Fálkinn


Fálkinn - 26.03.1938, Side 2

Fálkinn - 26.03.1938, Side 2
2 F Á L K I N N ------ GAMLA BlÓ ------------ Svo lengi mð læra sem lifir. Fjörugur og skemtilegur gaman- leikur, tekin af Paramount. Aðalhlutverkin ieika: ELEANORE WHITNEY, ROBERT CUMMINGS. Sýnd bráðlega, Gamla Bíö sýnir bráðlega gaman- mynd, sem nefnist „Svo lengi má læra sem lifir“. Þetta er ljett og skemtileg „revíu“-mynd, sem fjallar um unga og fallega dollaraprinsessu, dóttur kvikmyndakóngs eins í Holly- wood. Hún hefir haft jjann sið að halda sig sem mest á vinnustöðvum kvikmyndaleikaranna og kann bezt við sig þar, enda þekkir hún alla meira og minna, alt frá yngsta véla- dregnum upp í sjálfan aðaleikstjór- ann. Stjúpu hennar geðjast alt ann- að en vel að þessu hátterni. Hún vill láta stjúpdóttur sína umgangast „fína“ fólkið og læra mannasiði, vera í leiðinlegum fjölskylduboðum og því um líku. Hún fær því föður hennar til þess að fallast á það, að senda hina ungu dóttur sína í kvennaskóla fyrir heldri manna dæt- ur, og þangað fer liún nú. En í skóla þessum liefir alt gengið á trjefótum. Hann er orðinn gjaldþrota, allir nem- endur farnir, og kennararnir eru búnir að ná sjer í önnur störf ann- ars staðar. En svo vill til að for- stöðukonan leyfir leikflokki einum, sem hafði átt við það böl að búa, að fáir vildu heyra hann eða sjá, að halda til i skólahúsinu, — nóg var plássið, er nemendur voru farnir, — og leikstjórinn gerir nú það bragð. að þegar dollaraprinsessan kemur, tekur leikflokkurinn á móti henni með miklum fögnuði, og er nú svo látið sem hann sé kennarar og nem- endur skólans. Hina ungu stúlku grunar fljótt hvernig í öllu liggur en henni geðjast svo vel að dvölinni þarna og hinum nýju kunningjum að hún lætur sem ekkert sje. Þvert á móti tekur hún þátt í allri skemtun og gamni, dansar af snild og syngur eins og lævirki. Ákveða þau nú að koma upp skólarevíu, og tekst hún ágætlega. Föður hinnar ungu stúlku er boðið og hann verður svo hrif- inn af leiknum, að hann fær leik- arana til þess að leika liann fyrir kvikmynd í Hollywood og þetta tekst svo vel, að framtíð flokksins er borgið. Skemtilegt ástaræfintýri er Guðbrandur Tómasson fyrver- andi ,bóndi á Skálmholti í Ár- nessýslu, varð 75 ára 18 marz■ Sjómenn! { Verkamenn! £ Ávalt fyrirliggjandi: Olíustakkar, margar tegundir, og Olíufatnaður allskonar Togara-doppur og -buxur Peysur, m. teg. — Treflar Vinnuskyrtur — Vinnusloppar Nankinsfatnaður — Khakifatnaður Vinnuvetlingar — Skinnhanskar fl. teg. Nærfatnaður, fjölda teg. — Sokkar venjul. Gúmmístígvjel, allar stærðir og hæðir Sjósokkar — Hrosshárs-Tátiljur Klossar og Klossastígvjel með og án fóðurs Kuldahúfur — Hitabrúsar — Svitaklútar Maskínuskór — Gúmmískór — Madressur Ullarteppi — Vattteppi — Baðmullarteppi Axlabönd — Mittisólar, leður og gúmmí Olfliðakeðjur — Handklæði Fiskihnífar — Vasahnífar — Dolkar Sjófata- og vatnsleðurs-áburður Sjófatapokar, ásamt lás og hespu ■ Björgunarvesti, sem allir sjómenn ættu að eiga og vera i Hvergi betri vörur Hvergi lægra verð £ Verslun O. Ellingsen h.í. ofið inn í leikinn. Auðvitað verður liin unga mær ástfangin af unga manninum, sem leikur á móti henni, og að lokum bindast þau böndum órjúfandi ástar. Skemtilegur, fyndinn og fjörugur leikur, sem kemur öllum i gott skap. John Horton, öðru nafni „Járn- hertoginn“ er talinn mesti matgogg- ur sem uppi hefir verið. Horton var svertingi og átti heima í Texas. Hann át eggjaskurn, gler, heilan klasa af banönum (með leggjum og öllu sam- an), 40 punda grasker, heila kýr- lifur liráa, dagblöð og þykka verð- lista. Honum varð ekki skotaskuld úr að drekka fimtán potta af vatni í striklotu og 138 egg í eina máltíð. Og tíu pund af hráu nautaketi. Hort- on vann allmikið fje í veðmálum um hvað hann gæti jetið. Auðveldastur þótti honum sigurinn er hann veðj- aði um að hann gæti jetið tólf tveggja punda hænuunga steikta. Erfiðara þótti honum að jeta tólf stórar sítrónur sykurlausar og ineð Snæbjörn Jakobsson, steinsmið- ur, verður 75 ára 26. rnars. Sigurður Fjeldsted, bóndi að Ferjukoti, varð 70 ára 2k. þ. m. ------- NÝJA BlÓ. ------------- Hin ákærða. Spennandi og áhrifamikil mynd með dular.fullu morði í leikhúsi í París og stórkostlegu rjettar- haldi, sem liggur nærri, að endi með því, að saklaus sje dæmdur fyrlr sekan. Aðalhlutverkin leika DOUGLAS FAIRBANKS YNGRI, DOLORES DEL RIO, FLORENCE DESMOND o. fl. Sýnd innan skamms. Nýja Bíó sýnir á næstunni mynd, sem vekja mun athygli og hljóta mikla aðsókn. Myndin heitir „Hin ákærða“ og gerist í leikhúsi einu í París og síðan aðallega í rjettar- salnum. Fyrri hluti myndarinnar er að vísu hversdagslegur. Leikhúsæf- ingar með dansi, söng og venjulegum smáatvikum í lífi leikhúsfólksins. Ung hjón, leikin af Douglas Fair- banks yngri og Doleres del Rio, eru ráðin til þess að dansa á reviu- sýningu í leikliúsinu, og einmitt það skemmtiatriði þykir mest um vert. En prímadonnan í leikhúsinu, sem leikin er af Florence Desmond, læt- ur sjer fátt um finnast dansinn, en gerir sjer hins vegar meira far um að ná ástum hins unga eiginmanns. Enda þótt hann láti ekki auðveld- lega tælast af henni, fer þó ekki hjá því, að hin unga kona fái vitn- eskju um það, að hann hafi heim- sótt leikkonuna í búningsherbergi hennar, þar sem hann raunar móð- gaði hana alvarlega, og alvarleg af- brýðissemi gerir vart við sig hjá henni, og hún fái þungan hug til leikkonunnar. Þau hjónin sættast þó fullkomlega og skilja hvort annað. Á einni æfingunni verða þessar kon- ur alvarlega reiðar og eiga alvarleg orðaskipti saman, en nóttina eftir finnst leikkonan myrt í herbergi sinu í leikhúsinu með hnífi, sem hin unga kona átti og notaði í leik sínum. Hefst nú síðari aðalþáttur leiksins, sem er stórum tilkomu- meiri en sá fyrri, en það er rann- sókn þessa dularfulla morðs og rjett- arhöldin i því, sem eru með hinu stórfenglegasta, sem sjest hefir i þeirri grein i kvikmynd. Öll bönd berast að hinni ungu konu. Hún er sett í fangelsi á meðan á rannsókn- inni stendur og ákærð fyrir morðið. Maður hennar og hinn snjalli verj- andi hennar gera alt, sem unt er til þess að sanna sakleysi hennar, en málstaðnum virðist ekki hjarg- andi, þrátt fyrir það, þótt hún sje saklaus. Á síðustu stundu fær málið óvænta og áhrifamikla lausn, sem engan liafði rennt/ grun í, og hinn seki finnst. Leikendurnir leysa hlut- verk sin prýðilega af hendi og alt er svo um mynd þessa, að áhorfend- ur hljóta að risa ánægðir úr sætum sínum, þegar henni er lokið. berkinum. IJn mestan orðstír gat hann sjer er hann át heilan poka af sementi. Ljet hann svo um mælt eftir á, að það mundi hann trauðla gera aftur, vegna þess að eftir þessa máltið hefði sjer orðið ilt i magan- um, í eina skiftið á æfinni. Nýlega var verið að grafa fyrir neðanjarðar-sporbraut í London. Fanst þar í leirnum steingerfingur af krabba, sem er talinn 50 milljón ára gamall. -----x---- í Berlín eru til tvíburar, sem báðir hafa hjartað hægra megin. Hinsvegar er lifrin og botnlanginn vinstramegin. Að öðru Íeyti eru tví- burarnir rjett skapaðir og báðir eru þeir við bestu heilsu.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.