an undir 6 fluttu forsætisráðherra Islands og Danmerkur og konungur ávarp í útvarpið og ld. 8 hófst veisla á Kristjánsborg en um sama leyti þjóðhátíð á Ráðhústorginu og víðar. Loks fóru stúdentar blysför til kon- ungs í veisluna um kvöldið. Þ’rátt fyrir fremur óhagstætt veður voru hundruð þúsunda af fólki á ferli allan daginn á þeim slóðum, sem búast mátti við konungshjónunum. Meðal gesta við hátíðahöldin er fremst að nefna þá konunga Noregs og Svíþjóðar. — Hjer á myndunum sjest hátíðwsýningin i kgl. leikhús- inu og heimsókn söngvaranna á hallartorgi Amalíuborgar. Önnur litla myndin sýnir þá bræður Kristján konung og Hákon Noregs- konung, en hin konung vera að stíga út úr bifreið. alt heimsveldið var statl innan vegffja Westminsterkirkjunnar. Mjer er jmð yndi, að geta talað við ykkur öll, hvar sem j)ið eruð stödd, heilsa gömlum vinum á fjarlægum stöðum off nýjum vinum þar sem jeg hefi ekki haft færi á að (koma. Á þennan hátt áskar drotningin og jeg ykkur öllum heilal og gæfu. En við gleym- um ekki á þessari fagnaðarstund þeim, sem lifa i skugga sorgar og neyðar. Einnig þeim sendi jeg kevðju mína og samúðarvott. Þann vott ástar og hollustu er erfitt að þakka með orðum. Lcyfið mjer að segja, að cf jeg get sýnt þakklæti mitt á ókomnum árum, vildi jeg helst kjósa að sýna það i verkinu. Fyrir mörgum er krýningin tákn einingarinnar. Af náð guðs og með frjálsu samþykki þjóðarinnar he.fi jeg gengist undir hyrði kórónunnar. Það er mikil ábyrgð, en það gaf mjer styrk að sjá fulltrúa yðar kringum mig í Westminster Abbey. Drotning- in og jeg munum ætíð minnasl þessa dags i hjörtum okkar. Jeg þakka ykkur af öllu hjarta. Guð blessi ykkur öll“.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.