Fálkinn


Fálkinn - 19.02.1938, Blaðsíða 7

Fálkinn - 19.02.1938, Blaðsíða 7
FÁL.KINN 7 reyra bátana og ýmislegt laus- legt á þilfarinu þá kinkaði hann bara kolii. Hann þurfti ekki á neinum veðurfregnum í útvarp- inu að halda til þess að vita hvað vindurinn ætlaðist fyrir. Nú dimdi yfir í austri en John Anderson var altaf að líta í vest- ur og suður Þaðan mundi veðrið koma, það vissi hann. Það brá einkennilegum bjarma á sjöinn svo að skein á livíta öldufaldana. Svo kom rigning- arúði og næst sá Anderson kol- svart skýjaþvkni korna upp í suðvestri .... taifun-fárviðrið var að dembast vfir þá. Þegar rokið Iægði aftur var „Astrea“ nærri full.af sjó. Holt skipstjóri stóð á stjórnpallinum og starði fram undan sjer, hörkulegur á brúnina og gram- ur. Þetta var fyrsta ferðin hans sem skipstjóri ekki var gæf- an hliðholl. Fjórir menn höfðu farist af þilfarinu og einn i vjelarúminu. Stormurinn hafði slitið loftnetið og sjórinn slökt undir kötlunum. Þegar liann leit fram á þil- farið sá hann að John sat þar með hamar og hamp og var að þjetta skipsbátinn. Þessi bátur og einn björgunarbátur var alt sepi stormurinn liafði látið þeim eftir til að bjargast á. „Hver hefir sagt yður að gera þetta?“ kallaði skipstjórinn. „Enginn“, svaraði Anderson „en það er skemtilegra að hafa eitthvað til að dútla við“. Holt skipstjóri beit á jaxlinn. Innri rödd hvíslaði að honum, að hann mundi eklci koma lífs úr þessari raun. Hann langaði heldur ekkert til þess. Þetta var fyrsta ferðin sem hann bar á- byrgð á skipi og innan skams mundi það liggja á bafsbotni. Ógæfan var fylgisöm honum og honum mundi aldrei verða trú- að fyrir skipi framar. Útgerðar- sljórar eru eins hjátrúarfullir og sjómennirnir sjálfir. Hann skipaði fyrir um, hvernig skips- höfnin skyldi. skifta sjer í bát- ana. Átta í skipsbátinn og af- gangurinn i björgunarbátinn. Fyrsti stýrimaður kom með leiðarbókina og fjárhirsluna. Yfirmenn og undirgefnir hnöpp- uðust saman og björgunarbát- urinn dinglaði í daviðunum. „Hleypið niður!“ Báturinn snerti sjóinn og hafði ekki rekist í skipshliðina. Holt skipstjóri gekk áleiðis til skipsbátsins. „Alt til“‘, sagði I. stýrimaður, „komið þjer með um borð, skip- stjóri“. Skipstjórinn veifaði hendinni. „Hleypið þjer niður!“ sagði hann, „jeg á plögg inni hjá mjer, sem jeg verð að ná í“. „En „Hleypið niður, sagði jeg'!“ I. stýrimaður hleypti brúnum. Jæja, skipstjóranum var þá svona þungt niðri fyrir. Já, hann var ungur, og áfallið mikið, en Skipshöfnin fór að malda i móinn. I. stýrimaður sneri sjer að Jolm Anderson, sem stóð uppi á þilfarinu. „Komið þjer i bátinn, Ander- son!“ Gamli sæbjörninn liorfði eft- ir skipstjóranum. „Jeg ætla að l'ara að sækja hann“, sagði bann lágt. I. stýrimaður kinkaði kolli. Anderson var ekki báður skip- unum hans framar. Hann gat gert það. Stýrimaðurinn gaf merki og' skipsbáturinn var sett- ur niður og færði sig frá skip- in. Anderson gamli stóð á þilfar- inu, sem liallaði nú orðið mikið aflur. Hann beið þangað til bann sá að báturinn var orðinn laus við skipið. Þá brölti hann aftur að klefa skipstjórans. Hurðin var opin. Hann fór inn. Þar stóð Holt skipstjóri grafkyr og starði framundan sjer. Æsku svipurinn var horfinn af andlit- inu. Kinnarnarsognar og augna- ráðið starandi og brennandi. ,Báturinn er kominn á fIot“, sagði John Anderson rólega. „Það er kannske best að skip- stjórinn komi um borð“. Holt skipstjóri sneri sjer við. „Farið þjer út!“ breytti bann úr sjer. „Jeg skal sjá um mig!“ „Fyrirgefið þjer“, bjelt John Anderson áfram eins og ekkert hefði í skorist, „jeg ætlaði bara að segja, að það er engin smán að biða ósigur fyrir .... hon- um“. Hann benti út á hafið. „Ut með yður!“ öskraði Holt. En John Anderson fór hvergi. Hann starði á stóru myndina, sem hjekk á þilinu yfir skrif- borði skipstjórans. Hann pauf- aðist áfram á milli húsgagnanna sem öll voru oltin um og benti á myndina. „Ilvar hefir skipstjórinn feng- íð þessa mynd?“ Röddin var hör'ð. Þetta var í fyrsta skifti sem Anderson gleymdi að tala virðulega við yfirboðara sinn. „Ilvað kemur yður það við? Kömist þjer út, maður!“ „Þessi stúlka .... hversvegna er myndin af henni lijerna?“ Holt skipstjóri varð forviða og svaraði, án þess að geta gerl sjer grein fyrir hversvegna hann svaraði. „Við ætluðum að gifta okkur ]>egar jeg kæmi heim úr fyrstu ferðinni sem jeg stjórnaði sjálf- ur skipi í. Svo að nú .... „Nú, jæja .... og' hvað svo? Þetta er hún Anna dóttir mín. Er það rjett? „Drottinn minn ....“ Holt skipstjóri starði á bátsmanninn fvrverandi. Það kom kaldhæðnisbros fram í andlitinu á John Anderson. „Jæja, ætlið þjer nú að koma. Skipið getur sokkið þegar minst varir. En Holt bristi höfuðið þrár og óhifanlegur. „Heilsið henni frá mjer og segið, að þetta hafi ekki verið mjer að kenna .... að ekki fór eins og við höfðum ætlað. En jeg vil ekki stíga á land eftir þetta .... ekki hitta hana“. „Nú komið þjer skipstjóri . .“ „Farið þjer út og látið mig í friði. Jeg hefi sagt síðasta orðið“. Röddin var liás og lýsti mild- um kvölum. Jolin Anderson gaf bonum hornauga. Og svo rendi hann augunum til fallegu hlæj- andi stúlkunnar á þilinu. Ójú, vist hló hún! En bráðum mundi hún liætta að hlæja fyrir fult og all. Jolm Anderson þekti hana, telpuna. Þegar slikt hend- ir í æsku þá kemur það harðar niður en á þeim, sem eru orðnir gamlir og þvældir. í kyrðinni heyrði hann sjóinn orga og duna í fjarlægð. Og gegnum öskur hafsins heyrði hann ógreinilega köll mannanna í bátunum. Jæja, svo að nú ætlaði pilturinn að losa sig við alt, undir eins við fyrstu mótbáruna! Það kom gremjusvipur á andlit Ander- sons. „Gott og vel, skipstjóri. Jeg skal gera eins og jeg best get“. Hann steig tvö skref áfrani. Og gildur hnefi hans þaut eins og' elding' skáhald upp á við. Hann miðaði nákvæmlega og þegar hnefinn hafði hitt Holt skipstjóra undir kjálkabarðið stundi gamli maðurinn af á- reynslunni. Augnaráð Holts varð f}rrst annarlegt, svo brosti hann hlýlega eins og hann hefði heyrt fallegt lag — og svo datt bann eins og slvtti í fangið á gamla Jolm Anderson. „Gamall!“ tautaði Anderson um leið og liann lagði Holt var- lega á gólfið meðan hann stryki sig um hendina, því að liann verkjaði sáran. „Gamall hjeldu þeir, þorskarnir í Iandi!“ Hann spýtti á hendina og' njeri henni upp að jakkanum. Svo beygði hann sig, tók undir liandlegg- ina á Holt og dró hann upp stigann og út á þilfarið, að borð stokknum, sem sjórinn hafði brotið. „ Hjerna er hann“, kallaði hann til piltanna í bátnum. „Hann rann á gólfinu og sló höfðinu við þröskuldinn. Komi'ð þið að, miðskipa, jeg ætla að láta hann siga til vkkar í vað ( ( í guðs bænum flýtið þjer yð- ur, Anderson, skipið er að sökkva“, kallaði stýrimaðurinn. John Anderson var ekki seinn í vöfunum. Hann tók kaðal og brá hönum utan um meðvit- undarlausan skipstjórann, ýlti honum fyrir borð og Ijet liann síga ofan í bátinn. Hann fann þegar þyngslunum ljetti. Þegar liann leit niður höfðu skipverj- arnir skorið kaðalinn al’ skip- stjóranum og lagt hann fyrir í bátnum. „Segið honum að gæta vel að stúlkunni“, kallaði Anderson. Vel! Segið honum það frá mjer, þegar liann raknar við!“ „.Hlaupið þjer aftur á, þilfar- ið er undir sjó þar, og við getum róið bátnum þar að“, kallaði stýrimaðurinn i ákafa. „Flýtið þjer yður ....!“ Jolm Anderson rjetti úr sjer. Hvíta hárið blakti i golunni og andlitið var vott af særokinu. „Of mikil hætta!“ kallaði bann lil baka og hló. Svo sneri liann frá og klöngraðist ofan í klefa skipstjórans. Stormurinn var enn allmikill, og sjórinn blágrænn með hvítum faldi á öldukömbunum. Anderson þótti svo notalegt að niðurinn i vjel- inni skyldi vera þagnaður. Og það bakaði honum ekki neina erfiðleika að þilfarið hallaðist; hann var vanur því frá yngri ár- um, er hann bafði farið heims- endanna á milli á seglskipum. Hann gægðist inn í skipstjóra- klefann og kinkaði kolli til myndarinnar á þilinu. Svo hjelt hann áfram, fram á þilfarið, þar sem honum fanst bann helst eiga heima og þar sem liann hafði dvalið lengstum æfinnar. Stýrimaðurinn vissi ekki hvað liann átti að gera og bölvaði al' reiði. Ilvað var hann að slóra þarna, karlfíflið? Vildi hann ekki láta bjarga sjer, eða hafði hann orðið vitstola af hræðslu? Nú var engin leið til að bjarga honum framar .... báturinn varð að hörfa undan skipinu, annars mundi það draga hann með sjer ofan i djúpið þegar það sykki. Holt skipstjóri fjekk meðvit- undina svo snemma að liann sá þegar „Astrea“ sökk. Það voru hræðileg augnablik er hann borfði á hvíthærðan mann halda sjer fastan í einn stigann. „Hann er að veifa einbverju", tautaði einn skipsmaðurinn. John Anderson var að kveðja fjelaga sína og lífið og notaði eitthvað sem líktist vasaklút til að veifa með. En Holt skipstjóri var eini maðurinn sem skildi, að þetta var brjefið frá útgerðinni. Brjef- ið sem mælti svo fyrir, að Jolm Anderson skyldi fara i land. Frú Clarence Weber heitir kona. sem kosin hefir verið á þing í Vik- tcriuríki í Ástralíu, og er hún eina konan, sem situr á þvi þingi. Aðeins einu sinni áður hefir kona setiS á þingi í Victoriu-ríki, en sú kona- tók við kjördæminu að manni sín- um látnum, er var sir Alexander Peacook, er var forsætisráðherra, en sagði brátt af sjer þingmensku. Frú Clarence Weber er utan flokka, en hefir unnið sjer miklar vinsældir með því að berjast fyrir ýmsum mannúðarmátum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.