Fálkinn


Fálkinn - 16.07.1938, Blaðsíða 14

Fálkinn - 16.07.1938, Blaðsíða 14
14 F Á L K 1 N N Við kaffidrykkju. vera meiri göngumaður en nokkur annar. Þegar hann kom til baka niður í jökulræturnar tók hann að sjer ærlegt snjóhað. Þeíiri er ekki fisjað saman Finn unum! Við spurðum liann um ferð hans til Langjökuls. Hann sagði þar um: „Dvöl min á Langjökli verður eitt af ógleym- anlegustu augnabíikum æfi minnar“. — Visapáá er eins og áður gat prestur og meira að segja prestar við stærstu kirkju Finnlands, Mikael Agricola kirkjuna í Helsingfors. F’yrir hrennandi áhuga sinn á skáta- hreyfingunni og það mikla lið, sem hann hefir lagt henni, lief- ir honum tekisl að gera ung- dóminn í höfuðstað lands síns kirkjunni hliðhollan. — -— Hátíðlegustu stundir mótsins eru á kvöldin, þegar varðeldar hafa verið kveiktir í Hvanna- gjá og allir skátarnir hafa safn- ast kringum eldana. Þar eru sagðar sögur, sungið og iðk- aðir 'leikir og venjulega lýkur varðeldastundinni með stuttri Illið 2. Væringjadeildar. ræðu. Þessar stundir eru mjög vel fallnar til samstillingar og frá þeim er gengið beint til hvílu. Vandfundin mun sú æsku- lýðshreyfing er lieillavænlegri sje fyrir ungdóm allra landa en skátahreyfingin. Islenskum a»ku lýð ætti hún að veita uppbót á því sem hann fer á mis við það, að hafa enga herþjónustu, en hún hefir á sinn hátt mjög mik- ið uppeldisgildi. Skálar læra að hlýða og fá vilja sinn agaðan. En viljauppeldi íslendinga hef- ir verið vanrækt. Og kergja þeirra og óhlýðni þyrfti að fá lækningu. „Fálkinn“ væntir þess, að landsmót það, sem nú er lokið, megi marka spor í sögu skáta- hreyfingarinnar á Islandi og að fleiri og fleiri af sonum og dætrum þjóðarinnar fylkist und- ir merki hennar, svo að her megi rísa upp hraust þjóð og drenglynd, samstilt þjóð og mátlug að vilja. Ljósm. Falko. Morgimþvottur. Það leynir sjer ekki að hóp- urinn, sem er þarna saman kominn, er þróttmikill og vilja- sterkur ungdómur, sem liefir hlotið tamningu á sínum bestu eiginleikum, enda eru þeir allir ánægðir með lífið og í sjöunda himni yfir því hve gott veður þeir liafa fengið á mótinu. Þeir hafa gengið á fjöll þessa dagana iðkað íþróttir og skoðað sögu- legar minjar á Þingvöllum und- ir leiðsögn góðs fræðimanns. Við eigum tal við nokkra af útlendu skátunum og þeir eiga ekki nógu sterk orð til að lýsa hrifningu sinni á mótsstaðnum og hve mikla ánægju þeir liafi haft af dvölinni. Sá erlendu skátanna er mest ber á þarna er Finninn Niilo Visapáa. Hann er prestur og ríkisdagsmaður, þó ungur sje. Það var hann einn erlendu fulltrúanna, sem talaði á íslensku, er mótið var setl. „Það var nú samt erfitt“, sagði hann. Einn mótsdaginn gekk hann á Langjökul ásamt mörgum öðrum og revndist að Hliff ísfirffinga. SKÁTAMÓTIÐ Á ÞINGVÖLLUM Framhald af bls. 3. holla hreyfing hefir víða fest rætur út um land. Hvernig farið þið að með vatn? spyrjum við. — Við leið- um það i pípum alla leið ofan úr gjá, hjer um hil fjögur hundruð metra leið. Það kostaði mikla fyrirhöfn. Skátinn bendir á dálitla hunu við vatnsleiðslu- upptökin. — Þarna fáum við okkur steypihað. Og skamt frá okkur eru geysistórar járnmund laugar, þar sem skátarnir þvo sjer og fá sjer drykkjarvatn úr krönunum.En vatnið er ekki gott til drykkjar vegna þess, hve hve mjög það volgnar á liinni löngu leið, þar eð mjög hefir verið heitt í veðri. Hvernig getur alt verið svona þrifalegl i tjald- hverfunum? Skýringin er eng- in önnur en sú, að eitt af þeim hoðorðum, sem hverjum skáta ber að halda er að gæta hins mesta hreinlætis. Og því hoð- orði hefir áreiðanlega ekki ver- ið gleymt á Leirunum. Hlið Keflvikinga. Hlið Akureyringa. Hlið Arnanna. Illið þriðju Væringjadeildar. Maður nokkur í Fíladelfíu framdi sjálfsmorð og Ijet eftir sig svohljóð- andi brjef: — Jeg giftist ekkju, sem átti uppkomna dóttur. Faðir minn varð ástfanginn af stjúpdóttur minni og giftist lienni og varð þannig tengdasonur minn og stjúpdóttir mín varð móðir mín af því að hún giftist föður mínum. — Konan mín eignaðist son, sem varð auðvitað mágur föður míns og jafnframt móðurbróðir minn, af því að hann var bróðir stjúpmóður minnar. — Kona föður míns eignaðist son, sem var auðvitað bróðir minn af því að hann var sonur föður mins, en jafn- framt var hann dóttursonur minn, af því að hann var sonur dóttur minnar. --- Þessvegna er kónan min amma mín, vegna þess að hún var móðir móður minnar; jeg var mað- ur konu minnar og dóttursonur hennar um leið, og af því að mað'ii ömmu einhverrar persónu er afi sömu persónu þá er jeg afi sjálfs míns. Það eru víðar til hœnuhanar en i Keflavík. Á hænsnagarði í Penn- sylvaníu var fyrir nokkrum árum til hæna, sem verpti eggjum og hafði alla þá siði, sem góða hænu mega prýða í nokkur ár og bar ekki á neinni kynskiftatilhneigingu hjá lienni. En svo fór hænunni að vaxa fjaðrakambur um hálsinn og lang- ar stjelfjaðrir og loks þrír sporar á hvorum fæti. Eigandinn fór með kynskiftingin á náttúrugripasafn í Brooklyn og var hann þar lil sýnis. Ramses II. Egyptakonungur, sem nú er til sýnis á safni í Kairo var tífaldur miljónamæringur. Ford, Rockefeller og Ivrösus voru hús- gangar í samanburði við hann. Hann var yfirkonungur allra kon- unga frá Nubíu til Sýrlands og tók af þeim mikla skatta. Hann vann gúÚnámurnar í Núbíu og liafði það- an of fjár. Allur sá hluti heimsins sem þá var kunnur var skattskyld- ur honum. Friðrik mikli Prússakonungur („gamli Fritz“) lánaði einu sinni herforingja sínum við hátiðlegt tæki- færi orðu af sjer. „Yðar hátign“, sagði herforinginn og hneigði sig djúpt fyrir kon- unginum, „jeg hefði nú fremur kos- ið að hafa aflað mjer hennar á or- ustuvellinum." „Það get jeg vel skilið,“ sagði konungur, „en jeg get ekki hleypt stríði af stað aðeins vegna yðar. —Ákærði, hafið þjer fengið refs- ingu áður? — Já, fyrir tíu árum. — Og fyrir hvað? — Fyrir að jeg baðaði mig á óleyfilegum stað. — Og síðan —? — Síðan hefi jeg ekki baðað mig.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.