Fálkinn


Fálkinn - 16.10.1937, Blaðsíða 6

Fálkinn - 16.10.1937, Blaðsíða 6
(i FÁLKINN Keith West: Það sem TSIM SEK einn vissi. • " AkUNNUGUR maður, sem l>efði sjeð Elias P. Schrott mundi líklega hafa giskað á að hann væri vísindamaður. Lítil PQStiilínsblá augu bak við þykk augnagler, hárið bvitt það sem það var, nefið lítið og hvast og þegar liann hló komu smáfell- ingar á nefbroddinn. Og nú hló hann lil Tsim Sek, sem sat hinumegin við skrif- J)orðið. Þið Kínverjar! .... Þið trevstið engum nema sjálfum vkkur. Nú, jæja, þið hafið tals- verða ástæðu til þess, með þessa kommúnista, Japana og alt það dót. Þvi að Sclirott var talsvert inni í stjórnmálum, eins og skilj anlegt var, þar sem hann var forseti stærsta liergagnafram- leiðslufyrirtækisins sem nokk- urntíma liafði selt vopn frá Bandaríkjunum til Kína eða nokkurs annars lands. Hann (ieplaði augunum Jrak við gler- augun, þegar hjarminn af sterk- um ljósunum fjell á augun á lionum. Jeg er að fá nýja lampa hjerna í stofurnar, sagði hann og benti á rafmagnsperurnar, sem voru hlífalausar. A morg- un eða í kvöld. Óskvgðar kúl- ur utan um perurnar í loftinu, skiljið þjer. stofustúlkan stakk upp á því. Jeg fæ ofbirtu í aug- un af svona Ijósi. Jæja, en það var samningurinn, hr. Tsim. Yður er óhætt að treysla mjer, en jeg skal samt spara yður ómak. Hjerna er eintakið mitt, af samningnum sem við vorum að undirskrifa. Þjer skul- uð fara með hann i bankann og afhenda hann bankastjór- anuin sjálfum. Og svo, jafnvel þó mjer snerist hugur í nótt eða hrapaði niður tóman lyftu- gig, getið jjjer altaf fengið samn- ingnum fullnægt. Hann fjekk Kínverjanum samanbrotið skjal. Mjer er sómi að því að þjer skuluð sýna mjer svona mikið traust, sagði Tsim Sek. Hann ljet hendurnar renna inn í víðu ermarnar og kom samn- irignum fvrir einhversstaðar inni á sjer. Og nú ælla jeg — með yðar leyfi — að fara. Jeg hefi margt að luigsa áður en jeg sigli framhjá Frelsisstyttunni ykkar um miðjan daginn á morgun. Hann stóð upp. En — Ameríkumaðurinn rjetti út granna, hvita hendina, eins og hann vildi halda hon- um aftur. — Mjer þætti vænt um, að þjer vilduð líta inn á morgun áður en þjer farið. Mig langar til að þjer smakkið á sýnishorni af tei, sem jeg fæ frá Weili-ekrunum. Mjer mundi þvkja heiður að því, ef þjer ját- ið að jeg hafi vit á góðu tei - af ekki-kínverskum manni að vera. Það er vel boðið og jeg á hægt með að gera það, sagði Tsim Sek og lægði röddina. Og þegar þjer hringið á stofustúlk- una til ])ess að fylgja mjer út, þá gerið svo vel að láta hana heyra, að þjer eigið von á mjer á morgun, segjum klukkan tíu. Jcg ætla að koma klukkan hálf tiu, en látið liana ekki vita það, og segið henni ekki í hvaða er- indum jeg komi aftur. Jeg hefi sjerstakar ástæður til þess. Hung-Mo-flokkurinn, sem jeg kaupi vopn fyrir, á marga and- stæðinga eins og þjer vitið og að minsta kosti einn af þessum andstæðingúm hefir umboðs- menn hjer i New York. Ivanske þjónustu stúlkuna yðar — liver veit? Og ef þeir halda að jeg komi á morgun aftur til þess að undirskrifa samninginn hann klappaði á vasann þá er ekki ómögulegt að þeir reyni að gera okkur bölvun. En ])á er það orðið of seint. Elias P. Schrott hrosti. Jeg dáist að hugrekki yð- ar. Mjer finst þelta sífelda sam- særismannaloft vera evðileggj- andi fvrir svefninn. Já, jeg ætla að draga mig út úr þessum við- skiftum. Setjasl að einhvers- staðar á kyrlátum stað í Evrópu þar sem maður getur notið eigna sinna í friði. Þetta verður síðasli sanmingurinn sem jeg geri nú geta þeir sem vngri eru tekið við áhættunni. Mjer þykir ])að mjög leitt að eiga ekki von á að geta haft skifti við yður framar, sagði Kínverjinn, en sem vinur yðar er mjer það mikil gleði, að þjer skuluð vera svo hygginn að draga yður út úr hættunni í tíma. Og kannske þjer viljið nú gera svo vel að hringja. Þegar stofustúlkan kom inn kvaddi Schrotl gestinn. Verið þjer sælir, herra Tsim. Við sjáumst aftur. í fvrra málið klukkan tíu, er ekki svo? Jú, eða ef til vill rjett fvrir klukkan tíu. Um leið og Tsim fór út stað- næmdist hann sem snöggvast í dyrunum. Ljósin í ganginum endurspegluðust í gljáfægðum mahogniþiljunum á veggjunum, og í nálægt eyra-hæð sást daufur hlettur óskvgður, eins og einhver hefði andað á hann. Tsim Sek vissi, að ef liann tæki á þessum bletti mundi hann reynast ofurlitið volgur einmitt þarna, sem stofustúlkan hafði þrýst eyranu upp að hurðinni. En hann ljet ekki á sjer sjá að hann hefði tekið eftir neinu og fór með stúlkunni að lyflunni. 17'LUKKAN í anddyrinu á gisti- ^■húsinu sló hálftíu þegar Tsim Sek tók lyftuna upp á hæðina, sem Schrott hjó á. Á svona stóru gistihúsi er vel hægt að taka gesti sem um ganga fyrir nýja starfsmenn, og liefði einhver sjeð Tsim Sek við Ivft- una mundi liann hafa styrkst í þeirri skoðun við það, að hann hjelt á hakka í liendinni, með mjólkurglasi. Þetta merki sak- leysisins hafði liann náð i niðri í eldhúsinu, þar sem hann kom við i leiðinni og gerði hoð fyr- ii kínverskan kunningja, sem ekki var til. Hann ljet bakkann standa á göífinu í lyftunni, fór úl, lokaði rimlahurðinni á eft- ir sjer, stakk hendinni inn á milli rimlanna, þrýsti á hnapp- nn og sendi lyftuna á sjöundu hæð. Svo læddisl liann eins og köttur inn tóman ganginn að dyrum Elias P. Schrott og barði á dyrnar. Það kom ekkert svar og hann harði aftur. Þegar hann hafði harið þrívegis án þess að svar- að væri opnaði hann dyrnar og gekk inn. Loftið var þykt, eins og reykurinn frá kvöldinu áður væri ekki horfinn enn. Um leið og hann lokaði hurðinni á eft- ir sjer rendi hann augunum yfir dýru tyrknesku ábreiðurnar á gólfinu og önnur ríkdómsmerki þarna í stofunni, sem voru á- vöxtur borgarastyrjaldanna i Kína og baráttunnar milli lýð- veldanna í Suður-Ameríku. Já, liann fór meira að segja að draga samlíkingar milli litanna á ábreiðunum og blóðsins, sem hefði verið horgað fyrir þær. Svo hvarflaði lmgur hans alt- ur til mannsins, sem átti öll þessi auðæfi. Það var kvnlegt hve Ameríkumaðurinn ljel dragast lengi að koma og licilsa kínverska gestinum sínum! Tsim Sek slóð upp og fór að svefn- herbergisdyrunum og lauk var- iega upp. Svo rvkti hann hurð- inni alveg upp og gekk inn i herbergið með þykku glugga- tjöldunum, þar sem Elias P. Schrott — í fullri hirtu frá lampaljósinu — lá á miðju gólfi, með andlitið stirðnað í ægilegri skelfingu. Það var eng- inn vafi á því að hann var dauður. I7ÍNVERJINN gekk varlega *"að líkinu. Það var enga undr- un á honum að sjá. Hann vafði vasaklútnum um hendina á sjer til að fvrirbyggja fingraför og lók svo í hendi liins dána og Jyfti henni upp frá gólfinu. Svo Ijet liann hana detta aftur handleggurinn var stirnaður, það var eins og allur líkaminn hreyfðist með lionum. Tsim Iiafði nægilegt vit á slíku til ]>ess að sjá að maðurinn var dáinn að minsta kosli fyrir t\ eimur klukkustundum. Þarna sáust engin merki þess að hann liefði verið heittur of- heldi, alt var i rcið og reglu í svefnherherginu. í dagstofunni hafði verið slökt en þarna hrunnu lamparnir allir ennþá, nema einn óskygður lampi sem var yfir rúminu og liægt var að Kveikja á með eggmynduðum hnúð, sem lá á koddunum. A Á hinum lömpunum sá hann úr dyrunum voru óskygðar glerkúlur utan um perurnar. Tsim Sek kinkaði lcolli, hon- um varð þegar í stað ljóst, hvernig í öllu lá. Svo fór hann inn i dagstofuna aftur og lok- aði svefnherherginu á eftir sjer. Hann fór að símanum og hringdi. Ilalló, sagði hann, jeg tala frá slofu Eliasar P. Schrott. Jeg álli að hitta hann klukkan tíu en hann er ekki komiiin ennþá. Getið þjer sagt mjer hvar hann er ? Hann hlustaði á shnastúlkuna svara. Ef þjer vit- ið það ckki þá gerið svo vel að senda stofustúlkuna upp, kan- ske að hún viti það. Svo lagði hann símann frá sjer og settist og heið ])ess sem fram kynni að vinda. Stofustúlkan kom skömmu siðar og virtist auðsjáanlega móðguð. Hvernig hafið þjer kom- ist hingað inn? spurði hún. Tsim Sek brosti. Jeg hanka. Jeg kem inn. Ilerr Schrott ekki hjer. Svo jeg híð dálítið, og svo jeg síma skrifslofu. Þjer vita hvar herra Schrotl er? Ilann talaði með vilja afbak- aða ensku, svokallað „piglin“- ensku. Hann var í engu frá- brugðinn venjulegum Kínverja. Máske var það þessvegna, sem hún var óvarkárari, því að nú fór lnin þvert yfir gólfið og opnaði svefnherbergisdyrnar upp á gátt. Tsim Sek vissi, að hún hefði átt að herja á dyrnar

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.