Fálkinn


Fálkinn - 12.06.1937, Blaðsíða 5

Fálkinn - 12.06.1937, Blaðsíða 5
F Á L K I N N 5 l'ríði Guðjónsdóttur elsta stai'fs- fólk stofnunarinnar. Alt fram að því, að Björn Jónsson varð ráðherra, 1909, hafði liann vitanlega á hendi alla yfirumsjón prentsmiðjunn- ar, en yfirprentarar voru ýmsir. Sjálfur hafði hann lengst af rit- stjórn Isafoldar á hendi, að undanteknum árunum 1878-— 1883, er hann dvaldi eriendis og þeir dr. Grímur Thomsen og sira Eiríkur Briem önnuðust ritsljórnina, og 1903, er liann dvaldi einnig erlendis, en Ólaf- ur Rosenkranz annaðist störf lians á meðan. Var Rosen- kranz lengi starfsmaður prent- smiðjunnar á öðrum þræði. Einar Kvaran var meðritstjóri blaðsins frá 1895—1901 og síðan ritstjóri um stundarsakir 1909, þangað til Ölafur Björnsson tók við ritstjórn blaðsins og stjórn prentsmiðjufyrirtækisins og eignarumráðum, en stjórn prentsmiðjunnar fal hann Her- hert Sigmundssyni árið 1916, en hann hafði verið verkstjóri þar undanfarandi tiu ár. Ólafs heitins naut aðeins slutl við, þvi að hann andaðist tiu árum eflir að hann tók við fyrirtækinu, 10. júni 1919 og varð öllum harmdauði. Árið 1913 liafði Villi. Finsen stofnað Morgunblaðið í fjelagi við Ólaf Björnsson og hefir það síðan jafnan verið ])rentað í ísafoldarprentsmiðju. Finsen lók við ritstjórn Isafoldar við fráfall Ólafs heitins, en þá Þor- steinn Gíslason. Varð Isafold síðar gefin úl i samlögum við Morgunblaðið, sem landsútgáfa, að undanteknum árunum 1922 23. Hún hóf á ný göngu sína, er núverandi ritstjórar Morgun- blaðsins, Jón Kjartansson og Valtýr Stefánsson lóku við rit- stjórninni árið 1923. Eftir fráfall Ólafs Björnsson- ar var Isafoldarprentsmiðja gerð að hlutafjelagi innan fjöl- skyldunnar, svo að enn er hún i æll hins mikilvirka og stór- huga stofnanda síns, Björns Jónssonar, þó að h.f standi aft- an við nafnið. Sveinn Björnsson sendiherra var fyrsti formaður þessa fjelags, þá P. J. Thor- steinsson og August Flygen- ring, en síðan Ólafur John- son stórkaupmaður, mágur frú Borghildar, ekkju Ólafs heitins ritstjóra. Framkvæmdastjóri prentsmiðjunnar var Herbert heitinn Sigmundsson þangað til hann stofnaði sjálfur prent- smiðju 1929, en síðan hefir Gunnar Einarsson verið fram- kvæmdastjóri. Var hann aðeins 15 ára, er hann byrjaði að starfa í prentsmiðjunni, en hef- ir síðan tekið þar öll „slig“ og er þó ekki nema rúmlega fert- ugur að aldri. Ýmsir spáðu því, að prent- smiðjunum mundi verða þung- ur róðurinn eftir stofnun rikis- prentsmiðjunnar. Það var oft látið kveða við, að prentsmiðj- unum væri svo mikill hagur að opinberu prentuninni, einkan- lega Stjórnartíðindum og Al- þingistíðindum, að þær gætu ekki borið sig án hennar. Það hefði þvi mátt ætla, að farið fínnnar Einarsson prentsmiðjustjóri. hefði að halla undan fæti hjá ísafoldarprentsmiðju eftir að rikisprentsmiðjan tók til starfa, 1930. En ekki er það þó sjá- anlegt, að Isafoldarprentsmiðju hafi hnignað neitt á sextugs- aldrinum samt. Starfsfólki hef- ir fjölgað, svo að nú vinna í prentsmiðju og á bókbandi 50 manns eða um þrefalt fleiri en 1930. Vjelakostur hefir aukist, svo að þar eru nú auk þriggja setjaravjela stór Johannesberg- pressa, Heidelbergpressa og Fönixpressa, auk fjölda eldri vjela, ennfremur ýmsar nýjar vjelar, þ. á. m. ein til að gljá- bera spil, svo að nú getur jjrentsmiðjan prentað spil handa Islendingum. Bókbandið hefir færl stórlega út kviarnar nýverið og leiðir það meðfram af stóraukinni prentun bóka i Isafoldarprentsmiðju, og fjöldi vjela verið fenginn þangað. Það eru vitanlega dagblöðin, sem meðfram liafa aukið starf prentsmiðjuna, og auðvitað tekur Morgunblaðið margra verk i prensmiðjunni og svo ísafold. En vöxtur sá, sem orð- inn er á Isafoldarprentsmiðju á síðari árum er ekki síst afleið- ing af stóraukinni bókaútgáfu. Bæði prentar Isafoldarprent- smiðja mikið af hókum fyrir aðra, en auk þess er hún orðin athafnamesla bókaforlagið hjer á landi og kemur þaðan árlega margt af merkum bókum og ritum. Má m. a. nefna liina fyrstu heildarútgáfu af ritum Jónasar Hallgrímssonar, sem nú er að verða lokið. A þessu ári gefur ísafoldarprentsmiðja út milli tíu og luttugu bækur. Myndaprentun leggur prent- smiðjan mjög fyrir sig, má m. a. nefna að hún liefir frá upp- hafi prentað Árbók Ferðafjelags íslands, sem þykir einkar snyrtilegt verk að prentun til. Nýkomið er út hjá Isafoldar- prentsmiðju hið skrautlega minn- ingarril, sem Guðbrandur Jóns- son prófessor ritaði í tilefni af ríkisstjórnarafmælinu og hefir inni að halda hátt á 2. lmndrað mvnda. Og bráðlega er von á stórmerku safni af Reykjavík- urmyndum, útgefnu af dr. Jóni Helgasyni biskupi, og hefir það inni að halda flestar af hinum íagætu myndum úr Reykjavik, sem biskup á i safni sínu. Annars er það vonlaust verk. að telja upp eða drepa á þær bækur, sem ísafoldarprent- smiðja h.f. lætur frá sjer fara. Því að tala þeirra er legíó. Björn Jónsson rjeðst forðum í útgáfufyrirtæki, sem nýmæli þótti að fyrir fimtíu árum. Og' hin gamla slofnun hans heldur fallega uppi minningu þessa stórmerka manns með fram- kvæmdum sínum og áræði. Sextuga afmælisbarnið lætur engin ellimörk á sjer sjá, lield- ur fvlgist með tíma og tísku, endurnýjar sig og umbætir, svo að það er jafnan viðbúið að standasl. Rauða húsið við Ausl- urstræti er nú orðið það elsta af þessari stofnun og sá sem gengur um húsakynnin þar inni finnur að stakkurinn er orðinn i þrengsta lagi. En það mun vaka fyrir þeim, sem þarna ráða húsum, að meira sje um vert, að tækin í húsinu sje ný og vönduð, en að „umbúðirnar“ sjeu það. Og hversu fallegt hús, sem ísafoldarprentsmiðja bygg- ir sjer á komandi tið, mundi íaargur maðurinn sakna rauðu byggingarinnar í Austurstræti 8. Við hana eru bundnar marg- ar merkilegar minningar og innan þeirra veggja hefir gersl nærkasti þátturinn í blaða- menskusögu landsins. Bensínið þykir dýrt hjer á landi, en þegar borið er saman við verð margra annara lahda er það ódýrl. í vetur var það þetta (talið í íslensk- (im aurum) í ýmsum borgum Evrópu: London 33—3(i aura, París 50, Ber- lín 62, Wien 50, Zurich 45, Praha 47, Antwerpen 34—37, Bukarest 39— 45, Milano 54, Budapest 47, Varsjá 52, Helsinki 36, Stockholm 34, Kaupmannahöfn 31 og Oslo 29 aurar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.