Fálkinn


Fálkinn - 16.07.1938, Blaðsíða 5

Fálkinn - 16.07.1938, Blaðsíða 5
F Á L K I N N u náttúruvísindunum i'ara fyrir- lestrarnir einkum fram á rann- sóknastofunum, en þær eru margar í Cambridge og með þeim frægustu í Englandi. Þar er til dæmis hin fræga Cavend- is-rannsóknarstofa, þar sem frumeindir voru sprengdar í fyrsta sinn í veraldarsögunni. Fyrirlestrarnir liefjast klukk- an níu á morgnana og lialda á- fram til kl. 1; ennfremur eru fyrirlestrar kl. 5—7 síðdegis. Auk fyrirlestranna eru sjerstak- ar yfirheyrslustundir — „super- vision“ — þar sem reynt er á kunnáttu stúdentanna og kenn- arinn getur fylgst með livernig þeir rækja námið. Fer yfir- lieyrsla að jafnaði fram á tveggja vikna fresti í hverri námsgrein. Kensluárið skiftist i þrjú kenslumissiri og stendur hverl í níu vikur. Þetta er miklu styttri kenslutími en við flesta aðra háskóla, en gert er ráð fyrir, að stúdentarnir vinni iíka i leyfunum. Háskólaárið liefst fvrstu dagana i október. Fararleyfi. Stúdent í Camb- ridge má ekki fara úr bænum án leyfis, jafn- vel þó hann komi aftur sam- dægurs. Leyfi til þess að vera í burtu úr bænum nætursakir fæst ekki nema sjerstakar á- stæður sjeu fyrir hendi og aldrei fær stúdent að vera á burtu nema þrjár nætur sam- tals á hverjum níu vikum. Þeir sem eiga bifreið mega þó fara út fyrir bæinn án sjerstaks leyf- is, en hinsvegar eru þeir háðir ýmsum ströngum ákvæðum. Það eru ekki nema sum „college11 sem leyfa stúdentum sinum að hafa bifreið fyrsta árið sitt við háskólann. Bæði báskólastjórn- in og aðstandendur stúdenta liafa orðið að gefa samþykki sitt til þess og er þá gefið út sjerstakt leyfisbrjef, sem límt er á framrúðuna á bifreiðinni. Og aldrei má stúdentinn nota bifreiðina nema milli ld. 12% og 8V2 síðdegis. Sje brotið út af þessu kostar það 6 shillinga sekt en svifting ökuleyfis ef brotið er itrekað. Reiðhjólið er algengasta farartæki stúdent- anna — nær allir eiga reiðhjól. Þau eru flest útlits eins og þau hefðu verið notuð i slríðinu og það þykir óhóf að hafa hemla eða „fríhjól“. Þegar stúdent- arnir fara af fyrirlestrunum er svo krökt af reiðhjólum á göt- unni, að varla verður þverfótað. Aðeins fáir stúdentar hafa bifreið og flestir þessara ríku stúdenta koma til Cambridgc til að skemta sjer en ekki til að læra. En ríku stúdentunum hefir fækkað síðan heimsstyrj- öldina. Fyrrum var það nafn og auður foreldranna sem greiddu stúdentunum götu að háskólanum en nú er það kunn- átta og dugnaður. Cambridge er ekki lengur skemtistaður liinna ríku. Um þriðjungur slúdentanna i Cambridge nú er algjörlega háður námsstýrkj- unum sem háskólinn veitir. Þarna í Cambridge mætast stúdentar allra stjetla úr mann- fjelaginu og allra þjóða. Og stúdentinn er ekki dæmdur eft- ir litarhættinum, Indverjar og Kínverjar eru jafningjar liinna og er jafnvel veitt meiri at- hygli en Evrópustúdentum, því að þeir sjá hlutina i öðru ljósi. Sá tími er löngu liðinn lijá, að það þótti lítilsvirðing að hafa umgengni við svarta og gula stúdenta, hvítar stúlkur geta meira að segja sýnt sig úti með þessum stúdentum, án þess að tekið sje til þess. Kvenstúd- entar í Aðstaða kvenstú- dentanna í Cam- „ , ., bridge er talsvert am ri ge. einkennileg. Þar eru tvö kvenna-„college“ með samtals um 500 stúdentum, en þær eru ekki opinberir háskóla- borgarar og fá hvorki kápu nje liúfu og eigi fá þær heldur lær- dómsstig eins og karlmenn að loknu námi, heldur vottorð um, að þær liafi verið svo og svo mörg ór ó háskólanum og tekið próf í ákveðnum greinum. Þær sækja fyrirlestra og æfingar með öðrum stúdentum, en eru ekki báðar liáskólareglunum. Umsjónarmaðurinn eða „proc- torinn“ hefir I. d. ekkert yfir kvenstúdentunum að segja, en hinsvegar eru þær undir ströng- um aga og reglum „college“ þess sem þær teljast til. Iþróttir, eru sem kunnugt er, mikið iðkaðar við alla enska liáskóla og er Cambridge þar engin undantekning. Stúdentum er í sjálfsvald sett, hvort þeir iðka íþróttir eða ekki, en um 90% stunda samt íþróttir þær, sem völ er á í háskólanum. Að- al íþróttin er róður sem er iðkaður bæði vetur og sumar, en á vetrum er rugby-knatt- spvrna mikið stunduð en tennis á sumrum. Er mikið kapp lagt á að komast inn i íþróttaflokk háskólans sjálfs og verða „blue“ eða að minsta kosti að komast i flokk „college" síns og vinna sjer frama jjar. Stúlkurnar iðka lika íþróttir, einkum hockev og tennis. í Cambrigde eru ógrynnin öll af kíúbbum, sem hver hefir sín áhugamál. Maður getur valið um og farið ií jiann klúbbinn, sem fyrir eru í menn með sömu áhugamálum. Sumstaðar eru svo ströng iimtökuskilyrði, að jiangað kemst enginn nema með góðum meðmælum og svo best að hann hafi unnið sjer eitthvað til ágætis. Þar er m. a. Norð- urlandaklúbbur, sem beldur fundi í hverri viku, þó ekki hafi hann ííema 150 fjelags- menn. Hvert „college“ hefir bóka- safn fyrir sig, sniðið eftir jieim greinum, sem jiar er einkum lögð stund á. Geyma þessi bóka- söfn fjölda dýrra bóka og gam- alla handrita. En auk þessara safna hefir háskólinn eitt aðal- bókasafn í stórhýsi, sem er að- eins fjögra óra gamalt. Stúdent- ar einir hafa aðgang að þessu bókasafni og eru miklir fjársjóð ir jiar saman komnir, afar forn- ar og löngu ófáanlegar bækur og gömul handrit. Auk þess fær bókasafnið eintak af hverri ein- ustu bók, sem prentuð er i eriska ríkinu. I turni háskólans eru samankomin öll blöð og tímarit ensk, sem komið hafa út á síðustu tíu árum. Það eru mörg Skemtihf. . , .» . 2 tækifæn tu að skemta sjer í Cambridge. Þar eru t. d. tvö ágæt nýtísku leilc- liús, og fjöldinn allur af kvik- myndahúsum eru opin alla daga nema sunnudaga. Þá er alt lok- að og læst nema fáein kaffihús og kirkjurnar. Kaffihúsalifið er mest á kvöldin og svo árdegis á laugardögum. Þá safnast stú- dentar saman á stærstu kaffi- húsunum og setja þar alt á ann- an endann og láta eins og villi- menn. Danssamkomur geta stú- dentarnir sótt einu sinni á viku og í lok Iivers kenslumissiris heldur livert „college“ sinn dansleik og jjá er dansað til kl. 2—3. Stúdentar mega aðeins sækja jiá dansleiki, sem „proc- torinn“ hefir viðurkent. Hinar svonefndu sherrysam- komur í Cambridge eru víð- frægar. Eru jiær með ýmsum dularsiðum og er boðað til þeirra með prentuðum boðs- bréfum. Oft taka kennarar jiólt i jieim með stúdentunum og fer alt mjög hátíðlega fram og með svo miklum serimonium að engum vinst timi til að drekka sig fullan. Fara menn einkum jiangað til að kynnast fólki — sjerstaklega kvenfólki, og Jiað eru ekki nema efnaðri stúdentarnii1, sem taka jiátl í sherrysamkvæmumnn, því að þau eru svo dýr. En þeir sem vilja fá sjer í staupinu halda svonefnd „bottle party“, og taka með sjer flösku i samkvæmið. A sumrin er miðstöð skemti- lifsins við ána Gam. Þar er á kvöldin krökl af flatbotna prömmum, svonefndum „punts“ sem stjakað er áfram en ekki róið, og eru Jieir mjog þungir í vöfunum. í slíkar ferðir taka stúdentarnir með sjer grammó- fón og verður því óþolandi glymskrattakliður á ánni, öll- um hljómelskum mönnum til sárrar hrellingar. Að lokum má nefna „maí- vikuna“ — sem þó alls ekki er haldin i maí. Þegar prófunum er lokið, kringum 15. juní, hefst maívikan og stendur í sex daga. Háskólamissirið er jiá úti, svo að hinar ströngu reglur eru fallnar úr gildi og stúdenlarnir mega lifa eins og jieim sýnist. Þá eru dansleikar haldnir á hverri nóttu og standa til kl. 5,30 að morgni; hefjast þeir með mikilli veislu og svo er verið að jeta og drekka alla nóttina. — Stúdentarnir sem dvelja jirjú ár á þessu ínentasetri og taka próf, eru ekki frábrugðnir öðr- um mentamönnum og ekki heldur reynt til að gera jiá það. Þeir eru úr öllum stjettum þjóð- fjelagsins og tilgangurinn með náminu er eingöngu sá, að gera úr þeim menn, sem sjeu hæfir lil lifsbaráttunnar, eigi aðeins að þekkingu heldur og að allri liugsun og atgerfi. STÆRSTA SKIP NORÐURLANDA. er nú í smiðum i Montfalcone i ítaliu og keniur til að líta svona út. — Það er eign Svenska Amerika Linjen og á að heita „Stockholm" og verður miklu stærra en bæði „Kungsholm“ og „Gripsholm". Einn- ig verður skipið skrautlegra en þessi fyrnefndu skip. Zogu konungur i Albaníu sem kvæntist nýlega ungverskri greifa- dóttur vill gjarna fara að dæmi Kemal Atatyrkja og banna konum að ganga með slæðu fyrir andlitinu á götum úti. Þegar hann gaf út skipun um ]ielta fyrir skömmu hafði ]iað í för með sjer, að margir c-iginmenn og feður hðrðbönnuðu konum sinum og dætruni að stíga út fyrir hússins dyr.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.