Fálkinn


Fálkinn - 16.10.1937, Blaðsíða 14

Fálkinn - 16.10.1937, Blaðsíða 14
14 F Á L K I N N / vjelasalnum. ORKUVERIÐ VIÐ LJÓSAFOSS. Frh. af bls. 5. stykki, ef t. d. til viðgerðar kem- ur er vagn mikill í lofti vjela- salsins, sem hægt er að renna eftir endilöngu húsinu, og i lionum lyftikrani, sem gerður er fyrir 50 smálesta þyngsli. Er hann gerðarlegasta áhald þeirr- ar tegundar, hjer á landi. Ef svo kynni að fara, að raf- allinn ofhtnaði að innan þegar hann er að „mala“ rafmagnið, er sjeð fyrir þvi, að íkveikja slokni jafnharðan. Rafallinn þarf mikla loftrás og' er loftið leitl gegnum göng í syðri stöðvar- vegginn, en þegar hitinn nær vissu marki slöðvasl þessi loft- rás sjálfkrafa en í staðinn streymir kolsýra i rafalann og drepur allan eld. --------Hjer skal ekki ráðist i það að lýsa spennitækjunum og mælitækjum, ásamt allskon- ar öryggisútbúnaði, sem er i hinum enda stöðvarinnar. I’ess skal aðeins getið, að þegar raf- magnið kemur frá rafalanum þá er það með (5000 volta spennu, en ef það væri sent með þeirri spennu til Reykja- víkur mundi mikil raforka fara forgörðum á þeirri löngu leið. Þessvegna er spennan tífölduð upp i (50 þúsund volt, áður en rafmagnið er „sent í kaup- staðinn". Þessi athöfn fer fram á spennubreytirunum. Vitan- lega þarf stöðin sjálf rafmagn lil eigin afnota, og þessvegna þurfa einnig að vera þarna spennibreytirar sem lækka spennuna niður í 220 volt. Og einnig er sjeð fvrir spennu- lireyti fyrir væntanlega línu niður á Eyrarbakka. Þangað vtrður straumurinn sendur með 20 volta spennu, „þegar þar að kemur“. Stöðin er með svonefndu ,.bálfautomatisku“ fvrirkomu- lagi og á að geta gætt sín sjálf; þegar vjelarnar hafa verið sett- ar á stað eiga þær að geta g'eng- ið jal'nvel missirum saman eft- irlitslaust. En vitanlega er þessu ekki treyst. Þessvegna er þarna afar margbreyttur útbúnaður til þess að geta fylgst með öllu frá sama staðnum. í stjórnrúm- inu í stöðinni eru merkjatöflur, sem sýna eftirlitsmanninum ]>egar i stað ef eittbvað bjátar á, ef t. d. leg í vjel bitnar um of Táknfnynd eftir Ásm. Sveins- san, ú vjelarhúsinn. eða ef spennan vex eða lækkar og þar fram eftir götunum. Háspennulínan til Reykjavik- ur liggur suðvestan Þingvalla- vatns og vestur yfir Mosfells- heiði niður í Mosfellsdal hjá Bringum og þaðan nálægt þjóð- vegninum niður að Elliðaám. Þar verður að nema staðar, þvi að hjer er líka áfangastaður hjá rafstraumnum frá Sogi, á leið luihs til Reykjavíkur. í nýja húsinu, sem reist hefir venð austan við rafstöðina, er straum urinn „afspentur“, þ. e. nú er spennunni breytt úr 60.000 og í 6 þúsund volt, því sem til Reykjavíkur á að fara. En sumt af straumnum á lengri leið fyr- ir höndum, nefnilega ýmist upp um alla Mosfellssveit eða til Hafnarfjarðar og þaðan áfram suður með sjó og' er sá hlutinn afspentur ofan í 20 þúsund voll. Siðasta áfangann, frá Elliða- ám og að tengistöðinni við Aust- urbæjarskólann, fer straumurinn eftir jarðstrengjum, þar sem það þykir of hættulegt að 'hafa háspentar ofanjarðarleiðslur svo nærri bænum. Hjer hefir þá með fáum orð- um verið sögð einkennileg ferða- saga og „breytiþróun“ ef svo mætti kalla. Saga vatnsins sem fellur undan halla austur í Sogi og' myndar þar kraft, sem tækni og hugvit mannsandans gal beislað og breytt i nýja orku- mynd, sem kveikir Ijós innan i glerkúlu suður í Reykjavík, snýr þar vjelum, sýður mat og liitar híbýlin. Þetta er vitanlega ekki ný uppgötvun, en það nýja er, að hjer er fengin svo mikil orka, að ætla má að innan skamms. verði allur þorri manna i höfuðstaðnum farinn að notfæra sjer hana, eigi að- eins til ljósa eins og áður liefir verið, heldur líka til suðu og jafnvel til hitunar. ()g að orkan frá Soginu eigi eftir að verða lyftistöng nýs iðnaðar og verk- legra framkvæmda i höfuð- staðnum og þeim hjeruðum, sem vel liggja við henni, er næsta lítið vafamál. Táknmynd Ásmundar Sveinssonar af krafta jötninum, sem rjettir ungu slúlk- unni ljósið á eftir að rætasl og Sogsvirkjunin á eftir að dreifa Ijósi og' orku um borg og bygð og skapa nýja möguleika handa Vjelahns ug nmhverfi. þeim, sem eitlhvað goll vilja aðhafast, landinu og höfuð- staðnum og sjálfum sjer til hagsbóta. SJÁLFBOÐALIÐINN ANITA. Siðan í byrjun borgarstyrjaldar- innar á Spáni hefir stiilkan hjer á inyndinni, Anita Royo verið sjálf- lioðatiði i uppreisnarhernuin og hef- ir undanfarna mánuði tekið þátt í umsátinni um Madrid. Anila er frá Marokko og strauk í herinn. Hún er aðeins 17 ára og hefir særst hvað ef'tir annað. JAPANSKT HERFANG. Hjer á myndinni sjást japanskir hermenn rannsaka vopn, sem þe:r hafa fekið af kínverskri herdeild. Vopnin eru af ýmsu tagi, og ægir þar saman nýtísku rifflum og göml- um kinverskum sverðum. - Hvað kostar jiessi fiskur? Það verða tvær kronur. Iír það ekki of mikiö fyrir ein'n ])orsk? Jeg veil ekki hvað mikið þjer getið jetið. Iljó nabandið er h< ifn, þar sem ivö s! kip madast. — Þá Iiefi jeg mæll lundurspiili. Vypí í vitannm. — Hj eðan er við- s,\ nl. Og i allar áttir! — Já, afar víðsýnt. í heiðskíru' veðri sjáum við lengra en lil Am- eríku. — Nei i, það hljóta nú að vera ýkjúr. N.ei , engan ýkjur, . Við sjáum bæði sól i ína og lunglið, DULARFULLIR VASAKLÚTAR. Það er algeng s'jón í Japan um þessar mundir, að sjá stúlkur rjelta liam vasaklúta og biðja þá, serh framhjá ganga, að sauma eitt nál- far i klútinn. Þannig halda þær á- fi am þangað til þúsund nátspor eru kofnin í hvern klút og þá senda þær ktútana bræðrum sínum á vigstöðv- unum. Það er gömul trú i Japan, að slikir klútar lilifi mönnum við skeytum óvinanna. SJÁLFVIRK LÖGREGLA. Enski verkfræðingurinn Duveek hefir gert uppgötvun sem hann kall- ar „sjáifvirka tögregtuþjóninn11. A- ha'ld lielta á að geta svarað öllurn þeim spurningum, sem vegfarendur eru vanir að leggja fyrir Jögreghi- menn, einkum ferðamenn. Þetta a- hald verður sett upp á strætum og gatnamótum Lunúnaborgar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.