Fálkinn


Fálkinn - 16.10.1937, Blaðsíða 12

Fálkinn - 16.10.1937, Blaðsíða 12
12 F Á L IC I N N Ránfuglar. Leynilögreglusaga. 16. eí'lir JOHN GOODWIN Jeg veil J)að. Jeg kem gangandi á morgnn. Kemurðu snemma? Jeg skal vera kominn klukkan ellefu, sagði liann — og Joyce: gleymdu ekki tannpínunni lians Denclis! Hún Iiló meðan hún setti bilinn í gang ai'lnr. Jeff stóð á vegarhrúninni og horfði á hana meðan hún ók á burl og liann hreyfði sig ekki úr sporunum fyr en bif- reiðin var komin úr augsýn. Svo gekk hann hægt yfir þveran dalinn og stefndi að litla hvíta húsinu uppi i ásnum. 21. Dench telur Joyce hughvarf. Joyce svaf eins og harn, þrátt fyrir kvíð- ann fvrir heimsókn fangelsisstjórans. Hún hafði ekki sjeð neitt til Phillips, þvi að hann hafði verið í Exeter lengst af degin- um, að spila billjard við jafnaldra sína. Hún kom inn í stofuna sína morgúninn eftir og lilakkaði til að borða morgunverð- inn, sem Dench hafði framreitt banda lienni. Þegar hún braut skurnið á egginu kom Dench inn með blöðin og hún lók eftir, hve íallega blómunum hafði verið komið fvrir á borðinu. Hún þóttist viss um, að Ellen hafði ekki átt neinn þátl i því. Þessi fangi sýndi það sannarlega að liann var fær þjónn. Hún hauð Dench góðan daginn og brosti og hann svaraði kveðjunni alvarlegur. Hún fór að horfa á bann. Þjer eruð svo breyttur, Jenkins, sagði bún undrandi. Ilvað bafið þjer gert við yður? Það er ckki mikið, frú. Jeg greiddi mjer bara ofurlítið öðruvísi en jeg er van- ur og svo stakk jeg ofurlitlum gúmmiræm- um innfyrir varirnar. Jeg skar þær úr strok leðri, sem jeg fann á skrifborðinu yðar. Jeg vona að þjer afsakið það. Jeg mundi ekki hafa þekl yður, isvona ...... Það þykir mjer vænt um, frú, svar- aði hann jafn alvarlegur og áður. Hversvegna? .... .Teg skil yður ekki .... Vegna |)ess að ef þjer þekkið mig ekki aftur þá er ekki sennilegt, að fangelsis- sfjórinn geri það heldur. Fangelsisstjórinn! hrópaði Joyce undrandi. Hann sjer vður ekki. Jeg sagði yður í gærkvöldi að þjer ætluð að vera með tannpínú í dag'. En lennurnar á mjer eru i ágælu standi. Fangelsislæknirinn er mjög dugleg- ur í sinni grein. Eruð þjer genginn af göflunum, mað- ur? Þjer hljótið að skilja, að það mundi draga dilk á eftir sjer, ef fangelsisforstjór- inn fengi að sjá yður. Afsakið mig, frú, en þar er jeg á al- veg öndverðri skoðun. Við vorum um það hil sex hundruð, fangarnir í Princetown, og ef maður biður ekki sjerstaklega um að fá að tala við fangelsstjórann sjer maður hann ekki nema einu sinni á sex mánuðum. Forstjórinn gengur vitanlega um þegar við erum í vinnunni, en við stöndum ekki aug'- liti til auglitis við hann, eins og við prestinn cða læknirinn. Marivel major hefir talað við mig alls einu sinni,— það var rjett eftir að jeg var settur inn. Jeg held varla að hann mundi þekkja mig, jafnvel þó jeg væri í fangabúningi, og haldið þjer þá að hann þekki mig þegar jeg er klæddur eins og bryti og þjóna við borðið hjá yður? Þessi maður verður að sjá mig fvr eða síðar. Jeg kýs helst að velja timann sjálfur fremur en að láta tilviljunina ráða um það. Jeg liefi mínar ástæður lil þess. Joyce gat ekki að þvi gert að henni fanst lil um hve Dehch var rólegur, en henni óaði samt við tilhugsunina um, að Dench ætti að standa augliti til auglits við fang- elsisstjórann. Mitt ráð er miklu örugg- ara, sagði hún. Ekki finst mjer það, svaraði Dench. Allir vita að þjer hafið bryta, eg ef hann sýndi sig ekki þá mundi það vekja umtal. Mjer hefir altaf reynst best að vera frekur og blekkja, og þjer þurfið ekki að óttasl að mjer mistakist það. Jovce horfði aðdáunaraugum á Dench. Jeg jeg beld nærr því, að vður takist það, sagði bún . Fangelsisvörðurinn er a'ð lita eftir strokuföngum, en bjer skal hann finna bryta, og meira að segja bráðduglegan brvta, ef jeg má leyfa mjer að segja það. Je gverð að láta þetta slarka, og. ef það teksl þá er mjer óhætt. Meðal annara orða, frú. Má jeg fá lvklana að kjallaranum því að jeg' veit upp á hár, hvað fangelsisstjór- anum þykir best að fá að drekka með matnum. Jovce fór'að skellihlæja og Dencli brosli. Þetta er betra, frú, jeg vissi að þjer munduð komasl á mitt mál, ef jeg fengi tækifæri til að gera grein fyrir því. Já, þjer hafið sannarlega góða hæli leika lil að láta fólk skilja, sagði Joyce og stóð upp og opnaði skúffu í skrifhorðinu sínu. Hjerna eru kjallaralyklarnir, Jenkins. Komið þjer með þá aftur, þegar þjer hafið tekið til vinið. Og viljið þjer hiðja Ballard um að koma hingað upp, þegar liann kemur. Já, frú, sagði Dench. Þegar hann var farinn út hjelt Joyce á- fram að horða. En hún I)orðaði ósjálfrátt, þvi að hugur hennar var hvergi nærri matnum. Henni var mjög órótl útaf ákvörð- un Denchs og hún fór að óska ])ess, að hún hefði þvertekið fyrir hana. En að vísu varð hún að viðurkenna, að ofdirfskan gæf- isl oft hest, og hún skildi, að ef þetla tæk- isl vel„ yrð, aðstaða Denchs trpggari en áð- ur, og hennar líka. Þegar hún hafði lokið við morgunmatinn sagði hún eldakonunni fyrir verkum og var í óðaönn að skrifa brjef inni í setustofunni, þegar henni var sagl, að Jeff væri kominn. - Ilvað er að þjer, Joyce? spurði Jeff undir eins:og hann Iiafði sjeð hana. Jeg sje á þjer, að það gengur eiltlivað að þjer. Joyce var áhyggjufull og henni var ljettir að því, að trúa Jeff fvrir vandamálum sín- um, Jeff lók ráði Denchs fjarri i fyrstu, en þegar Joyce rakti rök Denchs, varð hann rólegri. Það getur lukkast, sagði hann. Og ef það gerir það, þá stvrkir það aðstöðu okk- ar stórkostlega. Þú segir að Dench hafi hreytt sjer? Já, andlitsfallið' er gjörbreytt. Jeg þekti hann varla, þegar jeg sá hann í morgun. Jeff kinkaði kolli. Hann er hrögðóttari en nokkur refur, Joyce. Jeg hefði gaman af að sjá Iiann. Jeg skal hringja á hann, sagði Joyce og stóð upp og gerði það. Ellen kom inn og sagði að Dench væri úti hjá garðyrkjumanninum að taka upp salat. Joyce bað liana uni að segja Dencli að koma imdir eins og lumn kæmi inn. Meðan þau hiðu tók Jeff eitt hlaðið og fór að líta í það. Hann hrópaði upp, þegar hann leil á hlaðið, svo að Jovce varð hrædd. Hvað er þetta? spurði hún óðamála. Líttu á, sagði hann og hún stóð upp og las vfir öxlina á honurn. Það fyrsta, sem hún kom auga á voru feitu fyrirsagn- irnar, sem Daily Wire notar svo mikið: FANGI STROKINN FRÁ DARTMOOR Erfiður eltingaleikur. JAMES DENCH ENNI>Á ÓFUNDINN. Svo kom löng lýsing á flótta fanganna tveggja og frásögn af því, að Willard liefði fundist og verið settur inn aftur, en síðan var haldið áfram á þessa leið: „Dench, sem er mesta hraustmenni, á einkennilgan lifsferil að haki sjer. Hann hefir verið landamæravörður, veiðimaður og leiðsögumaður i norðvesturríkjunum. Það er sagt að liann sje fvrsta flokks vjel- fræðingur, og þetta er máske ástæðan lil þess, að hann fór að leg'gja innbrotsþjófn- að fyrir sig. Hann liefir setið inn i Ceiitral- fangelsinu í Montreal og í Sing Sing. Sam- kvæmt skýrslunum er hann hættulegur glæpamaður. Það er sagt, að liann hafi hegðað sjer vel um lángt skeið og líka er þess getið, að hann hafi bjargað telpu, sem datt í Mersey- ána við Liverpool. Siðasti glæpur hans var sá, að hann rjeðst á mann sem hetiir Shen- stone, og hafði verið með lionum í þvi að reyna að fremja innbrotsþjófnað, og fyrir að hafa handleggsbrotið lögregluþjón, sem ætlaði að handsama hann. Þó að það mun- aði minstu, að Dench dræpi Shenstone hafði almenningur samúð með Dench, meðan málið gegn honum var á döfinni. Enginn vafi Ijek á ])vi, að hann var sek- ur, en það kom á daginn, að hann hafði gengið i gildru, sem setl var fyrir hann. Það var ástæðan til, að hann fjekk ljetta refsingu -— aðeins þriggja ára hegningar- vinnu. Varðmennirnir hera, að hann hafi verið fremur erfiður viðfangs, en þeir segja að hann hafi verið duglegur verkmaður og hann varð vinsæll af hinum föngunum fyr- ir það, hve gamansamur og hnittinn hann var i orðum. Það er sjaldgæft, að fanga takist að leynast lengur en sólarhring, en nú eru menn komnir á þá skoðun, að Dench sje

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.