Fálkinn


Fálkinn - 28.05.1938, Blaðsíða 1

Fálkinn - 28.05.1938, Blaðsíða 1
21. Reykjavík, laugardaginn 28. maí 1938. XI. • • A MYVATNSORÆFUM mamim Mývatnsöræfi hafa löngum verið talin ein ömurlegustu öræfi á landinu, víðast hvar sandkafið hraun og gróður ekki teljandi nema lítið eitt af melgresi hjer og þar. Liggja þau 4—600 metra yfir sjó og smáhallar norður. Mývatnsöræfi eru talin ná frá Grafarlandsá, eigi langt frá Herðubreið og alla leið norður á móts við Mývatn \og Eilífsvatn. Jökulsá myndar austurtakmörk þeirra en vesturtakmörkin eru við Námafjall. Talið er að öræfin sjeu 50—55 km. löng frá norðri til suðurs og frá 8 til 125 km. á breidd. 1 baksýn isjest á myndinni fjallið Eilífur og t. h. Hágöngur. — Myndina tók Edvarð Sigurgeirsson.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.