Fálkinn


Fálkinn - 26.02.1938, Side 15

Fálkinn - 26.02.1938, Side 15
 F Á L K I N N 15 Til viðhalds hörundinu og á undan sólböðum ENGADINA-CREME # # í?-v Fölt hörund þarfnast ,HÁFJALLASÓLAR' Bleikt, fölt hörund tekur auðveldlega stakkaskiftum — verður hraustlegt, sól brúnt — 3—5 mínútna geislaflóð „Há- fjallasólarinnar" — Original Hanau. — Áhrifin eru auðfundin þegar að 6—8 stundum liðnum! Húðin roðnar vegna áhrifa hinna græðandi útbláu geisla, síðan verður hún sólbrún, óhreinindi í húðinni, graftarnabbar, húðormar hverfa. Þeir sem kynst hafa hollustu- og fegurð- araukandi áhrifum „Háfjallasólarinnar" - Original Hanau - vilja ekki án þeirra vera. Verð borðlampa kr. 370.00 og kr. 470.00. Straumeyðlan óveruleg. Ef þjer óskið, fáið þjer sundurliðaða lýsingu með myndum hjá Itaftækjaeinkasölu ríkisins, sími: 4526. ***** Hdfjalla 9€anau- happdrætti byrjaði í Noregi, mátti aðeins selja miða fyrir 3 milj. króna á ári, en sala þessi hefir smámsaman vaxið upp i 27 milj. króna. Hefir þá viða farið svo, að erfitt hefir reynst að ná í miða, þar sem happdrætti hefir lengi starfað, eins og í Danmörku. Þeir, sem eitt sinn hafa fengið sjer númer, spila venjulega á það til æfi- loka. Eins hefir reynslan orðið hjer, að sömu menn spila ár eftir ár á sama eða sömu núm- er, en nýir menn bætast við á hverju ári. Óðar en varir getur þá svo farið að erfitt verði að fá númer í íslenska happdrætt- inu, því að samkvæmt lögum má ekki gefa út miða fyrir meira en IV2 milj. krónur (eða 25000 númer á 60 kr.), en salan er nú þegar orðin á aðra mil- jón og mun vafalaust aukast mikið á þessu ári. Myndin á liinni i^laðsíðunni er eftir Freymóð Jóhannsson og sýnir Háskólann uppljómaðan að kveldi til. ÞAR SEM EYSTRASALT SKOLAlt RAFI A LAND. Framh. aj bls. 8. pólskumælandi aðalsmanna. En þær voru teknir frá þeim, auðvitað gegn endurgjaldi, og gefnar fátækum bænd uin. Nú má enginn, sem ekki er af bændastjett eða hefir* nógu lengi unnið í sveit eða lokið búfræðanámi eiga jörð og reka búskap. Það er gert til að fyrirbyggja jarðabrask. í Litbauen er algjörl trúfrelsi. Rikis- borgarar, sem lala önnur mál eða eru af öðrum þjóðflokki njóta alls- staðar i landinu jafnrjettis. Þjóðverjar, Rússar, Gyðingar bg jafnvel Pólverjar geta sent börn sín í skóla, þar sem kensla fer franv á máli þeirra, og skólar þessir eru hlutfallslega styrktir af ríkinu. Þess er að geta, að i Vilniushjeraði, þar sem Pólverjar ráða nú, eru næstum allir lithauiskir skólar lokaðir. Samt liefna Lithauar sin aldrei á pólsku- mælandi samborgara sinum. Flestir pólskumælandi manna í Lithauen eru af lithauiskum uppruna. Af lithauiskum uppruna eru lika flestir þýskumælandi manna í hjeraði því, er var í margar aldir undir þýskri stjórn, en það er Klaipeda, á þýsku Memel. Þegar hjerað þetta kom aftur undir stjórn Lithaua, fengu þýsku- mælandi menn þar ýms sjerrjettindi. til dæmis eiga allir embættismenn, sem vilja fá slöðu þar að kunna bæði málin, lithauisku og þýsku. Götu- nöfn í Klaipéda (Memel), sem er eina hafnarborg Lithaua, eru líka skrifuð á báðum málum. Sama á- standið er í öðrum bæjum þessa hjeraðs. Fjökli presta, dómara, kenn- ara o. s. frv., er starfa í Klaipéda og nærliggjandi hjeraði eru af þýsk- um ættum eða runnir af þýskumæl- andi lithauiskum fjölskyldum. Yfirleitl semur lithauisku þjóðinni vel við alla, nema auðvitað við pólska ríkið. Samkomulag við Þýska- land og sömuleiðis við Rússland er gott. Sjerstaka vináttu berum við lil annara Eystrasaltslanda og tii Norðurlanda. Lithauen hefir nú mik- il menningarviðskifti við Svíþjóð og Finnland, dálitið rninna við Dan- inörku og Noreg, en ísland er okkur ennþá alveg ókunnugt land. Samt hafa þeir fáu Litliauar, sem hafa verið hjer, komið heim, sem ein- Iægir vinir íslands og íslendinga. Við getum sjeð margt á Islandi, en íslendingar geta líka sjeð margt skemtilegt lijá okkur. Hvernig er þá umhorfs í Lithauen? Það er að mestu leyti láglendi, en i einstöku hjeruðum eru skógi vaxnir hálsar og hæðir og á milli þeirra glitra stöðuvötn. Þar er lands- lagið ekki ósvipað finsku lands- lagi. Sjerkennilegir eru háir haugar, þar sem gamlir lithauiskir hermenn eru heygðir. Í mörgum af þessum haugum iiggja norrænir víkingar! Annað einkenni landsins eru kross ar á víðavangi. Á meðal þeirra eru margir mjög gamlir, skornir úr trje og taldir vera mikil listaverk. Enn er siður að reisa kross til minn- ingar um hátíðir, um látna ættingja eða vini, á stöðum, þar sem dauða- slys liefir komið fyrir o. s. frv. Krossar standa við vegamót, við brýr og við bændabýli. Menn, sem fara fram hjá taka ofan. Mörgum verið safnað og komið fyrir í þjóð- minjasafninu, sem þjer sjóið hjer á myndinni. í útskurði á krossum þessum koma oft fram leifar heiðinna hugmynda og eru þeir vegna þess athyglis- verðir fyrir vísindamenn. Krossar þessir eru vitni þess, að flestir Lithauar eru mjög guðræknir, þótt þeir sjeu sú þjóðin, sem síðast liefir tekið upp kristna trú i Evrópu! Annað, sem skemtilegt væri fyrir íslendinga, eru baðstaðir, breiðar fjörur með gulum, hreinum sandi. Þar er svo þægilegt að baða sig. Eftir vestanstorma liggja i fjörunni allstórir rafmolar, sem rekið hefir upp úr sjónum. í fyrndinni komu þangað kaupmenn norrænna og suð- rænna þjóða, á meðal þeirra Föni- kiumenn, til þess, að skifta á rafi fyrir vörur sínar. Við sjávarströndina eru stærstu sandhólar í Evrópu. í skógunum úir og grúir af allskonar smádýrum. Kringum bóndabýlin eru ávaxtagarðar. Allstaðar er mikið af fornminjum. Þar er ódýrt að lifa og matur góður. Það lekur oft styttri tíma að fara á milli Lithauens og íslands cn hringferð í kringum ís- land, og Norðurlandabúar eru ávalt og allstaðar velkomnir til okkar! Víkingar fóru til Eystrasaltsland- anna á sínum litlu skipum. Hví skyldu þá ekki nútíma íslendingar geta komist þangað á stórum gufu- skipum og sömuleiðis Lithauar til þeirra? Lithauar hefðu gott af þvi að kynnast landi Eddu og fornsagn- anna, íslendingar — landi hinna heimsfrægu þjóðkvæða. Lilliauisk þjóðkvæði eru heimskunn. Goethe, Herder og aðrir erlendir snillingar hafa dáðst að þeim, þýtt þau á sitt mál. Þjóðkvæði hafa sama gildi fyrir Lithaua, sem fornbókmentir fyrir ís- lendinga. Við höfum ekkert af forn- bókmentum. Hal'i þær nokkrar ver- ið, hafa þær eyðilagst i styrjöldum og uppreisnum, sem geisuðu áður í landi voru. Seinna komu upp lithauiskar bókmentir, en — á pólsku, því það var orðið mál yfir- stjettanna. Smátt og smátt nær þjóð- ernistilfinningin til yfirstjettanna, og bændur taka líka að mentast. Nú hefjast lithauiskar bókmentir á lit- hauisku máli. En þá banna Rússar að prenta lithauiskar bækur, og stóð bann þetta h. u. b. í 40 ár. Þess- vegna er það mesta sem við eigum af bókmentuin mjög ungt, en samt hafa nú mörg ágæt ljóðskáld og aðrir höfundar komið fram á sjóti- arsviðið. Lithauiskar bókmentir eru ennþá alveg ókunnar á Norðurlöndum, en það eru gerðar ráðslafanir til þess að breyta jiessu ástandi. Við gerum líka sjersiaklega mikið að því að þýða úr Norðurlandamálum, og margir Lithauar leggja á sig að læra Norðurlandamál. Ef til vill kemur bráðum sá dag- ur, þegar hefst í alvöru samvinna á milli allra Norðurlanda og allra Eystrisaltslanda friði og menningu til gagns. Teodoras Dieliackinas. Buhram lieitir alræmdasti mann- dráparinn i Indlandi. Taldisl hann til ofstækistrúarflokks, sem ,,thugs“ nefndist, og var það eilt i trúar- brögðum þessara manna að þeir ættu að drepa menn. Buhram varð hlut- skarpastur og drap 931 mann á fjörutíu árum. ----o-—— Zoroaster, liinn frægi persneski löggjafi og trúbragðahöfundur, sem einnig hefir verið kallaður Zara- þústra, og var uppi 800—-900 árum fyrir Kr. er frægur orðinn sem spá- maður þjóðarinnar. Hitt vita færri að síðustu þrjátíu árin sem hann lifði nærðist hann ekki á öðru en osti. Á einni varðstöðinni í Brennan Road í alþjóðahverfinu í Shanghai stendur þetta spjald með heitinu á hinni frægu bók Remarque: Tíðinda- laust á vesturvígstöðvunum! TÓLF HEIMSMET. Þýski mótorhjólskappinn Ernst Henne sjest hjer á myndinni. Hann setti 12 heimsmet á lijólinu sínu sama daginn og þykir það merkast þeirra að hann ók 280 kílómetra á klukku- tímanum.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.