Fálkinn


Fálkinn - 16.07.1938, Blaðsíða 2

Fálkinn - 16.07.1938, Blaðsíða 2
2 F Á L K I N N ----- GAMLA BlO ---------- Helena á að giftast. Afar fjörug sænsk gamanmynd. Aðalhlutverkið leikur: TUTTA ROLF og KARIN SWANSTRÖM Myndin sýnd um helgina. . .Gamia Bíó sýnir um næstu helgi sænsku gamanmyndina Helena á að giftast. Mynd þessi er leikandi ljett og eins og flestar sænskar myndir hefir hún fengið ágæta dóma, þar sem hún hefir verið sýnd. Enda eru nöfn flestra leikend- anna ærin sönnun fyrir því, að myndin sje góð. Höfuðlilutverkið, Helenu, leikur hin fræga leikkona Tutta Rolf af mestu prýði. „Fálk- inn“ hefir ekki rúm til að nefna aðra leikendur, en þeir eru hver öðrum betri. — — Hjá Knut Lagercrona greifa er verið að undirbúa brúðkaup. Bróð- urdóttir hans, Helena, ung og fög- ur kona, er alist hefir að miklu leyti upp hjá honum, á að giftast ungum iögfræðingi, Sebastian Lav- enius. Það væri synd að segja, að hún væri ánægjuleg á svipinn, þeg- ar verið er að máta á henni brúðar- línið. Hún elskar ekki Lavenius nei, öðru nær. Það er greifasonur- inn sjálfur, Karl Henrik, sem hún elskar. Hann er í sænsku sendisveit- inni í Paris, en þar eð hún hefir ekkert frjett af honum lengi, telur hún að liann muni vera búinn að gleyma sjer. Karl frjettir af tilviljun um brúðkaupsd'ag Helenu. Hann hefir altaf elskað hana og skrifar henni stöðugt án þess að fá svar. Hvernig stóð á þessu? Karl er fljót- ur að bregða við, er hann fær frjett- ina. Hann flýgur í skyndi heim, og nær þangað rjett áður en vígslan skal fara fram. — Þau Karl og Hel- ena finnast og talast við, og kemur þá í ljós, að móðir hans, sem vill ekki vita af neinum samdrætti milli þeirra hefir stungið brjefunum und- ir stól. Það verður ekkert úr brúð- kaupinu, en Helena flýr í burtu til ömmu sinnar, er býr á herragarði úti á landi. Og Karl fer með henni. Amma gamla, sem hafði frjett að Helena ætlaði að gifta sig þenna dag er fullviss um að Karl sje eng- inn annar en eiginmaður Helenu. Og þar eð þau koma nú að kvöldi má segja að hún fylgi þeim beint i hjónarúmið. Þau ætla nú að fara að stynja upp afsökunum en gamla konan smnir því engu og fer út. Karl og Helena verða nú heldur en ekki vandræðaleg. Hvað eiga þau að gera? Helena sest að í hjónarúm- inu, en Karl verður að leggjast á legubekk í öðru herbergi og er alt annað en ánægður með það. En svona verður það að vera. Og nú kemur broslegur kafli, þegar amma gamla læðist inn til þeirra um nótt- ina með lavendil kvisti, sem hún leggur á dyraþrepið á herberginu þar sem hjónarúmið er. En sam- kvæmt gamalli trú áttu þeir að verka í þá átt, að fyrsta barn hjór,- anna yrði pillur. Þegar amma gamla kemur inn í herbegið, þar sem Karl sefur verður hún reið og skammar hann eins og hund fyrir að sofa ekki hjá konunni sinni. Síðan kallar hún á Helenu — og rýkur siðan út. Mynd- in er miklu lengri — en „Fálkinn“ hefir söguna ekki lengri. Listsýningin í Miðbæjarbarnaskólannm Bandalag íslenskra listamanna hefir nú — að öðru sinni — efnt til listsýningar í Miðbæjarbarnaskólan- um og verður hún opin allan þenna mánuð. — Hagkvæmar ástæður liggja til þess að júlí er valinn til sýning- ar. Annars vegar af þvi að’ húsnæði er auðfengnast um þetta leyti árs — en íslensk list á ekki þak yfir höf- uðið eins og við vitum — og hins- vegar er júlí sá mánuður er flesta telur erlenda gesti, eins og best sjest á þvi, að heita má að öll skemti- ferðaskipin komi þá til landsins. Sýning í júlí gefur fjölmörgum út- lendingum tækifæri til að kynnast íslenskri list, og opnar um leið okk- ar fátæku listamönnum nokkra sölu- möguleika á verkum sínum, þar eð meðal gestanna er allmikið af list- elskum mönnum cr hafa góð fjárráð. Það er óhætt að mæla með' þess- ari sýningu, þó að vera megi að hún sje naumast eins góð og sýningin i fyrra. Og liggur það í því, að þarna vantar verk eftir suma oklcar fræg- ustu listamenn, eins og málarana Ásgrím Jónsson, Jóhannes Kjarval, Jón Stefánsson o, fl. Og af mynd- liöggvurunum er Ásmundar Sveins- sonar saknað. Hversvegna vantar þá? Höfum við ráð á því að vera án þessara manna, þegar kynna skal íslenska list? Á sýningunni eru 78 málverk, og er mestur hluti þeirra ísl. landlags- myndir, enda er íslensk náttúra gjöful á verkefni. Þessir málarar taka þátt í sýningunni: Eggert Guð- mundsson, Eyjólfur J. Eyfells, Finn- ur Jónsson, Freymóður Jóhannsson, Greta Björnsson, Gunnlaugur Blön- dal, Gunnlaugur Ó. Scheving. Inger Löchte, Jóhann Briem, Jón Þorleifs- son, Karen Agnete Þórarinsson, Kristin Jónsdóttir og Ólafur Túbals. Alls 13 málarar. Flest málverk á sýningunni á Finnur Jónsson (13). Höggmyndir eru fáar, aðeins 12. Tíu af þeim eru eftir Ríkarð Jónsson og 2 eftir Martein Guðmundsson. — Blaðið vill mjög eindregið hvetja alla listelska menn og konur að sjá sýninguna, þvi að þau gefast tiltölulega sjaldan tækifærin til þess að kynnast verkum svo margra ís- lenskra listamanna í einu. Og mál- verkadeildin býður upp á mikla fjöl- breytni og ólíkar „stefnur". — Skipstjórinn á skemtiskipinu er að ræða við tvær ungar frúr. Önn- ur þeirra spyr: — Sjáum við Mad- eira í dag? — Já, eftir þrjár til fjórar mín- útur. — Það er ómögulegt, eftir því sem stýrimaðurinn sagði áðan. — Treystið þjer ekki skipstjóran- um betur. Jeg er búinn að biðja um glös. Alexander Jóhannesson pró- fessor verður 50 ára 15. þ. m. Jón Auðunn Jónsson fyrv. alþm. verður 60 ára 17. þ. m. Ólafur Helgason, kaupmaður á Eyrarbaleka, verður 50 ára 21. júlí. ------ NÝJA BlÓ. ----------- Leikaralíf í Hollywood (A Star is born). Hrífandi fögur og tilkomumikil amerísk kvikmynd, er gerist í kvikmyndaborginni Hollywood. Öll myndin er tekin ’í eðlileg- um litum Techneicolour og hlaut heiðursverðlaun sem ein af 10 bestu kvikmyndum er teknar voru í Ameríku árið 1937. Aðallilutverkin leika: FREDRIC MARCH JANET GAYNOR ADOLPHE MENJOU MAY ROBSON ANDY DEVINE o. fl. Nýja Bíó sýnir bráðum stórfeng- lega kvikmynd með mörgum ágætum leikurum, og gerist hún i Hollywood hinum lieimsfræga kvikmyndabæ. Það eru næg meðmæli með þessari mynd, að hún hefir hlotið heiðurs- verðlaun fyrir að vera ein af allra bestu kvikmyndum, sem gerðar hafa verið í Ameríku árið sem leið. Mynd þessi var sýnd í Kaupmanna höfn nýlega og komst blaðið „Ber- lingske Tidende“ þannig að orði um hana: „Myndin lýsir Hollywood eins og hún er í augum kvikmyndastjór- ans William Wellman. Alt sem er ljómandi, frábært og dregur að sjer athygli, er tekið með. Sund- hallir, auðmannabústaðir, nætur- veislur, hóptilbeiðsla, peningar og frægð. Talsvert af fátækt og eymd gefur og að líta. Hin þreytandi bið aukaleikendanna eftir vinnu, og ineira af því tagi. Alt er þetta tengt saman í eina sögu, sem er eitt besta kvikmyndaefni er sjest hefir, af því að sagan sjálf og þá eink- um einstök atriði hennar, er ekki einungis skrifuð fyrir kvikmynd sern slíka. Það virðist ógna lítið merkilegt við það, en er þó þegar það er komið á kvikmynd, að lítil stúllka kemur til Hollywood og verður „stjarna“. Ilún verður það fyrir hjálp drykkjuruts eins, sem liverfur sem kvikmyndalista- maður um leið og henni skýtur upp. Hún elskar hann og lieldur trygð við liann. Hann elskar hana, en getur ekki á sama tíma borið sigur hennar og sitt eigið niðurlag. Út af þessu verður árekstur, sem er lýst með fullkominni kaldhæðni. Aðalþunga leiksins ber Fredric March. Leikur hans er á mjög háu stigi. Sannfærandi er leikur Janet Caynor, sem er prýðilega fallin til að leika á móti honum. Aukahlut- verkin leika þau — áhorfendunum til óblandinnar ánægju — Adolph Men- jou, May Robson og Andy Devine, sem er aðstoðarkvikmyndastjóri, og ennfremur Lionel Stander, sem er ritstjóri. Myndin á það skilið, að henni verði afburða vel tekið.“ Eiríkur Bakkabróðir er staddur í Reykjavík að lieimsækja konuna sína sem liggur á spítala. Hann fer inn í búð og ætlar að kaupa ávexti til að færa konunni sinni. Stúlkan sem afgreiðir hann tekur upp stóran vínberjakassa og segir: — Hvernig líst yður á að taka þennan? Þetta eru ágæt vínber og kosta ekki nema fjórar krónur. — Fjórar krónur! Nei, svo slæm er lnin ekki. — Mjer finst þú vera farinn að verða kærulausari um mig. Þú manst ekki einu sinni, að það er afmælis- dagurinn minn í ,dag. — Fyrirgefðu góða mín. En mjer er ómögulegt að sjá, að þú sjert ári eldri en í fyrra um þettn leyti.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.