Fálkinn


Fálkinn - 28.05.1938, Blaðsíða 8

Fálkinn - 28.05.1938, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N VORDRAGT i'ir smádröfnóttu tveed með dökkleit- um leggingum og hnöppum af sama lit Slagið er mjög áferðarfallegt þó að þvi gangi illa að ryðja sjer rúms i tískunni. Stafar jrað af því, að það þykir nokkuð áberandi og kostar auk þess tvo metra af efni. SILKINÁTTKJÓLL. Þessi kjóll er úr vatnsbláu silki og mjög „kvenlegur“ í laginu, með breið- um feldum „volant“ i stað erma og fallegum útsaum í hálsmálinu. GRÍSKUR STÍLKJÓLL. eftir bestu fortíðarfyrirmynd. Kjóll- inn er úr hvítu jersey, sem legst í áferðarfallegar fellingar að líkaman- um. En það er betra að stúlkurnar, sem ætla að nota þessa fyrirmynd, sjeu vel vaxnar! HATTATÍSKAN 1938. Skrítinn, flatur sporthattur úr beige, brúnum og grænum flóka og er, þegar nánar er aðgætt settur sam- an úr fjórum sivalningum og einum rjetthyrningi. Maður er hættur að furða sig á þvi óvenjulega svo maður hefir ekkert við það að athuga, þó hatturinn likist mest handtösku. Hgnn sem lifa. Wolfgang Mozart. Suður uiidir Tirol en austanverL við Bayern liggur fagurt fjallahjer- að og þjettbýlt, eitt af sambands- hjeruðum hins forna Austurríkis. Höfuðstaðurinn í þessu lijeraði hef- ir tæp 40.000 íbúa, en fjöldi ferða- fólks kemur í bæinn á hverju ári, ekki síst á vorin, því að þá fara fram í bæ þessum hátiðaleikir með aðstoð fremstu listamanna. Max Beinhardt hefir undanfarin ár veitt þessu fyrirtæki forstöðu og núna i vor hafði hann beðið hljómlistar- stjórann Toscanini að aðstoða. Hann baðst undan — mun hafa ór- að fyrir hvað verða vildi. Nú heldur Hitler þessa hátíðaleiki. Þeir eru gerðir í minningu Moz- arts. Því að þessi bær heitir Salz- burg og þar er Wolfgang Amadeus Crysostomus Mozart fæddur, 27. janúar 1756. Og fallegasta torgið í Salzburg ber nafn Mozarts og er standmynd hans á miðju torginu. Mozart er frægasti sonurinn sem Salzburg hefir alið, og bærinn held- ur röggsamlega uppi minningu hans. Faðir Mozarts var hljóm- sveitarstjóri erkibiskupsins i Salzburg. Hann var á óvita- skeiði þegar hann uppgötv- aði, að hann gat náð tón úr hljóðfæri og þótti þetta svo merkilegt, að faðir hans fór að kenna honum. Þegar Nlozart var fjögra ára var hann farinn að setja saman lög og fimm ára var hann >rðinn læs á nótur. Sex ára var liann orðinn svo leikinn á hljóðfæri, að faðir hans ifrjeð að fara með hann í ferðalag og láta umheiminn vita hvað þetta undrabarn gæti. Og nú hófst frægðar- för Mozarts. Hann bar fyrst niður í Wien og ljek þar fyrir hirð- na og vakti furðu keisarans sjálfs. í Paris ljek hann fyr- • ir Lúðvík fimtánda. í Lond- on, ætlaði alt af göflunum að ganga. Þótti ekki ein- leikið um snild þessa barns og trúðu sumir þvi, að hanu liefði verið ofurseldur djöflinum. Páfinn veitti honum eigi að síður áheyrn, er hann kom til Róm. En í Neapel töldu menn haml galdra- mann og á hljómleikum hans þar hrópuðu áheyrendur til hans að taka af sjer hring sem hann var með á hendinni, því að þeir hjeldu að þetta væri galdrahringur og mundi Mozart missa gáfuna ef hann tæki af sjer hringinn. Mozart vissi ekki hvaðan á hann slóð veðrið en tók hringinn af sjer og ljek lagið aftur, ekki miður en í fyrra skiftið. Úr þessari frægðarför sinni kom hann aftur 10 ára gamall og settist nú að í Salzburg. Hann var snill- ingur bæði á pianó, fiðlu og orgel og samdi ósköpin öll af tónverkum. Fjekk hann stöðu hjá erkibiskupn- um og átti sæmilega daga, en það skifti um er biskupa skifti urðu. Þá var Mozart um tvítugt. Varð hann að semja tónsmíðar fyrir hirðina og kirkjuna en bar ekki úr býtum nema sem svarar 25 krónum á mán- uði og bjó við sult þrátt fyrir náð- argáfu sína. Hann ákvað því að taka sig upþ úr fæðingarstað sín- uni og freista gæfunnar annarsstað- ar. Árið 1777 fór hann til Mann- heim, en þar var engin staða laus handa honum. Hann hjelt liljóm- leika í Ágsborg, sem var mikill auð- mannabær, en einnig þar voru öll sund lokuð. Flæktist liann bæ úr bæ þangað til loksins að hann komst til Wien árið 1771. Keisarinn fól honum að semja óperu handa söng- leikhúsinu og gerði Mozart það. Það var óperan „Idemeneo“. Fór nú að fara orð af Mozart sem tónskáldi, einkum óperum hans, en lítið hagn- aðisl hann á jiessu sjálfur. Hann, sem allur heimurinn hafði blasað við er hann var barn að aldri, átti nú á manndómsárunum við sifelda örðugleika að stríða, þrált fyrir það að hvert listaverkið rak annað. Verk lians höfðu enga rjettarvernd og leikhúsin stálu þeim og græddu á þeim, en sjálfur fjekk hann ekk- ert. „Brúðkaup Figaros“ vakti fögn- uð um alla veröld og „Don Giovanni" sömuleiðis og „Töfraflautan“ bjarg- aði einu leikhúsinu frá gjaldþroti Sjálfur varð hann að hafa ofan af fyrir sjer með tímakenslu og hafði varla málungi matar á stundum, enda var hann enginn ráðdeildar- maður og kona lians því síður. Er talið að baslið hafi flýtt fyrir dauða hans. Hann varð aðeins 35 ára, dó i Wien árið 1791 og var grafinn í fátækrakirkjugarðinum i Wien. Skömmu áður en hann dó kom maður til hans og bað hann um að semja fyrir sig „Bequiem". Mozart mun liafa fundið að hann ætli sjálf- ur ekki langt eftir og að þetta yrðu hans eigin útfararljóð. En þetta tón- verk er eigi talið eiga sinn líka í veröldinni. Og sania er að segja um óperur hans, sem sameinuðu italska lipurð germönsku djúpsæi. Þær halda fullu gildi enn í dag. Alls liggja 024 tónsmíðar eftir Mozart. En enginn veil hvar gröf hans er i fátækra grafreitnum í Wien. Sam- tíð hans fanst ekki ástæða til að setja honum minnisvarða. Hingað til hefir öll sápa í heimin- um verið búin til úr ýmiskonar feiti úr jurta- og dýraríkinu, en nú hafa þýskir efnafræðingar fundið aðferð til jtess að húa til sápu úr kolum. Segja þeir hana fult eins góða og aðra sápu og er nú verið að reisa gríðarstóra verksmiðju í Þýskalandi, sen; á að framleiða 40.000 smálestir af kola-sápu á ári. Einnig eru þeir að prófa aðferðir til þess að Iramleiða oliven-olíu úr kolum. -—-x------ JC í Babinda i New South-Wales strauk langi nýlega af lögreglustöðinni All- ir hlupu upp til handa og fóta og fóru að leita að honum en á meðan brá hann sjer aftur á stöðina og stal þar öllum þeim peningum, sem voru í sjóðnum og öðru verðmætu sem hann fann. 4

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.