Fálkinn


Fálkinn - 28.05.1938, Blaðsíða 11

Fálkinn - 28.05.1938, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 Svifflug er ba^ði skemtileg og fræð- andi íþrótt, eins og þið vitið öll, en það ern ekki allir, seni géta veitl sjer að iðka þá íþrótt, þó að marg- ir sjeu í Svifflugfjelaginu i Reykja- vík. En þið getið gert annað, ef þið eruð laghentir og vandvirkir: Þið getið smíðað ykkur litla svifflugu, sem flýgur sjálf, og nú skal jeg sýna ykkur hvernig þið farið að því. Hjerna kemur nú fyrst yfirlit yfir það, sem þið þurfið af efni: Krossviðarplata, 4 mm. þykk, 34 cm. löng og 13 cm. breið. Fjöl úr furu, 15 mm. þykk. 27 cm. löng og 4 cm. breið. Bambusreyr, um 25 mm. í þvermál og 200 cm. á lengd. Svo þurfið þið einn skálp af sterku lími (pandetikon) og eina rjúpu af líörtvinna. Ahöldin sem þið þurfið lil smið- anna hafið þið vísl heima: sterkan vasahníf, þjöl, laufsög, skæri. bor, og sandpappir. Og svo byrjum við. Hjerna sjáið þið smíðateikning- una af svifflugunni, það sem þið þurfið á að halda til að byrja með, en framhaldið kemur i næsta blaði. Þið getið byrjað á smíðinni núna fyrir því. Öll málin á teikningunni eru í millimetrum, og jeg ætla að leggja rikt á við ykkur að mæla uákvæmlega. Annars verður árangur- inn þar eftir. Efst sjáið þið sjálfa þekjuna, sem er gerð úr bambuslistum. Bambus- reyrinn er klofinn eftir endilöngu og síðan skorinn til i lista, eftir því sem málin á teikningunni segja til. Þið verðið að telgja listana vandlega til og fægja þá síðan ineð sandpapp- ir. Framlistinn (efst á myndinni) er gerður i einu stykki og beygður á hornunum við x í gufu upp af sjóðandi katli. Á'mynd b. sjáið þið hvernig þið beygið bambusreyrinn yfir katlin- um. Þið haldið reyrnum beygðum. þangað til hann er orðinn kaldur ug þá heldur hann beygjunni. Gljáði flöturinn á reyrnum á að vita út, og það mega ekki vera kvistar eða liðir i sjálfri beygjunni. í þekjunni (mynd 1) eru tvö laug- bönd og 8 rif eða þverslár og í sljelið (mynd 3) eru höfð tvö lang- bönd en aðeins 3 rif. Rifin eru lika beygð dálítið þið sjáið þessa beygju á myndinni neðst i horninu til hægri. 1 sýnir beygjuna á stærri rifjunum, sem á að vera 7 mm. og II beygjuna á stjelrifjunum, sem er ekki nema 3 mm. Þið teiknið snið af beygjunni á pappír og notið hann sem fyrirmynd þegar þið beygjið bambusinn, svo að öll rifin verði eins. Þegar öll rifin eru tilbúin eru þau reyrð með hörtvinna og liittd við langböndin. Mynd 2 sýnir, hvern ig þið eigið að binda. Þegar það er búið er bundinn tvinni milli end- anna á rifjunum, sem standa aftur fyrir aftara langbandið, Ijereftið sem þanið er á þekjuna tir fest i þennan tvinna að aftan. Mynd (i sýnir hvernig tvinninn er festur i smá-hök, sem gerð eru í endann á rifjunum. Sjálfan skrokkinn sjáið þið á mynd 4. Þessa teikningu teiknið þið nákvæmlega eftir máli á kross- viðarplötuna og síðan er sagað út úr henni eins og teikningin sýnir. Öll málin eru líka i millimetrum hjerna. Framan á skrokkinn er „sleðinn“ (y), sem er sýndur dekkri og er hann gerðui- úr furufjölinni. Festið sleðann vcl á með lími og smánöglum; eins og þið sjáið er gerð rauf inn i furufjölina (mynd 5) sem krossviðarbrúnin gengur inn i. Svo skerið þið hök ofan i kross- viðarfjölina að ofan, eins og mynd- in sýnir. Þekjan og stjelið á að falla Sporhundurinn King. 22. Jimmy var aö reyna að leysa bátinn og frændi hans sat viðbúinn með árarnar, þegar bófinn sem hingað til hafði verið að svamla í vatninu fór að öskra eins og vit- laus maður til þess að kalla á fje- laga sína, áður en Jimmy og frændi hans kæmust undan. Nú varð alt i uppnámi á þilfarinu, það var skot- ið og Mulligan hristi höfuðið vondaufur. Hvað gat hann með eina skammbyssu móti tuttugu hálfvit- lausum þorpurum? 23. Mulligan lók i árarnar eins og hann gat, en skothriðin dundi. En Jimmy og Mulligan urðu eigi litið lorviða er þeir sán, að það var alls ekki verið að skjóta á bátinn. Skotin komu úr alt annari átt ofan i þau hök. Undfr hverjn liaki er svolitið gat, sem jiræðinum er stungið gegnum, þegar bundið er. Siðan eru öll samskeyti limd saman ofan á bindingarnar til þess að gera vjelina traustari. Meira gerum við ekki i þetta sinn, en nú skuluð þið geyma teikning una þangað til næst. VNCI/Vtf le/kn&hrnik Svifflugan sem leikfang frá stefninu á skipinu og nú sáu þeir Jimmy, að bófarnir vorn að skjóta á hraðskreiða vjelbátinn Irá skemmtiskipinu, sem var þarna á næstu grösum, fullur af liðsforingj- um og hásetum. Nú lýkur sögunni i næst i blaði. Tóta frænka. Erkibiskupinuin af Kantaraborg hefir nýlega borisl áskorun um, að stuðla að því, að þjónandi prestar ensku kirkjunnar gangi ekki i hjóna- band. Er áskorun þessi m. a. undir- skrifuð af rektor Eton-skólans, Hugli Cecil lávarði, Wolmar lávarði, forn- fræðingnum dr. Edwyn Bevan, Stau- ley lávarði og Halifax lávarði og telja þeir sig mæla fyrir munn flestra prestaskóla í landinu. Hefir erkibiskupinn tekið þessari máli- leitun vel. Ýmsir biskupar hafa þeg- ar um nokkurt skeið brýnt fyrir prestaefnum, að þau skuli ekki gift- ast, að minsta kosti ekki fiinm fyrslu prestþjónustuárin. ALEXANDRA PRINSESSA dóttir hertogans af Kent og Marinu prinsessu sjest hjer á myndinni. Hún er nú rúmlega ársgömnl. GJALLARHORNSTURNAR liafa nú verið settir upp á torgum i flestum bæjum Þýskalands. Þegar inerkar frjettir gerasl eru gjallar- hornin látin fl.vtja þær þeim sem á gangi eru og safnast þá fjölmenni kringiim turnana.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.