Fálkinn - 26.03.1938, Qupperneq 6
()
F Á L K I N N
BRJEF TIL WILUAMS HUMPELS
Frá Sesselju Jakobsdóttur.
ITÆRI VILLI minn! Með hrærðu
1V hjarta pára jeg þessar línur, og
lengi hef' jeg skotið því á frest; en
það er eitthvað innan í mjer, sem
segir, að það sé skylda mín að
aðvara þig áður en það er orðið of
seint. Síðan hún móðir þin sáluga
(ló, þegar þú varst barn finnn ára
og jtangað tii þú fórst að heiman i
fússi, veistu að jeg hefi gert mitt
fremsta fyrir þig og lagt á lilig
armæðu og áhyggjur til þess að
verða þjer og honum föður þinum
að gagni, og þegar þú skrifaðir mjer
og baðst um hjálp þegar þú varst
versl staddur, fjekstu altaf það sem
jeg gat sjeð af, þó jeg yrði þess
brátt áskynja að peningarnir færu í
fyllirí og kvennafar og að rauna-
sögurnar þínar væru höfuðverkur og
æfintýri. Margsinnis hefir mjer legið
við að skrifa: Svci attan, Villi, þú
sem ert uppaiinn i kristilegum
barnalærdómi og hefir verið í K. F.
U. M. og verslunarskólanum! En
altaf hefir eittlivað stöðvað pennann
og hann hefir snúist gegn sjálfri mjer
og sagt: Hver á sökina á því, að
þetta fór svona? Hver hefir alið
hann upp nema þú sjálf? Faðir hans
hafði ekki tíma til að sinna honum
og aðra var ekki um að ræða. Jeg
inan svo grant i fyrsta skifti, sem þú
liafðir komist upp í diskagrindiua
og jeg saknaði 35 aura, sem áttu að
vera fyrir reyktum makril, sem þjer
þótti svo góður. Mjer fanst jeg ætla
að sökkva ofan í jörSina af blygðun.
að nokkur með Humpels nafni gæti
gert slíkt. Að vísu hafðirðu logið að
mjer við fjöldamörg tækifæri, og
livað segir ekki flakkarinn: Sá sem
lýgur getur líka stolið liænu. Iin
þetta en nú samt dálítið annað,
þegar maður rekst skynberlega á það
í lifandis lífi. Og svo er það, þegar
þeir lokuðu fyrir gasið, af því að þú
hafðir sleikt upp peningana, sem þú
áttir að fara með á gasstöðina og
sagðist svo hafa týnt þeim og ekki
þorað að segja frá því. Þetta varð
jeg að borga úr eigin vasa, þó að
jeg hefði ekki nema þrjátíu krónur
á mánuði, og það þó ekki nema
þegar hann faðir þinn hafði þær
handbærar og það var ekki altaf.
Og svo var það þegar þú varst flutt-
ur heim fullur á handvagni, og allar
stelpurnar og skólastrákarnir komu
í hóp á eftir, híandi og hlæjandi
og jeg færði þig úr fötunum og selti
þig í volga laug og helti ofan í þig
heitu, svörtu kaffi. Þá lofaðirðu að
þú skyldir aldrei gera þetta oftar, ef
jeg segði honum pápa þínum ekki
frá því, og þú skældir og jeg hjelt
að þú værir á betrunarvegi, en þetta
voru þá eintóm látalæti, því að
sunnudaginn næsta varstu blindfullur
líka. Og svo var það kvöldið þung-
bæra, þegar þú löðrungaðir mig, af
því að jeg vildi ekki lileypa þjer út.
Jeg mundi ekki hafa minst á þetta ef
það væri ekki svo, að þessar minn-
ingar yfirþyrma mig, og eitthvað
innan í mjer segir, að jeg eigi að
minna þig á það.
En ástæðan til þess að jeg tek
tnjer penna í hönd er saint önnur og
enn raunalegri: Hjer kom ung stúlka
á dögunum og sagði, að þú hefðir
gert sig ógæfusama, og að hún mundi
vinna sjálfri sjer tjón ef hún fengi
ekki utanáskriftina þína. Jeg fór öll
að skjálfa og var hvefsin við hana
og sagði sem svo við hana, að hún
mætti víst sjálfri sjer um kenna að
svo fór sem fór, og að það þýddi
víst lítið að púkka upp á þig, vegna
þess að þú ættir víst nóg með sjálfan
þig. Jeg veit að þú hefir nýlega reynt
að fá lán hjá honum Lundgren kaffi-
kaupmanni og honum Niels Vante
ullarsala og að þeir neituðu báðir og
kváðust ekki ætla að láta þig sólunda
sínum peningum. En stúlkan sagði,
að það kæmi út á eitt, og að hún
vissi, að þú værir í þingum við aðrar
stelpur; en ef hún næði til þín þá
skyldi hún sýna þjer til hvers hún
dygði, og að ef þið kæmust í hjóna-
band þá mundi lnin kippa öllu í lag.
Loksins kendi jeg i brjósti um hana
og gaf henni utanáskriftina, enda var
mjer ekki til neins að færast undan
því, þar sem þeir hafa manntalsskrá
hjerna og alt þessháttar, svo að þeir
sem eitthvað hafa gert fyrir sjer hafa
engan frið. Svo að nú máttu búasl
við brjefi frá henni bráðum, og ef
þú hefir ekki gert hinar stúlkurnar
ógæfusamar líka þá f-inst mjer það
vera skylda þín að taka þessa, hún
lítur dável út, og hefir kanske rjetta
lagið á þjer, þó að mjer verði nú á
að efast um, að nokkur geti tjónkað
við þig; en sje það nokkur, þá hlýtur
það að vera kvenmaður — svo
mikið er víst.
Jeg hugsa til þín á hverju kvöldi
þegar jeg er komin upp í og horfi
upp í gluggann, og óska þess inni-
lega, að þú megir snúa við meðan
tími er til. Jeg legg finim krónur
hjerna innan i fyrir tóbaki eða ein-
liverju öðru smávegis, sem þú þarft á
að halda. Bestu kveðju frá göinlu
fóstru þinni.
Sesselju Jakobsdóttur.
Frá Önnu Kylling.
T-T LSKAÐI VILLI! Hvernig gastu
verið svona slæmur við tnig, þú
sem Iofaðir öllu hugsanlegu og sagðir
að þú skyldir aldrei bregðast mjer
og að það væri engin ástæða til að
vera hrædd. Jeg er svo ógæfusöm og
jeg græt bæði nætur og daga, og
pappírinn sem jeg skrifa á er blett-
aður af tárum, þvi að nú er þetta
fram komið samt, og ef þú yfirgefur
mig nú, veit jeg ekki hvað jeg á við
mig að gera annað en að drekkja
mjer. Fyrst hjelt jeg nú að það gæti
ekki verið satt, eftir alt sem |)ú hafð-
ir lofað; en svo var ekkert um að
villast, svo jeg fór um daginn til
gönilu ráðskonunnar ykkar og bað
um utanáskrift þína og fjekk liana
loksins. Jeg ætlaði að skrifa sama
daginn, en þegar jeg kom heim lagð-
ist jeg með hita, svo að jeg hefi ekki
getað skrifað fyr en í dag, til þess að
segja þjer hvernig komið er.
Elsku dengsi: Jeg grátbæni þig um
að bregðast mjer ekki en giftasl mjer,
ef þú vilt það ekki þá getum við búið
saman fyrir því — sama stendur
mjer. Jeg get soðið matinn, tekið til
og stagað sokkana þina, og þegar jeg
er búin að eiga barnið get jeg fengið
mjer ljetta vinnu og þá komumst við
vel af, ef þú bara vilt. Jeg er viss
um, að þú getur fengið atvinnu, jeg
á bróður sem vinnur í verksmiðju á
íslandsbryggju í Kaupmannahöfn og
jeg býst við að hanh geti útvegað
þjer eitthvað, þó ekki verði það skrif-
stofustarf svona alveg undir eins.
Jeg t vel að þú ert ekki illi
innrættur, en bara dálitið ljettúð-
ugur og veikur fyrir og ef lil vill
stafar það af því, að það hefir
aldrei neinn borið traust til þín.
Þegar jeg var heima sagði pabbi oft,
að ef maður sýndi fólki traust þá
reyndi það að verðskulda það, en
mamma sagði að vísu, að til vonar og
vara væri rjettara að byrja með að
lána fólki tíu krónur en hundrað.
Hún hafði lánað öllum konunum í
næstu húsum kaffi, brauð, rjóma,
sykur, potta og pönnur og það skifti
um þær 3—4 sinnum á ári, en hún
gat talið þau skipti, sem hún fjekk
nokkuð aftur. En jeg trúi á þig og
elska þig, og það er barnið okkar,
sem gerir mjer svo erfitt fyrir núna.
En ef þú aðeins skrifar, að jeg megi
koma til þín, og að við skuluni lijálpa
hvort öðru, tel jeg þetta ekkert erfiði,
en skal verða himinlifandi glöð, og
þegar við verðum þrjú getum við
ekið barnavagni í Söndermarken. Þig
Inngar reyndar kanske ekki að aka
barnavagni — það eru margir karl-
menn svoleiðis.
Skrifaðu mjer nú það fyrsta og
mundu að sú sem nú lifir í eftir-
væntirígu og kviða er þín til dauðans
Irygg.
Auna Iiylling.
Frá Lundgren kaffikaupmanni.
ITAiRI WILLIAM Humpel! Þvi
v miður verð jeg að hryggja yður
með því að neita bón yðar um að
lána yðip’ 50 krónur i peningum. Ef
þjer viljið leyfa mjer fliUa hrein-
skilni, þá verð jeg að segja, að jeg
er talsvert kvíðinn um framtíð yðar,
og ef þjer viljið þiggja gott ráð frá
gömlum kunningja, þá: takið yður
saman meðan tími er til. Þjer getið
ekki hafa gleymt, að jeg hefi lánað
yður peninga þrívcgis, og að þjer
iiafið ekki enn leiðrjett það leiðin-
lega atvik, sem varð til þess að þjer
urðuð að fara af skrifstofunni minni.
Já, jeg verð að segja, að jeg undrast
dirfsku yðar, en það mun vera svo,
að neyðin brýtur öll lög og að þjer
grípið til örþrifaráða tilneyddur.
En það mun sannast, að neyðin
mundi vera jöfn eftir sem áður þó
að jeg Ijeði yður nefnda upphæð.
Ljéttirinn mundi vara nákvæmlega
þann tíma sem þjer væruð að sóa
peningunum og svo stæðuð þjer i
sömu sporum. Jeg man að jeg átti
einu sinni tal við við föður yðar.
Þjer voruð þá orðinn stálpaður og
hann ætlaði að láta yður læra hand-
verk, en þá kom á daginn að þjer
liöfðuð gott lag á að teikna. Sjálfur
hefi jeg aldrei kunnað að teikna,
þ. e. a. s. einu sinni tókst mjer að
teikna hund, sem kom fljúgandi með
tunguna út úr kjaftinum og lappirnar
og eyiun sneru öfugt og brotinn
hlekkur um löppinn — þessi brotni
hlekkur varð mjer táknmynd. Nú
vissi jeg að jeg var listamaður, og
jafnvel fjölskyldan sá, að jeg var
tkki fæddur til viiinu; heldur lil
legata. AUir nema gömul föðursysti'-
mín og henni er jeg æfinlega þakk-
látur. Hún sagði: I átið hann læra
handverk, og svo getur hann lært
að teikna ])egar honum gefst tími til.
Jæja, en þjer lærðuð aldrei hand-
verk og — ef satt skal segja: yður
hefir gengið illa i lífinu.
Þjer megið ekki halda, að mjer sje
Ijett að skrifa þetta. En yðar sjálfs
vegna verð jeg að skora alvarlega á
yður, að taka yður saman.
Yðar einlægur Sophus Lundgren.
Frá Önnu Lovísu Christensen (Fífí)
JTÆRI BUSTER! Hvað varð af 30
v krónunum, sem jeg lánaði þjer á
ballinu fyrir hálfum mánuði? Þú ert
nú og verður hrappur, ótætið þitt;
en skítt veri með krónuseðlana, ef
Eftir
NIS
PETERSEN
þú hefir skeml þjer. .litli jeg nái
ekki aftur í einhverjar sem líkjast
þeim, það væri þá í fyrsta skifti sem
það brygðist, og ef þú kemst i
slæma klípu aftur, þá komdu bara
til hennar mömmu þinnar og þyldu
harmatölur. Þú ert ekki sá fyrsii,
sem kemur til mín, þegar hann er
orðinn afvanur mat og langar í það
sem gott er. Jeg var i kófdrykkju i
gærkvöldi og það er heilt bý-
flugnabú í haúsnum á mjer — maður
skyldi nú ætla, að þær hefðú getað
fengið hentugri stað, en jeg verð
altaf að taka því sem að höndum
ber. Einhverstaðar verður vondur að
vera. Við vorum b.eima hjá Rúlta;
þar var yfirrjettarmálaflutningsmað-
ur, fulltrúi, málverkasali og Silki-
Nielsen, en bara tveimur tímum áður
en við koinuni hafði verið lokaö
fyrir rafmágnið, af því að Rúlli hafði
í misgáningi skilið þær kringlóttu
eftir i vínkjallaranum á horninu i
staðinn fyrir að fara með þær á
skattstofuna. En mjer finst nú
skrambi hart, að þeir skuli leyfa sjer
slíkt fyrir skattinum, þegar maður
hefir borgað bæði gas og rafmagn;
en svona er það nú samt, og að
vissu leyti var það ansi gaman; það
stóð bjórflaska á miðju borði og
saug tólgarkerti, og það vóru
mergjaðar sögur, sem komust á kreik
i svona upplýsingu. Sjerstaldega þær,
sem' Silki-Nielsen sagði; reyndar
voru þær lítið skárri hjá yfirrjett-
inum. Hann sagði eina á latínu; cn
annars hefði hann eins vel getað
sagt liana á rjettu máli strax, því að
hann varð auðvitað að þýða hana.
.leg skal skrifa hana niður handa
þjer — þú hefir víst gleymt pún
versku striðunum lika; en þegar
maður hefir fengið þýðinguna getur
maður vel skilið hana á latinu lika
og þar er hún auðvitað sniðugri.
Þegar leið á kvöldið vildu þeir
endilega að jeg dansaði blæjudans og
þegar þeir höfðu nauðað á mjer um
stund gerði jeg það, í þágu hins
góða málefnis. Síðan fóru þeir að
rugla, og þegar yfirrjetturinn fór að
spyrja, hvort jeg vildi verða volgru-
belgur í rúminu lians afa laumaðisL
jeg með Silki-Nielsen út í gullaldar-
salinn. Hann er sá eini sem altaf
hefir vasabókina nokkurnvegin i lagi.
Ef jeg get skal jeg reyna að ná \
eittlivað af fötum sem hann er hættur
að nota. . . . jeg lield að þið notið
álíka stórt — að minsta kosti á
hæðina, og hitt gengur altaf. Þú
varst nú ekki prúðmannlegur seinast,
afsakaðu að jeg segi það. Við verð-
um að dubba þig upp. Meðál annara
orða: Pjetur Pop er horfinn, og
maður hugsar sitt hvað; en mjer
kemur það ekki á óvart. Hann liefir
lengi hagað sjer svo, að jafnvel
skjaldböku gæti verið farið að gruna
sitt af hverju. Jæja, ef jeg fæ tíma
til einhvern daginn, þá sendi jeg
leigubil á stað að leita að þjer. Jeg
þrái stundum að fá að skrafa við
þig. Cheerio!
Fifi