Fálkinn


Fálkinn - 12.06.1937, Qupperneq 13

Fálkinn - 12.06.1937, Qupperneq 13
F Á L K I N N 13 Krossgáta Nr. 259. Skýring. Lárjett. 1 heimskingi. 5 tappatogari. 9 snemma. 10 timabil. 11 hannyrða. 13 vantrúaður. 16 deyja. 18 í bygg- ingu. 20 bein. 21 víxill. 23 veiðar- i'æri. 24 elska. 26 sláin. 28 lík. 29 dýr. 30 skaflar. 31 frjóangi. 33 endir. 35 á báðum áttum. 38 ganga. 40 erfiðleikar. 42 harðindi. 43 tíma- ákvörðun. 45 neitað. 47 ruddinn. 49 verðmæti. 51 fæðir. 52 nes. 53 skmst. 54 handverksmenn. 55 teikn- ingar. Skýring. Lóðrjett. 1 sjávardýr. 2 ófærðin. 3 biblíu- nafn. 4 eldhúsáhald. 5 átvagl. 6 auðs- uppspretta. 7 mjólkurmatur. 8 stór- gerðari. 11 ræfilslegur. 12 ákæra. 14 liugarburður. 15 kvenmannsnafn. 17 tónn. 19 flas. 22 dugleysingjar. 25 til ferðalags. 27 kjáni. 31 dægra- stytting. 32 embættisverk. 33 hæg- fara. 34 virðingarvottur. 36 hljóð- færi. 37 hegning. 38 gola. 39 dónans. 41 forsetning. 44 skmst. 46 litur. 48 tilfinning. 50 leiðsla. 51 skraf. Lausn á Krossgátu Nr. 258. Ráðning. Lárjett. 1 kórónur. 5 synodus. 9 sá. 11 altan. 13 fífli. 16 aflétt. 18 snáðar. 20 latt. 21 Azana. 23 taft. 24 ótið. 26 reið. 28 rok. 29 inn. 30 ankanni. 31 sök. 33 hóf. 35 Asia. 38 ösla. 40 mett. 42 norsk. 43 Anna. 45 aflags. 47 langar. 49 alein. 51 Sigga. 52 il. 53 la. 54 manntal. 55 óþarfur. Ráðning. Lóðrjett. lkabalar. 2 óslétt. 3 nátt. 4 rán. 5 séf. 6 nafn. 7 ofláti. 8 svertan. 11 altók. 12 atað. 14 ísar. 15 iðaði. 17 fa. 19 af. 22 aflagar. 25 ítali. 27 efins. 31 sómasöm. 32 Katla. 33 hanga. 34 fjarkar. 36 Stalin. 37 ansi. 38 ökli. 39 langar. 41 ef. 44 na. 46 gelt. 48 Agla. 50 nál. 51 stó. ÞEKKIRÐU LANDIÐ. 9. HVAÐA STAÐUR ER ÞETTA? Hann er skaml frá Mývatni. Staður nr. 9. Nafn: Heimili: Póststöð: í Ástralíu lifir einkennileg dýra- tegund, sem er mjög lík í sjón „teddy-björnum‘, þeim, sem búnir eru til sem leikföng. Þessi björn er afar skritinn í háttum sínum og mesta meinleysiskvikindi, en feldur hans er mjög lilýr og fallegur. Þetta hefir orðið til þess, að nú hefir þessu dýri, sem heitir rjettu nafni „koala“ verið nærri því útrýmt í Ástralíu. Sjerstaklega er orðið litið um koala í New South Wales og má heita að dýrið sje úr sögunni þar, en í Queensland eru ekki eftir nema nokkur hundruð dýr. Fyrir fjörutíu árum kom upp bráðafár i þessum dýrum og fækkaði þeim þá svo rajög, að síðan hefir viðkoman ekki haft við veiðimönnunum. Ilafa þvi verið gerðar ráðstafanir til að friða björninn. Hann er grár á lit'inn og er um tvö fet á hæð, þegar hann stendur á afturlöppunum en vegur ckki nema 30 pund. Hann sefur á daginn en fer á kreik á nóttinni og svo er sagt, að hann þurfi aldrei að drekka. Hann er pokadýr og móðir- in geymir ungann i pokanum nokkra mánuði eftir fæðinguna. ----x----- fara. Er ekki til saga um mann, sem var svo mjór, að hann varð að standa tvisvar á sama stað, svo að það kæmi skuggi af hon- um ?“ Jeg hló — ekki að fyndninni — og sagði: „Svo þunnur er Wynand ekki, en hann er nógu þunnur samt — eigum við að segja eins þunnur og pappírinn sem er í þessari ávísun og brjefunum, sem fólk hefir fengið frá honum“. „Hvaða dylgjur eru nú þetta“, spurði Guild. Hann blóðroðnaði og augun urðu reiðileg og grunandi. „Hann er dauður. Hann liefir verið dauð- ur lengi, nema á pappirnum. Jeg skal veðja um, að það. eru beinin hans, sem liafa fund- ist þarna undir gólfinu hjá fötuiu feita mannsins máttlausa". Macaulay hallaði sjer til min og sagði: „Ertu nú viss um það, Charles?“ Guild hvæsti til mín: „Hvaða fíflalæti eru nú þetta?“ „Jeg er fús til að veðja. Hver mundi gera sjer alla þessa fyrirhöfn útaf líkinu, og svo skilja eftir það, sem hægast var að losna við — fötin nema að þau ættu að —“ „Já, auðvitað, annars hefði þetta ekki lit- ið eðlilega út. Það varð að eyðileggja þau að nokkru leyti. Það varð að vera svo mikið eftir af þeim, að hægt væri að dæma vaxtar- lag mannsins af þeim. Jeg þori að veðja um, að þetta fangamark er á áberandi stað“. „Jeg veit ekki“, svaraði Guild og var nú hægari, „það var á heltissylgju". Jeg hló. Mimi sagði rcið: „Þetta er hlæilegt, Nick. Ilvernig ætti það að geta verið Clyde. Þú veist að hann var hjerna í dag. Þú veist að hann------“ „Suss! Það var mjög heimskulegt af þjer að vera að hjálpa lionum meira^, sagði jeg. „Wynand er dauður. Börnin þín eru senni- lega erfingjar lians. Það verður miklu meira en það, sem þú hefir þarna í skúffunni. Hvei-nig i ósköpunum ferðu að þvi að gera þig ánægða með brot úr herfanginu, þegar þú getur fengið það alt?“ „Jeg skil ekki hvað þú átt við“, sagði hún. Hún var mjög tekin. Macaulay sagði: „Charles trúir ekki að Wynand hafi verið hjer i dag, og heldur að þjer hafið fengið þessi verðbrjef og ávísun hjá öðrum, eða ef til vill stolið þvi sjálf. Er jiað ekki svo?“ spurði hann mig. „Jú, svona í aðalatriðunum". „Taktu nú sönsum, Mimi“, sagði jeg. „Hugsum okkur, að Wynand hafi verið drepinn fyrir þremur mánuðum, og lik hans klætt í föt af öðrum. Það er látið heita svo, að hann hafi farið í ferðalag og hafi gefið Macaulay umboð. Þá eru eignir lians að fullu og öllu í höndum Macaulays, er ekki svo ? Hann getur ráðið yfir þeim til eilifðar, eða að minsta kosti þangað til hann liefir eytt síðasta eyrinum, því að þú getur ekki einu sinni —“ Macaulay stóð upp og sagði: „Jeg veit ekki hvert þú ert að fara, Charles, en jeg er —“ „Yerið þjer rólegur“, sagði við hann. „Lofið lionum að tala út“. „Macaulay drap Wynand, og hann drap líka Júlíu og hann drap Nunheim", sagði jeg við Mimi. „Hvað vilt þú? Verða sú næsta á listanum? Þú ættir þó að vita, að úr því að þú hefir hjálpað honum með því, að bera ljúgvitni um, að Wynand væri lifandi — þvi að hann er sá eini, sem segist hafa sjeð Wynand síðan í október — þá á hann það ekki á hættu, að þú breytir um framburð, því að hann þarf ekki annað en skjóta þig með sömu skammbyssunni og liann skaul hin, og skella svo skuldinni á Wynand. Og hvað færðu i borgun. Þessar hundsbætur — þessi fáeinu verðbrjef í skúffunni, brot af því, sem þú færð hjá börnunum þínum, ef við sönnum, að Wynand sje dauður“. Mimi sneri sjer að Macaulay og sagði: „Arga þrælmenni!“ Guild horfði á liana og gapti hann var miklu meira forviða á þessu en nokkru öðru, sem sagt liafð verið hingað til. Macaulay fór að ókyrrast. Jeg beið ekki þess, að sjá hvað hann vildi, en rak honum hnefahögg undir kjálkann. Höggið tókst vel. Það hitti hann á kjálkabrúnina og hann datt, en jeg fann brennandi sviða í vinstri síðunni og þóttist vita, að sárið hefði rifnað upp. „Er það nokkuð fleira, sem þjer viljið að jeg geri fyrir yður?“ sagði jeg. „Á jeg að búa um hann í sellófan?“

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.